Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 16
16 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Rólegheitin á Kaffivagnin-um verða fyrir valinuþegar ákveða á stað tilað hittast, vegna þess að„heima er svo mikið ren-
nerí og erill,“ eins og Magga Stína
lýsir því. Með börn á aldrinum eins
og hálfs til þrettán ára segir hún
„margar þarfir á heimilinu: peli hér
– buxur þar“. Trillukarlarnir á
Granda gera engar slíkar kröfur og
japlandi á jólaköku hefur Magga
Stína frásögnina þar sem vænst er,
nefnilega á upphafinu:
„Þetta byrjaði nú allt 22. janúar
1968 á Landspítalanum. Ég er fædd
í Reykjavík og átti heima í Síma-
blokkunum á Birkimel til að byrja
með en fluttist svo í Þingholtin á
Bergstaðastrætið. Þar var ég til sjö
ára aldurs og flutti þá aftur í Vest-
urbæinn.“ Foreldrar Möggu Stínu
eru Haraldur S. Blöndal prent-
myndasmiður og Sólveig Hauks-
dóttir. „Hún er eiginlega svo margt;
kennari, hjúkrunarfræðingur og
leikkona – alltaf í skólum að læra
eitthvað. Svo á ég þrjú systkini: einn
eldri bróður, Hauk Arason, sem er
eðlisfræðingur, yngri bróður, Sölva
sem er að læra hagfræði en hefur
líka verið í tónlist og svo litlu systur
sem heitir Elsa María dansmær og
fatahönnuður framtíðarinnar. Hún
er reyndar ekkert lítil lengur, orðin
23 ára, en hún verður alltaf litla
systir fyrir mér.“
Tónlistin kom snemma inn í líf
Möggu Stínu því sjálf man hún ekki
eftir sér öðruvísi en syngjandi og
spilandi á hin ýmsu hljóðfæri sem
voru til á heimilinu. „Ég hef aldrei
getað skilið lífið í öðruvísi samhengi
en að það sé tónlist í því. Heima hjá
mér voru plötur spilaðar í sífellu, til
dæmis óperur á 750 þúsund desíbel-
um þannig að allt lék á reiðiskjálfi.
Þögn er eitthvað sem ég er ekki sér-
lega vel að mér í.“
Sex ára hóf hún fiðlunám við
Barnamúsíkskólann sem hún stund-
aði af kappi til 13, 14 ára aldurs. „Þá
brast gelgjan á með látum og ég
nennti þessu ekki alveg. Ég hafði
heldur aldrei hugsað mér að verða
fiðluleikari og alls ekki tónlistar-
maður. Mig langaði að verða tvennt:
sjómaður eða læknir … jú og skó-
smiður,“ bætir hún við. „Það voru
almennileg störf. En svo æxlast
þetta bara alveg óvart, ég veit ekki
hvað leiðir mann þangað sem maður
fer – himinninn eða stjörnurnar?“
Himintunglin eru þó ekki ein
ábyrg fyrir tónlistaráhuga Möggu
Stínu því áhrifavaldarnir í tónlist-
inni eru margir. „Ég reyni eins og
ég get að hlusta ekki á Bob Dylan
því pabbi minn hlustaði alltaf svo
mikið á hann. En ég hef það hins
vegar fyrir satt að enginn viti borin
manneskja komist hjá því á lífsleið-
inni að fá Bob Dylan æði. Svo þú
sérð að maður á margt eftir. Ég
hugsa að það sem maður hlustar á,
hvort sem manni líkar það betur eða
verr, hafi áhrif í einhverja átt. Ann-
aðhvort fjarlægist maður það eða
nálgast. Ég er algjör fíkill þegar
kemur að tónlist – baða mig hrein-
lega upp úr henni. Heyri ég flott lag
hlusta ég á það tuttugu sinnum í röð
– ekki bara einu sinni heldur alltaf
tuttugu sinnum þangað til allir eru
orðnir ærir í kring um mig.“
Dulbjó sig sem fullorðna konu
Til eru þær hljómplötur á heimili
Möggu Stínu sem eru slitnari en
aðrar. „Elvis er náttúrulega fyrstur.
