Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.09.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 39 MINNINGAR ✝ Guðrún Einars-dóttir fæddist í Jötu í Hrunamanna- hreppi 23. júní 1909. Hún andaðist á líkn- ardeild Landakots- spítala 20. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Símonarson bóndi og smiður, f. 1863, d. 1932, og Elísabet Þorsteinsdóttir ljós- móðir, f. 1872, d. 1915. Systkini Guð- rúnar eru Sigrún, f. 1907, Þor- steinn, f. 1911, og Gróa, f. 1913. Þau eru öll látin. Hinn 9. júlí 1932 giftist Guðrún Erlingi Jónssyni húsgagnabólstr- arameistara, f. 6. desember 1901, d. 25. desember 1969. Hann var sonur Jóns Kristjánssonar verka- manns, f. 1863, d. 1930, og Odd- nýjar Erlingsdóttur húsmóður, f. 1870, d. 1933. Guðrún og Erlingur eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Elísabet einsöngvari, f. 1940, maki Atli Ásbergsson efnaverkfræðing- ur, f. 1938. Þeirra dætur eru: a) Anna Rún, f. 1969, maki Agnar Sturla Helgason, f. 1968. Eiga þau tvö börn. b) Hrafnhildur, f. 1975. 2) Hörður félagsfræðingur, f. 1947, fyrri kona hans var Magda- lena Schram blaðamaður, f. 1948, d. 1993. Þeirra dætur eru: a) Halla, f. 1977, maki Arnar Orri Bjarna- son, f. 1974, þau eiga eina dóttur. b) Katr- ín, f. 1979. c) Guð- rún, f. 1984. Seinni kona Harðar er Erna J. Sigmunds- dóttir markaðs- stjóri, f. 1959, dóttir þeirra er Hildur, f. 1996. Dóttir Ernu er Birgitta Gröndal, f. 1979. 3) Oddi Erl- ingsson sálfræðing- ur, f. 1950, maki Sig- urborg E. Billich lífeindafræðingur, f. 1951. Þeirra synir eru: a) Karl Er- lingur, f. 1983. b) Kjartan, f. 1990. Guðrún ólst upp á Berghyl í Hrunamannahreppi en fluttist á unglingsárum til Reykjavíkur. Þar vann hún ýmis störf, en stundaði jafnframt nám við Ingimarsskóla og sótti námskeið í ensku og þýsku. Guðrún og Erlingur hófu bú- skap á Baldursgötu 30 í Reykjavík, þar sem þau ráku einnig vinnu- stofu og húsgagnaverslun um ára- bil. Árið 1949 fluttu þau á Hofteig 30 í Reykjavík, þar sem Guðrún bjó til æviloka. Um 1960 hóf Guð- rún rekstur sérverslunar með barnarúm og dýnur á Skólavörðu- stíg 22. Við þessa verslun starfaði hún í rúm 30 ár. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Að lifa hartnær heila öld er meira en flestum okkar er gefið. Því til við- bótar að halda sæmilegri heilsu, ríkri kímnigáfu og jákvæðri afstöðu til lífsins allt til hinstu stundar á fyr- ir fæstum okkar að liggja. Það varð hlutskipti tengdamóður minnar, Guðrúnar Einarsdóttur, sem lést 20. september sl. 96 ára að aldri. Ævi Dúnu, eins og hún var oftast kölluð, svipaði að mörgu leyti til persóna úr skáldsögum stórskálda frá fyrri- hluta síðustu aldar. Ung missti hún móður sína og var send í fóstur til sér ókunnugra, sem reyndust henni vel, til 15 ára aldurs. Þá lá leið henn- ar til Reykjavíkur þar sem hún vann fyrir sér í vist eins og tíðkaðist hjá ungum stúlkum úr sveitinni á þeim tíma. Seinna giftist hún og eignaðist börn og átti síðar sinn starfsframa. Hún varð snemma ekkja og þá reyndi á dugnað hennar og þraut- seigju við að aðstoða börnin sín til mennta. Það eru aðrir sem segja þá sögu betur en ég, en mig langar að minnast þeirra ára sem ég þekkti hana. Ég sá hana fyrst á Grenimelnum heima hjá Herði fyrir tíu