Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 52

Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 52
52 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Gunnar I. Birgisson ætlar aðbyggja hús. Því verður seintneitað að framkvæmdagleði bæjarstjórans í Kópavogi sé mikil – og því verður seint neitað að áhugi hans á menningarmálum sé aðdáun- arverður. Það er ekki lengra síðan en um mánaðamót júní-júlí, að Gunnar op- inberaði hugmynd sína um að byggja óperuhús í Kópavogi. Í frétt- um í gær kom svo fram að nú, örfá- um mánuðum síðar, er fjármögnun framkvæmdarinnar vel á veg komin og lýkur innan skamms. Þar samein- ast Kópavogur, ríkið og einkafyr- irtæki um samskotin, en eins og fram kom í fréttum í gær er reiknað með að kostnaður við framkvæmd- ina verði á bilinu 1,5–2 milljarðar. Gunnar hefur að auki teiknað frumdrög að húsinu, sem verður staðsett í miðbæ Kópavogs, við Gerðarsafn, Salinn, Náttúrufræða- stofu, Tónlistarskólann og bókasafn, í Borgarholtinu, nærri Kópavogs- kirkju. Því verður ekki neitað að með óperuhúsi verður þessi kjarni orðinn sannkallaður menningar- miðbær, Kópavogi til mikils sóma. Mig grunar að mörgum hefði þótt fýsilegra og skemmtilegra, að þjóð- aróperuhús væri staðsett í miðri höf- uðborginni, en sá möguleiki er úr sögunni, næstu áratugina að minnsta kosti. Tónlistarhúsið verður ekki heimili Íslensku óperunnar. Þá hefur Bjarni Daníelsson óperustjóri ítrekað – nú síðast í viðtali við blaðið í gær – að Íslenska óperan standi á tímamótum um þessar mundir, hún sé fullvaxin, og um leið búin að sprengja utan af sér þann húsakost sem henni er búinn í Gamla bíói. Því er þetta óvænta útspil Gunn- ars og Kópavogsbæjar spennandi. Óperuhús hans mun að ætluðu taka um 700 manns í sæti, sem er sá sæta- fjöldi sem Íslenska óperan hefur sagst þurfa, til að tap sé ekki á sýn- ingum.    Auðvitað munu einhverjir segjaum óperuhúsið í Kópavogi að þar ætli Gunnar I. Birgisson að reisa sjálfum sér minnisvarða, með því að kasta fram slíkri hugmynd, hanna hana sjálfur og koma henni svo um- svifalaust í framkvæmd. En hvað með það? Viljinn til verksins er það sem skiptir máli ef við á annað borð ætlum okkur að hafa óperustarfsemi í landinu. Og hvað með það þótt slík starfsemi verði í Kópavogi? Aðalatriðið og það sem mestu skiptir er að óperutónlistin hér á landi geti búið við viðunandi að- stæður og fái að vaxa uppúr þeirri gelgju sem hún hefur verið í allt of lengi. Það gerir hún fyrst og fremst með góðum sýningum á góðum verkum – með skapandi hug- myndum – með því að íslenskir söngvarar fái notið sín á heimavelli, með því að íslensk tónskáld fái tæki- færi til að þroska sig í óperusmíðum og með því að þeir sem sækja óp- eruna fái notið þess besta sem lista- menn okkar hafa upp á að bjóða.    Það er ekki nóg að byggja hús, óp-eruhús er bara steypa ef engin er tónlistin innan dyra. Íslenska óperan er í dag rekin fyr- ir styrki hins opinbera, styrki einka- aðila og sjálfsaflafé, og má reikna með að svo verði áfram. Hvort Kópa- vogsbær ætlar sér einhvern hlut þar, er ekki ljóst enn sem komið er. Það yrðu þá væntanlega enn meiri tíð- indi. Reyndar gengur Kópavogur á undan öðrum sveitarfélögum með góðu fordæmi með því að halda úti öflugri og kostnaðarsamri tónleik- dagskrá í Salnum. Reynslan þaðan sýnir þó svo ekki verður um villst að bæjarfélög af þessari stærð geta áorkað ýmsu í menningarmálum ef viljinn er fyrir hendi. Það er í það minnsta ljóst að Gunnar I. Birgisson hefur viljann og áræðnina til að standa við bakið á tónlistinni í sinni sveit. Tónlistarmenn og tónlistar- unnendur gætu uppskorið óperuhús, og Kópavogsbær gæti uppskorið þann sess og virðingu að verða pínu- lítil heimsborg menningarinnar við hlið Reykjavíkur. Óperuhús bæjarstjórans ’Auðvitað munu ein-hverjir segja um óp- eruhúsið í Kópavogi að þar ætli Gunnar I. Birg- isson að reisa sjálfum sér minnisvarða.