Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 11

Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 11
íslensku glæpasögurnar og sögur Arnaldar Indriðasonar, „og mér fannst ég greina alls konar spennandi hugmyndir í þessum bókum um þjóðerni, kynferði og búsetu. Það kom mér mjög á óvart hve mikið höfundarnir fást við þjóðarmyndina. Íslendingar fjalla líklega meira um þjóðernið almennt en aðrir, bæði í glæpasögum og öðrum bókum. Við höfum þróast í sömu átt og Skandinavar að þessu leyti.“ Þegar Katrín er spurð um ástæður aukinna vinsælda íslenskra krimma svarar hún því fyrst til að því verði ekki neitað að útgefendur séu farnir að kynna umræddar bókmenntir mikið; komi þeim vel á framfæri. „Kannski var einhver uppsöfnuð spenna; uppsöfnuð eftirspurn, þegar kúlan sprakk 1997 og Arnaldur og Stella komu með fyrstu bæk- urnar? Því er ekki gott að svara. En ljóst er að nú er glæpasagan í tísku; það er tímanna tákn að frægir erlendir glæpasagnahöfundar voru hér á bókmenntahátíð fyrir tveimur árum. Þegar ég var að byrja á minni ritgerð 1999 var ég spurð til hvers ég ætlaði að fjalla um þetta efni! Þetta væri ömurlegt! Svo gerðist eitthvað; áhuginn blossaði upp.“ Að vakna með höfuðið til fóta... Katrín rifjar upp að nokkru áður hafi margir reynt fyrir sér á þessu sviði. Gunnar Gunn- arsson, nú fréttamaður á Ríkisútvarpinu, sendi frá sér þrjár sögur snemma á áttunda áratug 20. aldar, svo dæmi séu tekin, Viktor Arnar Ingólfsson fyrstu sögu sína skömmu áður og fleiri mætti nefna. „Þá reis hér bylgja í anda Sjöwahl og Wahlöö, en sögurnar náðu ekki miklu flugi. Ís- lendingar eru kannski bara svona langt á eftir.“ Í tveimur bók Gunnars var aðalmaðurinn rannsóknarlögreglumaðurinn Margeir sem margir muna eftir. „Gunnar var góður – ekkert síðri en þeir sem eru að skrifa glæpasögur í dag, en þá var land- inn bara ekki tilbúinn í þetta,“ segir Bragi Kristjónsson fornbókasali í samtali við Morg- unblaðið. Gunnar sjálfur er sama sinnis og Árni Þór- arinsson og Arnaldur Indriðason varðandi það að fámennið skipti ekki máli. „Það var eitthvað talað um það fyrir 25 til 30 árum að samfélag okkar væri svo smátt að stórir glæpir væru ekki framdir hér. Nú hefur það breyst, en ég held að slík umræða sé dálítið villandi vegna þess að það skiptir engu máli hvort samfélag er stórt eða lítið. Nú eru skrifaðar sögur hér með hrottalegum glæpum, sem þó eru ekkert hrottalegri þegar að er gáð en til dæmis frásagnir í fornsögunum; þar lá auga stundum út á kinn eða menn vökn- uðu með höfuðið til fóta!“ Gunnar segir sér finnist langáhugaverðasta umfjöllunarefni í glæpasögum hinir svokölluðu félagslegu glæp- ir, „en þeim er voðalega lítið sinnt um þessar mundir. Það finnst mér vera hin stóra áskorun í þessum efnum“. Skýringuna á auknum vinsældum glæpa- sagna segir Gunnar hugsanlega mega rekja til sjónvarps, og fleiri nefndu það. „Sjónvarpið var að minnsta kosti á tímabili mjög öflugur krimmamiðill; fólk horfði mikið á alls kyns þætti og kvikmyndir af þessu tagi og fór að gera kröfur um meira framboð; kannski má segja að bókmenntirnar hafi farið að gera kröf- ur til sjálfra sín að þessu leyti. Glæpasögur urðu meira allra og þá blasir eiginlega við að menn verði að skrifa slíkar bækur. Það liggur í tíðinni.“ Gunnar segist raunar ekki ýkja hrifinn af þeim glæpasögum íslenskum sem nú eru á boð- stólum. „Ég er ekki yfir mig hrifinn af neinu. Ég er hins vegar mjög ánægður með fram- boðið, hve margir eru að sinna þessu, en það tekur langan tíma að búa til hefð á þessu sviði; að losna við bernskusjúkdómana,“ segir Gunn- ar Gunnarsson. Hann segist lengi hafa verið áhugamaður um glæpasögur áður en hann hófst handa við að skrifa þær sjálfur. „Ég kynntist þeim í útlöndum; var í námi í Svíþjóð og þar er mjög öflug hefð, eins og í Danmörku og Finnlandi. Hér hafði þetta hins vegar legið niðri lengi.