Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Miðasala Þjóðleikhússins: Sími 551-1200 www.leikhusid.is HUGMYNDIN um óperuhús við Borgarholt í Kópavogi, sem fyrst var sett fram í júní á þessu ári, er komin langt á leið með að verða að veruleika og segir Gunnar Birg- isson, bæjarstjóri Kópavogs og hugmyndasmiður óperuhússins, viðræður ganga vonum framar. Fjármögnun framkvæmdarinnar sé langt komin. Alls staðar hafi hug- myndinni verið vel tekið og mun betur en Gunnar óraði fyrir. Kostn- aður við byggingu óperuhússins er talinn nema einum og hálfum til tveimur milljörðum og reiknað er með að ásamt Kópavogsbæ muni ríkið, Íslenska óperan – með and- virði Gamla bíós – og einkaaðilar koma að fjármögnun. Gunnar vildi engin nöfn einkaaðila nefna og tók fram að viðræður væru á lokastigi en að baki yrðu traustir aðilar sem tilbúnir væru til að láta fé af hendi rakna til menningarmála. Fjármögnun ætti að ljúka í næsta mánuði ef allt gengur að óskum. Verður þá hafist handa við teikn- ingu hússins og í kjölfarið ættu framkvæmdir að fara af stað. Frumteikningarnar voru unnar eft- ir hugmyndum Gunnars sem vonar að ekki verði hróflað mikið við þeim þó hann búist við að ein- hverjar breytingar verði gerðar. Óperuhúsið, sem verður um 2.500 fermetrar og á að taka allt að 700 áhorfendur í sæti, verður stað- sett sunnan við Gerðarsafn og vest- an við Salinn. Húsið verður grafið niður að hluta en langtímamark- miðið er að tengja öll mannvirkin saman þannig að hægt verði að samnýta þau í framtíðinni. Engin ópera í tónlistarhúsinu Gunnar segir að sér hafi komið mjög á óvart að óperu skuli ekki hafa verið skipaður sess í nýju tón- listarhúsi sem rísa á við Reykjavík- urhöfn, en hann segir Kópavogsbúa njóta góðs af því. Þó svo að einblínt verði á óperur mun húsið ekki aðeins þjóna þeim tilgangi því hægt verður að halda þar tónleika, setja upp leikrit og halda ráðstefnur – stefnt verði að því að nýta húsið eins og mögulega verði hægt. Grunnhugsun Gunnars er sú að tónleikasalurinn og sviðið verði á neðri hæð hússins en að ofan verði móttakan og þar verði jafnvel kom- ið fyrir súlum eða stólpum sem til- einkaðir verði þeim styrktaraðilum sem að húsinu standi. Hann vildi hins vegar ekki spá fyrir um það hvenær óperuhúsið komist í gagnið en vonast til að teikningarnar verði tilbúnar fyrir áramót. Óperan mun setja mikinn svip á Borgarholtið í Kópavogi og mun vera not- að fyrir ýmsa viðburði, s.s. ráðstefnur, leikrit og tónleika. Ef hugmyndir Gunnars Birgissonar ná fram að ganga mun útsýnið innan úr óperuhúsinu sem reist verður við Borgarholt verða þessu líkt. Teikningar tilbúnar fyrir áramót Eftir Andra Karl andri@mbl.is Fjármögnun óperuhúss í Kópavogi gengur vonum framar RÁÐIÐ var í 22 stöðugildi á leikskól- um Reykjavíkurborgar í síðustu viku en enn vantar í um 80 stöður, sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgar- stjóri aðspurð hvort ástandið á leik- skólum borgarinnar hefði lagast að undanförnu. Örlað hefur á vonleysi á meðal starfsmanna leikskólanna en eðlilega reynir mjög á starfsfólk þeg- ar undirmannað er. Steinunn Valdís segir enga eina lausn á vandamálinu en málum miði fram á við þó hægt gangi. Það sé ekki síst að þakka leik- skólakennurum og -stjórum sem hafa staðið sig mjög vel við erfiðar aðstæð- ur. Á þorra leikskóla í borginni vantar ekki fólk og eru engir biðlistar, en til að mynda gengur mjög erfiðlega að ráða mannskap á tvo leikskóla þar sem vantar mannskap í um fimm stöðugildi en það er unnið að því hörð- um höndum. Samfara því að reynt er að finna starfsfólk til að manna leik- skóla borgarinnar er uppi umræða um hlutfall menntaðra leikskólakenn- ara og ófaglærðra starfsmanna – en ófaglærðir eru um sextíu prósent starfsliðs. Ályktun frá Félagi framhaldsskólakennara Félag framhaldsskólakennara sendi frá sér ályktun