Morgunblaðið - 30.09.2005, Síða 12
Íshaf á Húsavík segir
upp öllu starfsfólki
12 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÚR VERINU
STJÓRN rækjuvinnslunnar Íshafs
á Húsavík hefur ákveðið að segja
upp öllum starfsmönnum frá og
með 1. okt. 2005 vegna erfiðra
rekstrarskilyrða rækjuiðnaðarins á
Íslandi.
Íshaf var stofnað í desember árið
2003 og eru helstu eigendur fyr-
irtækisins Vísir hf., Húsavíkurbær
og Eskja hf. Alls vinna um 25
manns hjá fyrirtækinu og verður
þeim öllum sagt upp störfum. Pétur
H. Pálsson, stjórnarformaður Ís-
hafs, segir að hér sé um algert
neyðarúrræði að ræða en ljóst sé
að reksturinn beri sig engan veg-
inn. Hann segir allt hjálpast að við
að gera reksturinn erfiðan, rækju-
iðnaðurinn hafi nú um langa hríð
átt við mikla rekstrarerfiðleika að
stríða sem stafi af háu gengi, lágu
afurðaverði, sölutregðu, háu hrá-
efnisverði á iðnaðarrækju og al-
gjörum aflabresti á Íslandsmiðum
samhliða mjög háu olíuverði. Segir
Pétur einnig fyrirsjáanlegt að
framboð á iðnaðarrækju af Flæm-
ingjagrunni muni dragast verulega
saman.
Fátt sem bendir til batnaðar
Segir í tilkynningu frá stjórn Ís-
hafs að hún sjái ekki að framan-
greindar aðstæður breytist fyrir-
tækinu í hag á næstu misserum og
telur að ekki verði lengur við unað.
Þrátt fyrir að mikill árangur hafi
náðst í hagræðingu og framleiðni-
aukningu hjá starfsfólki og stjórn-
endum sem lagt hafa mikið á sig til
að bregðast við þessu ástandi hafi
það ekki dugað til að vinna á móti
versnandi skilyrðum í rekstrinum.
Segir jafnframt að fyrirtækið
muni að öllu óbreyttu hætta vinnslu
á rækju þegar uppsagnarfrestur
meginþorra starfsmanna rennur út
um áramótin 2005 og 2006. Fram
að þeim tíma mun stjórnin leita
allra leiða til að finna rekstrinum
þann farveg sem ásættanlegur þyk-
ir og jafnframt að aðstoða það
starfsfólk sem þess óskar við að
leita sér að öðru starfi.
Áhugi á fyrirtækinu
Aðalsteinn Baldursson, formaður
Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir
uppsagnirnar vissulega áfall og
þungt hljóð í starfsfólkinu. Því hafi
þó verið kunnugt um erfiðleika
rækjuiðnaðarins og þess vegna hafi
uppsagnirnar ekki komið á óvart.
Aðalsteinn segir atvinnuástand sem
betur fer gott á svæðinu og vonar
að allir starfsmenn Íshafs fái störf
við sitt hæfi. Hann segir að á fundi
með stjórnendum og starfsfólki Ís-
hafs hafi komið fram að þrír aðilar
hafi þegar lýst áhuga sínum á fyr-
irtækinu. „Vonandi ganga þær
þreifingar eftir, því þarna er um að
ræða úrvals starfsfólk með geysi-
lega þekkingu á sínu sviði. Þessar
þreifingar munu þó vera á byrj-
unarstigi,“ segir Aðalsteinn.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Uppsagnir Öllu starfsfólki rækjuvinnslunar Íshafs, 25 manns, hefur verið
sagt upp störfum frá og með 1. október.
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Kaup-
hallar Íslands hækkaði um 0,7% í
gær. Lokagildi hennar er 4.613 stig.
Heildarviðskipti
í Kauphöllinni
námu 5,9 millj-
örðum króna og
þar af voru við-
skipti með
hlutabréf fyrir
3,8 milljarða.
