Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Dagbjört Elías-dóttir fæddist á Ísafirði 16. septem- ber 1929. Hún lést á heimili sínu 8. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elías Runólfs- son, f. 2. mars 1893, d. 14. febr. 1966, og Jónína Gísladóttir, f. 17. apríl 1894, d. 26. febr. 1978. Sam- mæðra systkini Dagbjartar eru Gísli Steinsson, f 27. jan. 1918, og Steinn Steinsson, f. 17. júlí 1919, d. 16. ágúst 1975. Al- systkini Dagbjartar eru Ólöf Elías- dóttir, f. 28. ágúst 1924, Margrét Anna Elíasdóttir, f. 25. mars 1926, Þorfinnur Elíasson, f. 3. ágúst 1923, d. 24. nóv. 1923, og Elín Elí- asdóttir, f. 1. mars 1932, d. 21. nóv. 1932. Dagbjört giftist Sigmundi Lúð- víkssyni, f. 10. des. 1931, d. 21. nóv. 1976. Þeirra börn eru: 1) Margrét 1983, og Charlotta Rós, f. 16. nóv. 1990. 5) Dagbjört Erna Sigmunds- dóttir, f. 29. júní 1966, í sambúð með Jóhanni Grétarssyni, f. 4. júní 1961. Börn þeirra eru: Róbert Andri Jóhannsson, f. 3. nóv. 1997, og Birta Marín Jóhannsdóttir, f. 30. ágúst 2001. Fyrir átti hún eina dóttur með Ágústi Héðinssyni, f. 15. sept. 1966, Írisi Töru Ágústs- dóttur, f. 28. mars 1987. Sambýlismaður Dagbjartar Elí- asdóttur frá árinu 1983 var Ágúst Bjarnason, f. 10. ágúst 1924. Hans börn eru: 1) Pétur, f. 8. maí 1949, d. 29. okt 1992, maki hans var Þór- dís Rannveig Guðmundsdóttir, f. 26. júní 1949, d. 25. nóv 1988, og áttu þau tvö börn, Rannveigu Lilju og Magnús. 2) Guðjón, f. 24. apríl 1952, kona hans er Hrönn Valent- ínusardóttir, f. 30. sept. 1957. Hans börn eru Þorsteinn Pétur og Hrefna Ýr. 3) Bjarni, f. 16. júní 1958, maki Ingibjörg Hafsteins- dóttir, f. 2. apríl 1958, og eiga þau þrjú börn, Hildi Ósk, Davíð Örn og Atla Má. 4) Hrönn, f. 11. nóv. 1964, maki Ágúst Eiríksson, f. 29. júní 1962, og eiga þau tvö börn, Jó- hönnu Sæunni og Ágúst Hrafn. Útför Dagbjartar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Sigmundsdóttir, maki Þorsteinn Hraundal, þau eru skilin. Börn þeirra eru Eygló Dröfn Hraundal, f. 31. maí 1968, Vera Björk Hraundal, f. 25. sept. 1969, og Anna Mar- grét Hraundal, f. 12. mars 1977. 2) Anna Alexía Sigmunds- dóttir, f. 3. maí 1953, d. 9. júlí 1997, maki hennar var Einar Guðmundsson, f. 11. sept. 1952. Börn þeirra eru: Lúð- vík Sveinn Einarsson, f. 30. des. 1972, Guðmundur Ragnar Einars- son, f. 9. okt. 1975, og Snorri Valur Einarson, f. 5. febr. 1980. 3) Sigrún Jónína Sigmundsdóttir, f. 10. jan. 1961, í sambúð með Einari Sveins- syni, f. 20. jan. 1965. Sonur hennar er Friðrik Örn Jörgensson, f. 30. sept. 1980. 4) Sigmundur Örn Sig- mundsson, f. 4. sept. 1963. Börn hans eru Oddur Andri, f. 12. des. Elsku mamma, eins og alltaf þeg- ar ástvinur fellur frá opnast fyrir flóðgátt minninganna Það er svo ótalmargt sem búið er að koma upp í hugann síðustu daga. Það sem mér er minnisstæðast er hvað þú varst stór kona í litlum lík- ama og hvað mikið var á þig lagt í líf- inu. Það að missa tvö börnin þín mark- aði þig mikið, en sem betur fer var stutt í húmorinn og allar góðu stundirnar sem við áttum er það sem stendur upp úr. Ég vil þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og veit að það verður vel tekið á móti þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ég elska þig. Þín dóttir Erna. Nú er elsku amma Dagga látin. Okkur systurnar langar að minnast ömmu með nokkrum orðum. Þegar við settumst saman og fórum að rifja upp minningar um hana ömmu Döggu