Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 39
við þá sérfræðinga sem starfa í við-
komandi málaflokki. Kannski er
meiri þörf á að mennta betur fanga-
verði heldur en að byggja nýtt fang-
elsi. Kannski ættu þeir sem sinna
föngunum að kunna betri skil á vímu-
efnameðferð og sálgæslu. A.m.k.
lýstu fangaverðir því þannig á ráð-
stefnu um málefni fanga í vor, að lítt
væri hlustað á tillögur þeirra. Hug-
myndir fangavarða virtust stundum
hljóma eins og hvalahljóð úr und-
irdjúpunum í eyrum ráðamanna. Það
starfa vel menntaðir sérfræðingar
hjá Fangelsismálastofnun. Þeir sem
hafa áhuga á að bæta aðstöðu vímu-
efnafíkla og fanga, hvort sem þeir eru
í Framsókn eða öðrum flokkum ættu
að tala við þessa sérfræðinga áður en
þeir álykta.
Ef til vill er það einmitt kostur fyr-
ir ungt fólk sem misst hefur fótanna,
eins og Marsibil orðar það, að vera
innan um fullorðið fólk sem kann að
komast af. Að minnsta kosti verður
að draga hugmyndir um „jákvæða
jafningjafræðslu“ sem öflugt með-
ferðartæki í fangelsi í efa. Það er
hægt að gera margt til að bæta og
efla vímuefnameðferð sem er til stað-
ar í samfélaginu. Meðferð sem virkar.
Það er brýn þörf fyrir margt í þeim
málaflokki, nýtt ungmennafangelsi er
þar ekki efst á blaði.
Höfundur hefur lokið B.Ed. prófi og
starfar við ráðgjöf og rannsóknir hjá
SÁÁ.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
NJÁLSGATA - 3-4 ÍBÚÐIR
LAUST STRAX
Um er að ræða heildareignina á Njálsgötu 94.
Eignin, sem er 285 fm, skiptist þannig að á 1.
og 2. hæð eru 4ra herbergja íbúðir. Í risi hefur
verið útbúin íbúð sem er undir súð og ein-
göngu með þakgluggum. Í kjallara eru tvö
stór herbergi, snyrting, geymslur, þvottahús
og bakinngangur. Kjallari var að hluta nýttur
sem íbúð. Eignin þarfnast heildar standsetn.
að innan og vart hefur verið við leka í þaki.
Óskað er eftir tilboðum í eignina. 5245
Falleg og vel skipulögð 91 fm 4ra-5 her-
bergja íbúð sem skiptist í gang, baðherb.,
þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús/borðstofu
og lítið vinnuherbergi. Á jarðhæð er sér-
geymsla og sameiginlegt þvottahús. Í bak-
garði er 31,2 fm skúr með rafm. og hita
sem væri hægt að breyta í séríbúð. Nýtt
þak og fallegur bakgarður til suðurs. V.
24,9 m. 5285
GRANDAVEGUR - GLÆSILEG ÍBÚÐ
Mjög glæsileg 90 fm 3ja-4ra herbergja
íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi við
Grandaveg í Reykjavík. Eignin skiptist í hol,
baðherbergi, tvö herbergi, eldhús, stofu
og borðstofu. Vandaðar innréttingar og
gólfefni. V. 21,9 m. 5272
BRATTAHLÍÐ - HVERAGERÐI
Hér er um að ræða sérlega skemmtilegt
154,4 fm einbýlishús í Hveragerði ásamt
41 fm útihúsi. Húsið stendur á 2.978 fm
lóð. Einstaklega fallegur garður með stór-
um og fallegum trjám og fjölbreyttum
gróðri. Óskað er eftir tilboðum í eignina.
5295
HAMRABORG - ÚTSÝNISÍBÚÐ
Falleg 58,0 fm 2ja herb. útsýnisíbúð á
5. hæð í lyftublokk í Hamraborg í Kópa-
vogi. Eignin skiptist í hol, baðherbergi,
stofu, herbergi og eldhús. Húsið er nýtek-
ið í gegn að utan. Stutt er í alla þjónustu í
Hamraborg. Stæði í opinni bílageymslu.