Mest viðskipti
voru með hluta-
bréf KB banka,
eða fyrir 2,8
milljarða og
hækkaði gengi þeirra um 1,4%. Mest
hækkun varð hins vegar á bréfum
Mosaic Fashions, 5,4%. Það skýrist
væntanlega af því að hálfsárs-
uppgjör félagsins, sem birt var í fyrra-
dag, var töluvert betra en markaðs-
aðilar höfðu gert ráð fyrir.
Hækkun í
Kauphöllinni
● FASTEIGNAFÉLAG í eigu Sigurjóns
Sighvatssonar hefur samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins gengið
frá samningum
um kaup á stóru
fasteignafélagi í
Kaupmannahöfn
en Íslandsbanki
vann að málinu
með Sigurjóni.
Ekki hefur feng-
ist staðfest hvert
hið danska fast-
eignafélag er og
ekki náðist í Sig-
urjón Sighvats-
son í gær. Í Fréttablaðinu í gær er
greint frá því að danska fasteigna-
félagið eigi um 150 íbúðir auk versl-
unar- og skrifstofuhúsnæðis, fyrst og
fremst í miðborg Kaupmannahafnar
og að það sé metið á um átta millj-
arða íslenskra króna.
Sé sú lýsing rétt berast böndin
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins einkum að fasteignafélaginu Atl-
as Ejendomme en það félag hefur
verið til sölu um skeið.
Sigurjón Sighvatsson
kaupir danskt fast-
eignafélag
Sigurjón
Sighvatsson
MAGASIN du Nord í Danmörku
mun nú í október opna Hamleys-
leikfangadeildir í Lyngby og í
Árósum en bæði Hamleys og
Magasin eru að stærstum hluta í
eigu Baugs Group. Þetta er í
fyrsta sinn sem Hamleys-leik-
fangadeildir eru opnaðar utan
Bretlands.
Í stórverslun Magasin við
Kóngsins Nýja torg í Kaup-
mannahöfn verður opnuð 600 fer-
metra Hamleys-verslun en leik-
fangadeildirnar í Árósum og
Lyngby verða helmingi minni.
Um 50 starfsmenn munu vinna í
deildunum þremur en það er um
tvöfalt fleiri en vanalegt er í öðr-
um dönskum leikfangaverslunum
en fyrir utan að selja leikföng
munu margir starfsmannanna
sýna hvernig leikföngin virka en
auk þess eiga að vera skemmti-
atriði, töfrabrögð o.s.frv.
Hamleys í Danmörku?
ÍSLANDSFERÐIR, dótturfélag
FL Group, hafa selt söluskrifstofur
sínar á meginlandi Evrópu, sem
heita Island Tours, til svissneska
ferðaheildsalans IS-Travel. Verð-
mæti samningsins er ekki gefið upp
en í tilkynningu frá FL Group segir
að salan hafi óveruleg áhrif á heild-
arafkomu félagsins á árinu.
Fram kemur í tilkynningunni að
með sölu Island Tours skrifstof-
anna séu Íslandsferðir að gera
stefnumarkandi breytingu á starf-
semi sinni. Breytingin felist í því að
fyrirtækið muni hverfa af almenn-
um neytendamarkaði í viðkomandi
löndum en einbeita sér að fram-
leiðslu og sölu pakkaferða til ferða-
skrifstofa um allan heim undir
vörumerkinu Iceland Travel, og
skipulagningu funda og ráðstefna á
Íslandi.
Island Tours skrifstofurnar á
meginlandi Evrópu eru staðsettar í
Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi,
Spáni, Ítalíu og í Sviss. Hinir nýju
eigendur, fyrirtækið IS-Travel, er í
eigu Jóns Kjartanssonar.
Í fréttatilkynningu segir að eng-
ar breytingar séu fyrirhugaðar á
starfsmannahaldi á Island Tours
skrifstofunum við breytingar á
eignarhaldinu. Alls starfa um 20
starfsmenn á þeim skrifstofum er-
lendis sem skipt hafa um eigendur.
