Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
M
örk austurs og vesturs eða tengsl tveggja
menningarheima eru stundum talin auð-
kenna margt sem er að sjá og finna í Hels-
ingfors. Vissulega blasir við ferðalangnum
kunnugleg norræn velmegun og lífsmáti en
einnig finnum við auðveldlega margt sem
er meira framandi í menningu og yfirbragði
borgarinnar.
Þetta er borg af þægilegri stærð með líflegt kaffihúsa- og
götulíf sem blómstraði í sumarblíðu í göngugötum og á rúmum
útisvæðum miðborgarinnar. Esplanaden er falleg gömul breið-
gata með garði eftir endilöngu í miðju og liggur að bátahöfninni
þar sem sölutorgið er starfrækt. Sölutorgið er vinsælt allt árið
um kring og þar er hægt að fá sér að borða hefðbundna finnska
rétti og fleira. Þar blandast síðan fiskilminum ýmiss konar
krydd- og brasilmur frá suðrænum réttum sem einnig eru á boð-
stólum því talsvert er um innflytjendur víða að.
Tónlist á götum og leitin
Í veðurblíðunni hljómaði alls konar tónlist úr ýmsum áttum.
Þarna voru gamlir harmonikkuleikarar sem þöndu hljóðfæri sín
á bryggjusporði við sölutorgsmarkaðinn og voru þar eins og
hluti af gamalli finnskri stemmingu og rokkhljómsveitir á úti-
sviði í Esplanaden garðinum sem voru hluti af sumardagskrá
borgarinnar. En vissulega vakti það undrun að á gangstétt-
arbrún spilaði ungur fiðlusnillingur eins og hann ætti lífið að
leysa með kassa til að safna í peningum og í einni göngugötunni
var 8 manna strengjasveit að spila í nánd við æðandi sporvagna í
sama tilgangi og fiðlusnillingurinn og leyndi sér ekki að þar
væru vel menntaðir og færir hljóðfæraleikarar á ferð. Nánari
skýringar á því voru að mikið af tónlistarfólki kemur frá St. Pét-
ursborg í leit að möguleikum til lífsafkomu.
Söfnin og mannlíf fyrri tíma
Söfnin í Helsingfors gefa vissulega tengsl við fortíðina sem og
samtímann. Atheneum-listasafnið er við torgið rétt austan og
sunnan við brautarstöðina. Það hýsir finnska myndlist fram að
um það bil 1950 og hefur að geyma marga dýrgripi. Meðal ann-
ars eru þar verk frá tímabili sem stundum hefur verið kallað
gullöld finnskrar myndlistar en það eru áratugirnir fyrir og rétt
um aldamótin 1900.
Margir af listamönnum þessa tímabils lögðu sig fram um að
fjalla um mannlífið. Oft eru dregnar fram þær hliðar sem sýna
alvöru lífsins í fátækt alþýðunnar og átökum við hörð lífskjör en
líka fegurð hins einfalda og stórfenglega í tilverunni. Má segja
að þar sé hægt að finna einhvern tón sem einkennir svo margt í
finnskri list. Margir þessara gullaldarlistamanna leituðu til Par-
ísar eftir menntun en komu heim og héldu áfram að þróast og
leita sinna eigin leiða.
Í þessum hópi var Helen Scherfbeck sem þróaði eigin stíl í leit
að einföldun og markvissum vinnubrögðum. Einfaldar uppstill-
ingar, börn og ýmiss konar mannlýsingar voru henni hugstæðar.
Sjálfsmyndir hennar sem urðu stöðugt einfaldari í útfærslu eru
þekktar í finnskri listasögu. Málverk hennar af fátækum börn-
um olli sterkum viðbrögðum á sýningu 1885 og þótti sumum
óviðeigandi að sýna slíkt.
Utanhúss-byggðasafnið Seurasaari – Fölisön er aðeins
nokkra km frá miðborginni á fallegri eyju. Þar er hægt að heim-
sækja og skoða byggingar frá síðustu öldum í fallegu umhverfi.
Þar er það greinilegt að skógarnir og allur þessi efniviður (og
nægur eldiviður til upphitunar) gaf möguleika til voldugra timb-
urbygginga. Að ganga þar um og skoða byggingar smáar sem
stórar gefur bæði tengsl við mannlíf fyrri tíma og upplifun á
timbrinu sem efni og á þeirri list sem í byggingum mannanna
getur falist.
„Í öðrum heimi“ – nútímalistin?
Listasöfnum hefur fjölgað í Helsingfors sem og víða annars
staðar. Nútímalistasafnið Kiasma opnaði 1998 í nýrri byggingu í
miðborginni. Þar eru núna mjög áhugaverðar sýningar sem
vekja spurningar um margt. Meðal annars var þar stór sýning á
verkum svokallaðra utangarðslistamanna. Sýningin ber nafnið
„Í öðrum heimi“ og vísar til þess að þar eru verk listamanna sem
nálgast myndlistina eða listaheiminn svokallaða á annan hátt en
viðgengst. Oft er það fólk sem ekki hefur stundað listnám í skól-
um þótt það eigi oft einnig við um þá sem öðlast hafa viðurkenn-
ingu sem „alvöru“ listamenn því vissulega er stundum hægt að
afla sér menntunar og þjálfunar á annan hátt en í skólum. Stund-
um er líka í röðum þessara utangarðslistamanna fólk sem fer að
mörgu öðru leyti óvenjulegar slóðir í tilverunni. Sem listamennn
telst það að starfa í öðrum heimi en hinum hefðbundna lista-
heimi og verk þess eru oft kynnt á annan hátt og öðrum stöðum
ef þau eru þá kynnt. Tæknin er ekki alltaf sú sama og hjá lista-
mönnum í hinum hefðbundna listageira en það er þó ekki algilt
og hjá sumum eru verk unnin af mikilli tæknilegri færni.