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Óperuhús Gunnars I. Birgissonar í Kópavogi. begga@mbl.is BENJAMIN BRITTEN the turn of the screw ef t i r 25 ára og yngri: 50% afsláttur af miða- verði í sal Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 21. okt. kl. 20 - Frumsýning 23. okt. kl. 20 - 2. sýning - 30. okt. kl. 20 - 3. sýning 4. nóv. kl. 20 - 4. sýning - 6. nóv. kl. 20 - 5. sýning 12. nóv. kl. 20 - 6. sýning - Lokasýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Kynning fyrir sýningar á Tökin hert , 2. - 6. sýning Kl. 19.15 – Stutt kynning á verkinu og uppsetningu þess. Kynningin fer fram á sviðinu og er innifalin í miðaverði. KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR Í dag sun. 2/10 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 9/10 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 16/10 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 23/10 nokkur sæti laus. EDITH PIAF Fös. 7/10 örfá sæti laus, lau. 8/10 örfá sæti laus. Sýningum lýkur í október. HALLDÓR Í HOLLYWOOD Frumsýning fös. 14/10 uppselt, 2. sýn. lau. 15/10 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 20/10 örfá sæti laus, 4. sýn. fös. 21/10 örfá sæti laus, 5. sýn. lau. 22/10 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 27/10 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 28/10 örfá sæti laus. STÓRA SvIðIð KL. 20.00 KODDAMAðURINN Í kvöld sun. 2/10 nokkur sæti laus, fim. 6/10, fös. 7/10 örfá sæti laus, lau. 8/10, sun. 16/10, þri. 18/10 uppselt, mið. 19/10 uppselt, sun. 23/10, mið. 26/10 uppselt. Sýningum lýkur í október. LITLA SvIðIð KL. 20.00 MIÐASALA Á NETINU ALLAN SÓLARHRINGINN - WWW.LEIKHUSID.IS AFGREIÐSLA ER OPIN FRÁ KL. 12:30-18:00 MÁN.-ÞRI. AÐRA DAGA KL. 12:30-20:00. MIÐASÖLUSÍMI: 551 1200. SÍMAPANTANIR FRÁ KL. 10:00 VIRKA DAGA. Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI Nýja svið/Litla svið KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Í dag kl. 14, Su 9/10 kl. 14, Su 16/10 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 6/10 kl. 20 - UPPSELT Lau 8/10 kl. 16 - AUKASÝNING Lau 8/10 kl. 20 - UPPSELT Su 9/10 kl. 20 - UPPSELT Su 16/10 kl. 20 - AUKASÝNING Þr 25/10 kl. 2 - AUKASÝNING WOYZECK - FORSÝNINGAR Frumsýnt í London 12. okt og á Íslandi 28. okt Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000 Fi 27/10 kl.20 HÍBÝLI VINDANNA Aðeins þessar 5 aukasýningar eftir Í kvöld kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Su 16/10 kl. 20, Fi 20/10 kl. 20, Su 23/10 kl. 20 LÍFSINS TRÉ Fö 21/10 kl. 20 - FRUMSÝNING - UPPSELT, Lau 22/10 kl. 20, Fi 27/10 kl. 20, Fö 28/10 kl. 20, Fö 4/11 kl. 20, Lau 5/11 kl. 20 Tvennu tilboð Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur SALKA VALKA 15/10 Frumsýning UPPSELT MANNTAFL Í kvöld kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Fö 14/10 kl. 20 Forðist okkur Nemendaleikhusið/CommonNonsense Höf. Hugleikur Dagsson Í kvöld kl. 20, Fi 6/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Lau 8/10 kl. 20 7. SÝN. FÖS. 7. OKT. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 8. SÝN. LAU. 8. OKT. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 9. SÝN. FÖS. 14. OKT. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 10. SÝN. LAU. 15. OKT. kl. 20 11. SÝN. FÖS. 21. OKT. kl. 20 12. SÝN. LAU. 22. OKT. kl. 20 eftir Thomas MEEHAN, Charles STROUSE & Martin CHARNIN Í dag kl. 14 Sun. 16/10 kl. 14 Laug. 22/10 kl. 15 Miðasala í síma 551 4700 alla daga frá kl. 13-17 í gamla AUSTURBÆJARBÍÓI www.annie.is • www.midi.is  - DV Frábær fjölskylduskemmtun! - Fréttablaðið Kabarett í Íslensku óperunni Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. laugardaginn 8. október kl. 20 Næstu sýningar Landsbankinn er bakhjarl sýningarinnar. Vörðufélagar fá afslátt af miðaverði. Miðasala í Iðnó // 562 9700 // www.idno.is 2. sýning sun. 3. sýning fim. 4. sýning lau. 5. sýning sun. 2/10 6/10 8/10 9/10 kl. 20 kl. 20 kl. 20 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUS SÆTI LAUS SÆTI LAUS SÆTI Tónlistardagar Dómkirkjunnar laugardaginn 15. október kl. 17 í Langholtskirkju EIN DEUTSCHES REQUIEM op. 45 Sálumessa eftir Johannes Brahms Flytjendur: Dómkórinn, Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Kristinn Sigmundsson, bassi, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté, píanó. Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson. Aðgöngumiðar verða til sölu í Dómkirkjunni, í versluninni 12 tónar við Skólavörðustíg og í Tónastöðinni við Skipholt. Verð 2.000 kr. í forsölu en 2.500 kr. ef keypt er við innganginn. Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup - forsala hafin Fim 20.okt kl. 20 Frumsýning Fös 21. okt kl. 20 Sun 23. okt kl. 20 Fim 27. okt kl. 20 fös 28. okt kl. 20 lau 29. okt kl. 20 fös 4. nóv kl. 20 lau 5. nóv kl. 20 Síðustu dagar korta- sölunnar!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.