Glæsilegt útsýni er úr öllum gluggum á
íbúðinni m.a. til sjávar, Esjunnar, Reykja-
víkur og til Bláfjalla. V. 14,5 m. 5298
ÞINGHOLTSSTRÆTI - LAUS STRAX
Mjög falleg og björt 100 fm íbúð á
2. hæð í nýviðgerðu steinsteyptu húsi í
hjarta Þingholtanna beint á móti gamla
Borgarbókasafninu. Eignin skiptist í hol,
tvö herbergi, baðherbergi, stofu, borð-
stofu og eldhús. Lyfta. Snyrtileg sameign,
sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla í
kjallara. V. 26,5 m. 5289
SIGLUVOGUR - GÓÐ STAÐSETNING
Góð 3ja herb. 86 fm risíbúð í tvíbýlishúsi
á góðum og rólegum stað. Íbúðin skiptist
í hol, tvö herb., stofu, eldh. og bað. Vest-
ursvalir. Íbúðin er undir súð að hluta og
gólfflötur hennar hátt í 100 fm. V. 17 m.
5082
EYJABAKKI - LAUS STRAX
Góð 3ja herbergja 82 fm björt íbúð með
glæsilegu útsýni. Íbúðin skiptist í hol,
stóra stofu, eldhús, tvö svefnherbergi og
baðherbergi. Á jarðhæð er sérgeymsla
auk sameiginlegs þvottahúss, hjóla-
geymslu o.fl. V. 14,9 m. 5286
BOGAHLÍÐ
2ja herbergja mjög rúmgóð íbúð á jarð-
hæð. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, her-
bergi, stofu og baðherbergi. Sérgeymsla
fylgir á efstu hæð svo og sameiginlegt
þvottahús. V. 14,5 m. 5299
LEIFSGATA - GLÆSILEG ÍBÚÐ
OPIÐ HÚS - DRÁPUHLÍÐ 12 -
NEÐRI SÉRHÆÐ.
Rúmgóð og björt 132 fm sérhæð sem
skiptist í tvær stofur og þrjú herbergi, eldhús
og bað. Sér þvottahús og geymsla í kjallara.
Parket á gólfum og svalir.
Íbúðin er laus við kaupsamning.
Lyklar á skrifstofu.
Opið hús í dag sunnudag
milli 13.00 og 15.00
V. 27,9 m.
Sóltún 11-13
Glæsileg 130 fm endaíb. - Opið hús í dag frá kl. 14-17
Stórglæsileg 130 fm
endaíbúð á 6. hæð, efstu, í
þessu nýlega álklædda
fjölbýlishúsi auk tveggja
sérbílastæða í bílageymslu
og sér 4,4 fm geymslu í kj.
Sérinngangur af svölum.
Íbúðin skiptist m.a. í stórar
og bjartar samliggj. borð- og
setustofu, sjónvarpsstofu,
eldhús, tvö herbergi og tvö
baðherbergi. Íbúðin er innréttuð á afar vandaðan og
smekklegan hátt með sérsmíðuðum innréttingum. Massívt
parket, marmari og náttúrugrjót á gólfum. Stórar flísalagðar
suðursvalir. Verðlaunalóð. Verð 43,9 millj. Íbúðin verður til
sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-17, bjalla nr. 601.
Verið velkomin.
Álfhólsvegur 87 - Kópavogi
4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinng.
Opið hús í dag frá kl. 16-18
Góð 88 fm 4ra herbergja
íbúð á jarðhæð með
sérinngangi auk 32 fm
geymslu sem nýta má t.d.
sem stúdíóíbúð eða
vinnuaðstöðu. Hæðin
skiptist í anddyri, hol, eldhús
með góðri innréttingu og
nýlegum tækjum, nýlega
endurnýjað flísalagt
baðherbergi, þrjú herbergi
og parketlagða stofu. Skjólgóð aðstaða í suður við anddyri.
Stór gróinn garður. Verð 19,5 millj. Íbúðin verður til sýnis í
dag, sunnudag, frá kl. 16-18. Verið velkomin.
Þórðarsveigur 4
Glæsileg 4ra herb. endaíbúð Opið hús í dag frá kl. 14-16
Glæsileg 103 fm 4ra herb.
endaíbúð á 2. hæð, auk
sérstæðis í bílageymslu í
nýju vönduðu lyftuhúsi.