Hann verður alltaf, alltaf kóngurinn
í mínum huga,“ segir hún með
áherslu. „Svo hef ég átt sambýlis-
mann, sem ég kalla svo, því ég hef
hlustað á Nick Cave síðan ég var 13
ára. Og af því að ég er orðin 37
finnst mér það vera orðið alveg lög-
gilt hjónaband. Auðvitað hlýtur það
að hafa haft einhver áhrif, en ekki
endilega tónlistarlega. Maður fer
alltaf sína leið – ég myndi aldrei
vilja semja lag eins og hann eða
syngja eins og Elvis því það getur
enginn gert það. Ég myndi frekar
vilja syngja fyrir þá eins fallega og
ég gæti því maður er svo þakklátur
fyrir að hafa fengið frá þeim eitt-
hvað sem er svona fallegt.“
Um svipað leyti og Nick Cave
kom til sögunnar hjá Möggu Stínu
hófst nýr kafli í lífi hennar, einnig
tengdur tónlistinni. „Ég var eins og
rotta á hverjum einustu rokktón-
leikum sem haldnir voru í Reykja-
víkurborg og hugsanlega Kópavogi.
Frá 13, 14 ára aldri svindlaði ég mér
inn um hvaða klósettglugga sem var
til að komast á tónleika og dulbjó
mig jafnvel sem fullorðna konu – fór
kannski bara í sokkabuxum og kápu
sem var náttúrulega æðislega
óþægilegt því maður gat ekki farið
úr og það var alltaf svo heitt á tón-
leikum.“ Af innlendum átrúnaðar-
goðum var hljómsveitin Þeyr senni-
lega efst á blaði. „Ég fór á hverja
einustu tónleika með þeim og fannst
þá að ég gæti hreinlega yfirgefið lík-
ama minn í hvert skipti. Svo þræddi
maður tónleika með Vonbrigðum og
Purrki pilnikk og Hinu afleita þrí-
hjóli og bara fullt af öðrum hljóm-
sveitum. Á þessum tíma var mikið
um að hljómsveitir héldu saman tón-
leika og oft voru einhver ljóðskáld
með þeim. Það var kannski Svein-
björn Beinteinsson og þrjú ljóðskáld
í viðbót og svo þrjár pönkhljóm-
sveitir sem tróðu upp sama kvöldið.
Eiginlega voru þetta frekar ein-
hvers konar uppákomur frekar en
tónleikar og það var manni alger-
lega lífsnauðsynlegt að sækja þess-
ar samkomur.“
Ekki eins og Fuglavinafélagið
Líkt og hjá svo mörgum lá leið
Möggu Stínu í framhaldsskóla,
reyndar hálfu ári eftir að jafnaldr-
arnir settust á menntaskólabekk.
„Ég, barnið, ákvað að fara út á
vinnumarkaðinn eftir gagnfræða-
skóla en entist nú ekki lengur en
hálft ár á honum. Þannig að ég byrj-
aði sem sagt í MH 1985. Þá voru þar
fyrir vinkonur mínar, Halldóra
Geirharðsdóttir og Margrét Örnólfs
og sömuleiðis Ívar „bongó“ Ragn-
arsson og Sigurður Guðmundsson.
Þau höfðu stofnað hljómsveit sem
var með trommuheila í staðinn fyrir
trommara. Þetta var svona sterkur
vinahópur eins og gjarnan myndast
á menntaskólaárunum og sem sagt
þá varð hann eins og fjölskylda
manns. Eftir smástund var ég nátt-
úrulega bara líka komin í hljóm-
sveitina. Maður svona aflimaðist og
varð hluti af hópnum, fóturinn í klík-
unni. Þannig að það var allt mjög
eðlilegt að við urðum Risaeðlan.
