Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 43

Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 43 MINNINGAR ✝ Ástþór Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 26. okt. 1934. Hann lést á Landspítalanum 22. september síð- astliðinn. Foreldar hans voru Guð- mundur Gíslason, f. í Reykjavík 23. júlí 1903, d. 7. sept. 1993, og Hólmfríð- ur Magnúsdóttir, f. á Skerðingsstöðum í Hvammsey 9. sept. 1899, d. 24. júní 1991. Systkini Ástþórs eru: Magnús Guðmundsson, f. 1925, Gísli Gðmundsson, f. 1926, Axel Þ. Guðmundsson, f. 1929, d. 1994, Ingibjörg Ólavía Guðmundsdótt- ir, f. 1931, Fjóla Guðmundsdóttir, f. 1936, Þóra S. Guðmundsóttir, f. 1939, Skúli Guðmundsson, f. 1941, Guðmundur Gðmundsson, f. 1942, d. 1986, og Jens G. Guð- mundsson, f. 1946. Ástþór kvæntist Kristínu Sig- ríði Höbbý Högnadóttur 28. des. 1957, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristín Sgríður Ástþórs- dóttir, f. 7. okt. 1958, gift Árna Gunnarssyni, f. 24. sept. 1952. Börn þeirra eru: Höbbý Rut Árnadóttir, f. 1976; Erna Pálrún Árnadóttir, f. 1987; Guðbjörg Huld Árnadóttir, f. 1990; og Hrefna Fanney Árnadóttir, f. 1990. 2) Hörður Þór Ástþórsson, f. 11. nóv. 1959, kvæntur Guð- rúnu Oddsdóttur, f. 31. des. 1960. Börn þeirra eru: Alexander Þór Harðarson, f. 1988, Oddur Þór Harðarson, f. 1995, og Thelma Dís Harðardóttir, f. 1998. 3) Ástþór Már Ástþórsson, f. 10. nóv. 1961, kvæntur Elina Azarevica, f. 23. maí 1960. 4) Ástrún Ósk Ást- þórsdóttir, f. 15. maí 1963, sambýlis- maður Birgir Ís- leifsson, f. 1. júlí 1967. Börn þeirra eru: Elísa Birgis- dóttir, f. 1996, og Leifur Logi Birgis- son, f. 2003. Fyrir átti Ástrún Ósk soninn Svavar Frey Ástvaldsson, f. 10. okt. 1984. Barnsfaðir Ástvaldur Ósk- arsson, f. 25. okt. 1962. 5) Gunnar Örn Ástþórsson, f. 23. okt. 1964, sambýliskona Margrét Davidsen, f , 1. mars 1965. Börn þeirra eru: Ástþór Ísak Gunnarsson, f. 1993, Andres Ívar Gunnarsson, f. 1996, Arnar Ingi Gunnarsson, f. 2000. Fyrir átti Ástþór soninn Magnús Reyni Ástþórsson, f. 3. nóv. 1956. Barnsmóðir Hulda Magnúsdóttir, f. 14. sept. 1938. Magnús er kvæntur Elfu Björk Benedikts- dóttur, f. 24. júlí 1956. Börn þeirra eru: Hulda Björt Magnús- dóttir, f. 1976, Hjörtur Bæring Magnússon, f. 1978, Hákon Bragi Magnússon, f. 1990, og Halla Bryndís Magnúsdóttir, f. 1993. Ástþór ólst upp í Reykjavík og fór snemma að vinna fyrir sér, var með vörubíla og vann svo í nærri þrjá áratugi hjá Eimskip. Útför Ástþórs var gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi 30. sept- ember. Það er fimmtudagskvöld og sím- inn hringir, Salli svarar og talar, kemur svo og segir: Ásti er farinn! Ég horfi á Salla og átta mig ekki al- veg hvað hann er að meina, svo kom það, Ásti var dáinn. Og ég segi: Já, en við hittum hann í gærkveldi. Ég trúði þessu ekki, tárin renna niður kinnar mínar, okkur báðum er brugðið og við horfum hvort á annað. Fyrr um daginn áður en ég fór heim úr vinnunni varð mér hugsað til Ásta. Hvað, kemur hann ekki í kaffi? Var farin að bíða eftir honum, því hann kom á hverjum degi til okkar í VélRás og var svo notalegt þegar hann kom og við spjölluðum saman um heima og geima eins og sagt er. Hann var vanur að segja: Komdu, stelpa, í smá sopa. Ég drekk vana- lega ekki kaffi, en fékk mér alltaf molasopa með Ásta. Þetta var okkar stund saman. Kynni okkar hjónanna og svo barna okkar við Ásta byrja er hann kemur með vörubílinn sinn í viðgerð á verkstæði okkar og urðum við góð- ir kunningjar og með árunum sterk og góð vinátta. Ásti byrjar sem ung- ur drengur sem sendill á reiðhjóli hjá Eimskip og svo þegar hann fékk bílpróf keyrði hann vörubíl og vann hjá óskabarni þjóðarinnar eins og hann kallaði Eimskip í nærri þrjá áratugi og var hann hörkuduglegur til vinnu, vann mikið, því heima beið stór fjölskylda og voru dagarnir oft langir. Fyrir rúmum þremur árum hætti Ásti að keyra hjá Eimskip vegna breytinga hjá fyrirtækinu og hann þá á 67. aldursári. Ásti var ekki sátt- ur við það, vildi vinna áfram, enda með fulla starfsorku og var engan veginn tilbúinn að hætta að vinna. Þá fór hann að koma daglega til okkar á verkstæðið og dundaði sér við að dytta að bílnum sínum og fór stund- um í sendiferðir, því ekki gat hann tekið því rólega heima, það átti ekki við hann, vildi hafa eitthvað fyrir stafni. Í gamni var sagt að hann væri yfirmaður útivistarsvæðis og sá hann til þess að bílaplanið væri þokkalegt og svo þegar honum var farið að blöskra draslið á svæðinu tók hann til hendinni og sá um að fara með járnarusl í Furu, en allt var nú íhugað vel áður en hent var, það gæti verið að nota mætti þetta á næsta ári eða seinna. Stundum sat sá gamli í stól inni á verkstæði og reykti sína pípu og fylgdist