Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 44

Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Antik. Til sölu elsti rakarastóll Íslands. Var staðsettur á árum áður á rakarastofu í Grjótaþorp- inu. Áhugasamir hafi samband í síma 822 1929. Barnavörur Kuldakast - Kuldakast. Vegna kuldakasts bjóðum við 15% af- slátt af útigöllum og úlpum frá Ticket to heaven og Lego. Gildir til 3.10. 2005. Róbert bangsi... og unglingarnir, Hlíðasmára 12, Hverafold 1-3, 555 6688/567 6511. Ferðalög Skíðaferð til Austurríkis? Stærsta skíðasvæði í Evrópu. Leigjum út hús og íbúðir fyrir 4-12 manns. Kynnið ykkur verð og skil- mála á heimasíðu okkar www.talbachschenke.at eða í síma 00436503333660. Öllum fyrir- spurnum verður svarað á íslensku. „Julefrokost“ í Kaupmanna- höfn. Við höfum tryggt okkur fjölda hótelherbergja í Kaup- mannahöfn yfir helgar, í lok nóv. og fram í des. Bæði 2ja og 3ja stjörnu hótel. Bjóðum „ægte dansk julefrokost“-hlaðborð á föstudögum og laugardögum 2 síðustu helgarnar í nóvember og fyrstu 2 í desember. Einnig með dansleik á eftir. Fylkir.is ferða- skrifstofa, www.fylkir.is, sími 456 3745. Flug Beech 77 Skipper. 2 sæta Beech Skipper, frábær tímasafn- ari. Selst í heilu lagi eða hlutum. Ný ársskoðun, góð tæki. Upplýs- ingar 659 9427. Tjald- og húsvagnageymsla Geymsluhúsnæði fyrir tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi. Upplýsingar í símum 898 8838 og 893 6354 eða fyrirspurn á melarkjal@simnet.is . Sumarhús Sumarhús — orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbú- in hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is ROTÞRÆR Framleiðum rotþræ 2300 - 25000 lítra. Öll fráveiturör og tengistykki í grunninn. Sérboruð siturrör, tengistykki og fylgihlutir í situr- lögnina. Heildarlausn á hagstæðu verði. BORGARPLAST Seltjarnarnesi: S 561 2211 Borgarnesi: S 437 1370 www.borgarplast.is Listmunir Nýtt Gallerí -> Gallerí Lind. Nýtt sölugallerí með listmuni hefur verið opnað í Bæjarlind 2 í Kópa- vogi. Kíktu á vefinn okkar www.gallerilind.is. Námskeið Learn english - Private lessons - All levels. Qualified Teacher, Lærðu ensku - einkatímar - byrjendur og lengra komnir. Sérmenntaður kennari símar 868 2673 og 567 6748. Til sölu Tékkneskar og slóvanskar krist- alsljósakrónur handslípaðar. Mikið úrval. Gott verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Tékknesk postulíns matar- og kaffisett. Mikið úrval. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Handskreytt rúmteppi Mikið úrval af alls konar rúm- teppum frá kr. 3.900. Opið virka kl. 11-18, laug. 11-15. Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Garðsala laugardaginn 1. okt., Spítalastíg 10, 101 Rvík. Ýmislegt skemmtilegt í boði t.d. vínyll, bækur, cd, tölvuhl. o.m.fl. Gott að rölta við fyrir/eftir góðan dag í miðbænum. Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir, viðgerðir, töfluskipti, endurnýjun á raflögnum. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 • lögg. rafverktaki Bílaklæðning JKG Plexiform, Dugguvogi 11. Alhliða sætavið- gerðir, leðurbólstrun, alklæðning- ar farartækja, smíði og hönnun úr plasti, skiltagerð, bara að nefna það. Plexiform, sími 555 3344 - 694 4772. Opið 8 til 17. Ýmislegt Ullarsjölin komin kr. 1.690. Alpahúfur kr. 990. Treflar frá kr. 1.290. Flísfóðraðir vettlingar. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Nýkominn glæsilegur náttfatnaður í úrvali - kjóll kr. 4.990,- sloppur kr. 6.850,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Ný sending Pilgrim skartgripir. Ný sending. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Mjög falleg fóðruð dömustígvél úr mjúku leðri, stærðir 36-41. Verð kr. 8.900. Misty skór, Laugavegi 178, s. 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Blómaskórnir vinsælu komnir Barna- og fullorðinsstærðir. Verð aðeins kr. 990. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Vélar & tæki Steypuhrærivél til sölu. Euro Star steypuhrærivél til sölu, 125 l. Selst á 15.000 kr. Hefur aldrei verið notuð fyrir steypu. Upplýs- ingar í síma 840 8010. Bílar Toyota Landcruiser 90 VX árg. 08/2003. Lúxuseintak. Ekinn 39 þús. Dísel, ssk., leður, krókur, skyggðar rúður, reyklaus. Auka álfelgur með nýjum nagladekkj- um. Verð 4.600 þús. Upplýsingar í síma 693 0205. Til sölu VW Passat station, árg. '99, ekinn 123 þús., álfelgur, nýjar bremsur, sk. '06. Glæsilegur bíl. Verð 750 þús. Áhv. 700 þús. Uppl. í síma 669 1195. Nýr Mercedes Benz Sprinter 316 CDI 4x4 með læsingu, styrkt- um höggdeyfum, millilengd, 156 hestöfl. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333 og 820 1070. Nýir Mercedes Benz Sprinter 316 CDI Maxi og millilengd. Sjálfskiptir, ASR, ESP og fl. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, Kópavogi, símar 544 4333 og 820 1070. Nissan Terrano diesel árg. '99. Terrano sjálfskiptur, skoðaður '06. 