kom margt upp í hugann. Spaghettískyrturnar í Neskaupstað er eitt af því sem kom upp í huga okkar. Amma, Erna frænka og Örn frændi komu í heimsókn til okkar í Neskaupstað þegar við bjuggum þar og saumaði hún þá á okkur syst- urnar og Ernu mussur úr forláta efni með spaghettíauglýsingum á, sem hún hafði keypt og haft með sér. Og í spagettímussunum spók- uðum við okkur á 17 júní, voða montnar. Í þeirri sömu heimsókn fórum við öll saman í sumarbústað og þá var nú gaman. Þar rólaði hún amma sér hæst og hékk í klifur- grindinni með okkur krökkunum. Hún var alltaf til í að leika og sprella og var oft frekar eins og vinur manns, með frábært skopskyn og hló allra mest að vitleysunni í sjálfri sér ef henni hafði orðið eitthvað á. Öll börn þessarar fjölskyldu muna líka eftir ferðalagabrjóstsykrinum hennar ömmu en hann geymdi hún í töskunni sinni sem var stór og þar mátti finna ýmislegt. Einhvern tím- ann kom vasaljós upp úr töskunni hennar og það þótti okkur öllum fyndið, en hún sagði að hún yrði að hafa það í töskunni til að finna eitt- hvað í henni. Amma Dagga og Ágúst undu löngum stundum uppi í kartöflu- görðunum í Skammadal þar sem þau ræktuðu heimsins bestu kartöflur og gulrætur sem voru himneskar á bragðið þó þær væru ekki stórar. Þar var ekkert verið að siða mann til heldur leyfði hún krökkunum að gera það sem þá langaði til. Það var alltaf gaman að koma til þeirra í Skammadal og dunda í kartöflu- garðinum, hjálpa Ágústi að smíða eða aðstoða þau við að mála kofann. Elsku amma Dagga, við kveðjum þig með sorg í hjarta. Við eigum eft- ir að minnast þín þegar við segjum börnum okkar allar skemmtilegu sögurnar af þér. Megi góður Guð geyma þig. Minn- ing þín mun lifa. Þín barnabörn, Eygló, Vera og Anna Margrét. Elsku amma, við munum sakna þín sárlega en vitum að þú ert komin á betri stað núna. Við eigum margar skemmtilegar minningar um ömmu Döggu og flestar eru úr Skammadal. Þangað fórum við á Trabantinum og amma gaf okkur ferðabrjóstsykur. Í Skammadal áttu amma og afi sumarbústað sem þau byggðu sjálf sem hét Grund og var langflottasti bústaðurinn á svæðinu. Þau áttu einnig kartöflugarð í Skammadal þar sem við áttum margar góðar stundir við að tína kartöflur. Amma leyfði okkur að vera með þó að við værum bara fyrir og sagði okkur nöfnin á öllum kart- öflutegundunum. Að verki loknu fengu allir snúð og kók. Amma hrósaði okkur í bak og fyr- ir og gaf okkur litlu kartöflurnar í verðlaun. Einnig var gaman að fá að sitja uppi í Dallas, sem eru borð og stólar úr tré, og gera drullukökur. Við vorum mjög heppin að fá að eyða miklum tíma inni á heimili ömmu og afa. Þar fengum við að vaka lengur og horfa á sjónvarpið með þeim. Afi sagði okkur sögur frá því þeg- ar hann var ungur maður og amma bakaði vöfflur og átti alltaf eitthvað gott uppi í skáp. Við áttum okkar stað heima hjá ömmu þar sem gátum setið klukku- tímum saman og litað, föndrað eða rifið í sundur rafmagnstæki sem amma fann heima og reynt að koma því aftur saman sem gekk oftast ekki. Amma eldaði alltaf góðan mat en efst í minningu okkar er ömmubuff sem mun haldast í fjölskyldunni um ókomna framtíð. Amma var hress og skemmtileg kona og alltaf til í að gera eitthvað með okkur eins og að spila rommí og olsen olsen og var æðislegt þegar afi var með því þá gátum við spilað kana. Eitt það besta við jólin var þegar við vorum heima hjá ömmu að baka hálfmána og puttakökur. Við feng- um að skreyta jólatréð og hlusta á jólalög. Amma Dagga var fyrir okkur hin fullkomna amma og munum við sakna hennar mjög mikið. Við elskum þig, amma. Guð geymi þig. Friðrik Örn og Íris Tara. DAGBJÖRT ELÍASDÓTTIR Nú kveðjum við okkar kæru frænku Eddu Eiríksdóttur. Það er sárt að kveðja hana frænku okkar þó svo að við vitum að hvíldin hafi verið henni EDDA EIRÍKSDÓTTIR ✝ Edda Eiríksdótt-ir fæddist á Ak- ureyri 25. september 1936. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri að morgni 11. nóvember síðastliðinn og var út- för hennar gerð frá Akureyrarkirju 17. nóvember. kærkomin eftir erfið veikindi. Þær eru svo marg- ar og skemmtilegar minningarnar sem við eigum um hana Eddu. Það var alltaf líf og fjör í kringum hana og í minningunni varð hið hversdagslega æv- intýri líkast í hennar návist. Ferðin til Reykjavíkur var aldr- ei skemmtilegri en með Eddu og þá voru engin venjuleg sjopp- ustopp heldur staðnæmst í berja- brekku eða skógarlundi og drukkið kakó og borðað brauð með eggjum og miklu smjöri. Hún hafði lag á því að snúa okkur krökkunum í kring- um sig en á þann hátt að okkur fannst mikið til þess koma. Allir fengu sitt hlutverk og það var mikil upphefð í því að fá hlutverk hjá Eddu. Hún var alltaf miðpunktur- inn í öllum fjölskyldusamkomum og átti auðvelt með að hrífa alla með sér, ákveðin, fyndin og skemmtileg. Þegar við lítum til baka þá er erfitt að festa fingur á eitthvað eitt sem gerði Eddu jafn einstaka og okkur fannst hún vera. Hvort það var hversu lifandi og skemmtileg hún var eða hvernig hún sigldi hnarr- reist á móti straumnum. Hún valdi ekki alltaf auðveldustu leiðina fyrir sig eða þá sem stóðu henni næst. Hvort það var hve stutt var alltaf í hnyttni og húmor en Edda hafði ótrúlegt vald á íslenskri tungu og stundum hlustuðum við dolfallnar á það hve mörgum málsháttum og orðatiltækjum hún náði að koma fyrir á skömmum tíma. Hvort það var flissið og hláturinn og allar æv- intýraferðirnar eða hvernig hún kom fram við okkur sem jafningja. Við nutum þess alltaf að vera í hennar návist sem börn, sem ung- lingar og sem fullorðnar manneskj- ur. Auðvitað var það sambland af öllu þessu og fleiru sem gerði Eddu jafn sérstaka og hún var. Það er óhætt að segja að það hafi skipst á skin og skúrir í lífi Eddu en upp úr stendur minning um litríka og merkilega persónu sem svo sannarlega hafði áhrif á líf þeirra sem stóðu henni næst. Við erum þakklátar fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér, kæra frænka. Elsku Eiki, Helgi, Emma og fjöl- skyldur, við sendum ykkur innileg- ar samúðarkveðjur. Dóra og Kamilla Rún. Ég man alltaf þegar ég sá Birgi Davíð Kornelíusson í fyrsta sinn. Ég hafði nýhafið störf á Múla- lundi 1995 og Stella samstarfskona mín var búin nefna flesta kosti sem prýða mega einn mann, þegar hún var að segja mér frá honum Bigga sem færi í þær sendiferðir sem skrif- stofan þyrfti á að halda. Hann ætti Toyota Corolla bíl sjálfskiptan sem hann notaði í þessar ferðir. Hann tal- aði stundum við sjálfan sig og væri svolítið hjartveikur, en það kæmi ekkert að sök. Mér þótti nóg um lofið og var orðin hálftortryggin. Og þarna stóð svo Biggi, brosandi, snyrtilegur lágvaxinn maður með sterk gleraugu, allur svolítið kringlóttur. Það þarf ekki að orðlengja það frekar við Biggi náðum ágætlega saman. Víst er um það að Birgir skilaði sín- um verkum með stakri prýði, hvort sem það voru banka-, pósthúsferðir