Morgunblaðið - 02.10.2005, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 51
DAGBÓK
Október
tónleikar
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
rauð tónleikaröð í háskólabíói
FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER KL. 19.30
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einsöngvari ::: Barbara Bonney
Mark-Anthony Turnage ::: Scherzoid
Edvard Grieg ::: Söngvar: Fra Monte Pincio,
Solveigs sang, Solveigs vuggevise,
En svane og Våren
Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 4
Tónleikaúrval Sinfóníuhljómsveitarinnar í
október er, sem endranær, fjölbreytt og spennandi.
Hvað má bjóða þér?
Á þessum tónleikum gefst þér kostur á að hlýða á
söng Barböru Bonney en fáar söngkonur eru jafn-
fjölhæfar og sópransöngkonan heimsþekkta.
rauð tónleikaröð í háskólabíói
FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER KL. 19.30
Hljómsveitarstjóri ::: Eivind Aadland
Einleikari ::: Håvard Gimse
Rolf Wallin ::: Act
Edvard Grieg ::: Píanókonsert í a-moll
Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 7
Brot af því besta frá frændum okkar Norðmönnum í
bland við hina léttleikandi 7. sinfóníu Beethovens.
Stórfenglegur píanókonsert Griegs, hraði og kraftur
Wallins og „fullkomnun dansins,“ eins og Wagner
lýsti 7. sinfóníu Beethovens.
kvikmyndatónleikar í háskólabíói
MIÐVIKUDAGINN 12. OKTÓBER KL. 19.30
Hljómsveitarstjóri ::: Frank Strobel
Alfred Hitchcock ::: Leigjandinn
Tónlist eftir Ashley Irwin
Leigjandinn eftir meistara Hitchcock og ískyggileg
tónlist Emmy-verðlaunahafans Ashley Irwin.
tónsprotinn í háskólabíói
LAUGARDAGINN 8. OKTÓBER KL. 16.00
Hljómsveitarstjóri ::: Frank Strobel
Charlie Chaplin ::: Borgarljós
Borgarljós Chaplins er óborganleg skemmtun.
Tryggðu þér miða í tíma.
Athugið að áður auglýstir tónleikar 20. október
í gulu röðinni verða 10. nóvember.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Frá íbúa í Reykjavík
NOKKUR orð varðandi flugvöllinn í
Vatnsmýrinni. Í mínum augum og
margra annarra snýst þetta ekki um
verðmætt byggingarland heldur þá
staðreynd hvað flug alls konar smá-
rellna yfir borgarlandinu er til mik-
ils ama. Þetta eru hávaðasamar rell-
ur; eins og fljúgandi Trabantar með
engan hljóðkút. Þær menga loft-
helgina hvar sem maður er; hvort
sem er heima hjá sér (í Árbæj-
arhverfi í mínu tilfelli) eða á útivist-
arsvæðum borgarinnar. Fyrir utan
hvað þetta er hallærislegt að hafa
þetta svona.
Þetta mun ekki breytast þó flug-
völlurinn verði fluttur út á sjó á
Löngusker – hann þarf burt úr
borgarlandinu. Fólk í dag er þreytt
og pirrað; það eru börnin og vinnan
og allt áreitið og svo bætist smá-
rellupestin við. Ég hef séð fólk í
Vesturbæ, Miðbæ og Árbæjarhverfi
horfa dauðum augum á þessi há-
vaðasömu skrípi fljúga yfir. Sumir
myndu sjálfsagt skjóta einhverjar
niður ef þeir hefðu tök á því.
Ég er viss um að háskólafólk eins
og Gísli Marteinn er löngu búið að fá
nóg af að hlusta á þessar skrípatóls-
rellur þegar það er við nám og störf
á HÍ-svæðinu – allavega er ég fyrir
löngu, löngu búin að fá nóg. Burt
með skrambans flugvöllinn og sem
fyrst (hann er á ábyrgð Sjálfstæð-
isflokks fyrst og fremst). Bönnum
svo allt flug smárellna yfir borg-
arlandinu nema í neyðartilvikum.
Enn ein ástæðan til að flytja flug-
völlinn burt er uppbygging hafn-
arsvæðisins. Það verður gaman eða
hitt þó heldur að vera í tónlistarhús-
inu og hlusta á skrambans hálofta-
skellinöðrurnar silast yfir húsinu!
Kveðja,
Einar.
Framandi menning
ÉG hlustaði nýlega á útvarpsviðtal á
DD2, þar sem rætt var við músl-
ímska konu. Þar talaði hún um starf
sitt, en hún fer á milli skóla og kynn-
ir framandi menningu. Hún var að
tala um að það þyrfti að sýna al-
mennt umburðarlyndi vegna menn-
ingar innflytjenda. En það er ým-
islegt sem mér finnst ekki hægt að
sýna umburðarlyndi gegn, eins og
t.d. umskurður á ungum stúlkum –
hann er ekki hægt að líða. Finnst
mér að innflytjendur sem setjast að
á Íslandi verði að sæta því að stúlku-
börn þeirra verði ekki umskorin.