Þetta var eftir að trommuheilanum
hafði verið skipt út fyrir fyrsta
trommuleikarann Val Gautason,
blessuð sé hans góða fallega minn-
ing og síðan Þórarin Kristjánsson
trumbuleikara.“
Magga Stína heldur áfram. „Við
vorum ekkert ofsalega dugleg að
mæta í tíma. Það voru svolítið löng
göt hjá okkur og kannski meira spil-
að en lært. Samt held ég að flestir
hafi nú alveg klórað sig fram úr
skólanum.“ Mikill bræðingur tón-
listarmanna var á þessum tíma í
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
margir Sykurmolanna voru nem-
endur í skólanum um svipað leyti og
einhvern veginn tengdist þetta fólk
allt meira og minna. „Jú, Einar Örn
Benediktsson og Bragi Ólafsson
voru líka í MH en þeir voru eldri en
við og voru á undan okkur í skól-
anum,“ segir Magga Stína. „Þetta
tengist kannski meira genginu sem
fór saman á tónleika áður. Við Björk
Guðmundsdóttir og Magga Örnólfs
vorum líka vinkonur. Ég held að
þessar tengingar hafi nú ekki verið
með mjög formlegum hætti – þetta
var ekki eins og Fuglavinafélagið
með lögum og fundarsköpum heldur
hristist þetta bara saman, algerlega
án nokkurrar reglu. Um svipað leyti
var Smekkleysa stofnuð og við vor-
um nokkrar hljómsveitir sem gáfum
út tónlist undir þeim hatti á sama
tíma. Þá varð kannski mesti sam-
runinn hjá þessu fólki – Ham-pilt-
arnir komu til sögunnar og úr því
varð líka mikil vinátta.“
Með tilkomu Smekkleysu færðist
fjör í leikinn. Á árunum 1989 og
1990 ferðaðist Risaeðlan um Banda-
ríkin og Evrópu með tónlist sína
undir nafninu Reptile upp á út-
lensku. Árið 1989 kom út fjögurra
laga tólf tomma á Íslandi með nafn-
inu Risaeðlan og í lok maí 1990 kom
út breiðskífan Fame and Fossils á
Íslandi, Bretlandi og í Bandaríkj-
unum. Blaðaumsagnir voru lofsam-
legar og einhverjir fengu á tilfinn-
inguna að nú gæti heimsfrægð
staðið fyrir dyrum. Magga Stína
gerir þó lítið úr því. „Það stóð aldrei
til hjá Risaeðlunni að meika það í
útlöndum, að minnsta kosti ekki að
mér meðvitaðri. Ég held að okkur
hafi fundist þetta mikið grín og
mjög fyndið. Auðvitað var það æv-
intýri að fara átján ára til New York
að spila. Þetta var ótrúlega
skemmtilegur tími og mikil gleði
sem var í kring um okkur.“
Haustið 1990 fór að gæta upp-
lausnar hjá Risaeðlunni. Halldóra
hætti í hljómsveitinni til að þjóna
leiklistargyðjunni en nokkru áður
hafði Margrét Örnólfs gengið til liðs
Ekkert fáránlegt
Sjáist ríflega áttræð kona á
einhjóli á ferli eftir fimmtíu
ár eða svo er allt eins líklegt
að þar verði á ferðinni Mar-
grét Kristín Blöndal, tónlist-
ar- og þáttagerðarkona með
meiru. Tónlistin, litadýrðin
og einfaldleikinn spilar
stóra rullu hjá þessari „sein-
þroska sál“ sem í samtali
við Bergþóru Njálu
Guðmundsdóttur lýsir sér
svo í allri heimsins hóg-
værð.
Morgunblaðið/Árni Torfason
„Aðalljósið er á hljómsveitinni en mitt hlutverk er kannski meira að þjónusta þáttinn með veru minni og taka á móti gest-
unum. Flæðið á aðallega að vera í tónlistinni,“ segir Magga Stína sem gerir lítið úr hlutverki sínu sem þáttastýru.
’Ég hafði farið út úr þessari tónlistarhringiðu og þegar ég komaftur fannst mér andrúmsloftið á einhvern hátt mjög breytt.‘