árum. Hún droppaði inn, átti leið framhjá á gömlu Toyotunni sinni, þá 86 ára gömul. Við tókum tal saman og þessi yndislega hlýlega kona hafði frá mörgu að segja. Það kom mér svolít- ið á óvart að hún skildi vera akandi en það var henni hjartans mál. Bíll- inn veitti henni þann munað að vera sjálfstæð og ekki upp á aðra komin við innkaup og daglegt amstur. Ég kynntist því betur síðar hversu mik- ilvægt sjálfstæðið var henni. Það leið ekki á löngu þar til henni fannst tímabært að endurnýja bílinn og fá sér nýrri Toyotu og það gerði hún. Hún keyrði fram yfir nírætt eða þar til hún var ekki lengur viss um ör- yggi samborgara sinna þegar hún var undir stýri. Dúna hafði gaman af að taka á móti gestum. Hennar einstaka kímnigáfa, áhugi á þjóðfélagsmálum og lífinu og tilverunni almennt gerði það að verkum að það var alltaf gestkvæmt hjá henni. Þó allir henn- ar gömlu vinir væru löngu fallnir frá héldu börn þeirra tryggð við hana. Hún sagði skemmtilega frá og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Af- staða hennar til manna og málefna einkenndist af jákvæðni og mann- gæsku öðru fremur. Jafnvel þó að hún væri á öndverðum meiði, þá tókst henni alltaf að koma auga á eitthvað jákvætt. Af því má draga mikinn lærdóm. Stjúpdætur mínar áttu mikla vin- konu í ömmu sinni og þótti afar vænt um hana. Þær leituðu mikið til hennar og hún tók þátt í gleði þeirra og sorgum. Hún hló með þeim, hrós- aði þeim og hvatti þær til dáða með sinni einskæru jákvæðni og hlýju. Þegar þær eignuðust nýja kærasta var amma þeirra sú sem fyrst fékk að vita um þá og þeir fljótlega dregnir í kaffi til hennar. Þrátt fyrir að segja megi að eftir 96 ár sé mann- eskjan södd lífdaga, þá hafa stelp- urnar misst mikið. Dúna var mjög hagmælt og gerði mikið af góðum vísum. Undir lokin orti hún ljóð þar sem hún býður dauðann velkominn og kveðst vera tilbúin að fylgja honum. Hún velti því stundum fyrir sér hvers vegna hún lifði svona lengi, það væri löngu kominn tími á sig. Ég sagði við hana að fyrir það væri ég afar þakklát því annars hefði ég ekki náð að kynnast henni. Og það eru orð að sönnu. Að kynnast konu með hennar lundarfar og afstöðu til lífsins gerði þá sem á vegi hennar urðu ríkari í anda og vonandi að svolítið betri manneskj- um. Ég kveð Dúnu með þakklæti fyrir þann tíma sem ég átti með henni. Hvíl þú í friði, kæra vina. Erna J. Sigmundsdóttir. Amma Dúna. Á bakvið í búðinni að spila svarta- pétur og drekka malt. Amma á gráu Mözdunni og amma á rauðu Toyotunni. Amma sem átti húsráð við öllum praktískum vandamálum. Amma sem sagðist aldrei geta gert neitt fyrir okkur en gerði allt fyrir okkur. Amma að bæta gallabuxurnar okkar á eldgömlu grænu saumavél- inni. Stóru hendurnar sem héldu í fótla. Hlátursköst yfir engu sérstöku. Amma reddari sem gat lagað allt með brúnu límbandi. Sögurnar úr sveitinni. Bæjarferð með ömmu. Amma að prútta í Kolaportinu. Amma bissnesskona og töffari. Gula eldhúsborðið. Kaffi og klein- ur. Allar samræðurnar um lífið, dauðann, ástina og draumaprinsana, skólann eða bara veðrið. Amma í Blómavali í klukkutíma að velja vönd. Amma og vélin. Amma að tæta. Matur hjá ömmu. Gúllas, carbon- are, kjöt í káli, aspassúpa, ís með jarðarberjum úr dós, brauð í ofni, veisluhlaðborð