Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 22

Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 22
22 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Húsakynni miðstöðvarEvrópska hugvísin-daháskólans láta lítiðyfir sér. Hvítt hús áþremur hæðum við hliðargötu í Vilníus lítur út fyrir að vera allt annað en hjarta háskóla- starfs. Þetta er líka enginn venjuleg- ur skóli. Skólastarfið fer ekki fram á hefðbundinn hátt. Nemendurna vantar á staðinn. Þeir sitja fyrir framan tölvur heima hjá sér og er kennt í gegnum Netið. Skólanum í höfuðborg Hvíta- Rússlands var lokað í fyrrasumar. Yfirstjórnin neitaði hins vegar að láta sér segjast. Skólastarfið fór neð- anjarðar og náminu var haldið áfram í fjarkennslu. Prófessorarnir sendu kennslugögn úr tölvum heima hjá sér. Miðstöð skólans var flutt yfir landamærin til Litháen. Hún er á annarri hæð í hvíta húsinu í Vilníus. Þar tekur glaðlegur maður þétt í höndina á mér. Þetta er Vladimir Dounaev aðstoðarrektor. Vestræn áhrif óæskileg Vladimir talar af festu og er ákveð- inn. Hann er þægilegur viðmóts, brosir fallega og fær blik í auga þeg- ar hann ræðir um mikilvægi háskóla og hugmyndirnar á bak við námið. Hann lítur ekki út fyrir að vera mað- ur sem stjórnvöld hafa horn í síðu á eða manneskja sem framdi nokkuð það sem álitið var sérlega óæskilegt – maður sem er í útlegð með háskóla sínum. Hann er líka ekki sá sem við er að sakast í þessu samhengi – það eru stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi. Forsetinn Aleksander Lúkasjenkó sagði að stjórnin þyrfti ekki á Evr- ópska hugvísindaháskólanum að halda – hún gæti vel menntað sitt fólk sjálft í ríkisskólunum. „Þegar hann reyndi að útskýra af hverju í ósköpunum hann lokaði skól- anum, sagði hann ástæðuna vera þá að af honum stafaði ógn. Skólinn menntaði verðandi elítu landsins og gerði það að mati forsetans undir mjög sterkum vestrænum áhrifum. Það var óæskilegt og stemmdi ekki við hans eigin hugmyndafræði,“ seg- ir Vladimir, hugsar sig um eitt and- artak og bætir við: „Skólinn var vin- sæll og mikilsvirtur. Að loka slíkum skóla er alvarlegt brot á akademísku frelsi og á mannréttindum. Einræði Lúkasjenkós er hins vegar vel þekkt.“ Andstæðingar leitaðir uppi Síðan Evrópski hugvísindaháskól- inn hóf störf hefur hann verið nokk- urs konar vin fyrir frjáls skoðana- skipti í landi sem stöðugt verður ófrjálsara. „Ríkið rekur háskólana í Hvíta- Rússlandi og í þeim getur forsetinn ráðið og rekið rektora að vild. Svo var ekki raunin í okkar skóla. Þetta var einkaskóli og að mestu rekinn með fjármagni erlendis frá,“ segir Vladimir. Hann bendir á að í kosn- ingum árið 2001 hafi forsetinn mætt andspyrnu stúdenta. Stjórnvöld hafi þá í fyrsta skipti fundið sterkar mót- bárur frá ungu fólki og óttast það. Í framhaldinu voru skólar honum sér- lega andstæðir leitaðir uppi. Þar á meðal var Evrópski hugvísindahá- skólinn. Neydd til að yfirgefa aðalbygginguna Lúkasjenkó fyrirskipaði í janúar í fyrra að rektor skólans skyldi láta af störfum. Starfið undir hans stjórn var of frjálslynt. Rektorinn neitaði hins vegar að fara, enda hafði Lúk- asjenkó ekki með ráðningu hans að gera. Þetta var ekki venjulegur rík- isskóli. Nemendur og starfsfólk stóðu þétt að baki rektorsins. „Þegar stjórnin fann mótspyrnuna og sá að hún gæti ekki losað sig við rektorinn ákvað hún hreinlega að loka skólan- um,“ segir Vladimir með þunga. Um mitt sumar í fyrra neyddu stjórnvöld háskólafólkið til að yfir- gefa aðalbygginguna. Viku seinna var skólanum síðan veitt náðarhögg- ið: Leyfi til skólastarfsins var aftur- kallað – og það á þeim grundvelli að skólastofur til kennslunnar vantaði. Engin furða að þær voru ekki til staðar – þær höfðu verið teknar af skólanum nokkrum dögum áður. Hjá háskólanum réð fólk ráðum Morgunblaðið/Sigríður Víðis Vladimir Dounaev frá Hvíta-Rússlandi er aðstoðarrektor Evrópska hugvís- indaháskólans sem er í útlegð í Litháen. Háskóli í útlegð Geta háskólar verið í útlegð? Í hvítri byggingu með rauðu þaki í höfuðborg Litháen fæst svarið. Það er jákvætt. Stjórnvöld í nágrannaríkinu Hvíta-Rússlandi álitu Evr- ópska hugvísindaháskólann ógna hugmyndum sínum og fyrirskipuðu í fyrra að honum skyldi lokað. Sigríður Víðis Jónsdóttir hitti aðstoðarrektor sem neitaði að gefast upp og heyrði af kennslu í heimahúsum. Miðstöð Evrópska hugvísindaháskólans í Litháen er íbúðarhúsi við hliðargötu í höfuðborginni. Þang- að flúði stjórnsýsla skólans eftir að honum var lokað. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Götulíf í Vilníus þar sem hvítrússneski háskólinn kom sér upp nýrri miðstöð eftir að hafa verið lokað í fyrra af yfirvöldum í heimalandinu. Íþróttir á morgun Helgin öll… s: 570 2790www.baendaferdir.is A l l i r g e t a b ó k a ð s i g í Bæ n d a f e r ð i r Bændaferðir Þýskaland Sviss 2. - 9. desember 2005 Fararstjórar: Agnar Guðnason og Finnbogi Eyjólfsson Flogið verður til Frankfurt. Ekið þaðan til bæjarins Kehl, sem er rétt fyrir utan Strassborg og gist þar í eina nótt. Frá Kehl verður ekið suður um Elsass héraðið til Colmar og þaðan yfir Rín til Weil, en þar verður gist næstu 3 nætur. Eftir dagsferð yfir til Sviss og rólegan dag verður haldið áfram til bæjarins Bamberg og gist þar í 3 nætur. Farið þaðan í dagsferð til Würzburg og að sjálfsögðu einnig á jólamarkaðinn í Bamberg. Flogið heim frá Frankfurt. Frakkland Verð: 88.100 kr. á mann í tvíbýli Aðventuferð 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.