Íbúðin skiptist í þrjú
herbergi, öll með skápum,
eldhús, rúmgóða og bjarta
stofu, vandað baðherbergi,
þvottaherbergi og forstofu
og er öll innréttuð á
vandaðan máta með
innréttingum og gólfefnum úr ljósum viði. Stórar flísalagðar
suðursvalir út af stofu. Sérinngangur af svölum og sér-
geymsla í kjallara. Verð 23,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í
dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Íbúð nr. 0201,
Hanna og Jón. Verið velkomin.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is
71,9 fm mjög góð 2ja herbergja íbúð á 3. hæð.
Íbúðin skiptist í forstofu, rúmgóða parketlagða
stofu, gott svefnherbergi, baðherbergi, þvotta-
hús og geymslu. Fallegt útsýni úr stofu og af svölum. 5849. V. 12,9 m.
Karen og Sigurður, sími 868 7209, sýna í dag milli kl. 13.00 og 15.00.
Kleppsvegur 18 – Opið hús
þurfa ekki að gera samning við ís-
lensku kortafyrirtækin, þeir hafa val-
kost sem er PBS International, en
umboðsaðili þeirra er Kortaþjón-
ustan efh. Hins vegar er rétt hjá Sig-
urði að þetta hefur ekki gengið
hindrunarlaust fyrir sig fram að
þessu, um það væri hægt að hafa
langt mál en það verður ekki að sinni.
Halldór Guðbjarnason, fram-
kvæmdastjóri Greiðslumiðlunar hf.,
svarar Sigurði Jónssyni, í Morg-
unblaðinu 16. september sl. Hann
nefnir sem dæmi um hina frjálsu
samkeppni að nýr aðili PBS í Dan-
mörku, hafi komið á markaðinn í lok
árs 2002. Rétt er að fyrirtækið kom
þá inn á markaðinn en þrátt fyrir
frelsið sem sagt er ríkja á Evrópska
markaðnum hefur þetta frelsi tæp-
lega náð til Íslands. Um það veit
Halldór, manna best.
Halldór, nefnir í grein sinni að
gegnsæi sé í verðskrá Greiðslumiðl-
unar hf. Það er tæplega hægt að
segja að um gegnsæi sé að ræða, þar
sem til að mynda verðbil kred-
itkortaþjónustu fyrirtækisins er frá
0,90%–2,50%. Hvaða gegnsæi er í
þessu? Við hvað er miðað þegar sótt
er um þjónustu.
Í niðurlagi svars síns til Sigurðar
Jónssonar nefnir Halldór að nýr aðili
á þessum þjónustumarkaði hafi frá
því að hann hóf starfsemi sína stöð-
ugt lækkað verðskrá sína til að mæta
samkeppni og er það til marks um
verðlag hér. Í þessum orðum felst
heilmikil þversögn sem vert er að
staldra við. Hér var engin virk sam-
keppni áður en PBS International
kom inn á markaðinn. Söluaðilar
höfðu engan valkost, þeir urðu að
taka það sem að þeim var rétt.
Lækkun á verðskrá er augljóslega til
komin vegna þess að þau fyrirtæki
sem áður voru ein á markaði sáu sig
knúin til að mæta samkeppninni og
lækka sína þóknun til valinna sölu-
aðila. Hagnaðurinn af virkri sam-
keppni er augljós fyrir verslun og
þjónustu. Hjá nýja samkeppnisað-
ilanum er skýr gjaldskrá í gangi sem
miðuð er við ákveðna veltu fyr-
irtækja en ekki eins og hjá Greiðslu-
miðlun hf., þar sem bilið er 0,90%–
2,50%. Þjónustugjaldið hefur lækk-
að, það er augljóslega vegna
samkeppni. Fyrst Halldór talar um
lækkun gjaldskrár samkeppnisað-
ilans vill hann þá ekki hafa gegnsæi
og upplýsa hvernig þjónustugjöld
Greiðslumiðlunar hf., hafa lækkað
frá því að hinn nýi samkeppnisaðili
kom inn á íslenska markaðinn? Eða
hefur sú lækkun aðeins skilað sér til
þeirra sem hafa hug á eða voru búnir
að skipta yfir til hins nýja samkeppn-
isaðila á markaðnum?
Höfundur er stjórnarformaður
Kortaþjónustunnar ehf.