“ Gunnar segist hafa fengið nokkuð góðar viðtökur. „Bækurnar seldust þokkalega, en það var ekkert fjallað um þetta sérstaklega af gagnrýnendum – ekki frekar en nú. Mér finnst mjög létt tekið á glæpasögum; þær fá enga krítíska umfjöllum. Mönnum er fyrirgefið ýmislegt.“ Tilviljun Árni Þórarinsson segist hafa farið að skrifa glæpasögur fyrir tilviljun. „Ég hafði árum sam- an verið sjúkur krimmalesari. Ég held að flest fólk með lífsmarki sé í rauninni einhver tegund af spennufíklum og góðir krimmar fullnægðu minni spennufíkn, a.m.k. að hluta. Sumarið 1994 var ég í fríi úti undir beru lofti að lesa bók eftir einn af mínum eftirlætishöfundum, Ross Macdonald. Skyndilega kom steypiregn og bókin gegnblotnaði. Ég flúði inn og fór að skemmta mér við það uppúr leiðindunum að prófa að plotta íslenskan krimma. Sú saga kom svo út árið 1998 undir nafninu Nóttin hefur þúsund augu. Móttökurnar voru þess eðlis að síðan hefur ekki verið aftur snúið. Og nú er orð- in til býsna fjölbreytt íslensk flóra af krimmum og höfundarnir skemmtilega ólíkir hvað varðar efni og efnistök. Þeir eru nú örfáir sem ekki telja saka- málasögur jafn gjaldgengar og aðrar sögur í ís- lenskum bókmenntum. Hvernig mætti það líka vera að eðlismunur sé á sögu af bónda sem kveður sveitina og flyst til borgarinnar þar sem hann glímir við öðruvísi líf og annan lífsstíl og sögu af sama bónda sem kemur eiginkonu sinni fyrir kattarnef og flýr svo til borgarinnar þar sem hann glímir við samvisku sína og þjóna réttvísinnar? Það fer einfaldlega eftir gæðum sögunnar hvorum megin hryggjar hún liggur.“ Íslenskt glæpafélag Hið íslenska glæpafélag er félagsskapur sem starfandi hefur verið síðan 1999; þetta er „félag rithöfunda og fróðra manna um glæpasögur“ eins og segir á heimasíðu þess. „Markmiðið er að stuðla að viðgangi glæpasagna á Íslandi og kynna íslenskar glæpasögur í öðrum löndum. Félagsmenn geta þeir orðið sem hafa skrifað glæpasögu, glæpaleikrit eða -kvikmyndahand- rit, þýtt glæpasögu, skrifað um glæpasögur eða á einhvern hátt stuðlað að framgangi bók- menntagreinarinnar,“ segir þar. Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, starfsmaður Borgarbókasafns Reykjavíkur, sem er meðal félagsmanna og segist ekki geta beint á ein- hverja eina skýringu í fljótu bragði á auknum vinsældum glæpasagna. „Þjóðfélagið er nátt- úrlega orðið flóknara og alþjóðlegra; kannski þess vegna getum við miklu frekar skynjað þennan raunveruleika en fyrir 20 árum. Það á væntanlega einhvern þátt í þessu.“ Hún telur það skipta máli að lesandinn trúi að það sem hann les geti gerst í raunveruleik- anum. „Annað sem hefur áhrif er að glæpasög- ur almennt eru farnar að njóta meiri viður- kenningar en áður. Það er ekki einsdæmi hér á landi.“ Í því sambandi skipti máli rithöfundar eins og Umberto Eco sem skrifað hafa bækur sem eru bæði glæpasögur og „fínar“ bókmennt- ir, svokallaðar. Dæmi um það er bók hans, Nafn rósarinnar. Ingibjörg heldur að Íslendingum finnist nor- rænar glæpasögur trúverðugri en aðrar; byssubardagi í Austurstræti yrði varla mjög trúverðugur. „Og þó; Arnaldur skrifaði um byssubardaga á Dubliners. Maður gleypti það svo sem þannig að aldrei ætti að segja aldrei.“ Ingibjörgu finnst margar íslenskar glæpa- sögur vel gerðar um þessar mundir. „Íslend- ingum finnst gaman að lesa sögur eftir íslenska höfunda almennt, þar á meðal glæpasagnahöf- unda, ef fléttan gengur upp. Mér dettur í hug Arnaldur, Ævar Örn Jósepsson og Stella. Svo eru auðvitað aðrar tegundir glæpasagna; Birg- itta Halldórsdóttir hefur til dæmis lengi skrifað í anda amerískra höfunda eins og Mary Higgins Clark.