síðastliðinn mánudag þar sem skorað er á ríkið og sveitarfélög að taka höndum saman um að gera kennslu og stjórnun í leik- skólum að eftirsóknarverðu starfi og leikskólana að samkeppnishæfum vinnustöðum. Í ályktuninni er einnig bent á að í lögum um leikskóla og í að- alnámskrá leikskóla er krafa um vel menntað starfsfólk í leikskólum. Enn vantar í 80 stöður í leikskóla Reykjavíkur LYFJAVERÐ í heildsölu mun lækka á um þrjú hundruð pakkning- um frá og með morgundeginum þeg- ar til framkvæmda kemur annar hluti samkomulagsins sem heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytið gerði við Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) og Actavis í fyrra um lækkun lyfjaverðs. „Samkomulagið við heildsala felur í sér að lyfjaverð lækki í áföngum þannig að verð lyfja í heildsölu verði 1. september 2006 það sama og með- alverð í Noregi, Danmörku og Sví- þjóð,“ segir Páll Pétursson, formað- ur lyfjagreiðslunefndar, sem ákveð- ur leyfilega hámarksálagningu lyfseðilsskyldra lyfja bæði í heild- og smásölu hérlendis. „Jafnframt þessu er verið að vinna að samkomulagi við smásalana, þ.e. apótekara, um að verðið í smásölu verði í árslok 2006 hliðstætt verðinu í Danmörku og Finnlandi, en fyrirhugað er að annað skrefið í þeim lækkunum komi til framkvæmda 15. nóvember nk.“ Að sögn Páls er hér verið að stíga mikilvægt skref í því að lækka lyfja- verð. „Lækkunin nú um mánaðamót- in felur í sér að heildsöluverðið á um þrjú hundruð pakkningum lækkar um rúmlega 262 milljónir króna, sem leiðir af sér lækkun í smásölu um 320–330 milljónir kr.,“ segir Páll og segir lækkunina ná til flestra algeng- ustu lyfjanna. Hann bendir á að heildarlyfjaútgjöld Íslendinga hafi numið tæpum 15 milljörðum kr. á síðasta ári. Hækkuðu útgjöldin um 24% árið 2001, um 8% árið 2003, en aðeins 0,3% á árinu 2004. Lyfseðils- skyld lyf lækka á morgun SAMKOMULAG um nýtt hjúkr- unarheimili fyrir aldraða í Soga- mýri austan við Mörkina í Reykja- vík var undirritað af Jóni Krist- jánssyni, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra við há- tíðlega athöfn í Iðnó í gær. Hjúkrunarheimilið mun verða 6.660 fermetrar að stærð og hafa að geyma um 110 rými, allt ein- býli, en gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir hjón og sambúðarfólk. Stefnt er að því að taka heimilið í notkun árið 2007 en framkvæmdir eiga ekki að taka lengri tíma en 18–24 mánuði. Kostnaður verður um 1,3 millj- arðar króna og greiðir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Framkvæmdasjóður aldraðra 70% en Reykjavíkurborg 30%. Er það jafnframt tvöfalt lögboðið framlag sveitarfélaga til uppbyggingar af þessu tagi. Steinunn Valdís sagði það hafa verið gert af nauðsyn en 259 ein- staklingar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými og taldir vera í mjög brýnni þörf fyrir vistun á hjúkrunarheimili. Hún sagði borg- ina einnig vera að byggja hjúkrunarheimili í Vesturbænum og að margt væri að gerast í þessum málaflokki um þessar mundir en of lengi hafi ríkt neyð- arástand í málum aldraðra sem þurfa á hjúkrunarheimilisvist að halda. Með byggingu hjúkrunarheimil- isins er borgin að grynnka á bið- listum en Steinunn segir að betur megi ef duga skuli. Áhersla sé lögð á það að halda áfram að berjast fyrir bættum hag aldraðra í Reykjavíkurborg. Samið um nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Sogamýri Mun grynnka á biðlist- um eftir hjúkrunarrými Tæplega sjö þúsund fermetra hjúkrunarheimili fyrir aldraða mun rísa í Sogamýri, austan Merkurinnar, í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að heimilið verði tekið í notkun árið 2007 en í því verða 110 rými, allt einbýli. Morgunblaðið/Golli Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri kynna samkomulagið um hjúkrunarheimilið í Sogamýri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.