eða annað. Þyrfti ég að sinna erindum fyrir Múlalund í banka eða tolli þá keyrði Biggi mig. Þessir bíltúrar voru alveg sér á parti. Ég reyndi bara að njóta spennu ferðarinnar og vera ekki að skipta mér af. Biggi einbeitti sér að umferðinni og akstri með aðra hönd á stýri en hina á gírstönginni. Lét nokkur vel valin orð falla um þá sem höguðu sér ekki samkvæmt bestu umferðarreglum. Akstursleiðirnar voru líka oftar en ekki einhverjar allt aðrar en ég hefði valið. Einu sinni sem oftar lá leið okkar um þrönga húsagötu og Biggi á fljúgandi ferð og strætó kemur á móti á fljúgandi ferð. Nú hélt ég að dagar mínir væru tald- BIRGIR DAVÍÐ KORNELÍUSSON ✝ Birgir DavíðKornelíusson fæddist í Reykjavík 18. desember 1947. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 10. nóv- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hvítasunnu- kirkjunni 17. nóv- ember. ir, en allt fór vel, menn stoppuðu bara og viku síðan kurteislega. Nú hélt ég að Biggi léti nokkur vel valin orð falla, en nei, strætó- stjórar voru vinir hans. Löggur voru líka vinir Bigga og hans stóra fyrirmynd. Það færðist yfir mann þægileg værð, þegar Biggi sat inni á skrif- stofu hjá okkur og var í sínum eigin hugar- heimi og tautaði fyrir munni sér löggu- og bófaleik. Þar var hann alltaf sjálfur í hlutverki lög- reglumannsins sem skakkar leikinn og gefur bófunum föðurlegar áminn- ingar um að haga sér betur. Biggi hafði gaman af tónlist. Hann sótti samkomur í Fíló (Fíladelfíu) og á Her og var félagi í Listvinafélagi Hallgrímskirkju. Ef maður spurði: Hvernig var? Þá var svarið „bara fínt“, en maður heyrði á raddblænum hversu fínt það hafði verið. Ég hélt að öll hans fjölskylda væri í Fíló, því að Biggi hafði verið í Fíló síð- an hann var barn. Hann hló mikið þegar hann áttaði sig á þessari vit- leysu í mér. Hann hefði bara farið með frænku sinni og svo haldið áfram sjálfur. Já, hún Stella hafði rétt fyrir sér með hann Bigga. Ég hætti störfum á Múlalundi, og við Biggi skiptumst á jólakortum. Í ár verður ekkert jólakort frá Bigga. Nú mun Biggi leika löggu og bófa á öðr- um sviðum. Minning um góðan dreng mun lifa áfram með mér. Vigdís Hallgrímsdóttir. Kveðja frá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík Kæri vinur. Við starfsfélagar í um- ferðardeild lögreglunnar í Reykjavík þökkum þér af heilum hug samfylgd- ina í gegnum árin. Þú varst í orðsins fyllstu merkingu vinur okkar og sýndir það á þinn einlæga og einfalda hátt í orði og verki. Við minnumst allra góðu samveru- stundanna með þér þegar þú hafðir samband, ýmist með því að koma til okkar eða að við hittumst við ýmis til- efni í starfi okkar eða leik. Það var okkur sérstakt ánægjuefni að njóta nærveru þinnar á okkar ár- legu „litlu jólum“ sem þú tókst þátt í með okkur í áratugi, enda alltaf geng- ið úr skugga um hvort búið væri að hafa samband við „Bigga Konn“ til að láta hann vita um tímasetninguna á aðfangadagsmorgun. Kæri Biggi, við munum sakna sárt nærveru þinnar, en minning þín mun lifa áfram í hjörtum okkar. Far þú í friði, kæri vinur, og við vit- um að það verður örugglega tekið vel á móti þér í Guðs ríki. Við sendum ástvinum Bigga og öðrum aðstandendum hugheilar sam- úðarkveðjur. Félagar í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðs- ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg- unblaðið í fliparöndinni – þá birt- ist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.