“ Einhvers konar ástarglæpasögu, eins og það er stundum kallað. En þegar öllu er á botninn hvolft; eru glæpa- sögur nauðsynlegur hluti bókmenntanna? Því svarar Ingibjörg með afgerandi hætti: „Já, bráðnauðsynlegur. Ég veit ekki hvers vegna sumir hneigjast frekar að svona bók- menntum en öðrum og sumir að hvoru tveggja. Ég veit bara að mér finnst þetta nauðsynleg og bráðskemmtileg afþreying.“ emmtileg afþreying skapti@mbl.is ’Þegar einangrun Ís-lands rofnaði gat allt sem gerðist í útlönd- um meira eða minna gerst á Íslandi, þ.á m. glæpirnir.‘ Morgunblaðið/Árni Sæberg MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 11 Stella Blómkvist er dulnefni höfundar sem hef- ur sent frá sér nokkrar glæpasögur síðustu ár við góðar undirtektir. Blaðamaður hefur ekki hugmynd um hver höfundurinn er, frekar en aðrir, en náði þó að leggja fyrir hann nokkrar spurningar. Fyrst er spurt hvernig á því standi að vinsældir íslenskra glæpasagna hafa aukist svo gríðarlega síðustu ár. Stella svarar því: „Já, hvílík breyting frá því sem áður var. Þegar ég var að skrifa fyrstu Stellusöguna var viðhorfið heldur betur annað. Þá þótti ritun íslenskrar glæpasögu í besta falli tímasóun. Útgefendur höfðu engan áhuga á skáldsögum um íslenska glæpamenn. Þeir vildu bara fá að gefa út sinn árlega skammt af Maclean, Bagley, Innes og hvað þeir nú hétu allir þessir gömlu metsöluhöfundar. Þessa vantrú á íslenskum glæpasögum afgreiddi einn þeirra á þennan hátt; það eru engir alvöru glæpamenn til á Íslandi, bara mismunandi óheppnar fyllibyttur! Ég var ekki sammála þessu og lagði drög að fyrstu sögunni um Stellu Blómkvist. Sem betur fer.“ Hún Stella/hann höfundurinn segir ævintýr- ið hafa byrjað 1997. „Fyrir aðeins átta árum. Þá komu út fyrstu bækurnar eftir okkur Arnald og snjóboltinn fór að rúlla. Seinna bættust nokkrir fleiri höfundar í hópinn. Núna er það keppikefli allra helstu forlaganna að gefa út eina íslenska glæpasögu á ári. Að minnsta kosti. Sumir kalla þetta bylgju. Aðrir tala um glæpasagnavor sem hafi breyst í glæpasagna- sumar. En fylgir þá ekki að í kjölfarið hljóti að koma haust og vetur? Úff! Dapurleg tilhugsun. Ég kalla þetta byltingu í íslenskri sagnagerð. Og bylting getur lifað lengi ef hún étur ekki börnin sín. En hvers vegna slík bylting á tæp- um áratug? Hægt er að benda á nokkra þætti sem saman hafa gert íslenskar glæpasögur svona vinsælar:  Í fyrsta lagi eru mörg ár síðan Íslendingar hættu að vera afskekktir, skrítnir eylend- ingar. Þjóðin lenti í hvirfilbyl alþjóðavæð- ingar og bandarískra menningarstrauma. Við lifum í fjölþjóðlegu samfélagi í alfaraleið með öllu sem því fylgir: Hinu góða, slæma og ljóta. Lesendur átta sig á því að allt get- ur gerst á Íslandi.  Í öðru lagi eru nýju íslensku glæpasögurnar ekki aðeins fjölbreyttar að efni heldur líka mjög fagmannlega skrifaðar.  Í þriðja lagi hafa útgefendur brugðist vel við vaxandi áhuga og eftirspurn almennings.  Í fjórða lagi hafa fréttir af góðum viðtökum íslenskra glæpasagna í útlöndum haft veru- leg áhrif. Stundum berst upphefðin enn að utan.“ Næsta spurning var einmitt um síðastnefnda atriðið; er glæpasagan ef til vill að verða enn vinsælli en áður í útlandinu og breytingin hér tengd því? „Í sumum fjölmennum Evrópulöndum hefur lengi verið áhugi á að lesa norrænar bók- menntir. Íslendingar hafa alltaf notið góðs af því. Líka á síðustu öld þegar Gunnar Gunn- arsson og Kristmann Guðmundsson voru vin- sælir á meginlandinu,“ segir Stella. „Þessi áhugi hefur að undanförnu beinst að glæpa- sögum. Löng hefð er fyrir slíkum skáldskap í Skandinavíu. En núna eru flottir krimmar skrif- aðir á öllum Norðurlöndunum. Líka á Íslandi. Þjóðverjar eru sérlega æstir í að lesa þessar bækur. Fyrstu Stellusögurnar voru seldar til Þýskalands í ársbyrjun 2001. Þær hafa verið að koma út á þýska málsvæðinu hver af annarri í þýðingu Elenu Teuffer. Fjórða bókin, Morðið í Hæstarétti, er einmitt væntanleg á markað þar í október. Þetta góða gengi í Þýskalandi varð mér enn frekari hvatning til að taka upp þráðinn að nýju eftir þriggja ára hlé og skrifa fimmtu Stellusöguna sem kemur út hér heima fyrir jólin.