Morgunblaðið - 02.10.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 02.10.2005, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingjaldur Kjart-ansson hárskera- meistari fæddist í Reykjavík 30. sept. 1919. Hann lést á elli- heimilinu Grund 25. september síðastlið- inn. Foreldrar Ingj- alds voru Guðbjörg Kristjánsdóttir, f. 19.7. 1893 á Rangár- völlum, d. 15.11. 1958, og Kjartan Sig- urðsson, f. 22.8. 1894 í Grindavík, d. 19.3. 1973. Ingjaldur kvæntist 9. ágúst 1942 Köthe Bobo Lizzie Nielsen, síðar Kjartansson, f. 20.5. 1925 í Kaupmannahöfn, d. 16.7. 1994. Foreldrar hennar voru Emily og Carl Nielsen í Kaup- mannahöfn, látin. Bróðir Lizzie er Freddy Nielsen, bú- settur í Kaupmanna- höfn. Dætur Lizzie og Ingjalds eru: 1) Svanhvít, f. 28.5. 1946, maki, Örn Ragnarsson, f. 13.5. 1950 á Akureyri. Sonur Svanhvítar er Örn Helgason, f. 12.10. 1969. 2) Lilja, f. 15.11. 1947. Börn hennar: eru Herdís Þorsteinsdóttir, f. 26.7. 1971, og Bjarni Heimir Þor- steinsson, f. 20.6. 1970. Útför Ingjalds fór fram í kyrr- þey, að ósk hins látna, frá Foss- vogskapellu 30. september. Látinn er í Reykjavík Ingjaldur Kjartansson hárskerameistari, góð- vinur minn og starfsfélagi um nokk- urra ára skeið. Kynni okkar Ingjalds hófust á Rakarastofunni í Eimskipa- félagshúsinu árið 1965 er ég hóf nám í hárskurði. Það duldist engum er Ingj- aldi kynntist, að þar fór mannkosta- maður, víðlesinn, lífsreyndur og sigld- ur. Ingjaldur flutti ungur til Kaupmannahafnar árið 1937 til að nema iðngrein okkar, en erfitt var að komast í rakaranám hérlendis á þeim árum. Þótti sú ákvörðun Ingjalds djörf, en það var honum eðlislægt að vera hugmyndaríkur og eiga stóra drauma um ákvarðanir sem hann var vís til að hrinda í framkvæmd. Í starfi sínu á rakarastofunni American Bar- ber á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn kynntist Ingjaldur þeim er þjónuðu stríðsrekstri þess tíma og var hafsjór af fróðleik um það ástand. Ingjaldur var maður fjölmiðlunar og fylgdist grannt með gangi lands– og heimsmála. Hann var stoltur af því að Íslenska sjónvarpið var stofnað á afmælisdegi hans árið 1966. Þar til naut hann útsendinga ameríska sjón- varpsins frá Keflavík sem gaf honum aukið innsæi í gang heimsmálanna. Sjálfur var ég ekki eigandi sjónvarps- tækis á þessum tíma, og átti því hauk í horni hvað varðar sjónvarpsáhorf á Grettisgötu 40 þar sem Ingjaldur og Lizzie höfðu búið sér fallegt heimili. Lizzie hafði Ingjaldur kynnst á Kaup- mannahafnarárunum og fluttist hún með honum til Íslands. Móttökurnar á Grettistgötunni gleymast aldrei, ávallt smurbrauð að dönskum hætti eða heimabakað meðlæti. Snyrtimennska og fagurt fataval var einkenni Ingjalds. Ljósgráar bux- ur, dökkblár blaserjakki, hvít skyrta, rauðleitt bindi, síður Burberry’s frakki, Tírólahattur og vel burstaðir skór, allt eftir kúnstarinnar reglum. Um var talað og eftir tekið þegar þessi karakter gekk Laugaveginn á leið í eða úr vinnu. Allt það sem var danskt var Ingjaldi ljúft, kært og minnisstætt og féll vel að hans mann- gerð, danskur húmor, danskur matur, dönsku fánalitirnir, sem hann gjarnan hefði viljað mála bæinn rauðan með, þegar sá gállinn var á honum og lífið tekið með trukki og dýfu. Útgáfa á Sögu hársnyrtiiðnaðarins er rétt óútkomin. Þar nutu sagnfræð- ingar er að útgáfunni standa, þekk- ingar Ingjalds