Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 51
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda aukatónleika Ant- ony and The Johnsons 11. desember næstkomandi. Í fréttatilkynningu seg- ir að þegar Antony var tjáð að selst hefði upp á fyrri tónleikana á aðeins sjö mínútum, hafi hann orðið mjög undrandi og glaður. Antony hafði gert ráð fyrir að enda tónleikaferð sína hér en þegar hann heyrði af viðbrögðunum ákvað hann að halda eina aukatónleika daginn eftir. Enn er um takmarkað magn miða að ræða á tón- leikana í Fríkirkjunni en þar verða sæti fyrir alla tónleikagesti. Kirkjunni er skipt í fjögur svæði en þrjú verðsvæði. Miðasala hefst miðviku- daginn 5. október kl. 10 á midi.is og í verslun Skíf- unnar á Laugavegi. Aukatónleikar Antony and The Johnsons Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Antony and the Johnsons. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 51 MENNING TÓNLIST Geisladiskur Guðjón Baldursson – Plokkfiskur  Plokkfiskur, sönglög handa íslenskri al- þýðu eftir Guðjón Baldursson. Guðjón semur öll lög, en þeir Guðjón og Hlynur Þorsteinsson semja texta ýmist einir eða í samvinnu. Guðjón syngur, en hljóðfæra- leik annast Óskar Einarsson, sem leikur á orgel og píanó, Sigurgeir Sigmundsson, sem leikur á gítar, Jóhann Ásmundsson, sem leikur á bassa, og Sigurður Flosa- son, sem leikur á klarinett og saxófón. Plokktónar gefur út. ÞEIR skipta örugglega tugum ef ekki hundruðum sem semja lög í frístundum hér á landi og sem bet- ur fer láta margir það eftir sér að gefa lögin út – það er til lítils að semja fyrir skúffuna. Guðjón Bald- ursson er einn slíkra einyrkja sem tók sig til og sendi frá sér disk fyrir stuttu, Plokkfisk þann sem hér er tekinn til kosta. Spilamennska á Plokkfiski er öll fyrsta flokks, sérstaklega píanó- og orgelleikur, en rafgítar er líka frísklega spilaður. Útsetningar þykja mér líka vel heppnaðar, á þeim þekkilegur blær, sveiflan mjúk og rokkið snarpt. Platan er býsna fjölbreytt og víða brugðið á leik eins og í Verðbréfasalanum, sem er blúsgrunnað rokk með góð- um gítar- og orgelleik, eða í Magn- euvísum með suðrænu kassagít- arkryddi. Helsti galli hennar er aftur á móti söngur Guðjóns sem er bragð- daufur, karakter- og tilþrifalaus. Hann er ekki með slæma rödd í sjálfu sér, en skortir þá tækni sem þarf til að glíma við snúnar laglín- ur. Lögin á plötunni eru prýðileg, lít- ið að gerast í þeim sumum reyndar, en Guðjón kann sitthvað fyrir sér í lagasmíðum. Sönglínur eru stund- um stirðar, en góður söngvari hefði væntanlega unnið betur úr þeim. Textar eru líka góðir alla jafna, sumir þunnildi en meira kjöt á beinunum í öðrum, nefni sem dæmi textann við Bjart framundan, sem mér þykir heldur innihaldsrýr þótt hann sé fallegur. Árni Matthíasson Sveiflan mjúk og rokkið snarpt MJÖG stutt er í að leikari verði ráð- inn til að fara með hlutverk James Bond í nýrri kvikmynd um kvenna- gullið og njósnara hennar hátignar. Þessu heldur bandaríska kvik- myndablaðið Variety fram. Þar segir að leikprufum fyrir hlut- verkið ljúki í vikunni og komi þrír lítt þekktir leikarar til greina. Sá fjórði sem talinn er geta hreppt hnossið sló í gegn í sjónvarpsþátt- unum Bráðavaktin, sem sýndir eru á RÚV. Þeir sem koma til greina eru: Daniel Craig, sem lék í kvikmynd- inni Layer Cake og Sylviu á móti Gwyneth Paltrow, Henry Cavill, sem leikið hefur í myndinni Hell- raiser: Hellbound og ástralski leik- arinn Sam Worthington, sem lík- lega er þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Hart’s War. Goran Visnjic er sennilega þekkt- astur fjórmenninganna, en hann leikur lækni frá Balkanskaga í sjón- varpsþáttaröðinni Bráðavaktinni. Margir leikarar hafa verið orð- aðir við hlutverk James Bonds, þar á meðal Ewan McGregor, Jude Law, Hugh Jackman, Clive Owen og Dougray Scott. Þegar vali á leikurum lýkur verð- ur hægt að hefja tökur á nýjustu kvikmyndinni um James Bond. Mun hún heita Casino Royale og vera byggð á fyrstu bók Ian Flemings um ævintýri njósnarans. Fyrir- hugað er að frumsýna myndina á næsta ári en hún verður 21. kvik- myndin um kvennagullið og njósn- arann. Nýr Bond í vikulokin? Reuters Daniel Craig er einn af þeim sem koma til greina í hlutverk Bonds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.