Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 49 MINNINGAR ✝ Guðríður Jóels-dóttir fæddist í Bakkakoti í Leiru 11. nóvember 1928. Hún lést á Heilsu- stofnun Suðurlands 7. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Ingv- arsdóttir (f. á Stokkseyri 30. apr. 1900, d. í Keflavík 2. júlí 1957) og Jóel Jónasson (f. í Hákoti í Flóa 12. sept. 1894, d. í Rvík 8. júní 1988), bændur í Bakkakoti í Leiru og síðar í Kötlu- hól í sömu sveit en bæði voru ættuð úr Árnessýslu. Guðríður var næst- yngst af systkinum sínum en þau eftirlifandi eru: 1) Inga (f. á Stokkseyri 24. apr. 1922) hús- freyja í Rvík, maki Björn Guðjóns- son (f. 11. nóv. 1921) sjómaður. 2) Ásgeir, (f. í Rvík 20. júní 1924) verkamaður í Keflavík. 3) Jóel Bachmann (f. í Bakkakoti 24. júní 1926) verkamaður í Keflavík, maki María Guðnadóttir (f. 6.nóv. 1941). 4) Guðríður sem hér er kvödd. 5) Jónasína (f. í Bakkakoti 13. mars 1931, d. 18. apr. 1994) húsmóðir, maki Guðmundur Guðnason (f. 24. jan. 1931) útvarpsvirki. Guðríður giftist Þórhalli Björg- vini Ólafssyni (f. 13. nóv. 1926 ) læknastúdent og síðar lækni hinn 20. maí 1952. Foreldrar hans voru Ólafur Bjarnleifsson (f. 28. maí mar Reynisson (f. 10. ág. 1961), hjúkrunarmaður. Slitu samvistum. Sonur: C) Reynir Snær Valdimars- son (f. 20. febr. 1993). 3 ) Ingiríður Brandís Þórhallsdóttir (f. í Rvík 12. ág. 1956) myndmenntakennari í Rvík, maki Kristberg Óskarsson (f. 14. febr. 1957), hönnuður. Dæt- ur: A) Harpa Stefánsdóttir (f. 16. maí 1983). Faðir hennar: Stefán Erlendsson (f. 22.febr. 1960), stjórnmálafræðingur. B) Brandís Kristbergsdóttir (f. í Rvík 12. okt. 1987. d. 17. febr. 1997). C) Berg- þóra Kristbergsdóttir (f. 3. sept. 1992). 4) Guðríður Þórhallsdóttir (f. í Rvík 12. nóv. 1959) fritidspeda- gog í Stokkhólmi, maki Gunnar Karlsson listmálari; þau slitu sam- vistum. Dóttir þeirra a) Barnsfað- ir: Lasse Fors, sænskur maður, starfar við aðhlynningu ; sonur b. A) Hulda Gunnarsdóttir (f. í Rvík 11. mars 1985 ). B) Jóel Þórhallur Lassesson (f. 13. nóv. 1992). 5) Vil- borg Þórhallsdóttir (f. í Rvík 10. mars 1965) tónmenntakennari. Maki I: Friðfinnur Hilmarsson (f. 17. júlí 1964); slitu samvistum. Sonur: A) Hlynur Friðfinnsson (f. í Rvík 24. ág. 1984). Maki II: Egill Jón Kristjánsson (f. 12. júlí 1953) sjálfstætt starfandi; dætur: B) Agla Rósa Egilsdóttir (f. 3. júní 1998). C) Hekla Egilsdóttir (f. 13. maí 2000). 6) Björgvin Þór Þór- hallsson (f. í Rvík 17. júní 1966), aðstoðarskólastjóri á Selfossi, maki Sigrún Cortes (f. í Rvík 21. des. 1963), kennari. Börn: A) Ísa- fold Björgvinsdóttir (f. 10. des. 1991). B) Kolbjörn Björgvinsson (f. 22. mars 1994). Guðríður verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. 1899, d. 28. des. 1946) verkamaður í Rvík og kona hans Brandís Árnadóttir (f. 4. ág. 1900, d. 14. júlí 1973). Guðríður og Þórhall- ur eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Þór- dís Þórhallsdóttir (f. í Rvík 13. okt. 1952), tónlistarkennari í Rvík, maki : Gísli Þorsteinsson (f. 3. ág. 1952), lögregluþjónn; þau skildu. Börn þeirra: A) Ágústa Hrönn Gísladóttir (f. 4. ág. 1971), deildarstjóri, maki Hallgrímur Jónasson (f. 26. mars 1970), íþróttakennari. Börn þeirra: a) Viktor Gísli (f. 24. júlí 2000); b) Jas- on Helgi (f. 21. apr. 2005); B) Ívar Örn Gíslason (f. 18. júní 1976) pedagognemi í Danmörku, maki Málfríður Garðarsdóttir háskóla- nemi (f. 25. apríl 1977). Börn þeirra: a) Grímur (f. 12. mars 1998) b) Þórdís (f. 26. nóv. 1999). c) Hrafn (f. 9. jan. 2004). C) Guðríður Þóra Gísladóttir (f. 17. okt. 1979), söngnemi. 