á iðngreininni hérlend- is sem erlendis frá fyrri tímum, þekkingar sem eflaust markar spor í söguna. Íþróttir stundaði Ingjaldur af kappi á námsárum sínum, lék knatt- spyrnu með KFUM Boldklub sem varð í þriðja sæti í dönsku deildinni haustið 1938 ásamt því að hljóta bikar í sundkeppni sama ár. Eftir heim- komu var hann meðlimur í knatt- spyrnufélaginu Val. Við nokkrir hárskerar, sem allir höfum starfað á rakarastofunni í Eim- skipafélagshúsinu í gegnum tíðina, höldum með okkur svolítinn fé- lagsskap og hittumst við helstu tæki- færi. Síðast fannst félögunum ótækt að félagsskapurinn hefði aldrei fengið nafn. Hugmyndin að nafngiftinni lét ekki á sér standa, og hver skyldi hafa átt hana? Jú, Ingjaldur, maðurinn með „húmoren“ í lagi. „Spice guys“, skyldi félagsskapurinn heita. Og rök- stuðningurinn var tvítryggður fyrir nafngiftinni. Í fyrsta lagi, allir í fé- lagsskapnum höfðu einhverntíma selt eða notað Oldspice rakvatn. Í öðru lagi, í London voru hörku söngdívur sem nefndu söngkvartett sinn Spice girls og værum við því ágætt mótvægi ef við færum einhvern tíma allir til London „to make it“! Spice girls eru hættar en Spice guys starfa áfram þó skarð hafi verið höggvið í hópinn. Næst er við hitt- umst verður Ingjalds saknað, manns sem markaði spor og gustaði af. Útför Ingjalds Kjartanssonar, hár- skerameistara, fór fram frá Foss- vogskapellu í kyrrþey, að viðstöddum fjölskyldu, nánum samstarfsfélögum og vinum, 30. september sl. sem orðið hefði hans 86. afmælisdagur. Aðstandendum votta ég samúð. Þorberg Ólafsson hárskeri. INGJALDUR KJARTANSSON ✝ Guðrún JónaÞórðardóttir fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1909. Hún lést í Skógarbæ 16. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Gíslason, f. 22. júlí 1877, d. 14. sept. 1928, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 7. okt. 1877, d. 30. sept. 1942. Þórður var trésmiður, bóndi og hreppstjóri í Mýr- dal í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu. Guðrún átti einn albróður, Gísla Þórðarson, hrepp- stjóra í Mýrdal, f. 2. júní 1906, d. 10. okt. 1982. Guðrún átti einnig tvo uppeldisbræður, Gústav Adolf Guðmundsson, f. 4. okt. 1905, d. 2. júní 1983, og Pétur Pétursson, f. 21. ágúst 1921, d. 27. okt. 1996. Guðrún eignaðist Þórhildi Erlu, f. 18. janúar 1941, með Jóhannesi Ólafssyni, f. 10. nóv. 1918, d. 5. janúar 2005. Maki Þórhild- ar er Larry Suther- land, f. 21. júní 1939, og börn þeirra eru Alfred Ray, f. 8.8. 1962, í sambúð með Kathy Hepker. Ruth Elisabeth f. 4. feb. 1964, maki Jeffrey Williams f. 2. nóv. 1964. Börn þeirra eru Danielle, f. 14. apríl 1987, og Derrick, f. 10. ágúst 1995. Gunnar Jón, ókv. Diane Pe- arl, f. 14. feb. 1970, maki Forrest Rogness, f. 17. des. 1963. Dóttir þeirra er Anna Guðrún Rogness, f. 22. nóv. 2004. Guðrún hefur dvalið tvö síðustu árin á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ. Útför Guðrúnar fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Með fáeinum orðum vil ég minn- ast vinkonu minnar Guðrúnar Þórð- ardóttur sem í mínum augum var hvunndagshetja og ímynd hins sanna íslenska kvenskörungs. Hún fæddist í upphafi 20. aldar. Hún var af sterkum stofni og ólst upp í ís- lenskri sveit þar sem hver varð að standa fyrir sínu, það gerði Guðrún alla tíð. Hún var ekki mikið fyrir að vera upp á aðra