Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 44
minnst fyrir góðmennsku, glaðværð og glæsileika. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Þóru móður hennar, sem á stuttum tíma hefur þurft að sjá að baki eiginmanni, syst- ur og nú dóttur, Robert eiginmanns hennar, dætranna Elísabetar og Þóru, til Þórðar, Gyðu og Ívars, Sig- urðar, Hrafnhildar, Hildar, Sigurðar Þórs og Rósu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Blessuð sé minning þín. Ágústa, Anna Magnea, Guðný og fjölskyldur. Hæ, Ágústa. „Stelpur, dress up party.“ Og við örkum upp tröppurnar hjá ömmu Dótlu og förum í allt búningasafnið hennar. Föt, hárkollur, skó og sjöl. Og trilluðum niður tröppurnar. Tískusýning! Og allir klöppuðu og flautuðu. Svo fengum við leiða á því. Þá náði Ágústa í raksápu og matarlit og við sulluðum allt út um allt og malt og appelsín. Rennandi sullu- blautt. Þá sagði Ágústa: „Ógeðslega flott“, og þá var bara allt „ógeðslega“ gaman. Þú varst góða frænkan sem öll börn eiga að njóta. Ég mun alltaf muna hvað þú varst góð við mig. Ég vona að ég verði einhvern tíma „ógeðslega“ skemmtilega frænkan eins og þú. Vegna þess að þegar við lékum leikina þína, og þú varst ekki með af því að þú bjóst í Ameríku, þá var bara ekkert gaman! Það vantar Ágústu. Ég „bara“ sakna þín. Þín Hildur. Ágústa best af öllum! Þegar ég hitti þig fyrst fyrir 30 ár- um varðst þú strax vinkona mín. Traustur vinur er vandfundinn, svo ég var heppin að eignast þig. Þú varst alltaf boðin og búin til að gera allt sem þú gast fyrir mig og mína, hvort sem það var hér heima eða í Ameríku. Krökkunum mínum fannst þú alltaf „ógeðslega“ skemmtileg. Það er svo undarlegt að heyra aldrei aftur röddina þína eða sjá þig koma arkandi á móti sér. Þú ert yndisleg, Ágústa. Ég horfði á snjóhvítu skýin þegar þú varst jörðuð, aldrei jafn- hvít. Þá datt mér í hug að nú værir þú örugglega komin í himnaríki með klórbrúsann að þrífa skýin. Þá líður okkur hinum svo vel. Þannig varst þú. Alltaf langbest. Ágústa – rosalega vantar þig! Sakna þín, sakna þín, sakna þín! Bob, Elísabet, Þóra, amma Dótla, Bóbó, Siggi og allir sem þótti vænt um Ágústu, minnumst góðu stund- anna, þannig verður hún alltaf með okkur. Hrafnhildur. Elsku Ágústa mín. Takk fyrir hvað þú varst alltaf góð við mig. Ég veit að þú ert núna engill í gullkjóln- um þínum og ert búin að hitta afa Sigga Matt. Takk fyrir öll Disney-dýrin, dúkk- urnar, límmiðana og allar gjafirnar sem þú gafst mér. Mér fannst alltaf svo gaman að hitta þig, af því að við vorum alltaf „ógeðslega“ góðar vin- konur. Ég vil alltaf hafa þig og eiga þig. Sakna þín. Þín Rósa. ✝ Ágústa Sigurð-ardóttir Pow- ers fæddist í Reykjavík 1. apríl 1947. Hún lést á heimili sínu í Oviedo í Flórída 5. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Sigurð- ar Matthíasson, f. 31.10. 1922, d. 27.7. 2002, og Þóra Þórðardóttir, f. 1.6. 1924. Bræður Ágústu eru Þórð- ur, f. 20.4. 1948, og Sigurður, f. 24.2. 1958. Ágústa giftist Robert Lee Powers 3.7. 1971. Þau eignuðust tvær dætur, Elísa- bet Ann, f. 29.4. 1977, gift Jose Iz- quierdo, og Þóru Ágústu, f. 8.9. 