Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn kennir öðrum að bera virð- ingu fyrir sér þegar málefni hjartans eru annars vegar. Haltu þinni forgangsröð. Láttu engan trufla þig og hvikaðu ekki frá sannfæringu þinni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Afstaða himintunglanna hjálpar sjálfs- trausti nautsins til að vaxa. Því tekst að sannfæra aðra með söluræðu sem það hefur á takteinunum. Það er sama hvað maður heldur að maður sé að selja, þegar upp er staðið er maður að selja sjálfan sig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fólk þarf á þér að halda, en þú þarft það líka! Settu mörk og styrktu þau, ekki síst hvað varðar það dýrmætasta sem þú átt, tímann þinn. Enginn fer illa með tímann þinn nema þú leyfir því að gerast. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Truflanir ná meira tangarhaldi á manni þegar maður veit ekki hvert maður er að fara. Taktu frá tíma til þess að gera áætl- anir fyrir framtíðina. Eitthvað sem kem- ur upp hefur líklega lítið að segja til langs tíma litið. Hugsaðu áður en þú fram- kvæmir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samkvæmt hefðbundnum viðhorfum er maður annaðhvort með allt á hreinu eða ekki, eða á réttri leið eða af leið. Ljónið fer ekki alltaf hefðbundnar leiðir og stýr- ir lífi sínu meira af innsæi. Treystu þín- um innri manni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Eitthvað sem eitt sinn var þér mikils virði heyrir sögunni algerlega til. Það þýðir að þú ert að þroskast. Einfaldaðu líf þitt með því að losa þig við það sem ekki er lengur mikilvægt. Eins manns drasl er annars upplyfting. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Samskipti þín við aðra geta verið þreyt- andi. Ekki fela skoðanir þínar eða breyta þér í samræmi við óskir annarra. Þú ert ekki í framboði. (Nema þú sért það í raun og veru). Fólk dáir þína sönnu persónu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn kemur á vettvang með eitt markmið í huga, að leysa vandamál. Það sker þig úr frá þeim sem eru bara að hugsa um að sýna sig eða virðast mik- ilvægir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Taktu útreiknaða áhættu. Þér tekst að komast upp með aðgerðir sem koma jafn- vel sjálfum þér á óvart. Krabbi eða ljón eru eitthvað til þess að miða sig við, þú þarft ekki að finna aftur upp hjólið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð tækifæri til þess að láta reyna á hyggjuvitið. Reiknaðu fólk út og farðu leiðina þar sem hindranirnar eru fæstar. Það er ekki svo slæmt þegar maður er að flýta sér eitthvað, eins og þú ert einmitt í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert ekki jafn málgefinn og venjulega, sumar tilfinningar eru einfaldlega hand- an við tungumálið. Þögul einbeiting þín vekur aðdáun. Loksins tekst þér að vinna með öðrum án þess að þurfa að gera málamiðlun. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur áhrif. Beittu þeim af skynsemi. Teldu aðra á að gera það sem kemur þeim best, þótt það geti komið þér illa til skamms tíma. Þú greiðir eigin leið með því. Stjörnuspá Holiday Mathis Sólin er í sporðdreka og orka hennar ýtir undir það að við ráð- um gátur hins daglega lífs. Þegar tungl er í krabba eru líkur á því að ljós renni upp fyrir okkur. Það er ekki tilviljun að við erum þar sem við erum og í félagi við þá sem eru í kringum okkur. Spáðu í hvað núverandi aðstæður segja um þig. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 lok, 4 hjálp, 7 handaskömm, 8 líkams- hlutirnir, 9 reið, 11 hluta, 13 vaxa, 14 funi,15 hnött, 17 viðauki, 20 ílát, 22 giskaðu á, 23 umræða, 24 hlaupi, 25 nemur. Lóðrétt | 1 rás, 2 gufa, 3 tungl, 4 skemmtun, 5 býður birginn, 6 hugleys- ingi, 10 bleyða, 12 álít, 13 illgjörn, 15 vísur, 16 málmblanda, 18 læsir í tönnum, 19 kastar tölu á, 20 hnífur, 21 drasl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 rugludall, 8 gersk, 9 læðir, 10 uml, 11 tetur, 13 afann, 15 hross, 18 hlekk, 20 ver, 22 fitla, 23 ekrur, 24 rúmfastur. Lóðrétt: 2 umrót, 3 lýkur, 4 della, 5 leðja, 6 ógát, 7 hrín, 12 uns, 14 fól, 15 heft, 16 oftrú, 17 svarf, 18 hress, 19 eirðu, 20 kúra.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Hlégarður | Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir heldur tónleika á vegum Tónlist- arfélags Mosfellsbæjar í Hlégarði kl. 20.30. Miðasala í þjónustuveri Mosfells- bæjar og við innganginn. Selfoss – Litla leikhúsið v/Sigtún | Krist- jana Stefánsdóttir og Agnar Már Magn- ússon halda tónleika í kvöld kl. 20.30. Á tónleikunum koma auk þeirra fram Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Scott McLemore trommuleikari. Salurinn | Af óviðráðanlegum orsökum er Tíbrár tónleikum finnska fiðlusnillingsins Réku Szilvay og Heini Kärkkäinen, píanó- leikara, sem vera áttu í kvöld frestað um óákveðinn tíma. Þeim tónleikagestum sem þegar hafa fest kaup á miðum á tónleikana er bent á að hafa samband við Salinn, s. 5 700 400. Hátíðarsalur Háskóla Íslands | Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika kl. 16:00. Tón- leikarnir eru sérstaklega ætlaðir nem- endum, starfsfólki og velunnurunum Há- skóla Íslands. Flutt verður hressilegt þversnið af stórsveitasögunni, en dag- skráin verður öll í léttum dúr. Stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson. Sérstakur gestur verður söngkonan Selma Björns- dóttir. Tónleikarnir verða rúmlega klukku- stundar langir, án hlés. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Myndlist Akranes | Einar Hákonarson sýnir olíu- málverk í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akra- nesi. Opið alla daga nema mánud. frá kl. 15–18. BANANANANAS | Hildigunnur Birg- isdóttir – Hring eftir hring III, lífið er lotterí. Til 26. nóv. Byggðasafn Árnesinga | Á Washington- eyju og Grasjurtir. Til nóvemberloka. Café Cultura | Róbert Stefánsson sýnir ljósmyndir teknar á Hróarskelduhátíðinni 2004. Síðustu sýningardagar. Energia | Kolbrún Róberts. Allt fram streymir. 13 abstrakt olíumálverk. Út nóv- embermánuð. Gallerí 101 | Haraldur Jónsson sýnir til 26. nóv. Opið fim.–lau. 14 til 17. Gallerí + Akureyri | Haraldur Ingi Haralds- son sýnir verk sín. Til 27. nóv. Gallerí I8 | Þór Vigfússon sýnir til 23. des. Gallerí Lind | Ólöf Björg Björnsdóttir er listamaður nóvembermánaðar. Gel Gallerí | Jóhannes Rúnar til 25. nóv. GUK+ | Hartmut Stockter til 16. janúar. Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. des. Hrafnista Hafnarfirði | Guðfinna Eugenía Magnúsdóttir til 6. des. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna „Týnda fiðrildið“ til loka apríl 2006. sjá: www.oligjohannsson.com. Kling og Bang gallerí | Örn J. Auðarson – Miðgarður – Blárauður – Afgirtur reitur. Opið fim.–sun. kl. 14–18. Til 4. des. Listasafn ASÍ | Magnús V. Guðlaugsson og Örn Þorsteinsson með myndlistarsýningu. Magnús sýnir ljósmyndaverk, myndband og verk með blandaðri tækni. Örn sýnir höggmyndir steyptar í brons og ál. Opið kl. 13–17 alla daga nema mánud. til 4. des. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafnið á Akureyri | Helgi Þorgils Frið- jónsson til 23. des. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar 2006. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tími Romanov-ættarinnar. Til 4. des. Listasafn Reykjanesbæjar | Húbert Nói, til 4. des. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun- blóm til 27. nóv. Listasmiðjan Þórsmörk Neskaupstað | 10 listakonur frá Neskaupstað sýna á Egils- staðaflugvelli. Sýningin stendur fram til janúar 2006. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun- björk til 20. nóv. Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Krist- inn E. Hrafnsson – „Stöðug óvissa“, Jón Laxdal – „Tilraun um mann“. Opn- unartímar: mið.–fös. 14–18, lau.–sun. 14–17. Til 11. des. Saltfisksetur Íslands | Hermann Árnason – Himinn haf og allt þar á milli. Til 20. nóv. Opið alla daga frá kl. 11–18. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Þorsteinn Otti Jónsson sýnir „Börn Palestínu“. Myndirnar á sýningunni voru teknar á ferðalagi hans til herteknu svæðanna í Palestínu árið 2004. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Í veitingastofu sýn- ir Hjörtur Hjartarson málverk. Þjóðminjasafn Íslands | Tvær ljós- myndasýningar. Konungsheimsóknin 1907 og Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóv. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson. Listasýning Ráðhús Reykjavíkur | Fræðslusýningin Gandhi, King, Ikeda: Friður fyrir komandi kynslóðir er til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur þessa dagana. Sýningin var hönnuð af séra Lawrence Carter presti hjá alþjóðakapellu Martin Luther King. Hún fjallar um líf og störf þessara merku manna í þágu friðar. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga nema mánudaga í vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. www.gljufrasteinn.is. Safnahúsið á Egilsstöðum | Í anddyri niðri hefur verið opnuð sýningin „Við Heiðar- og fjallamenn“. Sýningin er sett upp í tilefni norræna skjaladagsins. Þar gefur að líta myndir, skjöl og fleira frá Möðrudal og nokkrum bæjum í Jökuldalsheiði. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið, íslenskt bókband. Hægt er að panta leið- sögn fyrir hópa. Veitingastofan Matur og menning býður alhliða hádegis- og kaffi- matseðil. Þjóðmenningarhúsið | Sýnt er íslenskt bókband gert með gamla laginu, jafnframt nútímabókband og nokkur verk frá nýaf- staðinni alþjóðlegri bókbandskeppni. Sýn- ingin er afar glæsileg og ber stöðu hand- verksins fagurt vitni. Félagsskapur bókbindara sem kallar sig JAM-hópinn setti sýninguna upp. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands eru fjölbreyttar og vandaðar sýn- ingar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Cafe Catalina | Guðni B. Einarsson spilar og syngur í kvöld. Classic Rock | Fótboltinn í beinni alla helgina. Idol keppnin sýnd á 4 skjávörpum alla föstudaga í vetur. Kringlukráin | Hljómsveitin Fimm á Rich- ter í kvöld kl. 23. Players, Kópavogi | Í svörtum fötum í kvöld. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verð- ur í Vinabæ, Skipholti 33, laugardaginn 19. nóvember. Spilamennskan hefst kl. 20 og dans að henni lokinni til kl. 1. Fjölmennum og tökum með okkur gesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.