2) Halla Þórhallsdóttir (f. á Siglufirði 16. apr. 1955), hjúkrunarfræðingur í Rvík. Sam- býlismaður I : Arelíus Viggósson (f. 2. okt. 1955, d. febr. 1978), sjó- maður frá Skagaströnd. Slitu sam- vistum. Synir: A) Ísak Arelíusson (f. 20. júlí 1972). B) Arnar Arelíus- son (f. 5.mars 1974), vinnuvél- stjóri. Sambýlismaður II: Valdi- Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona góða tengdamömmu eins og Guðríður var. Hún var án efa aðal driffjöðrin í fjölskyldunni þegar kom að útilegum, berjaferðum og ferða- lögum um landið og vildi hafa marga með í för. Krafturinn í henni og lífsgleðin var þvílík að hún lét ekki smámuni eins og óveður og ófærð aftra sér frá því að koma í heimsókn til okkar norður á Blönduós þegar við bjugg- um þar. Hún kom og bakaði kleinur, tók slátur, prjónaði lopapeysur og sokka, gerði við föt, eldaði kjöt- súpu… allt þetta sem er svo heim- ilislegt og notalegt en maður ein- hvern veginn finnur sér ekki almennilega tíma til að gera. Og barnabörnin fengu að vera með í öllu ef þau höfðu áhuga. Ég man eftir börnunum mínum pínulitlum sitjandi uppi á eldhús- bekk hjá kleinudeiginu að „hjálpa“ ömmu að baka. Ég man líka eftir barnaafmæli hjá okkur á Blönduósi þar sem amma Guðríður sló í gegn hjá hópi af krökkum þegar hún sagði krassandi sögur – og leyfði þeim auk þess að taka þátt í að búa sögurnar til! Það eru margar góðar minningar sem ég á um Guðríði og ég mun sannarlega sakna hennar sem tengdamömmu, ömmu barnanna minna og yndislegrar manneskju. Sigrún Björk. Látin er mín góða vinkona Guð- ríður Jóelsdóttir. Ekki aðeins góð vinkona mín allt frá því við kynnt- umst, hún var einnig dóttur minni sú besta tengdamóðir sem hugsast gat. Dóttir mín, Sigrún Björk Cortes, er gift Björgvini Þór, syni Guðríðar og eiginmanns hennar Þórhalls B. Ólafssonar. Stuðningur Guðríðar, umhyggja og væntumþykja og áhugi á velferð allrar fjölskyldunnar var sí- vakandi. Þau Guðríður og Þórhallur eiga fimm dætur og einn son og nú eru barnabörnin og barnabarnabörn orðin yfir tuttugu. Hún náði utan um allan þennan hóp og fylgdist af áhuga með hverjum og einum. Að safna saman börnum sínum, tengda- börnum og barnabörnum í grill í garðinum í Hveragerði, veislur eða í útilegu eða í sumarbústaðadvöl var hennar líf og yndi. Hún var börn- unum svo góð og skemmtileg amma, hún lék við þau og spilaði við þau og sagði eftirminnilegar sögur, þau hjúfruðu sig að henni og biðu eftir meira, örugg og ánægð. Guðríður var mjög félagslynd og skemmtileg kona, svo ótrúlega glað- lynd og fyndin í frásagnarmáta sín- um. En hún hafði einnig næman skilning á alvöru lífsins, sorgir og missi reyndi hún í lífinu og þrátt fyr- ir söknuð og trega lét hún ekki bug- ast heldur geymdi kærar minningar í hjarta sér. Hún miðlaði mér af sín- um reynslubrunni þar sem viskan og kærleikurinn liggja dýpst. Viðhorf hennar var alltaf skýrt; hún var allt- af hrein og bein. Það var svo gott að tala við hana og eiga stund