Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 37
þennan mikla mun og jafnframt að ganga úr skugga um að ráðherrarn- ir væru báðir að svara sömu spurn- ingu (heildarhlutfalli þeirra reglna ESB sem Ísland yfirtekur), kemur í ljós að það eina sem hafði breyst var pólitísk afstaða utanrík- isráðherranna tveggja. Í stólinn var kominn ráðherra sem hafði nei- kvæðari afstöðu til Evrópusam- bandsaðildar. Það sem gerir þessi ólíku svör sérstaklega áhugaverð er að svör beggja smellpassa inn í full- veldisorðræðuna sem bæði aðild- arsinnar og andstæðingar beita óspart. En samkvæmt henni hentar það einmitt málflutningi aðild- arsinna að sýna fram á að Ísland taki nú þegar yfir megnið af reglu- gerðaverki ESB á meðan andstæð- ingarnir snúa tölunum frekar þann- ig að við ESB-aðild hellist yfir okkur mikill fjöldi nýrra Evr- ópureglna. Villandi talnameðferð Í framangreindri rannsókn kom í ljós að Ísland yfirtekur ekki 80 pró- sent af öllum reglugerðum ESB en það gera aðildarríki ESB ekki held- ur, eins og þó mátti skilja af svari Davíðs Oddssonar á Alþingi. Það skekkir semsé myndina í svari Dav- íðs að aðildarríki Evrópusambands- ins innleiða sjálf aðeins hluta af heildar reglugerðaverki ESB inn í innlendan rétt. Stór hluti laga- ákvarðana ESB snerta aðeins ein- staka aðila en eru ekki almennar lagareglur sem fara með sams konar hætti inn í landsrétt allra 25 aðildarríkjanna. Til að mynda er Sví- þjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki ESB. Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum ESB sem Svíum er gert að innleiða. (Ef til vill má skilja svar Halldórs í þessu ljósi.) Enn fremur vantar í svar Davíðs fjölmargar ESB-reglur sem Íslandi er gert að fylgja, til að mynda allar þær sem koma í gegn- um Schengen-landamærasamstarfið. Eins og hér hefur verið rakið geta framangreindir talnaútreikn- ingar verið afar villandi og var- hugaverðir þegar meta á hversu mikinn þátt Ísland tekur í Evrópu- samstarfinu. Sannast sagna er gagnlítið að beita einfaldri magn- mælingu, eins og svör utanrík- isráðherranna byggja á, enda hafa reglur ESB mjög misjafnt vægi og það er hreinn blekkingaleikur að leggja þær allar að jöfnu. Til að skilja muninn á verunni í EES ann- ars vegar og fullri aðild að ESB hins vegar er nauðsynlegt að leggja efnislegt mat á tengslin og greina með þeim hætti muninn á þessu tvennu. Í því augnamiði þarf að skoða til hvaða sviða EES sam- starfið nær og bera það saman við umfang samstarfsins innan ESB. Eftir tólf ár á Evrópska efnahags- svæðinu er nú orðið afar brýnt að rannsaka og ræða fordómalaust hvaða áhrif þátttakan hefur haft á þjóðfélag okkar, burt séð frá þras- inu um hugsanlega Evrópusam- bandsaðild. ’Sannast sagna ergagnlítið að beita ein- faldri magnmælingu, eins og svör utanrík- isráðherranna byggja á …‘ Höfundur er forstöðumaður Evrópufræðaseturs Viðskiptaháskólans á Bifröst. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 37 UMRÆÐAN Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor PRÓFKJÖR www.mbl.is/profkjor Guðlaug H. Konráðsdóttir mælir með Valgerði Sigurðar- dóttur í fyrsta sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Elísabet Valgeirsdóttir styð- ur Valgerði Sigurðardóttur í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Sólveig Haraldsdóttir styður Harald Þór Ólason í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Haraldur Eggertsson styður Harald Þór Ólason, sem sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Að þingi loknu Þegar vilji íbúa er kominn fram tekur við næsta ferli þar sem nið- urstöðurnar verða nýttar í vinnu við endurskoðun aðalskipulags og Stað- ardagskrár 21 fyrir Kópavog. Hvað finnst þér? Er gott að búa í Kópavogi? Stefnir bærinn í rétta átt í skipulagsmálum? Má bæta eitthvað í tengslum við þjón- ustu við aldraða? Hvað með íþrótta- og tómstundastarf í bænum? Það er von bæjaryfirvalda í Kópa- vogi að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í þinginu og að raddir íbúa á öllum aldri og með ólík sjónarmið fái að heyrast. Mætum sem flest og tökum þátt í að gera bæinn okkar enn betri. Dagskrá þingsins er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Höfundar eru í stýrihópi vegna íbúaþings í Kópavogi 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.