Stofnuð hafa verið söfn tileinkuð utangarðslist og er eitt slíkt
er að finna í Dicy í Frakklandi, „La Fabuloserie“ („Spunastöðin“
eða „Hugmyndastöðin“). Það er stofnað af arkitektinum og lista-
manninum Alain Bourbonnais . Hann er þekktur safnari utan-
stofnana listar eða „art singulier“, list sér á parti eins og hann
kallaði þá tegund listar. Heimsókn á þetta safn vakti hugmynd
eins af sýningarstjórunum hjá Kiasma að fara að skoða í alvöru
hvað væri til í Finnlandi af slíkri list því allt of lítið væri vitað um
það.
Mikil leit var gerð um allt Finnland, meðal annars var mörg
hundruð póstkortum dreift um allt og fólk beðið um að koma
með ábendingar um athyglisverða listamenn sem væru að vinna
eitthvað sem gæti verið áhugavert. Þessi leit að finnskri ut-
angarðslist bar mikinn og góðan árangur og varð til þess að sýn-
ingin í Kiasma varð til.
Frelsið í útjaðrinum
Á sýningunni eru verk um 50 listamanna og í viðbót við gott
úrval verka frá Finnlandi er einnig mjög áhugavert úrval verka
frá ýmsum öðrum löndum Evrópu. Sumir listamannanna eru vel
þekktir í sögu nútímalistar eins og t.d. Adolf Wölfli (svissneskur,
f.1864, d.1930). Verk hans hafa einnig haft mikil áhrif á umræðu
og áhuga á list-þerapíu en hann átti við geðsjúkdóm að stríða.
Ýmsir fleiri af listamönnunum hafa átt við eða lifa með slík
vandamál. Það að vera á mörkum samfélagsins gefur stundum
persónunni það frelsi eða þá knýjandi þörf sem þarf til að vinna
af einlægni með skapandi tjáningu. Sum verkin á sýningunni eru
unnin í anda uppreisnar eða með íroníu um samfélagið en önnur
með dulúð og dramatíska tjáningu ef þá ekki hvort tveggja. Má
þar meðal annars nefna tréskúlptúra Martti Hömpis, Emile
Ratiers og skúlptúra Edvin Hevonkoskis unna úr ýmsum efnum
og sýna þessi verk einnig næmi og kunnáttu í notkun efnis og í
myndbyggingu. Allir hafa þessir listamenn farið hver sína sér-
stöku leið í lífinu og listinni. Emile Ratier frá Frakklandi var
bóndi sem þegar á barnsaldri vann hluti úr tré sem heilluðu og
vann einnig verkfæri og ýmsar uppfinningar til ánægju og hag-
ræðingar fyrir fólk jafnframt störfum sínum við búskapinn. Á
efri árum fer hann síðan að helga sig skúlptúrum sér til styrk-
ingar gegn þunglyndi er hann var að missa sjónina. Ekki er
hægt að sleppa því að minnast á Alpo Koivumäki sem sýnir ótrú-
lega færni við að ná fram hreyfingu og veru ýmissa framandi
dýrategunda og vinnur skúlptúra sína úr hinum fjölbreyttustu
efnum t.d. málmplötum, tré, bárujárni, hjólbörðum og fleiru.
Ótal margt fleira mætti nefna frá þessari spennandi sýningu en
of langt mál að fara nánar út í það.
Merkimiðarnir á listinni
Einn tilgangur sýningarinnar „Í öðrum heimi“ er samkvæmt
upplýsingum í skrá að vekja spurningar um mörk og flokkun á
viðurkenndri nútímalist og utangarðslist.
Þessi sýning vekur margar ögrandi spurningar um hina hefð-
bundnu flokkun samtímalistar, um hvað sé list og þá einnig um
hversu mikilvægir merkimiðarnir eru eða hvers konar merki-
miðar eru notaðir. Einnig má velta því fyrir sér hvaða heimur er
„annar heimur“ í listum, hvers vegna og utan hvaða garðs ut-
angarðs-listamenn nútímans eru.
Melankólísk frumskógardýr: Tréskúlptúrar eftir Rikhard Koivisto
og ljón eftir Alpo Koivumäki.
Tréskúlptúrar eftir Emile Ratier frá Frakklandi, Eiffelturninn og brú.
Jóhanna Bogadóttir
Í öðrum heimi, skúlptúrar með hjól og vængi eftir Joël Negri frá
Frakklandi.
Í Helsingfors – líf og list margra heima
Finnland er í austurjaðri Norðurlandanna svo-
kölluðu og Helsingfors oft talin austrænasta höf-
uðborg þeirra. Jóhanna Bogadóttir var þar á
ferð að skoða mannlíf og listir.
Heimur sveitalífsins sem Maja Takkinen hefur málað á ótal mjólkurbrúsa og í forgrunni er mjaltastúlka Marttis Humpi.
Framan við nútímalistasafnið Kiasma, skúlptúr eftir Edvin
Hevonkoski af Törju Halonen, forseta Finnlands, gerður fyrir sýn-
inguna Í öðrum heimi.
Höfundur er myndlistarkona.