með henni. Heilsa Guðríðar var ekki alltaf góð hin síðustu ár en það var ekki til um- ræðu því hún vildi njóta þess sem hún notið gat og gekk í öll verk sem fyrr heima og bakaði auk þess klein- ur og fleira fyrir börnin sín og kom svo færandi hendi með góðgætið – jafnvel til mín! Við Guðríður kynntumst ’87, í gegnum Björgvin, verðandi tengda- son minn, son Guðríðar. Það að kynnast þessari frábæru konu kom eins og af sjálfu sér. Við bara fund- um tóninn strax, áreynslulaust. Þeg- ar síðan okkar sameiginlegu barna- börn fæddust, Ísafold og Kolbjörn, jukust heldur betur símtölin og sam- verustundir okkar Guðríðar, svo og ferðalög okkar norður á Blönduós að heimsækja litlu fjölskylduna sem bjó þar í nokkur ár. Guðríður var alltaf til í ævintýri og allt skemmtilegt. Ég stakk upp á því að við tvær færum saman hringveg- inn og hún var strax alveg til í það. Það var yndisleg ferð og ég geymi hér hjá mér fína mynd af okkur í Hallormsstaðarskógi. Ömmurnar. Mér þykir vænt um þá mynd. Mér mun alltaf þykja vænt um Guðríði og er þakklát fyrir að hafa kynnst henni og Þórhalli og allri fjöl- skyldunni sem hefur tekið mér með vinsemd og hlýju frá fyrstu tíð. Megi Guð styrkja þig, Þórhallur, og alla fjölskylduna í sorginni. Bless- uð sé minning Guðríðar Jóelsdóttur. Rafnhildur Björk Eiríksdóttir. Við andlát þess sem manni er kær stöðvast tíminn um stund og end- urminningar birtast hver af annarri úr leikþáttum lífsins. Meginþáttur í fari Bubbu frænku minnar var lífsgleðin og svo sann- arlega kunni hún að bregða á leik. Þegar ég var barn vissi ég ekkert skemmtilegra en að gista hjá Bubbu og Halla. Það var eins og að koma í allt annan heim. Þar var alltaf eitt- hvað að gerast og þar mátti svo margt. Þau skipulögðu leikina með okkur og voru þátttakendur. Úti voru ratleikir en inni var spilað á spil eða hafðar sögustundir. Ein skemmtilegasta ferðin sem við syst- urnar fórum með Bubbu og fjöl- skyldu var tjaldferð í Svartsengi svo ekki þurfti langt að fara til að kom- ast á vit ævintýranna. Halli var héraðslæknir og fjöl- skyldan bjó á mismunandi stöðum. Þannig kynntust þau mörgu fólki vítt og breitt um landið og hélt frænka mín tryggð við það. Það var eins og Bubba lifði stund- um lífinu utan frá. Hún var oft á far- aldsfæti, kom við hér og þar og hafði alltaf nægan tíma. Bubba var sann- arlega gleðigjafi sem kunni að hlusta og ráðleggja. Heimsóknir hennar til okkar á Ægisíðunni voru margar. Það var á þeim tímum þegar ekkert þótti sjálf- sagðara en hafa næturgesti ef svo bar undir og alltaf var húspláss enda hjartarýmið fyrir hendi og kröfurn- ar minni en nú eru. Bubba birtist með eða án fjölskyldunnar og það varð hátíð í bæ. Kímni hennar og glaðværð var smitandi. Þegar eftir- herman Bubba var búin að ná sér á strik veltust allir um af hlátri. Meðan ég bjó í Árbæjarhverfi og Bubba var sest að í Hveragerði var samband okkar mikið. Bubba kom við þegar hún kom af Heiðinni eða áður en hún fór yfir Heiðina og margar voru ferðirnar farnar. Síðasti kafli ævinnar var henni dapur vegna veikinda. Það var erfitt að geta ekkert án annarra hjálpar. Þess vegna var það henni líkn að leggja af stað í sína hinstu ferð og ég er viss um að margir þeir sem á und- an eru gengnir hafa fagnað henni vel. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífsins braut. (Sigurbjörn Einarsson.) Ég og foreldrar mínir sendum Halla og börnunum innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð veri minning Guðríðar Jóelsdóttur. Guðrún Gerður Björnsdóttir. Sumum er gefið að birta upp til- veruna, gefa af sér og skilja eftir góðar og hlýjar minningar í hugum fólks. Bubbu frænku var þetta gefið. Við Kristín og börnin okkar minn- umst Bubbu frænku með þakklæti fyrir þær stundir sem hún gaf okkur og geymast nú í sjóði minninganna. Ásgeir Björnsson. Guðríður Jóelsdóttir, móðursystir mín, eða ,,Bubba frænka“ var ein- staklega skemmtileg kona. Það var bókstaflega ekki hægt að láta sér leiðast nálægt henni. Hún hafði þann hæfileika að geta látið fólk gleyma stað og stund þegar hún sagði sögur af sjálfri sér og öðrum. Hún var húmoristi og leikari af guðs náð. Það er því gaman að rifja upp allar góðu stundirnar þegar systurnar og fjölskyldur þeirra hittust og spilað var á spil eða farið var í leiki og allir voru með. Lífshlaup frænku minnar var að mörgu leyti merkilegt og fjölbreytt. Hún stóð við bakið á manni sínum sem gegndi löngum vandasömu starfi héraðslæknis á landsbyggð- inni. Sjálf var Bubba frænka orðin nokkuð glúrin þegar verkir og sting- ir bárust í tal en taldi þó stundum rétt að spyrja Halla bónda sinn til öryggis. Það að hún skyldi svo halda til Svíþjóðar til náms, komin vel yfir miðjan aldur og læra á máli heima- manna það sem á íslensku nefnist fótaaðgerðafræði, hlýtur að teljast mikið afrek. Í þeirri grein varð hún eftirsótt og vinsæl og grunar mig að margir hafi fengið ,,sálfræðiþjón- ustu“ í kaupbæti. Síðustu tvö ár hafa verið frænku minni og fjölskyldu hennar erfið. Lífskrafturinn fjaraði smám saman út, en sjálfsagt var hún hvíldinni feg- in. Við Helena vottum fjölskyldunni samúð okkar en minningin um góða konu sem gaf svo mikið af sjálfri sér lifir áfram. Við minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Guðjón Jóel Björnsson. Alltaf setur okkur hljóð þegar samferðafólk hverfur yfir móðuna miklu og alltaf erum við jafn óviðbú- in þegar kallið kemur. Nú hefur Guðríður skólasystir okkar kvatt þennan heim, sú þriðja úr hópi okkar Lindarmeyja árið 1951–52. Guðríður var dæmigerður sporð- dreki sem ekki lét veður eða færð aftra sér í því sem hún ætlaði sér, hvort sem það var að skreppa norður á Blönudós til Björgvins, austur á Ægissíðu til Gunnu eða á hennar heimaslóðir í Leiruna þar sem hún sleit barnsskónum. Hún var hörku- bílstjóri og undir stýri á hvíta Volvó- inum naut hún sín alveg í botn. Þegar Guðríður var búin að koma upp börnum sínum sex og tveimur ömmustrákum, datt henni í hug að fara til Svíþjóðar og læra fótsnyrt- ingu og það gerði hún. Vann hún síð- an við það í nokkuð mörg ár, þar á meðal hélt hún fótunum okkar Gunnu fínum og þökkum við fyrir það. Guðríður var ekki allra, enda hafði hún sterkar skoðanir og mikið skap en trygg og trú vinum sínum og fjöl- skyldan átti hug hennar allan og um- hyggju. Í góðra vina hópi var Guð- ríður hrókur alls fagnaðar, kunni alveg ógrynni af bröndurum mátu- lega grófum. Það var oft mikið hlegið þegar við skólasystur hittumst og átti Guðríð- ur ávallt sinn stóra þátt í gleðinni, vol og væl var henni ekki að