Ásgeir.
Morgunblaðið/Golli
1. d4 e6 2. Rf3 d5 3. c4 c6 4. Dc2 Rf6
5. g3 Bb4+ 6. Rbd2 0–0 7. Bg2 b6 8.
0–0 Bb7 9. e4 Bxd2 10. Rxd2 dxe4 11.
Rxe4 Rxe4 12. Bxe4 h6 13. Bf4 Dxd4
14. Had1 Df6 15. De2 Kh8 16. Dh5
Ra6 17. h4 Kg8 18. Be5 De7 19. Bd6
Df6 20. b4 Hfe8 21. b5 Rb8 22. Hd3
e5
Staðan kom upp í Evrópukeppni
taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í
St. Vincent í Ítalíu. Hannes Hlífar
Stefánsson (2.579) hafði hvítt gegn
Charles Cobb (2.405). 23. Bxe5! De6
23. … Hxe5 gekk ekki upp vegna 24.
Dxe5 Dxe5 25. Hd8+ og hvítur mát-
ar í næsta leik. 24. Hd6! De7 25.
Hxh6! og svartur gafst upp þar sem
eftir 25. …gxh6 mátar hvítur eftir
26. Dg4+.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Bjartsýni.
Norður
♠95
♥75 A/Allir
♦KD10654
♣842
Suður
♠ÁK83
♥ÁK42
♦82
♣ÁKG
Vestur Norður Austur Suður
– – Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Útspil: Hjartadrottning.
Hvernig á suður að spila?
Vissulega væri betra að spila fimm
tígla, en leiðin þangað er ekki aug-
ljós – alltént er ótímabært að pæla í
sögnum þegar við blasir að gera sitt
besta í úrspilinu.
Vandinn er innkomuleysi blinds.
Einn slagur á tígul og vel heppnuð
laufsvíning skilar ekki nema átta
slögum. Sem þýðir að suður verður
að setja upp bjartsýnisgleraugun og
gera ráð fyrir mjög hagstæðri tíg-
ullegu.
Norður
♠95
♥75
♦KD10654
♣842
Vestur Austur
♠D10 ♠G7642
♥DG103 ♥986
♦G973 ♦Á
♣D93 ♣10765
Suður
♠ÁK83
♥ÁK42
♦82
♣ÁKG
Ekkert nema blankur tígulás get-
ur bjargað þessum samningi. Suður
tekur því fyrsta slaginn, spilar tígli
og setur lítið úr borði!
Þetta er eini möguleikinn til vinn-
ings og það væri hugleysi að gera
ekki tilraun til að vinna spilið.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Brúðkaup | Gefin voru saman 12.
ágúst sl. hjá Sýslumanni í Reykjavík
þau Karen og Joe Rowan. Þau eru bú-
sett í Bretlandi.
Ljósmynd: Ljósmyndaver Hörpu Hrundar
Brúðkaup | Gefin voru saman 13.
ágúst sl. í Eyrarbakkakirkju af sr. Úlf-
ari Guðmundsyni þau Guðrún Helga
Elvarsdóttir og Árni Víðir Hjart-
arson.
Ljósmynd: Ljósmyndaver Hörpu Hrundar
BLÁSARASVEIT Reykjavíkur
mun halda tónleika í Salnum,
Kópavogi, í kvöld kl. 20 Á efnis-
skránni að þessu sinni ber hæst
flutninginn á Das Berliner Re-
quiem eftir þá Kurt Weill og Bert-
hold Brecht og flutning á selló-
konsert eftir Jaques Ibert, en
hvorugt þessara verka hefur áður
verið flutt hér á landi, svo vitað sé.
Einsöngvarar í sálumessu Weill
eru þeir Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson, tenór, Benedikt Ingólfs-
son, baritón og Davíð Ólafsson,
bassi.
Einleikari í sellókonsert Iberts
er Sigurgeir Agnarsson. Á tónleik-
unum verður einnig flutt lítil sin-
fónía eftir Milhaud og svíta úr óp-
erunni um góða dátann Svejk, eftir
bandaríska tónskáldið Robert
Kurka, en hann lést ungur að árum
skömmu fyrir flutninginn á þessari
skemmtilegu óperu. Blásarasveit
Reykjavíkur var stofnuð árið 1999
og hefur einbeitt sér að því að
flytja nýja og eldri blásaratónlist
og jafnframt að stuðla að nýsköp-
un á þessu sviði tónbókmennta og
hefur sveitin frumflutt fjölda verka
sem samin hafa verið gagngert
fyrir hana. Stjórnandi á tónleik-
unum er Kjartan Óskarsson, en
hann hefur verið listrænn stjórn-
andi sveitarinnar frá upphafi.
Blásarasveitin í Salnum