Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 59 MENNING Stundum er eins og maður séstaddur í endalausri helvítismartröð hérna niðri!“ sagði hann æstur karlinn sem beið við hlið mér á rauðu ljósi á horni 37. götu og Níunda strætis á Manhattan í liðinni viku. Komið myrkur og vindsveipir þeyttu rigningunni framan í vegfar- endur sem allir voru að flýta sér eitthvað lengra inn í borgina. Hann horfði upp á mig; nokkrar tennur í opnum munninum, óhreinn, gamall og samankýttur, og í báðum hönd- um úttroðnir plastpokar. „Ég veit,“ svaraði ég eins og til að segja eitthvað og stökk af stað yfir götuna. Umferð og mannþröng stórborg- arinnar geta slegið suma alveg út af laginu, en ég verð samt að við- urkenna að mannfjöldinn heillar mig alltaf jafn mikið. Og alltaf er jafn gaman að eyða nokkrum dög- um í New York, minni gömlu heima- borg. Að berast með straumnum um strætin, fylgjast með endalausum fjölbreytileika mannlífsins.    Þó koma þær stundir að maðurvill fá næði til að hugsa, vera einn með upplifunum sínum. Ekki síst kemur sú löngun yfir mig í sýn- ingarsölum og söfnum borga eins og New York. Þennan sama dag og gamli maðurinn vakti í sínum dimma draumi í miðborginni hafði ég orðið fyrir uppljómunum á hlaupum um listasöfn. Ítrekað hafði ég samt lent í því að upplifunin var trufluð, sambandið milli mín og verkanna rofið – af fólki sem var að gera nákvæmlega það sama og ég; að skoða verkin. Nema þetta fólk fór um í hópum, leitt áfram af mis- skemmtilegum og háværum leið- sögumönnum safnanna, sem gerðu sitt besta í að úthella fróðleiknum yfir nærstadda. Sjálfur hef ég veitt fólki leiðsögn um söfn og sýningar, bæði heima og erlendis, og haft gaman af. Ekki síst þegar áheyrendur eru augsýnilega þakklátir fyrir upplýsingarnar. En þennan dag þurfti ég nokkrum sinn- um að gera lykkju á leið mína um sýningarsalina til að forðast leið- sögnina. Í ICP, International Center of Photography, var yfirlitssýning á Andre Kertesz, einum af mínum eft- irlætis ljósmyndurum, sýning sem ég hafði hlakkað mikið til að sjá. En þegar ég gekk í salina glumdi á móti mér rödd leiðsögumannins og ég sá samfellda röð áheyrenda hans hlykkjast með veggjum, rýnandi í verkin, en elstu myndir hans eru örsmáar. Ég hrökklaðist því upp á efri hæðina og undi mér við að skoða fréttamyndir frá borg- arastyrjöldinni í El Salvador – svo sannarlega áhugaverðar ljósmyndir – þar til skipulagður hópurinn leyst- ist upp og ég gat farið að upplifa Kertész einn með sjálfum mér.    Ég skoðaði hið nýendurgerðaMuseum of Modern Art í fyrsta skipti og var ánægður með arkitektúrinn, sem er nægilega hlutlaus til að flest verkanna fái not- ið sín. Áhugavert var að sjá hvaða verk eru valin nú til að endurspegla myndlist 20. aldar – valið er nokkuð ólíkt því sem maður átti að venjast í gamla MoMA; söguskýringin opnari og fleiri þættir teknir inn. Og ljós- myndadeildin stærri, sýnt úrval frá ferli nokkurra ljósmyndara auk ár- legrar sýningar á „nýrri ljós- myndun“. Þá voru áhugaverð verk á sýningu á nýjum aðföngum safns- ins, þar á meðal hið stóra ævi- sögulega „Solo Scenes“ eftir Dieter Roth. Oft hef ég dáðst að fræðslu- dagskrá safnanna í New York fyrir skólabörn, en á hraðri yfirferð minni þennan dag þótti mér full- mikið fara fyrir hópunum í MoMA; myndlistarnemar höfðu stillt sér upp fyrir framan lykilverk rissandi og skrifandi og kennarar kölluðu á milli þeirra útskýringar á súrreal- isma, fútúrisma og æðaslætti borg- arinnar í „Broadway búggí-vúggí“ Mondrians.    