með gangi mála. Það líkaði öllum vel við Ásta, enda léttur og skemmtilegur karl. Hann var einn af hópnum. Salli og Ásti áttu margar góðar stundir saman, gátu eytt fleiri klukkustundum í bílavesen eða sátu að spjalli um þessar elskur (bílana), hvernig best væri að gera þetta og drífa það af, hvort sem var á sunnu- degi eða á öðrum helgidögum. Ég læt mig engin binda bönd þú bregst mér ei mín styrka hönd. Ég sé í fjarska sól á strönd og sigli burt að nema lönd. (Árni frá Múla.) Um jólin síðustu fór Ásti til Taí- lands, en þangað fór hann nokkrum sinnum yfir háveturinn og var hann mjög hrifinn af landi og þjóð og sagði hann mér oft frá ferðalögunum og lífinu þar þegar við drukkum mola- sopann okkar og sagði hann svo skemmtilega frá. Í síðustu ferð hans til Taílands verða flóðin miklu og á jóladagsmorgun heyrum við frétt- irnar og það fyrsta sem við sögðum var: Ásti er úti. Við hringjum þá í Ósk dóttur hans til að vita hvort nokkuð hafi frést af pabba hennar. Á öðrum degi næst samband við hann, hann skildi ekkert í þessum látum í fólkinu heima, en svo kom það í ljós að hann var svo miklu lengra inni í landi og hafði það gott. Öllum var létt. Mikið var gott þegar hann kom svo heim, að fá að faðma hann og kyssa. Var hann spurður í þaula um flóðin og allt sem þeim fylgdi. Þegar ég segi börnum okkar Salla að Ásti sé dáinn er eins og að segja þeim að afi sé dáinn. Börnin okkar voru og eru mikið með okkur í vinnunni og kynntust þau honum vel og þykir þeim mjög vænt um hann. Karl Cesar, sá yngsti, kallaði hann afa og leyfði afi honum oft að fara með sér í smátúra í vörubílnum eða var að hjálpa stráksa að gera við hjólið sitt eða þeir sátu og spjölluðu um bíla. Í augum strákanna okkar var afi (Ásti) snillingur og litu þeir upp til hans. Ásti hafði góða og þægilega nær- veru og var gott að hafa hann hjá sér. Við eigum eftir að sakna hans sárt, venjast því að hann komi ekki í kaffi og fylgist með hvað sé um að vera og Salli og Ásti að taka stöðu mála, afi og stráksi að dunda saman. Það verður enginn annar yfirmaður útivistarsvæðis. Ásti verður áfram hjá okkur í huga og hjarta, minning um góðan vin lifir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Við sendum fjölskyldu Ásta okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þóra Lind, Salómon og börn. Kæri Ásti. Komið er að kveðju- stund, fyrr en við hefðum viljað, góð- ur drengur fallinn frá. Stórt skarð höggvið í vinahópinn, en þú verður með okkur í huga og verki. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og þeirra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terry Fernandez.) Þökkum góð kynni og sendum fjölskyldu Ásta okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vinir og félagar í VélRás: Reynir Á, Valgarð, Páll, Geir, Kristján, Hallgrímur, Jón Hall- dór, Ragnar, Reynir Viðar, Svavar Örn, Salómon og Þóra Lind. ÁSTÞÓR GUÐMUNDSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Þökkum innilega ausýnda samúð og vináttu við andlát og útför LILJU GRÉTU ÞÓRARINSDÓTTUR, Neskaupstað. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað fyrir hlýju og góða um- önnun. Guðmundur Haraldsson, Sigrún Geirsdóttir, Þuríður M. Haraldsdóttir, Pálmi Stefánsson, Hlöðver Smári Haraldsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Matthildur Rós Haraldsdóttir, Karl Hálfdánarson, barnabörn og langömmubörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNÍNU PÁLMADÓTTUR frá Æsustöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og Kjarnalundar. Smári Steingrímsson, Hrefna Guðjónsdóttir, Bragi Steingrímsson, Baldur Steingrímsson, Jóhanna Friðbjörnsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskuleg eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERTU HERBERTSDÓTTUR frá Hamraendum. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A3 á dvalar- heimilinu Grund og öðrum sem önnuðust hana í veikindum hennar. Hannes Helgason, Guðlaug Maggý Hannesdóttir, Jón Pétur Jónsson, Hafdís Hannesdóttir, Stefán G. Stefánsson, Helgi Hannesson, Guðmunda Eyjólfsdóttir, Lára Hannesdóttir Schram, Sigmundur Hannesson, Sigrún Arnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR KRISTINSSONAR málarameistara, Hringbraut 9, Hafnarfirði, Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarþjónustu Karitas. Guð blessi ykkur öll. Anna Dagmar Daníelsdóttir, María K. Sigurðardóttir, Kristinn G. Garðarsson, Dagný B. Sigurðardóttir, Guðmundur Þórarinsson, Kolbrún J. Sigurðardóttir, Elías Rúnar Elíasson, Albert J. Sigurðsson, Daníel Sigurðsson, Ethel Sigurvinsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Pálmi Helgason, Hjördís A. Sigurðardóttir, Vilhelm P. Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.