Morgunblaðið - 02.10.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 02.10.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 9 FRÉTTIR VILTU VERÐA JÓGAKENNARI EÐA DÝPKA JÓGAÁSTUNDUN ÞÍNA? Jógaskólinn hefst að nýju í október en frá árinu 1997 hefur Ásmundur Gunnlaugsson útskrifað nemendur, sem ýmist starfa sem jógakennarar í dag eða hafa tekið þátt til þess að dýpka þekkingu sína. Námskeiðið er yfirgripsmikið og öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið, tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu. Tilhögun þess fer saman með starfi og öðru námi, en kennt er eftirfarandi helgar: 21.-23. október, 25.-27. nóvember, 20.-22. janúar, 24.-26. febrúar, 24.-26. mars og 28.-30. apríl (fös. kl. 20-22, lau. og sun. kl. 9-15). Námið er viðurkennt af International Yoga Federation. Allar nánari upplýsingar á www.jogaskolinn.is S K Ó L I N N Skeifan 3B, Reykjavík Skráning í símum 862 5563 og 862 5560 eða á www.jogaskolinn.is Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Hausttilboð okkar á 2006 árger› Dethleffs er óvenjugott. Öllum sta›festum pöntunum fylgir sem sagt ókeypis fortjald. Me› flví a› panta núna er einnig hægt a› velja aukabúna› og áklæ›i og fá hjólh‡si› afhent algjörlega eftir sínu höf›i. Haf›u samband,- fletta takmarka›a tilbo› gildir a›eins í október. Dethleffs 2006 hjólhýsum fylgir ókeypis fortjald! Auglýst eftir styrkjum úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA KEA auglýsir eftir styrkumsóknum til Menningar- og viðurkenningarsjóðs félagsins. Styrkúthlutun fer fram í byrjun desember. Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja þátta: a) Málefna einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæði KEA. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og íþrótta og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. b) Ungra afreksmanna á sviði mennta, lista og íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek t.d. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri er 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA. Styrkir eru veittir tvisvar á ári úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Umsóknir um styrki og framlög úr sjóðnum skulu berast skrifstofu KEA í Hafnarstræti 91, Akureyri, á sérstökum eyðublöðum sem þar eru til afhendingar. Einnig er unnt að nálgast umsóknareyðublað og fá allar upplýsingar um Menningar- og viðurkenningarsjóð KEA á heimasíðu KEA- www.kea.is . Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2005 GUÐNI Þór Jónsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í 5.–7. sæti á lista sjálfstæðismanna til borgarstjórnar í Reykjavík. Guðni Þór hef- ur sett fram stefnumál í sjö liðum, sem lúta að velferðarmálum, skipulagsmálum og umferðarmál- um. Hann vill m.a. að foreldrar með börn á leik- skóla fái þá þjón- ustu sem þeir greiða fyrir. Hann vill að tekið verði upp ávísanakerfi til að örva virka þátttöku barna og ung- linga í heilbrigðu og skipulögðu íþrótta- og tómstundarstarfi og tón- listarnámi. Hann leggur til að byggð verði ný hjúkrunarheimili til að mæta brýnni þörf fyrir eldri borg- ara. Þá vill hann að byggð verði mis- læg gatnamót á Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Guðni Þór mun á næstu dögum opna vefsíðuna www.gudnithor.is, Guðni Þór er fæddur í Reykjavík 1959 og er sölustjóri. Hann var stjórnarmaður í sjálfstæðisfélaginu í Hóla- og Fellahverfi og síðar for- maður félagsins í nokkur ár. Guðni Þór hefur starfað lengi að félagsmál- um og var árið 1992–1993 landsfor- seti Junior Chamber á Íslandi auk þess að vera framkvæmdastjóri fyrir Evrópuþing Junior Chamber Int- ernational sem haldið var hér á landi árið 1997. Hann var varaformaður Foreldra- og kennarafélags Hóla- brekkuskóla 1988–1991. Guðni Þór býður sig fram í 5.–7. sæti Guðni Þór Jónsson FJÓRÐA vélasamstæða Nesjavalla- virkjunar var vígð við hátíðlega at- höfn í gær og telst virkjunin nú full- byggð. Öll afköst þessarar síðustu vélasamstæðu virkjunarinnar, 30 MW, fara til að knýja álver Norður- áls á Grundartanga, en nú er af- kastageta virkjunarinnar alls 120 MW í rafmagni og 300 MW í fram- leiðslu á heitu vatni. Nesjavallavirkjun, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), er nú fimmtán ára, en fyrstu átta árin var þar eingöngu framleitt heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Vélasamstæðan er af sömu gerð og hinar þrjár, en fyrstu tvær vél- arnar voru teknar í notkun 1998 og sú þriðja 2001. Þær eru frá Mitsub- ishi og er afskriftartími þeirra um fjörutíu ár. Vélin sjálf kostar um 2,2 milljarða og er tekin í notkun tveim- ur vikum á undan áætlun. Þá var kostnaður vegna vélarinnar vel und- ir kostnaðaráætlun. Alls er fjárfest- ingarkostnaður vegna fullbúinnar Nesjavallavirkjunarinnar nú um 26 milljarðar með pípunni sem liggur til höfuðborgarinnar. Guðjón Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir mikilvægt að líta til umhverfissjónarmiða virkjunar- innar. „Þetta er algerlega afturkræf virkjun og hægt að fá öll þau nátt- úrugæði sem fóru undir mannvirkja- gerð aftur,“ segir Guðjón. Við vígsluathöfnina fluttu erindi Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri, Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra, Eiichi Ishii, forstjóri Mitsubishi Heavy Industries Eur- ope, Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitur Reykjavíkur, og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar. Nesjavallavirkjun í fullan rekstur Morgunblaðið/Árni Torfason Síðasti áfangi Nesjavallavirkjunar var formlega tekinn í notkun í gær en um er að ræða 30 MW gufuhverfil og er virkjunin þar með komin með 120 MW rafmagnsframleiðslu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, voru meðal annarra viðstaddar opnunina. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.