ÍMetropolitan-safninu er yfirlits-sýning á verkum eftir Fra Ange- lico, en nú eru 550 ár liðin frá and- láti þessa guðdómlega listamanns, sem verður senn talinn til dýrlinga samkvæmt tilskipun nýlátins páfa. Þessi sýning á gullbrydduðum engl- um og helgum mönnum var svo sannarlega himnesk en hófstilltur munkasöngur hefði átt betur við í sölunum en hávær rödd listfræð- ingsins sem fylgdi hundrað manna hópi fast á eftir mér milli verkanna. Yfirreiðina um sýningar í borg- inni endaði ég á annarri hæð Metro- politan, á afar vel samansettri en stórri sýningu á teikningum eftir van Gogh. Ég var gjörsamlega upp- gefinn þegar ég steig út af sýning- unni, en hvað blasti þar við mér ann- að en „Höfnun Péturs“, eitt af meistaraverkum Caravaggios, sem ég hafði síðast séð á yfirlitssýningu á síðustu verkum þessa mikla meist- ara í London í vor. Ég hneig þarna niður á bekk, andspænis snilldinni, og naut þess að taka aftur inn and- rúmið og meistaralega tæknina, auk þess að horfa á annað sjaldséð verk Caravaggios, af lútuleikara, sem er í einkaeigu en í láni í safninu um hríð. Þarna sat ég í leiðslu, sann- kallaðri uppljómun, þreytan rann úr fótunum og hugurinn endurnærðist, en hver birtist þá annar en ungur leiðsögumaður með hóp fólks í eft- irdragi – og stilltu þau sér upp beint á milli mín og Caravaggios. Þá var ég líka búinn að fá nóg af boðberum listanna og lét mig hverfa út í Cent- ral Park, þar sem ég gat verið einn með íkornunum um stund. Með boðberum listanna ’Þennan sama dag oggamli maðurinn vakti í sínum dimma draumi í miðborginni hafði ég orðið fyrir uppljóm- unum á hlaupum um listasöfn. ‘ AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Helgistundin á enda: leiðsögumaður og áheyrendur taka yfir Höfnun Péturs eftir Caravaggio. ÞEGAR ég var búinn að hlusta í hálf- tíma á nýútkominn geisladisk Kvennakórs Reykjavík sem inniheld- ur eingöngu íslenska tónlist, fór mér að leiðast. Og sú líðan hélst óbreytt það sem eftir var. Samt er söngur kórsins ekki slæmur; mismunandi raddir eru í ágætu jafnvægi og fátt er um falskar nótur. Túlkunin er hins- vegar svo flatneskjuleg að það hálfa væri nóg. Verk eins og hið tíu mín- útna langa Ég hlusta á þær glóa eftir Mist Þorkelsdóttur, þar sem allt mögulegt ber fyrir eyru, þarf að vera sungið af innlifun og með allskonar litbrigðum ef tónlistin á ekki að verða að helberri endaleysu. Ekki nægir að syngja hreint; orðin þurfa að hafa ein- hverja merkingu og það er hlutverk kórsins að gæða þau lífi, undirstrika það sem textinn fjallar um, magna það upp og skapa stemningu. Því miður hefur það ekki tekist á þessum geisladiski. Kórinn syngur undirleikslaust all- an tímann og eykur það á tilbreyting- arleysið. Að hlusta á karla- eða kvennakór í 50 mínútur er býsna ein- hæft í sjálfu sér, en það má vega á móti því með hugmyndaríkri túlkun, eða fjölbreyttri efnisskrá. Því er ekki að heilsa hér. Tónlistin er samt áhugaverð í sjálfri sér; Spinna minni og hið fyrr- nefnda Ég hlusta á þær glóa eftir Mist eru metnaðarfull, snyrtilega samin verk og er sömu sögu að segja um tónsmíðina Sápukúlur og snjallar útsetningar á íslenskum þjóðlögum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Salve Regina eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Krummi og Ektamakinn elskulegi eftir Tryggva M. Baldvinsson, ásamt fleiru, er líka fallegt. Lítt áhugaverð túlkunin gerir því bara ekki nægilega góð skil. Upptakan er hljómmikil en dálítið loðin og kemur því ekki sérlega vel út. Hinsvegar er útlit geisladisksins og frágangur á bæklingnum sem fylgir honum í hæsta gæðaflokki; verst að það dugir ekki til. Flatur söngur Jónas Sen TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Kórinn syngur lög eftir íslensk tónskáld. Stjórnandi: Sigrún Þorgeirsdóttir. Útgef- andi: Kvennakór Reykjavíkur. Kvennakór Reykjavíkur HÚSFYLLIR var í Þrúðvangi þegar litli salurinn að Álafossi í Mosfellssveit myndaði rammann um flamenco-tónleika Símonar Ívarssonar á sunnu- dag. Harla óvænt og jafnvel drungaleg umgjörð fyrir funheit viðfangsefni runnin frá hinztu Már- um á Spáni að Granada unninni 1491, er hákaþ- ólsku herkonungshjónin Ísabella og Ferdínand nenntu ekki að svæla úr síðustu