Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Sellerírót með geitaosti, hunangi og sesamfræjum Berið sellerírótina fram með sveppafylltri vorrúllu og bláberjasósu Sellerírótin 1 teningur grænmetiskraftur 2 l vatn u.þ.b. 1,5 kg sellerírót 4 sneiðar chévre geitaostur (u.þ.b. 400 g) 5 msk. hunang 2 msk. sweet chili sauce 1 msk. þurrkað timjan 1 tsk. svartur pipar 0,5 tsk. salt 400 g sesamfræ 2 dl hveiti 4–5 egg Skerið sellerírót í átta þunnar sneiðar og sjóðið þar til þær eru mjúkar í vatni með grænmetisteningi. Látið kólna. Blandið hun- angi, chilisósu, salti, timjan og pipar í skál. Látið eina ostsneið á milli tveggja sell- erísneiða ásamt fjórðungi af hunangsblönd- unni. Veltið pökkunum fjórum upp úr hveiti, síðan eggi og að síðustu sesamfræjum. Steik- ið þannig að fái á sig lit. Vorrúllan 500 g sveppir 1/2 gulrót 1 skallottulaukur 1 pakki filodeigsplötur fyrir vorrúllur (yfirleitt 25 þunnar plötur í pakka og fæst a.m.k. í sérverslunum með asískan mat) 2 msk. mascarpone ostur 2 egg Saxið lauk og gulrót í hálfs sentimetra stóra bita og steikið á pönnu. Bætið grófsöx- uðum sveppum út í og steikið í u.þ.b. 5 mín- útur eða þar til vökvinn sem sveppirnir gefa frá sér byrjar að gufa upp. Látið kólna og blandið osti og eggjarauðum við (geymið eggjahvítur). Fletjið smjördeigið út, notið tvær plötur í hverja rúllu. Setjið fyllinguna í eitt hornið og leggið deigið yfir og rúllið upp. Notið eggjahvítuna sem lím á kantana. Pensl- ið með olíu eða smjöri og bakið síðan vorrúll- ur og sellerírótarbögglana saman í ofni við 175 gráður í 10 mínútur. Sósan ½ gulrót 2 tsk timjan ½ rauðlaukur 4 tsk. tómatpure 1 tsk. rósmarín 300 g bláber (fryst) 3 tsk. hunang 1 grænmetisteningur 5 dl vatn Saxið grænmetið og steikið með kryddi auk tómatpure. Bætið berjum, vatni, hunangi og teningi við og sjóðið saman í u.þ.b. 10 mín. Blandið með töfrasprota og sigtið. Smakkið til með salti og pipar. Græn melónusúpa með myntu og vanilluís 1 dl sykur 1 dl vatn ¼ vanillustöng 1 stjörnuanís 1 galia melóna 2 msk. midori (melónulíkjör) Safinn úr einu lime 6 blöð fersk mynta Sjóðið vatn, sykur, vanillustöng og anís þar til sykurinn hefur bráðnað. Látið kólna. Tak- ið aldinkjötið úr melónunni, hakkið myntu og blandið öllu saman í matvinnsluvél þar til það er orðið að sléttu mauki. Setjið í frysti í u.þ.b. hálftíma. Takið út, hrærið með gaffli og berið fram með einni kúlu af vanilluís. Rótargrænmetiskaka 300 g sellerírót eða sætar kartöflur 800 g kartöflur 1 dl rjómi 3–4 gulrætur (700 g) 60 g blaðlaukur (græni hlutinn) 3 msk. hunang 2 eggjarauður 50 g smjör 2–3 tsk. salt pipar Sjóðið kartöflur og sellerírót eða sætar kartöflur í ósöltu vatni (annars geta kartöfl- urnar orðið klístraðar) þar til það er mjúkt. Blandið rjóma, smjöri og eggjarauðum sam- an við. Saltið og piprið. Rífið gulræturnar á rifjárni, sneiðið blaðlaukinn í þunnar ræmur, setjið í skál og blandið hunangi við. Létt- saltið. Látið standa í 10 mínútur. Hellið vökv- anum sem myndast af. Blandið kart- öflublöndunni og gulrótablöndunni saman og setjið í kökuform með lausum köntum sem hefur verið klætt að innan með plastfilmu. Leggið plastfilmuna einnig yfir deigið þannig að hún nái yfir kökuna. Bakið neðarlega í ofn- inum í u.þ.b. 35 mínútur við 175 gráður. Látið kólna í 15 mínútur áður en kakan er skorin. Ljósmyndir/GTJ Græn melónusúpa með mintu og vanilluís.Það er auðvelt aðelda kjöt og fisk enerfiðara að eldagóða grænmet- isrétti. Þess vegna finnst mér það skemmtilegra, seg- ir Guðjón Trausti Jónsson, íslenskur kokkur sem búið hefur í Svíþjóð frá barns- aldri. Hann er nú að kveðja einn rótgrónasta veitinga- staðinn í Gautaborg og flytj- ast til Ystad í Suður-Svíþjóð til að móta matreiðsluna á nýjum veitingastað. Það er eins og að stíga þrjátíu ár aftur í tímann að koma inn á Källarkrogen í hjarta Gautaborgar, vinnu- stað Guðjóns til þriggja ára. Hingað koma fastagestir og innfæddir Gautaborgarar af yngsta skeiði og vilja stað- inn óbreyttan. Hér er minnst að gera