og alltaf nóg til frammi. Amma á leiðinni í boð með plastpoka á hausnum og fínu skóna í poka. Amma og jólin. Að steikja rjúpur og gera fullkomna rjúpusósu. Í jóla- stressi að finna gjafir handa öllum. Að taka pakkana upp varlega til að eyðileggja ekki pappírinn og slauf- urnar. Að kenna okkur að dansa charleston. Amma alltaf jákvæða. Amma sem var aldrei hrædd og leiddist aldrei. Amma sem þoldi ekki sól en elsk- aði logn með úða. Amma fárveik á spítalanum en ennþá að fá hlátursköst og fara með vísur. Amma sem var algjört bíó og al- veg milljón. Amma hjartahlýja sem hugsaði alltaf vel um aðra. Takk fyrir allt, elsku hjartans amma. Fyrir allt sem þú kenndir okkur og allt sem þú gafst okkur. Fyrir að vera ekki bara amma held- ur líka vinkona. Fyrir að vera okkur fyrirmynd. Við munum alltaf sakna þín. Þínar Halla, Katrín og Guðrún. Elsku amma Dúna. Ég sá þig síð- ast þegar ég kom við hjá þér á spít- alanum til að kveðja þig áður en ég fór út á völl. Þú varst nú vön að gera við mig samning um að við myndum hittast hressar og kátar er ég kæmi heim aftur. Við vorum búnar að framlengja þennan ágætis samning þó nokkrum sinnum en núna þver- tókstu fyrir allar samningaviðræður og ég kvaddi þig með vonina í far- teskinu. Það eru svo óendanlega margar minningar sem koma upp í huga mér núna, elsku amma mín. Ég man hvernig þú yljaðir mér á „pótlunum“ og sendir mig inn í draumalandið. Ég minnist skelfi- legu rauðklæddu verunnar sem birt- ist á jólum í fullum skrúða, meira að segja með grímu. Það voru líka ófá- ar stundirnar sem ég fékk að dvelja hjá þér í barnarúmabúðinni. Mér fannst alltaf ægilega gaman og spennandi að fá að vera með full- orðna fólkinu á síðkvöldum í kjall- aranum á Hofteigi, þar sem óhugn- anlega stóra tætingsvélin reif í sig ullina af áfergju með tilheyrandi skruðningum. Stóru fjölskylduboðin með gæðagúllasi úr pottinum fína á kertinu eru afar minnisstæð. Í hvert sinn sem ég sé bílstjóra með hatt, verður mér hugsað til þín. Bíllinn þinn var þér afar kær og þeyttist þú um bæinn til 92 ára aldurs. Þú varst alltaf svo sjálfstæð og bíllinn veitti þér frelsi, þótt rigning, dimma eða of mikil sól settu stundum strik í reikninginn. Það var alltaf svo mikið líf í kring- um þig og gestagangurinn á Hof- teigi gífurlegur. Ég gleymi því aldr- ei er þú sagðir: „Ég bara skil ekkert í því hvernig fólk getur látið sér leið- ast, ég bara kann það ekki!“ Þú áttir ávallt nýbakaðar pönnu- kökur enda ókrýndur meistari í pönnukökubakstri. Leiftursnöggt snerirðu þeim við á sjóðheitri pönn- unni með berum fingurgómunum. Laugardagslærið með ykkur ömm- unum. Það var svo yndislegt að hitt- ast og spjalla, enda varstu alltaf svo vel með á nótunum. Fylgdist vel með öllu í lífi ættingja og vina, stjórnmálum og öðrum hita- og heimsmálum yfirhöfuð. Þú varst líka búin að forvitnast mikið um stóra daginn sem bíður mín á næsta ári, en fyrir þann dag- inn tókst okkur að gera sérstakan samning. Elsku amma, þín verður sárt saknað en ég veit að afi, aðrir ætt- ingjar og hópur vina hafa tekið vel á móti þér. Þú ert alveg milljón! Sjáumst. Þín Hrafnhildur. Kynni mín af Guðrúnu Einars- dóttur hófust fyrir 15 árum þegar ég kynntist dótturdóttur hennar, Önnu Rún, sem nú er eiginkona