klettafylgsnum sínum. Hitt var sömuleiðis óvenjulegt að tíu af tólf lög- um dagskrár voru eftir gítarleikarann sjálfan, og veit ég ekki til að jafnsuðræn og seiðandi tóngrein hafi fyrr verið ástunduð af jafnnorrænu tónskáldi. Enda voru menn brenndir fyrir minna á dögum Ara í Ögra og Páls í Selárdal. Ennfremur kom á óvart hvað leyndist mikil og fjölbreytileg músík í þessum tíu ópusum Símonar. Fyrir utan sterkan spunaþátt greinarinnar stafaði fjölbreytnin kannski að hluta af því hversu víða var leitað fanga um form og stíl, eða allt til latnesku Ameríku, og því áhöld um hvort sumt mætti telja til hreinræktaðs spænsks flamenco. Þ. á m. endurómar af sláttarhætti frá Kólumbíu (fyrrum Nýju Granödu), Kúbu og Argentínu. En mér er sama. Hugvitið og melódísk andagiftin, sem skein úr þessum ýmist skapheitu eða íhugulu smásmíðum, kom manni nefnilega hvað eftir ann- að í stanz. Virtist gráupplagt að gefa þær út á hljómdisk, svo kæmu að notum við t.d. ört víkk- andi fótmenntaiðkun landsmanna. Að ekki sé tal- að um líklegt gildi þeirra fyrir kennslu og kons- erthald. Meðal inntakslegra risa mætti nefna hið kúbska Rumba gitana, Granadina (með hæverskri nið- urlagstilvitnun í „Alhömbru“ eftir Tarrega), kraftmikla Fandango Huelva, flúraða Rondeña, fírugt argverska Tango gitana (með dansbassam- ynztrinu iv-III-II-i að 17. aldar hefð, þótt svipaðar hljómaformúlur kæmu víðar fyrir) og hið sjóðheitt kryddaða lokanúmer, Dansa Mora. Einu að- fengnu verkin, Orition eftir Sanlucar og Bulerias e. Paco de Lucia, voru og áheyrileg burtséð frá heldur eirðarlausri ytri áferð. Öllu var forkunnarvel tekið, þó svo að meiri- hluti lófataksins hafi sennilega fremur beinzt að tónsmíðunum en flutningi þeirra. A.m.k. fyrir mína parta, því hvað tæknilega útfærslu varðar mætti segja að túlkandinn hafi verið versti óvinur höfundarins. T.a.m. komst varla nokkur hraða- runa 100% ólöskuð á loft fyrir loftnótur. Og þar sem taktpúls átti greinilega að vera fastur fyrir, varð áferðin í staðinn óróleg, ef ekki beinlínis flaumósa. Virtist gítaristann almennt skorta þá ís- köldu yfirvegun er þurfti til að fá hið ýtrasta úr sínum eigin tónsmíðum – þrátt fyrir augljósa inn- lifun og oft bráðfallegan tón á kyrrlátari stöðum. Mætti jafnvel kalla að hér færi of gott efni fyrir of lítið, því margar smáperlur Símonar áttu vissu- lega betra skilið. En vonandi kemur annað á daginn í ótrufluðu næði hljóðversins. Of gott fyrir of lítið TÓNLIST Þrúðvangur Spænsk-latneskir flamencodansar eftir Símon Ívarsson, Sanlucar og de Lucia. Símon Ívarsson gítar. Sunnudag- inn 13. nóvember kl. 16. Gítartónleikar Símon Ívarsson gítarleikari. Ríkarður Ö. Pálsson VEGNA mistaka við vinnslu á bók- sölulista vantaði eina bók á listann sem birtist í blaðinu í gær. Breyting- arnar sem hafa orðið eru þær að í flokki Almenns efnis og handbóka er bókin Gæfuspor: Gildin í lífinu eftir Gunnar Hersvein, útg. JPV útgáfa, í 5. sæti listans. Þær bækur sem á eft- ir koma eru því sæti neðar en listinn sagði til um. Hægt er að skoða leið- réttan lista á mbl.is. Bóksölulistinn Gildin í líf- inu féllu út MÁLVERKASÝNING Elsu Nielsen verður opnuð í Galleríi List, Skipholti 50d, á laugardaginn kl. 14–16. „Stílhrein verk Elsu hafa vakið mikla hrifningu en yfir þeim hvílir dulúðlegur blær þar sem mannverur brjótast um í lituðu rými. Sýningin ber titilinn Hamingja sem vísar til þess að í hverju verki er hamingjan undirstrikuð með textabroti sem gef- ur því um leið ákveðið sérkenni,“ seg- ir í kynningu. Elsa Nielsen útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 1999 sem graf- ískur hönnuður en þetta er önnur einkasýning hennar á sviði málara- listar. Á heimasíðu Elsu, www.els- anielsen.com, gefur að líta brot af verkum hennar. Sýningin Hamingja stendur til 2. desember. Hamingja í Galleríi List
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.