á sumrin þegar heimafólk er á ferða- lögum, ferðamenn hafa ekki uppgötvað þennan stað, en hér er annríki þegar lægð er á öðrum veitingastöðum. Breytingar á matseðli eru gerðar að vandlega yfirlögðu ráði en kokkurinn Guðjón hefur fengið útrás fyrir sköpunarþörfina með því að gera tilraunir utan afgreiðslutíma. Alþjóðleg áhrif Nú flytur hann til Skánar með fjölskyldunni, konunni Mia Einarsdotter, og tvíburunum Freyju Andreu og Max Trausta þriggja ára, og fær að leika sér út í eitt í eldhúsinu á veitingastaðnum Soft Social Club þar sem matreiðslan verður undir al- þjóðlegum áhrifum. Guðjón segist frekar ryðgaður í íslensk- unni en gerir sig þó vel skiljanlegan. Sænskan er honum tamari enda var hann aðeins fjögurra ára þegar hann fluttist frá Íslandi ásamt foreldrum sínum, Sólrúnu Kristjánsdóttur og Jóni Dór Friðsteinssyni. En þau voru í hópi þeirra Íslendinga sem á áttunda áratugnum tóku sig upp frá heima- landinu og fluttust til Skandinavíu eða Ástr- alíu í leit að betri lífskjörum. Guðjón lauk námi sem bifvélavirki og vann við það um skeið en fann sig ekki fyrr en í matreiðsl- unni sem hann hefur nú fengist við í þrettán ár og unnið á ýmsum veitingastöðum í Gautaborg. Blæs lífi í gamlar uppskriftir Áhrifin í eldamennsku hans koma víða að, hann les iðulega matreiðslubækur og þá ekki bara þær nýjustu. Gamlar uppskriftir vekja áhuga Guðjóns og honum finnst gam- an að nota þær sem grunn og blása nýju lífi í þær. Eins og fyrr segir er grænmetið uppáhaldshráefnið, ekki síst kartöflur. „Nú eru margir orðnir grænmetisætur og mér finnst gaman að búa til fjölbreytta græn- metisrétti svo allir fái eitthvað við sitt hæfi,“ segir Guðjón. „Kartöflur finnst mér mjög skemmtilegt hráefni, það eru til marg- ar mismunandi tegundir sem fólk veit ekk- ert af og mér finnst gaman að gera tilraunir með þetta hráefni. Það er áskorun að elda grænmeti. Það má til dæmis ekki sjóða of lengi til að næringarefnin tapist ekki og það getur reynst erfitt að gera sósur með græn- metisréttum en það er of auðvelt þegar uppistaðan er kjöt eða fiskur,“ segir Guðjón sem viðurkennir að vinna best undir álagi og þegar hann þarf að leysa krefjandi verk- efni. MATARKISTAN | Guðjón Trausti Jónsson ætlar að elda fyrir gesti á nýjum veitingastað í Ystad í Svíþjóð Það er áskorun að elda grænmeti Morgunblaðið/Steingerður Guðjón Trausti Jónsson ætlar á næstunni að elda fyrir gesti í Suður-Svíþjóð. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is ALLIR finna af og til fyrir streitu og hún getur jafnvel verið hjálpleg við að hvetja okkur áfram. Streita er slæm þegar hún truflar daglegt líf, sambönd og heilsuna. Börn geta líka fundið fyrir streitu en það er ekki auðvelt að sjá einkenn- in. Á vef bandarísku sjúkrastofn- unarinnar Mayo Clinic er streitu- einkennum barna lýst og foreldrum gefin ráð til að takast á við þau. Hjá börnum yngri en tveggja ára getur streita komið fram í : **COLR** Erfiðleikum við að gefa barninu að borða Pirringi Auknum gráti Svefntruflunum. Hjá börnum að skólaaldri geta einkennin lýst sér sem: Reiðiköst Maga- og höfuðverkur Minnkuð matarlylst Erfiðleikar við að hafa stjórn á tilfinningum Martraðir Hjá yngstu skólabörnunum geta einkennin verið: Vandamál í samskiptum við vini eða kennara Einbeitingarerfiðleikar eða erfiðleikar við að klára skóla- verkefni Ekki vilji til að taka þátt í starfi Barnið byrjar að pissa undir á ný eða í fyrsta sinn Erfitt að koma auga á einkenni streitu hjá börnum HEILSA Morgunblaðið/Alfons Á vef Mayo Clinic eru gefin nokkur heilræði til að hjálpa börnum að takast á við streitu: Passið að barnið fái nóga hvíld. Gefið ykkur tíma á hverjum degi til að hlusta á barnið. Reynið að gera ykkur grein fyrir hvað veldur barninu streitu og búið það undir slíkar aðstæður Talið við barnið um það sem getur valdið streitu. Látið barnið vita að einhver streita sé eðlileg og það sé í lagi að vera stundum reið(ur), hrædd(ur), ein- mana eða kvíðin(n).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.