33" hækkun, sóllúga, drátt- arbeisli, tölvukubbur o.fl. Ekinn 159.000 km. Ásett verð 1.450 þús. Engin skipti. Upplýsingar í síma 845 1425. Jeppar Toyota Landcruiser 90 VX Disel árgerð 2000. Ekinn 140 þús. Grás- anseraður, 5 d., sjsk., 33" breyt- ing. Nýjar bremsur. Kúla, cd, leð- ursæti, varadekkshlíf. Reyklaus. Toppeintak. Upplýsingar í síma 699 6869. Bílaþjónusta Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif - djúp- hreinsun. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmu- vegi 22, sími 564 6415. Tjaldvagnar Vetrargeymsla Geymum felli- hýsi, tjaldvagna o.fl. í upphituðu rými. Nú fer hver að verða síðast- ur að panta pláss fyrir veturinn. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 577 4077. Varahlutir Varahlutir í VW Golf 1,6, árg. 1998-2003. Næstum allt Golf 1,6. Upplýsingar í síma 690 2577. JEPPAPARTAR EHF., Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '91-95, Terr- ano II '99, Subaru Legacy '90-'04, Impreza '97-01, Kia Sportage '03 og fleiri japanskir jeppa. FRÉTTIR FYRIRLESTRARÖÐIN Veit efnið af andanum? verður haldin í húsakynnum Háskóla Íslands alla laugardaga frá 1. október til 12. nóvember. Þar verður leitast við að varpa ljósi á þetta marg- slungna og sammannlega fyr- irbæri með aðferðum meðal annars heimspeki, sálarfræði og gervigreindar- og tölvunar- fræða. Fyrirlestraröðin er tileinkuð minningu Þorsteins Gylfasonar. Fyrirlestrarnir eru sjálfstæðir og hefjast allir klukkan 14, að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Þýski heimspekingurinn Thomas Metzinger flytur fyr- irlestur á morgun, laugardaginn 1. október, en hann hefur unnið að því að brúa bilið á milli hug- og raunvísinda. Anil K. Seth mun ræða tilurð og þróun meðvitundar undir for- merkjum taugalíffræðilegs darwinisma (Neural Darwinism), Kamilla Rún Jóhannsdóttir fjallar um það hvaða forsendur þurfa að vera til staðar til þess að tölvur öðlist meðvitund og Haukur Ingi Jónasson mun leit- ast við að skýra það út frá for- sendum sálgreiningarinnar hvernig meðvitundin rís upp úr hvatalífi líkamans. Kristinn R. Þórisson kemur til með að greina meðvitund í mönnum og vélum út frá sjónarhóli gervi- greindar, Björn Þorsteinsson ræðir gagnsemi fyrirbærafræð- innar í rannsóknum á mannlegri vitund og loks mun Ólafur Páll Jónsson velta upp og ræða ýmis vandamál og spurningar sem kvikna í ljósi þeirra fyrirlestra sem á undan eru komnir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu fyrirlestrarað- arinnar www.medvitund.hi.is. Fyrirlestraröð í Háskóla Íslands „Veit efnið af andanum?“ FJÓRAR konur hlutu námsstyrki Orkuveitu Reykjavíkur, en styrk- veitingarnar eru liður í jafnrétt- isáætlun Orkuveitunnar. Í ár bárust 27 umsóknir, þar af fimm vegna iðnnámsins. Styrkþegar í ár eru Hildur Æsa Oddsdóttir, nemi í véla- og iðn- aðarverkfræði við Háskóla Íslands, Sonja Dögg Dawson, nemi í bygg- ingatæknifræði við Tækniskóla Ís- lands eða Háskólann í Reykjavík, Berglind Leifsdóttir sem er að læra rafvirkjun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Oddný Ágústa Há- varðardóttir, einnig nemi í rafvirkj- un við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hljóta þær allar 225.000 krónur. Á myndinni eru f.v. Hildur Jóns- dóttir, jafnréttisfulltrúi Reykjavík- urborgar, Sigrún Elsa Smáradóttir, varaformaður stjórnar OR, Hildur Æsa Oddsdóttir, Berglind Leifs- dóttir, Sonja Dögg Dawson Péturs- dóttir, Oddný Ágústa Hávarðs- dóttir og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar. OR styrkir konur til náms í iðn- og verkfræði STJÓRN Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, SUS, lýsir yfir furðu sinni á fulltrúavali Heimdallar vegna SUS- þings sem hefst í dag og hefur sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Við val á fulltrúum Heimdallar á þing SUS í Stykkishólmi, sem hefst 30. sept. nk., synjaði stjórn aðild- arfélagsins umsóknum frá mörgum af virkustu meðlimum ungliðahreyf- ingarinnar um að vera aðalfulltrúar. Meðal þeirra sem ekki eru aðalmenn á þinginu, þrátt fyrir umsókn, eru varastjórnarmenn í SUS og formað- ur utanríkisnefndar sambandsins sem starfa mun á þinginu. Stjórn SUS harmar þessa ákvörðun stjórn- ar Heimdallar og lýsir yfir furðu sinni á þessum vinnubrögðum. Það er grundvöllur fyrir blómlegu og kröftugu starfi í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins að það fólk sem starfar af heilindum, metnaði og þrótti fyrir hreyfinguna fái að taka þátt í atburðum á hennar vegum, ekki síst á sambandsþingum. Stjórn SUS telur því að með ákvörðun um að synja ofangreindum aðilum um setu á þinginu hafi stjórn Heimdall- ar vegið að því mikilvæga starfi sem fram fer í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna.“ Stjórn SUS furð- ar sig á fulltrúa- vali Heimdallar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.