Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 55 DAGBÓK Gróska og margbreytileiki er yfirskriftráðstefnu sem Félag um mennta-rannsóknir (FUM) stendur fyrir ámorgun, laugardag í Kennaraháskóla Íslands. Þetta er önnur ráðstefnan sem félagið heldur undir þessari yfirskrift. „Stefna félagsins er að styrkja rannsóknir á sviði menntamála,“ segir formaðurinn, Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. „Þetta er áhugamannafélag sem stofnað var árið 2002 og eru um 250 félagar í því.“ Ráðstefnan hefst með skráningu klukkan 8:30 en Guðný mun svo setja hana formlega með ávarpi kortér yfir níu. Þá munu Allyson Macdo- nald, Jón Torfi Jónasson og Ingibjörg Kalda- lóns flytja erindið „Samhæfing, samráð og sam- vinna – um stefnu, skólastarf og rannsóknir“ fyrir alla ráðstefnugesti. „Nýverið var gerð út- tekt á menntarannsóknum á Íslandi og í þessu erindi verður farið yfir þann þátt skýrslunnar sem snýr að þessum þremur þáttum,“ segir Guðný. „Spurningin er hvort stefna mennta- málayfirvalda sé eitt, skólastarfið út í skólunum annað og rannsóknir fræðimanna það þriðja. Ef skólastarf á að vera virkt og gott er æskilegt að það séu sem mest samskipti þarna á milli, svo að ekki sé verið að móta stefnu í menntamálum sem ekki tekur mið af rannsóknum á því sviði. Þarna viljum við opna svolítið umræðu um hvort stefnan, skólahaldið og rannsóknir á sviði menntamála séu þrjú aðskilin svið og þetta stef verður svo tekið upp í pallborðsumræðum síðar um daginn.“ Milli þessa erindis og pallborðsumræðnanna verða sextán málstofur með yfir fjörutíu erind- um. Má þar nefna erindi um viðhorf unglings- stúlkna til stærðfræðináms, fagþróun íslenskra leikskólakennara, reynslu og viðhorf kennara til kennslu ofvirkra barna, fagvitund tón- menntakennara, mat nemenda í 10. bekk á áhrifum verkfalls í grunnskóla, svör nemenda og nám í gagnvirku vefkerfi og svo mætti lengi telja. „Mörg þessara erinda eru mjög áhugaverð og sýna vel gróskuna og margbreytileikann í menntarannsóknum,“ segir Guðný. „Þess vegna höfum við þessa yfirskrift á ráðstefnunni því hugmyndin er að láta það fólk, sem er að sinna þessum rannsóknum koma saman. Um leið sýna efni erindanna hver eru viðfangsefni rann- sókna þess.“ Það er Börkur Hansen, prófessor við Kenn- araháskóla Íslands, sem stýrir ráðstefnunni en hún er öllum opin. Ráðstefnugjaldið er 1500 kr. fyrir félagsmenn FUM en 3000 krónur fyrir aðra. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins www.fum.is. Menntamál | Ráðstefna um menntarannsóknir í Kennaraháskóla Íslands Gróska í menntarannsóknum  Guðný Guðbjörns- dóttir fæddist 25. maí 1949 í Reykjavík. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1969 og lauk BA-prófi í sálfræði frá Vassar College í New Yorkfylki. Hún lauk M.Sc- prófi í sálfræði frá háskólanum í Man- chester 1974 og dokt- orsprófi í uppeldis- og menntunarfræði frá há- skólanum í Leeds 1987. Hún varð lektor við HÍ 1975, dósent 1987 og prófessor árið 2000. Hún sat á Alþingi fyrst sem varamaður 1991 til 1995 og sem aðalmaður frá 1995 til 1999. Hún tók við formennsku í FUM í febrúar á þessu ári. 90 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 20.nóvember verður níræð Sig- urbjört Kristjánsdóttir frá Móakoti, Stokkseyri. Hún tekur á móti ætt- ingjum og vinum í Veitingasal Hólm- arastar á Stokkseyri milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Erfið slemma. Norður ♠KG10754 ♥Á5 S/Allir ♦K8 ♣ÁK4 Vestur Austur ♠D986 ♠3 ♥984 ♥76 ♦Á73 ♦G109652 ♣D96 ♣G1053 Suður ♠Á2 ♥KDG1032 ♦D4 ♣872 N-S eiga 6-2 samlegu í báðum hálit- um, en ef spila á slemmu er nauðsyn- legt að velja hjartalitinn. Og það vafðist fyrir keppendum á HM. Skoðum sagnir í leik Þýskalands og Kanada í kvennaflokki: Vestur Norður Austur Suður Alberti Lee Schraverus Cimon – – – 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 5 spaðar Allir pass Norður krefur með þremur laufum og suður getur lítið annað gert en tekið undir spaðann á ás. Norður spyr þá um lykilspil og trompdrottn- ingu og lympast svo niður í fimm spöðum þegar veikleikinn í trompinu upplýsist. Réttilega, því það er að- eins ellefu slagi að hafa í spaðasamn- ingi. Á hinu borðinu fundu þýsku kon- urnar Daniela von Arnim og Sabine Auken hjartalitinn á sjötta þrepinu: Vestur Norður Austur Suður Gordon von Arnim Kraft Auken – – – 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd * Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass 5 spaðar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Von Arnim og Auken spila tvö grönd sem kröfusögn í þessari stöðu og það virðist oft reynast þeim vel. Hér hækkar suður í þrjú grönd og norður hefur alhliða slemmuleit með því að melda fyrirstöðu í laufi. Auken sýnir þá spaðaásinn og von Arnim stingur upp á spaðaslemmu með fimm spöð- um. Auken veit þá að ekki vantar tvo ása og velur þéttan hjartalitinn sem tromp. Vel sagt og verðskulduð sveifla til Þjóðverja. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8. O-O-O O-O 9. f3 a6 10. h4 Rxd4 11. Dxd4 b5 12. Kb1 Dc7 13. Dd2 b4 14. Re2 a5 15. Rd4 Ba6 16. Bxa6 Hxa6 17. De2 Hb6 18. g4 Hc8 19. h5 h6 20. Be3 Rd7 21. Hhg1 Bf6 22. g5 hxg5 23. Bxg5 Kh8 24. Bxf6 Rxf6 25. Hg5 a4 26. Dd2 De7 27. Hdg1 Hg8 28. Dg2 Re8 29. Hg6 Df8 Staðan kom upp í heimsmeist- arakeppni landsliða sem lauk fyrir skömmu í Beer-Sheva í Ísrael. Len- ier Dominguez (2635) hafði hvítt gegn Boris Gulko (2589). 30. Rxe6! fxe6 31. h6 Df7 32. Hh1 og svartur gafst upp enda er hann óverjandi mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Gróusögur HÚN Gróa gamla á Leiti er ansi brött, kerlingin, þótt gömul sé. Hún flakkar um víða og er stund- um orðin ansi fjölmiðlavæn. Hún er löngu fræg en þráir meiri at- hygli. Stundum hef ég heyrt í henni á öldum ljósvakans þar sem hún lætur móðan mása um menn og málefni meðan eyru hlustenda bókstaflega blása út af öllum þeim tíðindum sem kerlingin hefur að færa þeim. Sumir hlustendur taka gjarnan upp kryddboxin sín og sögurnar kryddaðar eftir smekk. En fórnarlömb slíkrar umfjöllunar geta oft ekki varið sig jafnvel þótt farið sé fram á leiðréttingu gróu- sagna. Ég er hlynnt frelsi í fjölmiðlum en mér finnst samt að það þurfi að setja skýrar reglur um hvað má og hvað má ekki. Ótakmarkað frelsi getur verið skaðlegt. Fólki er stundum bent á að fara dóm- stólaleiðina en það er erfitt að standa í slíku og fólk gerir það sjaldnast. Sigrún Reynisdóttir. Svar keppenda SVAR keppenda í spurningaleik Stöðvar 2 sl. miðvikudagskvöld – þegar svara skyldi spurningunni: Hvað heitir Inga Lind – þá svör- uðu báðir að bragði: Karlsdóttir. Það rifjaði upp fyrir u.þ.b. hálfri öld þegar Sveinn Ásgeirsson hag- fræðingur stjórnaði skemmtiþætti í útvarpinu sem var vinsæll með afbrigðum. Hagyrðingar létu þar mikið að sér kveða, nægir þar að nefna Helga Sæmundsson, það góða ljóðskáld, sem flestir kannast við. Eitt sinn kom Steinn Steinarr í þáttinn og af góðum íslenskum sið bað Sveinn hann að segja hlust- endum nafn sitt. Ég heiti Að- alsteinn var svarið og eitthvað meira minnir mig að Sveinn segði. Það verður smá þögn þar til Steinn segir: Menn eru ekki skírð- ir föðurnafni sínu. Þetta hefur orðið mér minnisstætt síðan enda sannleikur hinn mesti. Fyrir örfáum misserum var einn af þessum þáttum Sveins end- urfluttur á Rás 1. En þættirnir voru fjölmargir og höfðu almenna áheyrn. Það yrði mörgum, ekki síst þeim sem komnir eru af létt- asta skeiði, ánægjuauki ef eitthvað af þeim yrði endurflutt á góðum hlustunartíma í helsta menningar- útvarpi landsmanna, Rás 1. Guðfinnur Stefán Finnbogason. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Á morgun, 19.nóvember, er fimmtug Þórdís Lárusdóttir, Grundartúni 10, Hvammstanga. Hún tekur á móti gest- um í Félagsheimilinu Víðihlíð, laug- ardaginn 19. nóvember, á milli klukkan 14–18. Hlutavelta | Þær Eva, Ragnheiður og Thelma héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær 1.454 kr. Morgunblaðið/Ásdís Hlutavelta | Þær Unnur, Guðrún, Þuríður og Guðný héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær 6.313 kr. VÍK Prjónsdóttir er yfirskrift sýningar sem opnuð var í gær á Vesturgötu 17. Vík Prjónsdóttir er samstarfsverkefni fimm hönnuða og Víkurprjóns í Vík í Mýrdal. Hönnuðirnir eru Bryn- hildur Pálsdóttir, Egill Kalevi Karlsson, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Hrafnkell Birg- isson og Þuríður Sigurþórs- dóttir. Verkefnið er unnið með stuðningi IMPRU nýsköp- unarmiðstöð. Vík Prjónsdóttir þjónar því hlutverki að efla nýsköpun á landsbyggðinni og skapa ís- lenskri vöru sérstöðu. Í verk- efninu hefur reynsla og útsjón- arsemi framleiðanda sameinast hugviti og framsýn hönn- uðanna. Með þetta að leiðarljósi fæddist Vík Prjónsdóttir. Sýningin á hönnunardögum veitir innsýn í þetta vöruþróun- arferli. Sýningin er opin til 20. nóv- ember frá kl. 12–20. Sýningin Vík Prjóns- dóttir Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Boðahlein. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. RAÐHÚS VIÐ BOÐAHLEIN ÓSKAST Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 FRAMTÍÐ ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Málþing í Íslensku óperunni Þriðjudaginn 22. nóv. kl. 9-12.30 Málþing í Íslensku óperunni, á degi tónlistar, þriðjudaginn 22. nóvember kl. 9-12.30. Nánari upplýsingar um dagskrá á www.opera.is Aðgangur ókeypis - allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.