komin enda stolt kona og vann hörðum höndum fyrst við bústörf á bænum Mýrdal í Kol- beinsstaðahreppi sem var hennar æskuheimili og síðar við saumaskap hér í Reykjavík um árabil. Væri hún uppi í dag hefði hún eflaust tekið við búinu og orðið bóndi, þannig var hennar upplag og hennar áhuga- svið. Guðrún var sjálfstæð kona með afburðum, vel greind og stálminnug. Hún lýsti fyrir mér hvernig Ísland var í gamla daga. Hún var alin upp þegar Ísland barðist fyrir sjálfstæði sínu og leit Dani ekki allt of vinsam- legum augum. Jónas frá Hriflu hafði unnið sitt verk til sveita. Guðrún bjó í braggahverfi í Reykjavík þegar húsnæðisskortur var eftir stríð og lýsti hún fyrir mér því sambýli og þeim fordómum sem ríktu gagnvart braggabúum. Hún átti eina dóttur, Þórhildi Jó- hannesdóttur. Hún ól dóttur sína upp án aðstoðar annarra á tímum þegar engin barnaheimili voru, barnabætur né meðlagsskylda. Þór- hildur er sérkennari fyrir heyrn- arlaus börn. Eftir að Guðrún hætti vinnu ferð- aðist hún margsinnis til dóttur sinn- ar þegar hún bjó í Bandaríkjunum, og barnabarnanna. Hún var þeirra íslenska arfleifð og þau bjuggu hér sem börn og töluðu þá góða íslensku og sum þeirra gera það enn. Það gladdi Guðrúnu óumræðilega þegar Díana, dótturdóttir hennar, kom hér viku fyrir andlát hennar ásamt manni sínum og níu mánaða dóttur, sem skírð var í höfuð lang- ömmu sinnar. Þar náði lífið og dauð- inn saman til staðfestingar þeirri hringrás sem við erum öll hluti af. Þau eru öll stödd hér núna til að kveðja ömmu sína sem mun lifa áfram í minningu þeirra og okkar sem kynntust henni. Ulla Magnússon. GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar eiginmanns, föður, afa og langafa, JÚLÍUSAR A. FOSSDAL, Brekkubyggð 5, Blönduósi. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á lyflæknis- deild F.S.A. Sigríður K. Árnadóttir og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGJALDUR KJARTANSSON, síðast til heimilis á Hringbraut 50, andaðist sunnudaginn 25. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Svanhvít Ingjaldsdóttir,Örn Ragnarsson, Lilja Ingjaldsdóttir, Örn Helgason, Herdís Þorsteinsdóttir, Bjarni Heimir Þorsteinsson og aðrir aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA STEINSDÓTTIR frá Flatey, Breiðafirði, Hringbraut 50, áður á Sólvallagötu 7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. október kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Flat- eyjarkirkju. Steinn Ágúst Baldvinsson, Hanna María Baldvinsdóttir, Sigurður Pálsson, Katrín Baldvinsdóttir, Gunnar Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. FRIÐRIK TH. INGÞÓRSSON, Blásölum 24, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 16. september sl. Útförin hefur farið fram. Lára Vilhelmsdóttir, Hallbera Friðriksdóttir, Ágúst Þórhallsson, Ingþór Friðriksson, Margrét Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BJARNASON vélstjóri, Háaleitisbraut 79, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 28. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Blindrafélagið. María Jónsdóttir, Jón E.B. Guðmundsson, Stefán Ó. Guðmundsson, Svanhvít Jónasdóttir, Larissa Jónsdóttir, María Stefánsdóttir, Hákon Stefánsson, Elísabet Stefánsdóttir, Fanney, Anna Elísabet, Stefán Orri og langafabörn. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.