Eftir breytinguna starfa alls 50
manns hjá Íslandsferðum og fer
meginhluti starfseminnar fram á
Íslandi. Framkvæmdastjóri félags-
ins er Stefán Eyjólfsson.
Stefnumarkandi
breyting hjá
Íslandsferðum
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ
Fylkir ehf., sem er hluthafi í Sam-
herja hf., og stjórn Samherja, hafa í
sameiningu ákveðið að innleysa hluti
annarra í félaginu, í samræmi við lög
um verðbréfaviðskipti. Í auglýsingu
frá Fylki sem birtist í gær voru aðrir
hluthafar í Samherja en þeir sem
Fylkir er í samstarfi við hvattir til að
framselja hluti sína innan fjögurra
vikna til Fylkis. Félagið og aðilar í
samstarfi við það hafa eignast meira
en 90% af heildarhlutafé í Samherja.
Innlausnarverð er miðað við gengið
12,1 fyrir hverja krónu nafnverðs.
Þetta er jafnt því gengi sem Fylkir
bauð í yfirtökutilboði sem gert var
þann 20. apríl 2005.
Það var í marsmánuði síðastliðnum
að nokkrir af stærstu hluthöfum í
Samherja, sem þá áttu samtals liðlega
55% hlut í félaginu, gerðu með sér
samkomulag um stjórnun og rekstur
félagsins. Vegna samkomulagsins
milli hluthafanna var þeim skylt að
gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð.
Í framhaldinu var Samherji síðan af-
skráður úr Kauphöll Íslands.
Hlutir innleystir
! "
!
!"#$ %& ' (
)#* %& ' (
) +$ ( , %& ' (
,- %& ' (
) % (
.$ $/ (
0+/& (
1 '2 ) (
1* (
- $/ .$ $ (
3
(
4., (
4" ,5
$"/ (
6$$ (
# $%
"& %& ' (
,$+ .$ $ (
'+5 (
7!
! %& ' (
-"8$59+ ( 3&$! ,$&$ (
:;
5 (
< 5$'" (
=>, ""! =
"&
?+$"*+ (
@$ $"*+ (
&
$ '(
,$
A55+ (
- $$ .$ $ ( 4" B 4 + $ $#(
?88 (
')
*+
7CAD
4+$"
#+$(#
+
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
)
"
#+$(#
+
E E
E
E
E
E
E
E
E E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E E
E
E
F EG
F G
F G
E
E
E
E
E
F G
F G
F G
E
F G
F G
E
F EG
E
E
E
E
F G
E
E
E
E
E
E
F EG
E
E
E
#+$'"
$$
?/&+ & $
1 ' 4
( ( (
E
( (
(
( ( ( (
( (
( (
E
( E
E
( E
( E
E
E
( E
E
E
@+$'" 2H$( (
?( I " $" ,5*
#+$'"
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
E
?(E @
+ $( ?(E , + $ ( ?(E @
"* "/&+$(
:$ J
4K=
,?4A
L M
!
!
C C
<3M
!
1,M
:
!
7CAM L&N 0&
$
ATLANTSOLÍA opnaði í gær
fjórðu bensínstöð sína á höf-
uðborgarsvæðinu. Stöðin, sem er
önnur stöð fyrirtækisins í Reykja-
vík, er staðsett í Skeifunni á lóð
verslunarmiðstöðvarinnar Krón-
unnar. Fyrir rekur Atlantsolía
bensínstöðvar í Kópavogi, Hafn-
arfirði og á Sprengisandi í Reykja-
vík. Það var fjölmiðlamaðurinn
Hermann Gunnarsson sem dældi
fyrstu lítrunum á hinni nýju bens-
ínstöð.
Morgunblaðið/RAX
Fjórða
bensínstöð
Atlantsolíu