skapi. Við skólasystur þökkum fyrir að hafa kynnst jafn litríkum persónu- leika og Guðríður var. Elsku Guðríður, að loknu þessu veikindastríði vil ég minnast þín þegar við Sigga komum til þín á sjúkrahúsið. Þú sast í hjólastólnum og Þórhallur við hliðina á þér. Þegar þú horfðir á hann með þínu falleg- asta brosi var svo mikill friður og ást yfir þér að það minnti mig á þegar þið voruð ný trúlofuð og þú varst að sýna okkur skólasystrum þínum á Laugarvatni mynd af kærastanum. Þrátt fyrir ykkar löngu og ströngu hjúskaparár og búskapartíð varði ástin og tryggðin allt til enda hjá þér, en þannig er sporðdrekinn ávallt. Við skólasystur austanfjalls send- um Þórhalli og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Auður Guðbrandsdóttir. GUÐRÍÐUR JÓELSDÓTTIR Elsku amma, nú hefur þú kvatt þenn- an heim og ert von- andi komin á betri stað. Ég vissi að andlát þitt væri á næsta leiti en þegar mér bárust þær fréttir fannst mér það svo ótrúlegt og skrítið þar sem þú hef- ur alltaf verið á þínum stað og allt- af var hægt að kíkja til þín í þitt fræga kakó og rjómapönnukökur. Einhvern veginn hélt ég að það yrði alltaf hægt. Ég man þegar ég var lítill strák- ur og kom í heimsókn til þín að þú áttir fullt af litlum bílum sem ég lék mér að og notaði þá gólfmott- una hjá rúminu þínu fyrir bíla- braut, ég var frekar ósáttur þegar mamma tilkynnti mér það að við værum að fara heim því ég gat gleymt mér svo lengi í þessum bílaleik. En mér fannst svo merki- legt sem litlum strák að bílarnir væru alltaf geymdir í upprunalegu umbúðunum, og áður en ég fór raðaði ég bílunum vandlega eftir mig aftur í umbúðirnar. Einnig man ég þegar ég, Árný, Ásrún og Ásta Hersteinsdætur bjuggum til svakalega fallega jólaskreytingu og færðum þér ein jólin, við höfð- um svo mikið fyrir þessu og þú ÓLÖF BALDVINS ✝ Ólöf Baldvinsfæddist á Grenj- um í Álftaneshreppi í Mýrasýslu hinn 6. maí. 1916. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 29. október síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Akureyrarkirkju 7. nóvember. varst svo ánægð með þessa skreytingu en vildir ekki kveikja á kertinu vegna eld- hættu. Þegar ég hugsa til baka höfum við eflaust raðað greinum og öðru skrauti svo þétt í kringum kertið til að hafa þetta eins fal- legt og við mögulega gátum að ekki var hægt að kveikja á kertinu. Það fyrsta sem ég gerði eftir að Fannar Karl fæddist var að hringja í þig og tilkynna þér það. Ég var búinn að lofa þér því og þú varst svo ánægð með frétt- irnar. Ég er þakklátur fyrir að Fannar Karl fékk að hitta þig, hann var langömmubarn númer 68 og dag- inn eftir fékkstu langömmubarn númer 69 og ekki leið á löngu áður en langömmubarn númer 70 kom í heiminn en þú varst svo lánsöm að fá að sjá alls 75 langömmubörn áð- ur en þú kvaddir okkur. Þú varst hörkukona, amma, og ef það er hægt að vera ríkur af fjölskyldu, þá varst þú milli. Ég er stoltur að því að vera einn af fjöl- mörgum afkomendum þínum. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér þarna hinum megin og þú átt eflaust eftir að hafa það gott þar í faðmi þeirra sem á undan þér fóru. Skilaðu kveðju þangað frá mér og mínum. Þín verður sárt saknað, elsku amma. Atli Hergeirsson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.