mín. Inn- an fjölskyldunnar var Guðrún aldrei kölluð annað en Dúna, oftast amma Dúna, og undir því nafni mun ég ávallt minnast hennar. Dúna var afar hógvær og þolin- móð að eðlisfari. Hún var lítið gefin fyrir að láta á sér bera, en hafði sterka réttlætiskennd og gat verið röggsöm og staðföst þegar á þurfti að halda.Yfir henni var mikil reisn. Dúna var af þeirri kynslóð Íslend- inga sem hvorki kvartaði undan mótlæti í lífinu né hreykti sér af vel- gengni. Hún tók á uppákomum lífs- ins með jafnaðargeði og rík kímni- gáfa gerði henni kleift að finna fljótt fyndnar hliðar á flestum málum. Frjótt andríki Dúnu birtist einmitt oft best í gegnum kímnigáfuna, sem var beitt og kaldhæðin á köflum, en beindist fyrst og fremst að henni sjálfri og þeim sem máttu við því og jafnvel áttu það skilið. Gagnvart þeim sem minna máttu sín var Dúna einstaklega hjálpleg og gjafmild. Hún hætti að keyra bílinn sinn 92 ára, en margar ökuferðir Dúnu á síðustu árum beindust að því að sinna fólki (oft mun yngra en hún sjálf) sem henni þótti vænt um og þurfti á aðstoð að halda. Gestrisnin á Hofteignum var mikil. Það var sama hvað fyrirvari var stuttur þeg- ar Dúna var heimsótt, henni tókst alltaf að töfra fram fullt borð af kræsingum á augabragði. Aldrei fór maður svangur frá slíkri heimsókn. Fátt kom Dúnu úr jafnvægi og eru til margar skemmtilegar sögur sem lýsa vel æðruleysi hennar og styrk þegar hætta var á ferðum. Eina nótt vaknaði hún við undarleg hljóð sem komu úr stofunni á Hoft- eignum. Þegar Dúna fór fram til að kanna hvað væri þar á seyði sá hún ungan innbrotsþjóf, sem komist hafði inn um svalahurð og var að taka niður málverk. Hvernig brást áttræða konan við þessari nætur- innrás á heimili sitt? „Ég sagði hon- um bara að koma sér burt,“ sagði Dúna, sem hann reyndar gerði, snarlega. Eftir á sá hún spaugilega hlið á þessari atburðarás, sem hefði getað endað verr, og lýsti svo sposk á svipinn áhyggjum sínum um að hafa ef til vill verið of harkaleg við innbrotsþjófinn, sem hún ályktaði að hlyti að hafa átt bágt. Dúna fylgdist betur með fréttum en nokkur annar sem ég hef kynnst og oft heyrðum við fréttirnar fyrst hjá henni. Hún fylgdist vel með stjórnmálum á Íslandi og erlendis og hafði oft sterkar og vel ígrund- aðar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Víst er að ég á eftir að sakna þess að geta ekki kíkt inn til Dúnu til að fá nýjustu fréttir af at- burðum dagsins og til að ræða á gagnrýninn hátt um misvitur útspil þeirra sem móta atburðarásina í stjórnmálalífi landsins. Snemma á síðasta ári vorum við hjónin og börn okkar svo heppin að fá að flytja inn í íbúð í húsi ömmu Dúnu á Hofteignum.Eins og gilti um flesta aðra atburði í lífi Dúnu, tók hún því raski sem óhjákvæmilega fylgir ungri fjölskyldu með tvö börn með miklu jafnaðargeði og kvartaði aldrei þótt tilefnin hafi líklega verið mörg. Bæði við hjónin og ekki síður börn okkar, Atli Snorri og Guðrún Diljá, nutu þess að hafa langömmu sem nágranna. Nábýlið við Dúnu gerði okkur ljóst hversu mikið börn geta farið á mis við í fjölskyldu- mynstri nútíma samfélags. Í dag umgangast börn mest foreldra sína og systkini, sem lítinn tíma hafa til að sinna þeim.