Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ég er farin að gera alls kon-ar „klikkaða“ hluti núna,“segir Sólrún Bragadóttirsöngkona og skellir uppúr einu sinni sem oftar á meðan á spjallinu stendur. Þetta þarf hún að útskýra nánar. „Já ég finn mig í mörgu, hvort sem það er að syngja aríur með stórri hljóm- sveit, standa á óperusviði eða syngja úti undir beru lofti án undirleiks. Ég er farin að gera tilraunir með ým- islegt. Til dæmis þetta sem ég er að gera með Sigga Flosa, það er eitt- hvað alveg nýtt. Við höfum þekkst í mörg ár og erum góðir vinir, lærð- um saman í Bandaríkjunum. Í fyrra datt okkur í hug að prófa nýja leið saman og það hefur verið mjög gam- an að þróa hana.“ Sópran og saxófónn er ekki al- geng blanda en smellur saman og Sólrún er ánægð með árangurinn. „Þetta gefur spennandi möguleika, bæði fyrir hann og mig. Útkoman verður aldrei eins. Við erum með ís- lensk þjóðlög sem uppistöðu og bú- um svo til syrpur úr tveimur til þremur lögum og millispili og púslum mismunandi saman.“ Og svo spinna þau á staðnum líka. „Þetta er alveg nýtt fyrir mér. Siggi er nátt- úrulega snillingur í þessu en ég er að hoppa út í djúpu laugina. Ég ýti sjálfri mér alveg út á ystu nöf og neyðist til að opna nýjar víddir í sjálfri mér með því að prófa þetta.“ Sólrún og Sigurður vöktu mikla at- hygli á opnun myndlistarsýningar í Stokkhólmi þar sem Sigurður kom inn á neðri hæð spilandi á saxófón og rödd Sólrúnar hljómaði yfir mik- inn klið á efri hæðinni og mættust þau svo á miðri leið. Sólrún og Sigurður hafa enn ekki troðið upp saman á Íslandi en það stendur til með tíð og tíma. Síðast var Sólrún með tónleika á Íslandi fyrir um tveimur árum en næstu tónleikar verða kirkjutónleikar í desember með Kára Þormar org- anista og svo Tíbrártónleikar í Saln- um í janúar. „Ég er alltaf með rosa- lega sterkar taugar heim, þær hafa ekki rofnað. Ég vildi óska að mér gæfust tækifæri til að fara oftar en raunin er. Ég fer svona einu sinni til tvisvar á ári en myndi hins vegar gjarnan vilja vinna meira á Íslandi. Það hafa bara ekki skapast svo mörg tækifæri síðustu árin. Yfirleitt er það á mínum eigin vegum.“ Tónleikarnir í janúar verða með sænskum barítón, Thomas Lander, sem Sólrún notaði einmitt tækifærið og hlustaði á í Folkoperan í Stokk- hólmi. „Hann söng einu sinni á listahátíð heima og vann hjörtu áheyrenda sinna með yndislegri rödd og djúpri túlkun. Við hittumst í Þýskalandi og sungum mikið saman þar. Hittumst svo af „tilviljun“ á götu í fyrra og síðan þá höfum við verið í sambandi. Þessir tónleikar spunnust af því.“ Sólrún lærði söng í Reykjavík hjá Elísabetu Erlingsdóttur og fór síðan í framhaldsnám til Indiana í Banda- ríkjunum og lauk þaðan meistara- gráðu í einsöng og söngkennslu árið 1987. Strax að námi loknu var hún fastráðin við Pfalztheater í Kaisers- lautern í Þýskalandi í þrjú ár, því næst við Staatstheater í Hannover í fjögur ár og hefur síðan sungið í óp- eruhúsum víða um heim. „Þetta var allt Bergþóri að kenna,“ segir hún hlæjandi og vísar til fyrrverandi eig- inmanns síns og barnsföður, Berg- þórs Pálssonar söngvara, en þau fluttu saman til Bandaríkjanna í söngnám. „Ég hafði ekki svo mikinn metnað. Ég ætlaði bara heim og kvaldist af heimþrá öll þessi fimm ár sem við vorum í Bandaríkjunum. Ég stefndi að því að fara að kenna. En ég er mjög fegin að hafa valið þessa leið svona eftir á. Ég fékk mjög trausta og góða menntun sem hefur nýst mér einstaklega vel í því starfi sem ég til þessa hef lifað og hrærst í. Hún var hörð en ég mun búa að henni alla tíð.