Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 12
Íshaf á Húsavík segir upp öllu starfsfólki 12 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÚR VERINU STJÓRN rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík hefur ákveðið að segja upp öllum starfsmönnum frá og með 1. okt. 2005 vegna erfiðra rekstrarskilyrða rækjuiðnaðarins á Íslandi. Íshaf var stofnað í desember árið 2003 og eru helstu eigendur fyr- irtækisins Vísir hf., Húsavíkurbær og Eskja hf. Alls vinna um 25 manns hjá fyrirtækinu og verður þeim öllum sagt upp störfum. Pétur H. Pálsson, stjórnarformaður Ís- hafs, segir að hér sé um algert neyðarúrræði að ræða en ljóst sé að reksturinn beri sig engan veg- inn. Hann segir allt hjálpast að við að gera reksturinn erfiðan, rækju- iðnaðurinn hafi nú um langa hríð átt við mikla rekstrarerfiðleika að stríða sem stafi af háu gengi, lágu afurðaverði, sölutregðu, háu hrá- efnisverði á iðnaðarrækju og al- gjörum aflabresti á Íslandsmiðum samhliða mjög háu olíuverði. Segir Pétur einnig fyrirsjáanlegt að framboð á iðnaðarrækju af Flæm- ingjagrunni muni dragast verulega saman. Fátt sem bendir til batnaðar Segir í tilkynningu frá stjórn Ís- hafs að hún sjái ekki að framan- greindar aðstæður breytist fyrir- tækinu í hag á næstu misserum og telur að ekki verði lengur við unað. Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst í hagræðingu og framleiðni- aukningu hjá starfsfólki og stjórn- endum sem lagt hafa mikið á sig til að bregðast við þessu ástandi hafi það ekki dugað til að vinna á móti versnandi skilyrðum í rekstrinum. Segir jafnframt að fyrirtækið muni að öllu óbreyttu hætta vinnslu á rækju þegar uppsagnarfrestur meginþorra starfsmanna rennur út um áramótin 2005 og 2006. Fram að þeim tíma mun stjórnin leita allra leiða til að finna rekstrinum þann farveg sem ásættanlegur þyk- ir og jafnframt að aðstoða það starfsfólk sem þess óskar við að leita sér að öðru starfi. Áhugi á fyrirtækinu Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir uppsagnirnar vissulega áfall og þungt hljóð í starfsfólkinu. Því hafi þó verið kunnugt um erfiðleika rækjuiðnaðarins og þess vegna hafi uppsagnirnar ekki komið á óvart. Aðalsteinn segir atvinnuástand sem betur fer gott á svæðinu og vonar að allir starfsmenn Íshafs fái störf við sitt hæfi. Hann segir að á fundi með stjórnendum og starfsfólki Ís- hafs hafi komið fram að þrír aðilar hafi þegar lýst áhuga sínum á fyr- irtækinu. „Vonandi ganga þær þreifingar eftir, því þarna er um að ræða úrvals starfsfólk með geysi- lega þekkingu á sínu sviði. Þessar þreifingar munu þó vera á byrj- unarstigi,“ segir Aðalsteinn. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Uppsagnir Öllu starfsfólki rækjuvinnslunar Íshafs, 25 manns, hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. október. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Kaup- hallar Íslands hækkaði um 0,7% í gær. Lokagildi hennar er 4.613 stig. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu 5,9 millj- örðum króna og þar af voru við- skipti með hlutabréf fyrir 3,8 milljarða. Mest viðskipti voru með hluta- bréf KB banka, eða fyrir 2,8 milljarða og hækkaði gengi þeirra um 1,4%. Mest hækkun varð hins vegar á bréfum Mosaic Fashions, 5,4%. Það skýrist væntanlega af því að hálfsárs- uppgjör félagsins, sem birt var í fyrra- dag, var töluvert betra en markaðs- aðilar höfðu gert ráð fyrir. Hækkun í Kauphöllinni ● FASTEIGNAFÉLAG í eigu Sigurjóns Sighvatssonar hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gengið frá samningum um kaup á stóru fasteignafélagi í Kaupmannahöfn en Íslandsbanki vann að málinu með Sigurjóni. Ekki hefur feng- ist staðfest hvert hið danska fast- eignafélag er og ekki náðist í Sig- urjón Sighvats- son í gær. Í Fréttablaðinu í gær er greint frá því að danska fasteigna- félagið eigi um 150 íbúðir auk versl- unar- og skrifstofuhúsnæðis, fyrst og fremst í miðborg Kaupmannahafnar og að það sé metið á um átta millj- arða íslenskra króna. Sé sú lýsing rétt berast böndin samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins einkum að fasteignafélaginu Atl- as Ejendomme en það félag hefur verið til sölu um skeið. Sigurjón Sighvatsson kaupir danskt fast- eignafélag Sigurjón Sighvatsson MAGASIN du Nord í Danmörku mun nú í október opna Hamleys- leikfangadeildir í Lyngby og í Árósum en bæði Hamleys og Magasin eru að stærstum hluta í eigu