Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 57 KRINGLANÁLFABAKKI Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty”Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” D.V. S.V. MBL kvikmyndir.is V.J.V. TOPP5.IS R.H.R. MÁLIÐ  A.G. Blaðið Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við. VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri GOAL! kl. 5.30 - 8 - 10.30 GOAL! VIP kl. 5.30 - 8 - 10.30 MUST LOVE DOGS kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 THE 40 YEAR OLD... kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. VALIANT m/Ísl tal. kl. 3.40 SKY HIGH kl. 3.50 - 6 CHARLIE AND THE ... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 STRÁKARNIR OKKAR kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára. RACING STRIPES m/Ísl tal. kl. 3.30 GOAL! kl. 5.45 - 8.15 - 10.45 THE CAVE kl. 10.30 B.i. 16 ára VALIANT m/Ísl tali kl. 3.40 - 6 VALIANT m/ensku tali kl. 8 CHARLIE AND THE... kl. 3.40 - 6 - 8.15 SKY HIGH kl. 3.50 STRÁKARNIR OKKAR kl. 10.30 B.i. 14 ára Diane Lane John Cusack FRUMSÝND Í DAG! FRUMSÝND Í DAG! Kalli og sælgætisgerðin ÍSLENSKA hljómsveitin Without Gravity, sem áður gekk undir nafninu Tenderfoot, er hætt störfum. Árni Benediktsson, umboðsmaður sveit- arinnar, vill þó ekki útiloka að sveitin komi saman aftur. „Without Gravity er hópur einstaklinga sem kemur reglulega saman og vinnur að tónlist en núna ætla þeir að prófa að vinna hver í sínu lagi.“ Fyrsta hljómplata sveitarinnar Tenderfoot kom út hjá Smekkleysu seint á síðasta ári en platan kom einn- ig út í Englandi, Bandaríkjunum og í Japan á vegum breska hljómplötufyr- irtækisins One Little Indian. Fékk platan víðast hvar ágæta dóma og skipaði sveitin sér í framvarðasveit ís- lenskra hljómsveita erlendis. Hljómsveitin var nýkomin úr árang- ursríkri kynningarferð í Bandaríkj- unum þegar ákveðið var að slíta sam- starfinu. Þar lék sveitin meðal annars á útvarpsstöðvum, á CMJ-tónlistarhá- tíðinni og á iTunes Sessions USA en platan hefur hingað til selst vel á iTunes. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Without Gravity Without Gravity hætt Eftir helgi kemur útgeisladiskurinn ThankGod for Silence meðhljómsveitinni Sign. Platan er þriðja breiðskífa hljóm- sveitarinnar en áður hefur Sign sent frá sér Vindar og breytingar (2001) og Fyrir ofan himininn (2002). Í framhaldinu tóku við ým- is verkefni eins og segir í frétta- tilkynningu, auk þess sem manna- breytingar urðu á sveitinni. Sign skipa nú Zólberg sem syngur og leikur á gítar, Addi G. sem einnig leikur á gítar, Silli sem spilar á bassa og Egill Örn sem trommar. Hljómsveitin hefur unnið að gerð Thank God for Silence með hléum í tvö ár en nú í sumar barst henni liðsstyrkur þegar upp- tökustjórinn Mark Plati frá New York kom til að vinna að þriggja laga kynningardiski með þeim. Mark hefur unnið með fjölda lista- manna allt frá Prince til Phillip Glass, David Bowie, Bee Gees, Al Green, Nina Hagen, New Order og Suzanne Vega svo fáeinir séu nefndir. Mark tók vin sinn og gít- aristann Earl Slick með sér, en Slick hefur meðal annars unnið með David Bowie í rúm 20 ár með hléum og spilaði inn á Milk & Ho- ney með John Lennon. Lögin sem þeir unnu með Sign enduðu öll á plötunni en þar á meðal er „A Little Bit“ sem nú er í spilun á Rás 2, XFM og X-inu. Reið en sæt plata Egill Örn trommari Sign segir að nýja platan sé í sjálfu sér bara rokkplata. „Hún er bæði reið og sæt. Við vorum búnir að taka upp allt efnið þegar þeir Slick og Plati komu og þá tókum við þrjú lög upp aftur. Ef ég ætti að taka til eitt sem þeir aðstoðuðu okkur sérstaklega við, var það að þeir kenndu okkur að koma tónlistinni betur til skila.“ Það eru bræðurnir Zólberg og Egill sem gefa plötuna út hjá R&R Music sem var í eigu föður þeirra og trommuleikarans Rafns Jónssonar heitins. „Við gefum þetta út sjálfir vegna þess að við getum það og svo viljum við náttúrlega halda uppi merki föður okkar. Það er svo Sena sem dreifir plötunni. Það hefðum við ekki getað gert sjálfir – ekki nógu góðir sölumenn til þess.“ Metnaðarfull hljómsveit Fimmtudaginn 6. október held- ur hljómsveitin í tónleikaferð sem telur heila tíu staði víðsvegar um landið. Aðspurður hvort hljóm- sveitin sé orðin metnaðarfyllri en hún hefur verið segir Egill að þeir hafi alltaf verið metnaðarfullir. „Það má hins vegar vera að við höfum ekki haft nægilegan tíma fram að þessu, né þroska til að taka á málunum af fullum styrk. Auk þess höfum við lítið spilað úti á landi svo að við hlökkum mikið til. Það er mjög gaman að koma inn í nýtt umhverfi og spila fyrir nýja áhorfendur. Fólk úti á landi tekur manni öðruvísi en í bænum. Allir vita af tónleikunum og hvar þeir eru og fólk mætir með því hugarfari að það sé að fara á tón- leika og skemmta sér. Við bræð- urnir erum báðir utan af landi og við munum hvað okkur fannst þetta gaman þegar bönd komu í bæinn.“ En hvað með útlönd? „Eru ekki allar hljómsveitir eitthvað að þreifa fyrir sér í út- löndum? Ég held samt að við séum ekkert meira að því en aðrir. Við byrjum hér og sjáum svo hvað gerist.“ Tónlist | Hljómsveitin Sign sendir frá sér nýja plötu Þögnin er gulls ígildi Hljómsveitin Sign sendir nú frá sér sína þriðju breiðskífu. Fimmtudaginn 6. október: Selfoss Fjölbrautaskóli Suður- lands ásamt Love Taken Away, kl. 20 Föstudagurinn 7. október : Rás 2 í beinni í Popplandi, kl. 15.10. Laugardaginn 8. október: Reykjavík Gaukur á Stöng fyrir alla aldurshópa, kl. 17. Reykjavík Gaukur á Stöng ásamt Dualsmile og Hot Damn, kl. 23.30. Sunnudagurinn 9. október: Ísafjörður, Menntaskólinn ásamt Lack of Talent, kl. 20. Mánudagur 10. október: Sauðárkrókur, Friður ásamt Cram, kl. 18.30. Þriðjudagur 11. október: Akureyri, Húsið ásamt Stillbirth, Atrum, Amore morte o.fl. Miðvikudagur 12. október: Egilsstöðum, Menntaskólinn, kl. 20. Fimmtudagur 13. október: Eiðar, Grunnskólinn á Eiðum há- degistónleikar Höfn á Hornafirði ásamt Modis, kl. 20. Mánudagurinn 17. október: Hafnafjörður, Öldutúnsskóli. Föstudagurinn 21. október: Iceland Airwaves, Kerrang! Kvöld í Loftkastalanum. Tónlist | Rás 2 rokkar hringinn með Sign Á vegum úti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.