“ Hvers vegna fórst þú að skrifa glæpasögur? „Mig langaði til að skrifa nýstárlega glæpasögu sem gerðist í íslensku umhverfi. Gerði ýmsar tilraunir áður en Stella Blómkvist spratt upp í huga mér, líkt og stökk út í heiminn eins og Pallas Aþena, sem heillar víst enn marga í MR. Formið höfðaði sterkt til mín. Ýktar persónur. Ýktur stíll. Og flott tækifæri til að lýsa óréttlæti og skepnuskap þeirra sem öllu ráða. Lýsa því sem flestir aðrir keppast við að fela. Þegar ég var að skrifa fyrstu söguna fór loks- ins í gang alvöru umræða um kynferðis- afbrotamenn. Og um heimilisofbeldi gegn kon- um. Ofbeldið sem enginn vildi gangast við í þúsund ár. Þá var líka gefið grænt ljós á fyrstu nektardansstaðina. Klámbylgjan flæddi yfir höfuðborgarsvæðið. Á þeim tíma fannst mér líka augljóst að stjórnvöld voru að missa öll tök á fíkniefnafárinu. Þetta allt kom til viðbótar við gömlu spillinguna. Pólitísku gróðahyggjuna sem blómstrað hefur áratugum saman í skjóli stærstu stjórnmálaflokkanna. Ég hafði því nægan efnivið til að skrifa glæpasögu um þann rotna veruleika sem fyrst birtist lesendum í Morðinu í Stjórnarráðinu. Og fékk rosalegt kikk út úr því að skrifa söguna. Hef sjaldan skemmt mér eins vel.“ Hvers vegna skrifarðu undir dulnefni? Það var talsvert stundað um og upp úr miðri síðustu öld hér á landi en ekki upp á síðkastið. Ertu kannski í þannig starfi að þú getir hreinlega ekki komið fram undir nafni? „Fyrsta sagan um Stellu Blómkvist var skipu- lögð frá upphafi og skrifuð með það í huga að hana ætti að birta undir hennar eigin nafni. Mér fannst það í stíl við allt annað í sögunni. Söguhetjuna og frásagnarstílinn sem er bara hluti af persónuleika Stellu. Snaggaralegur. Beinskeyttur. Ágengur. Svo fannst mér þetta líka sniðugt í ljósi alls kjaftagangsins um póst- módernisma. Þarna fékk hver einasti lesandi tækifæri til að velja sér höfund. Er hægt að ganga lengra í útrýmingu höfundarins? Þegar Morðið í Stjórnarráðinu kom loksins út lá ekki fyrir að ég myndi skrifa fleiri Stellusög- ur. En fljótlega saknaði ég félagsskaparins við söguhetjuna. Þess vegna settist ég á ný við tölvuna og skrifaði Morðið í Sjónvarpinu, Morð- ið í Hæstarétti og Morðið í Alþingishúsinu. Mér fannst sjálfsagt að skrifa þessar bækur út frá sömu forsendum og þá fyrstu og birta þær líka undir nafni Stellu Blómkvist. Enda hafði hún sýnt og sannað að á opinberum vettvangi þurfti hún ekki á höfundi að halda. Eftir þessa þriggja ára skorpu tók ég mér hlé. En ég fór aftur að skrifa á síðasta hausti. Lauk á vordög- um við fimmtu Stellusöguna. Og er víst annað slagið að vinna í þeirri sjöttu.“ Ertu sátt(ur) við það sem boðið er upp á hér- lendis af glæpasögum, einhverjir sem standa upp úr og þá hvers vegna? „Já, þetta er frábært. Sagnaflóran er grósku- mikil. Söguhetjurnar ólíkar. Söguefnin fjöl- breytt. Íslensku glæpasögurnar minna mig stundum á lúpínuna sem breiðir úr sér á sumr- in. Nöturlegur berangur breytist í litskrúðuga gróðursæld. Svo er bara að vona að það sé langt í veturinn.“ Og svo máttu náttúrlega alveg segja mér að lokum hvort þú ert karl eða kona, ef þú endi- lega vilt! „Ha!“ Var í besta falli talið tímasóun að skrifa íslenska glæpasögu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.