Á meðan dvelja elstu meðlimir fjölskyldunnar annars staðar, stundum þjáðir af einmana- leika, og oftast viljugir og áhuga- samir um að umgangast yngstu kynslóðina meira. Dóttir okkar, Guðrún Diljá, þurfti enga hvatningu til að notfæra sér nálægðina við langömmu Dúnu. Nánast á hverjum degi eftir leikskólann fór hún inn til Dúnu, þar sem hún ýmist söng langa efnisskrá vísna og leikskóla- laga, spilaði við langömmu sína eða spjallaði við hana um ýmis hugðar- efni. Sonur okkar, Atli Snorri, naut þess einnig að búa í sama húsi og langamma. Sérstaklega fannst hon- um gott að leggja sig í sófanum hjá henni eftir skóla, og ekki var það verra að langamma Dúna bauð alltaf upp á mjólk og eitthvert góðgæti með. Þessi samskipti hafa verið og verða ómetanleg fyrir börn okkar og ég held að Dúna hafi líka haft ánægju af þeim. Ég veit að Anna Rún, konan mín, metur mikils þann fjársjóð minninga sem hún hefur eignast eftir samverustundirnar með ömmu sinni á Hofteignum. Það er alltaf erfitt að kveðja ást- vini og söknuður er óhjákvæmilegur þegar svona þróttmikil kona á í hlut, sem skipaði svo mikilvægan sess í fjölskyldu sinni og virtist, alveg fram á það síðasta, vera ónæm fyrir framgangi tímans. Ég þykist þó vera viss um að Dúna hafi skilið við okkur sátt við langa og farsæla ævi sína og stolt af myndarlegum hópi afkomenda. Það voru mikil forrétt- indi að hafa fengið að kynnast Guð- rúnu Einarsdóttur. Blessuð sé minning hennar. Agnar Helgason. Fölnar rós og bliknar blað á birkigreinum. Húmar eins og haustar að í hjartans leynum. (Kristján Jónsson.) Þetta vísukorn sem heitir „Haust“ á vel við nú þegar hún Dúna, þessi yndislega kona, er fallin frá. Kynni mín af henni hófust fyrir u.þ.b. 42 árum. Þá var fyrrverandi tengdamóðir mín, sem ég reyndar aldrei kynntist neitt, nýlega látin, en þær voru æskuvinkonur. Þó ég hefði verið hennar tengdadóttir hefði hún ekki getað komið betur fram við mig, börnin mín og barnabörn. Hún hreinlega tók að sér hlutverkið. Lífið hennar Dúnu minnar var ekki alltaf dans á rósum, en að gef- ast upp var ekki til í hennar orða- bók. Hún hafði alltaf tíma og nennu til að hafa samband og heyra hvort ekki væri allt í lagi og hvort við hefðum það ekki bara gott. Aldrei gleymdi hún jólum eða öðrum tylli- dögum hjá mér og börnunum, frek- ar en sínum eigin börnum og barna- börnum. Ég veit að margir aðrir hafa þessa sögu að segja, því hún lét sig svo margt varða og mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar. Alltaf var jafn gaman og lær- dómsríkt að koma á Hofteiginn og hefðu þær stundir mátt vera fleiri, en engum getur maður kennt um það nema sjálfum sér. Aldrei vant- aði umræðuefni og þá ekki veitingar því gestrisin var hún með afbrigð- um. Nú í seinni tíð barst umræðan oft að fæðingarsveit hennar, sem var Hrunamannahreppur, og ekki skemmdi það fyrir að við hérna á Rauðalæknum þekkjum svolítið til þar og gátum því bæði fræðst af henni og dáðst saman að fegurð þessa svæðis. Við Árni, Nína Þóra, Sigurjón Rúnar og fjölskyldur þeirra kveðj- um okkar góðu vinkonu og óskum henni góðrar ferðar á nýjar slóðir. Kæru vinir, Betta, Hörður, Oddi og fjölskyldur, ykkar söknuður er mestur, en minningarnar lifa áfram. Unnbjörg Eygló Sigurjónsdóttir. GUÐRÚN EINARSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.