“ Kennsluáhuginn blundar alltaf í Sólrúnu. „Ég hef alltaf haft voðalega gaman af því að kenna. Þetta sér- staka kennaragen lúrir í mér. Ég kenndi mikið í bílskúrnum hans pabba þegar ég var krakki. Þangað komu mörg börn úr hverfinu til að læra að lesa og skrifa,“ segir hún brosandi. Sólrún ólst upp í Safamýr- arhverfinu í Reykjavík, dóttir hjónanna Ingu Bjarkar Sveinsdótt- ur kennara og myndlistarmanns og Braga Sigurþórssonar verkfræð- ings. Hún á þrjú systkini, Brynju og Þórdísi sálfræðinga og Friðrik verk- fræðing. Margir kennarar eru í ætt- inni. „Mamma er kennari og margt frændfólk mitt.“ En hvaðan koma tónlistarhæfileikarnir? „Mamma hefur mjög fallega söngrödd. Okkar raddir þykja mjög líkar og pabbi á í mesta basli með að þekkja talraddir okkar í sundur í síma. Svo er ég af ættum þar sem urmull er af tónlist- arfólki. Ein þeirra er fræga Bergs- ættin.“ Sólrún hefur lifað og hrærst í óp- eruheiminum lengi en þegar hún stóð á fertugu söðlaði hún um og hægði á lífinu. Hætti aldrei að syngja, en gerir það á eigin forsend- um. Heimili Sólrúnar hefur síðan þá verið á Mön, í kyrrð og ró og fjarri skarkala. Kennsluáhuginn er nú byrjaður að spíra aftur. „Ég hef alltaf haft áhugann en að mínu mati fylgir því mjög mikil ábyrgð að kenna söngv- urum. Maður þarf að gefa sig alveg í það, fylgja þeim eftir og vera til staðar. Mér finnst alltaf hæpið að vera með fólk í einkatímum, ég vil frekar að söngvarar fái alla myndina með, fari í þá undirstöðutónlistar- tíma sem til þarf, ásamt því að stúd- era þau fög sem söngvarar þurfa að leggja sérstaka áherslu á eins og til dæmis leikræna tjáningu og tungu- mál. Ég hef því ekki gefið mig út fyrir það að vera söngkennari. En núna er ég að taka nýtt skref í líf- inu … ég var að kaupa bóndabæ – skrifaði undir í gær,“ segir Sólrún hálffeimin en greinilega ánægð með skrefið. „Nú sé ég fram á að fá svo- litla útrás fyrir kennsluáhugann án þess að binda mig of mikið. Ég ætla meðal annars að halda námskeið og „masterclassa“ og óperukúrsa, bæði fyrir áhugafólk og atvinnumenn.“ Tónleikahald í fjárhúsunum Hún er ánægð með ákvörðunina um að kaupa bóndabæinn sem er í tíu mínútna fjarlægð frá núverandi heimili hennar á dönsku eyjunni; flytja þangað með fjölskyldunni og efna til námskeiðs- og tónleikahalds, m.a. í fjárhúsunum. Sauðfjárbú- skapur stendur því ekki til þótt fjöl- skyldunni hafi staðið til boða þrjár kindur. „Ég var efins en maðurinn minn var mjög áhugasamur, hann dreymdi um að verða bóndi þegar hann var drengur. Ég er þó búin að hugsa þetta svolítið. Með kindunum kæmi til dæmis möguleikinn á að rækta sitt eigið lambakjöt en á móti kemur að ég ætti líklega erfitt með að borða lömbin sem ég er búin að hafa í kringum mig. Dóttir mín er líka alfarið á móti þessu og þá er það ákveðið,“ segir Sólrún brosandi. Sól- rún gifti sig að nýju síðastliðið sum- ar, Thomasi