1980. Ágústa fékkst við ýmis störf hér heima og erlendis, m.a. hjá O. John- son & Kaaber, við kennslu þroska- heftra í Hawaii og síðustu árin hjá Disney World í Flórída. Útför Ágústu fór fram í kyrr- þey. Yndisleg og falleg frænka okkar, Ágústa Sigurðar, er nú látin, langt fyrir aldur fram. Ágústa var dóttir Þóru Þórðardóttur og Sigurðar Matthíassonar. Hún var elst þriggja systkina, en bræður hennar eru Þórður og Sigurður. Þau ólust upp í Barmahlíðinni. Ágústa var einstaklega falleg ung stúlka með stríðnisglampa í augum enda tók hún ung þátt í fegurðar- samkeppni Íslands og stóð sig með sóma. Hún var viljasterk og ákveðin og oft óhagganleg þegar hún hafði ákveðið eitthvað. Hún var snyrtileg og lagði áherslu á að hafa snyrtilegt í kring um sig. Ágústa giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Robert Lee Powers, 1971 og fluttist með honum til Bandaríkjanna. Þau eignuðust tvær dætur, Elísabet og Þóru Ágústu, sem þau sáu ekki sólina fyrir. Robert gegndi herþjónustu sem hafði í för með sér tíðan flutning á fjölskyld- unni. Þau bjuggu meðal annars um tíma á Hawaii þar sem Ágústa naut sín í starfi með fötluðum börnum. Hún var drífandi og duglegur starfs- kraftur, hvar sem hún starfaði. Síðastliðin ár bjuggu Ágústa og Bob í Oviedo í Flórída og starfaði Ágústa í ævintýralandi Disneys. Dætur hennar hafa báðar valið menntaveginn, Elísabet er lögfræð- ingur og Þóra að klára dýralækninn og var Ágústa afar stolt af stelpun- um sínum. Hún naut þess að fá heimsóknir ættingja frá Íslandi og hafði gaman af því að bjóða frænku börnunum í Disney, þar sem þau fengu að heilsa upp á allar fígúrurnar sem Ágústa passaði svo vel uppá. Hún naut þess að umgangast börn, gat sjálf verið barn í sér og fannst alltaf jafn gaman að sjá sýninguna um Lion King í Ani- mal Kingdom garðinum og renn- blotna í rússíbanaferðum. Ágústa var dugleg að koma með fjölskyldu sína heim til Íslands og dvaldi þá í góðu yfirlæti hjá foreldr- um sínum í Espigerðinu. Íslensku ræturnar skiptu hana miklu máli, hún kenndi dætrum sínum íslensku og bar heimili hennar vitni um upp- runa hennar. Ágústa fylgdist vel með ættingjum sínum og vinum á Ís- landi þó að fjarvera frá landinu hafi verið löng. Ágústu verður helst ÁGÚSTA SIGURÐAR- DÓTTIR POWERS 44 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Góður vinur minn er látinn. Einar var vinur minn til margra ára. Hann var mjög góður maður og mátti ekk- ert aumt sjá. Hin síðari ár þegar Einar varð orðinn veikur fylgdist hann með börnum og barnabörnum eins og hann gat. Hann var hreykinn af börnum sínum. Einar skildi við konu sína og síðar EINAR SIGURÐSSON ✝ Einar Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 9. júlí 1943. Hann lést á heimili sínu í Hátúni 10b í Reykjavík að- faranótt fimmtu- dagsins 22. septem- ber síðastliðinn og var útför Einars gerð frá Fossvogs- kapellu 29. septem- ber. Vegna mistaka í vinnslu birtust greinarnar hér fyr- ir neðan með minningargreinum um nafna Einars í föstudags- blaðinu 30. september og eru því endurbirtar hér. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á mistökun- um. hóf hann búskap með Ingunni Ólöfu Ólafs- dóttir. Ingunn átti börn frá fyrra hjóna- bandi sem Einar reyndist vel í alla staði. Ég votta börnum og barnabörnum Einars mína dýpstu samúð. Ég vil þakka Auði dóttir Ingunnar heit- innar fyrir hvað hún reyndist Einari vel alla tíð. Megi góður guð vaka yfir ættingjum og vinum Einars Sigurðs- sonar. Þar er farinn góður maður. Guðjón Sigurðsson. Elsku afi minn, nú ertu farinn upp til himna. Þar sem stjörnurnar skína svo skært. Ein stjarnan er amma sem vísar þér leiðina til sín. Því sam- an ætlið þið að lýsa upp himininn. Og þegar við horfum upp þá skína tvær stjörnur hlið við hlið og þá vitum við að þar eruð þið amma sem vísið okk- ur veginn um ókomna tíð. Nú kveðjum við þig, elsku afi, og vonum að þér líði vel. Ástar- og sakn- aðarkveðjur. María Katrín og Hekla Rán. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR frá Grenjaðarstað, sem lést þriðjudaginn 27. september, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. októ- ber kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknar- stofnanir. Sigurður Guðmundsson, Steinunn S. Sigurðardóttir, Ingólfur S. Ingólfsson, Halldór Sigurðsson, Ester Hjartardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Bragi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum innilega öllum þeim, sem heiðruðu minningu sonar míns, bróður okkar og mágs, STEINGRÍMS KRISTJÓNSSONAR, Laugavegi 143, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar þeim trúfélögum, sem hann stundaði samkomur hjá, svo og vinum hans í Sjálfsbjörgu, Rauða krossi Íslands, Geðhjálp og Félagsstarfi Vitatorgi. Einnig öllum sem veittu honum athvarf og umhyggju á lífsgöngu hans. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jóhannsdóttir, Guðrún Kristjónsdóttir, Gylfi Knudsen, Laufey Kristjónsdóttir, Sverrir Þórólfsson, Linda Rós Kristjónsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Jóhann Kristjónsson, Kristín Egilsdóttir, Arnrún Kristinsdóttir, Einar Þorvarðarson, Finnbogi E. Kristinsson, Sólveig Birgisdóttir, Hjörtur Kristinsson, Dagný Emma Magnúsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Gunnar Örn Harðarson, Árni Kristinsson, Ingibjörg Jónsdóttir og fjölskyldur. Ættingjar, nemendur, vinir og samstarfsfólk. Innilegar þakkir fyrir nærveru ykkar, hlýju og samúð vegna veikinda og andláts GEIRLAUGS MAGNÚSSONAR skálds. Sérstakar kveðjur og þakkir til starfsfólks Karitas- ar, krabbameinsdeildar LSH 11 E og líknardeildar LSH. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir, Arnar Eggert Thoroddsen, Ísold Thoroddsen, Aðalheiður Stefánsdóttir, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Ólöf Margrét Magnúsdóttir, Petrina Rós Karlsdóttir. Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts bróður okkar, mágs og frænda, BJARKA A. UNNSTEINSSONAR frá Reykjum í Ölfusi, Bárugötu 19. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Grétar J. Unnsteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hanna Unnsteinsdóttir, Eyjólfur Valdimarsson og systkinabörn. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför STEINÞÓRS GESTSSONAR, fyrrv. alþingismanns og bónda á Hæli. Sérstakar þakkir eru færðar Guðrúnu Gísladóttur og starfsfólkinu á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir umhyggju og alúð. Jóhanna Steinþórsdóttir, Gestur Steinþórsson, Drífa Pálsdóttir, Aðalsteinn Steinþórsson, Margrét Steinþórsdóttir, Sigurður Steinþórsson, Bolette Höeg Koch, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.