Baugs Group. Þetta er í fyrsta sinn sem Hamleys-leik- fangadeildir eru opnaðar utan Bretlands. Í stórverslun Magasin við Kóngsins Nýja torg í Kaup- mannahöfn verður opnuð 600 fer- metra Hamleys-verslun en leik- fangadeildirnar í Árósum og Lyngby verða helmingi minni. Um 50 starfsmenn munu vinna í deildunum þremur en það er um tvöfalt fleiri en vanalegt er í öðr- um dönskum leikfangaverslunum en fyrir utan að selja leikföng munu margir starfsmannanna sýna hvernig leikföngin virka en auk þess eiga að vera skemmti- atriði, töfrabrögð o.s.frv. Hamleys í Danmörku? ÍSLANDSFERÐIR, dótturfélag FL Group, hafa selt söluskrifstofur sínar á meginlandi Evrópu, sem heita Island Tours, til svissneska ferðaheildsalans IS-Travel. Verð- mæti samningsins er ekki gefið upp en í tilkynningu frá FL Group segir að salan hafi óveruleg áhrif á heild- arafkomu félagsins á árinu. Fram kemur í tilkynningunni að með sölu Island Tours skrifstof- anna séu Íslandsferðir að gera stefnumarkandi breytingu á starf- semi sinni. Breytingin felist í því að fyrirtækið muni hverfa af almenn- um neytendamarkaði í viðkomandi löndum en einbeita sér að fram- leiðslu og sölu pakkaferða til ferða- skrifstofa um allan heim undir vörumerkinu Iceland Travel, og skipulagningu funda og ráðstefna á Íslandi. Island Tours skrifstofurnar á meginlandi Evrópu eru staðsettar í Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu og í Sviss. Hinir nýju eigendur, fyrirtækið IS-Travel, er í eigu Jóns Kjartanssonar. Í fréttatilkynningu segir að eng- ar breytingar séu fyrirhugaðar á starfsmannahaldi á Island Tours skrifstofunum við breytingar á eignarhaldinu. Alls starfa um 20 starfsmenn á þeim skrifstofum er- lendis sem skipt hafa um eigendur. Eftir breytinguna starfa alls 50 manns hjá Íslandsferðum og fer meginhluti starfseminnar fram á Íslandi. Framkvæmdastjóri félags- ins er Stefán Eyjólfsson. Stefnumarkandi breyting hjá Íslandsferðum FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Fylkir ehf., sem er hluthafi í Sam- herja hf., og stjórn Samherja, hafa í sameiningu ákveðið að innleysa hluti annarra í félaginu, í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. Í auglýsingu frá Fylki sem birtist í gær voru aðrir hluthafar í Samherja en þeir sem Fylkir er í samstarfi við hvattir til að framselja hluti sína innan fjögurra vikna til Fylkis. Félagið og aðilar í samstarfi við það hafa eignast meira en 90% af heildarhlutafé í Samherja. Innlausnarverð er miðað við gengið 12,1 fyrir hverja krónu nafnverðs. Þetta er jafnt því gengi sem Fylkir bauð í yfirtökutilboði sem gert var þann 20. apríl 2005. Það var í marsmánuði síðastliðnum að nokkrir af stærstu hluthöfum í Samherja, sem þá áttu samtals liðlega 55% hlut í félaginu, gerðu með sér samkomulag um stjórnun og rekstur félagsins. Vegna samkomulagsins milli hluthafanna var þeim skylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Í framhaldinu var Samherji síðan af- skráður úr Kauphöll Íslands. Hlutir innleystir                  ! "  !  !"#$ %& ' ( )#* %& ' ( ) +$ ( , %& ' ( ,- %& ' ( ) %  ( .$ $/ ( 0+/& ( 1 '2 ) ( 1*  ( - $/ .$ $ ( 3  ( 4., ( 4"   ,5 $"/ ( 6$$  ( # $%   "& %& ' ( ,$+  .$ $ ( '+5 ( 7!  ! %& ' ( -"8$59+  ( 3&$! ,$&$ ( :; 5 ( < 5$'" ( =>, ""! = "&  ?+$"*+ ( @$ $"*+ ( & $  '( ,$   A55+ ( - $$ .$ $ ( 4" B 4 +  $ $#( ?88 ( ')  *+  7CAD 4+$" #+$(# +  E              E E E  E E E  E E  E E E ) "   #+$(# + E E E E E E E  E E E E E E E E E E E E E E E E F EG F G F G E E E E E F  G F G F G E F G F  G E F EG E E E E F  G E E E E E E F EG E E E  #+$'" $$ ?/&+  & $ 1 ' 4 ( ( (  E ( (  (  ( ( (  ( ( (  ( (  E ( E E ( E ( E  E E ( E E E                                                      @+$'"  2H$( ( ? ( I "  $" ,5*  #+$'" E      E  E E E  E  E E  E E E ? (E @   + $( ? (E , +  $ ( ? (E @  "* "/&+$( :$ J 4K=         ,?4A L M    !  !    C C  <3M    !      1,M :    !     7CAM L&N 0& $           ATLANTSOLÍA opnaði í gær fjórðu bensínstöð sína á höf- uðborgarsvæðinu. Stöðin, sem er önnur stöð fyrirtækisins í Reykja- vík, er staðsett í Skeifunni á lóð verslunarmiðstöðvarinnar Krón- unnar. Fyrir rekur Atlantsolía bensínstöðvar í Kópavogi, Hafn- arfirði og á Sprengisandi í Reykja- vík. Það var fjölmiðlamaðurinn Hermann Gunnarsson sem dældi fyrstu lítrunum á hinni nýju bens- ínstöð. Morgunblaðið/RAX Fjórða bensínstöð Atlantsolíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.