Gössling, smiði og hönnuði, og dóttir hennar og Þór- arins Stefánssonar píanóleikara, Berglind Lilja 11 ára, býr hjá þeim á Mön. Sólrún á einnig soninn Braga Bergþórsson sem stundar nú söng- nám í Bretlandi. Sólrún og Thomas kynntust á Mön snemma árs 2003 en Thomas er þýskur. Þau bjuggu reyndar í 100 kílómetra fjarlægð hvort frá öðru í Þýskalandi, hún í Hannover en hann í Bielefeld þaðan sem hann kemur. Bóndabærinn hennar Sólrúnar stendur afskekkt á Mön og þaðan er einn og hálfur kílómetri niður á strönd. Þar eru auk fjárhúsanna, svínastíur sem einnig á að breyta í íbúðarhúsnæði, og hesthús, beiti- lönd og reiðvöllur. Kettir eru í fjöl- skyldunni og hundur, hestar eiga eftir að bætast við og jafnvel hænur. Sólrún segir að kyrrðin henti þeim báðum vel. Thomas verður með hönnunar- og smíðaverkstæði á staðnum og hefur m.a. hannað myndaramma, tveggja sæta róman- tíska rólu, nótnastatíf og fatahengi. „Við erum bæði mikið fyrir þessa kyrrð og ró og ég fann um leið að ég komst út úr skarkalanum, stressinu og keyrslunni, að ég vildi ekki snúa aftur. Við getum hvorugt okkar hugsað okkur að búa í borg. En vissulega þarf ég smáskarkala líka. Ég er mikil félagsvera og mér er nauðsynlegt að fá innblástur frá skemmtilegu fólki. Mér er einnig nauðsynlegt að fara á listasýningar, ýmiss konar tónleika og njóta fram- andi matarmenningar. Ferðalög eru líka mínar ær og kýr. Hins vegar hef ég á þessu rólega tímabili mínu upp- götvað töfrana í öllu lífi í kringum mig og fengið mikinn innblástur þaðan. Mikill sköpunarkraftur vex og dafnar til dæmis í þögninni. Núna þegar aðstæður mínar hafa breyst og jafnvægið færst yfir, hef ég meiri möguleika á að hreyfa mig meira og ferðast. En ég get ekki hugsað mér að fara í langar reisur eins og ég gerði á árum áður í tengslum við óp- erusýningar, þegar ég var kannski sjö vikur á hverjum stað. Slíkt gæti ég ekki hugsað mér nema hámark einu sinni til tvisvar á ári.“ Að finna sinn persónulega stíl Sólrún sér fyrir sér menningar- setur á Mön með tónlistarhátíðum, ljóðatónleikum, óperukúrsum, þjálf- unarbúðum fyrir kóra og óperunám- skeiðum fyrir krakka svo eitthvað sé nefnt. Einnig heimakonserta í tengslum við listasýningar á menn- ingarsetrinu, einu sinni í mánuði frá apríl til október, „masterclassa“ fyr- ir lengra komna söngnemendur með nýju ívafi þar sem yfirskriftin yrði Syngur af sannfæringu Sólrún Bragadóttir söng- kona hefur búið meira en helming ævi sinnar utan Ís- lands. Sex síðustu árin á dönsku eyjunni Mön, þar sem hún var að flytja á bóndabæ sem hún hyggst breyta í menningarsetur. Steingerður Ólafsdóttir hitti Sólrúnu í stuttu stoppi í Stokkhólmi þar sem hún tróð upp ásamt saxófónleik- aranum Sigurði Flosasyni á íslenskri menningarhátíð. Sólrún, Thomas Gössling og dóttir Sólrúnar, Berglind Lilja, kunna vel við sig á Mön. Sólrún sofandi í hlutverki sykurdísarinnar í Super Snooper. ’Það er mjög erfittfyrir mig að vinna gegn sannfæringunni og þess vegna vil ég vinna með fólki sem hefur svipaðan hugs- unarhátt og [...] ég.‘ Ljósmynd/ Guðmundur Oddur Á bóndabænum ætlar Sólrún að standa fyrir tónleikahaldi, námskeiðum og ýmsu öðru tengdu listum og menningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.