Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu á morgun fyrir fagurkera á öllum aldri                                        ÖFL á kínverska þinginu beita sér nú fyrir því að dauðarefsingar fyrir al- varleg efnahagsleg lögbrot verði af- numdar í tengslum við endurskoðun á refsilöggjöfinni sem á að ljúka fyrir árið 2008. Enginn gerir ráð fyrir því að dauðarefsingar verði afnumdar al- gerlega í Kína en landið hefur oft sætt gagnrýni vestrænna ríkja fyrir ákvæðin sem heimila dauðadóma fyr- ir efnahagsleg lögbrot. Til að mynda fyrir spillingu og fjárdrátt undan rík- isstofnunum eða fyrirtækjum í eigu ríkisins. Jafnvel Bandaríkin, sem beita dauðarefsingum í sérlega alvar- legum ofbeldismálum, hafa gagnrýnt Kína fyrir að dæma menn til dauða fyrir efnahagsleg lögbrot. Umræðan hófst vegna þess að mörg vestræn ríki hafa neitað að framselja kínverska borgara, sem hafa flúið frá Kína og eru eftirlýstir þar fyrir efnahagsleg lögbrot. Kína hefur gert framsalssamninga við fleiri en 20 ríki en afbrotamennirnir dvelja í öðrum löndum, svo sem Bandaríkjunum, Kanada og Japan. Mörg þeirra vilja ekki gera framsals- samning við Kína vegna ótta við, að kínverskir dómstólar dæmi mennina til dauða fyrir efnahagsleg lögbrot, að sögn lagaprófessorsins Chu Huaizhi við Peking-háskóla. Nú eru um það bil 4.000 fyrrver- andi kínverskir embættismenn í öðr- um löndum eftir að hafa flúið þangað. Þeir eru grunaðir um spillingu og fjárdrátt að andvirði alls um 3.000 milljarða króna. Nánast enginn er framseldur eða sóttur til saka. „Hefðum við ekki þennan mögu- leika á dauðarefsingu fyrir slík lög- brot væru mörg landanna, þar sem afbrotamennirnir dvelja núna, vilj- ugri til að gera framsalssamninga við Kína. Og það myndi líka koma í veg fyrir að margir embættismenn flýðu til útlanda,“ sagði lagaprófessorinn og kvaðst telja þetta vandamál í Kína. Efnahagslegum lögbrotum bætt við árið 1997 Þegar kínverska refsilöggjöfin var endurskoðuð árið 1997, var 40 lög- brotum bætt við listann yfir lögbrot sem geta varðað dauðarefsingu. Alls eru 68 lögbrot á listanum og rúmur helmingurinn er af efnahagslegum toga. „Þróunin er sú í heiminum að verið er að afnema dauðarefsingar og Kína ætti að slást í hópinn,“ sagði Chen Xingliang, aðstoðarforseti lagadeild- ar Peking-háskóla. Kínverskir lögspekingar eru þegar á einu máli um að Kínverjar þurfi að afnema dauðarefsingar þegar fram líða stundir en fyrsta skrefið í þá átt sé að afnema slíkar refsingar fyrir efnahagsleg lögbrot. „Í nútímasamfélagi getum við ekki verið þekkt fyrir að heimila dauða- dóma fyrir lögbrot sem ekki eru of- beldisglæpir,“ sagði Zhao Bingzhi, við Alþýðuháskólann. „Og næsta skrefið ætti að vera að afnema dauða- refsingar fyrir lögbrot sem valda ekki beinlínis dauða.“ Milliganga um vændi í hagn- aðarskyni er á meðal þeirra lögbrota sem geta varðað dauðarefsingu. „En lokamarkmiðið hlýtur að vera að afnema dauðarefsingar í Kína,“ Zhao prófessor. Frá 1997 hefur litlu verið breytt hvað dauðadóma varðar. Æðstu dóm- stólar 34 héraða og stórborga geta kveðið upp dauðadóma, ekki lægri dómsstig, en nú þarf hæstiréttur Kína að staðfesta þá. Tæpt ár er síð- an sú breyting var gerð. Ætla ekki að afnema dauðarefsingar Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, sagði á blaðamannafundi fyrr á árinu að kínversk stjórnvöld hygð- ust ekki afnema dauðarefsingar. „Rúmur helmingur ríkja heims heimilar dauðarefsingar, en við þurf- um að gera allt sem við getum til að tryggja að enginn saklaus maður sé tekinn af lífi,“ sagði hann. Í því sambandi þarf að hafa í huga að á síðustu árum hafa átt sér stað mörg dómsmorð í landinu. Ekki liggja fyrir opinberar tölur um aftökur í Kína en vestrænir heim- ildarmenn áætla þær um 3.000 á ári. Stjórnvöld í Kína ætla að endurskoða hegningarlög sem kveða á um að hægt sé að dæma menn til dauða fyrir ofbeldisglæpi og efnahagsleg lögbrot, skrifar Niels Peter Arskog, fréttaritari í Peking. Kína, fjölmennasta ríki heims, er nú það land sem tekur flesta afbrotamenn af lífi. Leggja til að lög um dauðarefs- ingar verði endurskoðuð í Kína Kínverjar leiddir til aftöku. Algengt er, að hún sé opinber og eigi þá að vera öðrum víti til varnaðar. ’Næsta skrefið ætti aðvera að afnema dauða- refsingar fyrir lögbrot sem valda ekki beinlínis dauða.‘ Bogota. AP. | Ný lög í Kólombíu gera hjónum kleift að skilja á einni klukkustund og verður kostnaður við það innan við 1.000 ísl. kr. Lögin voru afgreidd frá þinginu í júlí og ætlar forseti landsins, Al- varo Uribe, að undirrita þau á næstunni. Manuel Cuello, yfirmað- ur kólombísku hagstofunnar, sagði, að tilgangurinn með lögunum væri að gera fólki lífið léttara, losa það við mikinn lögfræðikostnað og skriffinnsku. Cuello sagði, að lögin hefðu verið svar við miklum fjölda skiln- aðarmála, meira en einni milljón, sem safnast hefði upp hjá dóm- stólum í landinu. Er kaþólska kirkj- an andvíg lögunum og telur, að þau muni ýta undir upplausn fjöl- skyldna og alls samfélagsins. Hraðsoðinn skilnaður Minneapolis. AFP. | Frá og með gær- deginum mátti ekki selja aðra dísil- olíu í Minnesotaríki í Bandaríkj- unum en þá, sem er að hluta unnin úr sojabaunum. Er tilgangurinn sá að draga úr eftirspurn eftir venju- legri dísilolíu. Minnesota er fyrst til að setja lög um notkun dísilolíu, sem unnin er úr olíu og fitu, sem fellur til í land- búnaði, en á síðustu þremur árum hefur olíuverð vestra hækkað um 80%. Undirritaði George W. Bush forseti nýlega lög um skattaívilnun til að greiða fyrir notkun „lífrænu“ dísilolíunnar en hún er nú seld á 200 bensínstöðvum í Minnesota. Embættismaður í Minnesota, seg- ir, að Bandaríkjamenn séu nú að gjalda þess að hafa ekki skattlagt bensínið með líkum hætti og Evr- ópumenn. Vegna þess standi Evr- ópumenn nú miklu framar í rann- sóknum á nýjum orkugjöfum. Sojabaunaolía á bílinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.