Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 57 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Úlf- arnir í kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt til miðnættis. Kvikmyndir Norræna húsið | Criss Cross Social- Political. Hér er stefnt saman kvikmyndum kvikmyndagerðarmanna, myndlistar- manna, sem og heimildamyndum, frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Fókusinn er á heiminn fyrr og nú, og hvern- ig kvikmyndagerðarmenn og listamenn bregðast við óreiðu hans. 12 myndir. Að- gangur ókeypis. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Opinn afmælis- og kynningarfundur AL-ANON samtakanna verður haldinn kl. 20.30 í Há- teigskirkju. Á fundinum segja tveir AL- ANON félagar, einn AL-ATEEN félagi og einn félagi í AA-samtökunum sögur sínar. Kaffispjall að fundi loknum. www.al– anon.is. Fyrirlestrar Háskóli Íslands | Hugvísindaþing 2005 á vegum guðfræðideildar og hugvís- indadeildar. Um 80 opnir fyrirlestrar í sjö stofum í aðalbyggingu HÍ allan daginn. Tungumál, sagnfræði, bókmenntir, guð- fræði, málfræði, heimspeki o.fl. Sjá dag- skrá á www.hugvis.hi.is. Maður lifandi | Fyrirlestur með Godi Keller frá Steinerkennaraháskólanum í Osló í Maður lifandi, Borgartúni 24, föstud. 18. nóv. kl 21. Aðgangseyrir 300 kr. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14, söng- stund við píanóið að því loknu. Ath. hádegismatur frá kl. 12–13, miðdeg- iskaffi kl. 15. Aflagrandi 40 | Innkaupaferð 23. nóv. í Bónus, Rúmfatalagerinn, Ikea og Vín- búðina í Holtagörðum. Farið frá Afla- granda kl. 13 og til baka kl. 16, skráning á staðnum og í síma 411 2700. Ath. nýtt símanúmer. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, frjálst að spila í sal, fótaaðgerð. Kl. 14 verður kynning á geisladisknum „Undir dal- anna sól“. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öll- um opið. Fastir liðir eins og venjulega. Elsa E. Guðjónsson búninga- og text- ílfræðingur spjallar um íslenskan út- saum og kemur með sýnisgripi kl. 13.30. Kosið í notendaráð að spjalli loknu. Rósa reiðir fram síðdegiskaffi eins og henni einni er lagið. Síminn okkar er: 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, föstu- daga kl. 13–16. Handverksklúbbur fyrir konur og karla. Kaffi að hætti FEBÁ. Akstur annast Auður og Lindi, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Síð- degisdans í dag, föstudag, kl. 15–17, Guðmundur Haukur leikur fyrir dansi. Kaffi og rjómaterta. Ath. síðasta skipti fyrir jól. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Leik- húsferð, lagt af stað frá Garðabergi kl. 19.30, fyrir þá sem taka rútuna. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a., bókband. Um- sjón Þröstur Jónsson. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spila- salur opinn. Veitingar í hádegi og kaffi- tíma í Kaffi Berg. Á mánud. 21. nóv. kl. 14 „Undir dalanna sól“, Björgin Þ. Valdimarsson kynnir eigin lög. Sími 575 7720 – www.gerduberg.is. Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður. Enn eru laus pláss í útskurði. Messa kl. 14, prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furu- gerðiskórinn syngur undir stjórn Ing- unnar Guðmundsdóttur. Kaffiveitingar. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag- blöðin. Almenn handavinna, útskurður, baðþjónusta, Fótaaðgerðir (annan hvern föstudag). Hárgreiðsla. Kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Mánudaginn 21. nóv. kl. 10–16 verður kortagerð á vinnustofu. Skrán- ing á skrifstofu. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Tréskurður kl. 13. Brids kl. 13. Boccia kl. 13.30. Dansleikir á föstudögum, tvisvar í mánuði fram að áramótum. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9–12, postu- línsmálning. Bingó kl. 14, góðir vinn- ingar, vöfflukaffi. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Fastir liðir eins og venjulega. Kíktu við og skoðaðu dagskrána fram að jólum. Vínarhljómleikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands 6. nóv. Dag- blöðin liggja frammi. Alltaf heitt á könnunni. Bakkelsi beint úr ofninum. Út í bláinn alla laugardagsmorgna kl. 10. Sími 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, kl. 9 opin hárgreiðslustofa, sími 588 1288. Kl. 10 ganga, kl. 14 leikfimi, opin smiða- stofa. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hannyrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda, rjómapönnukökur í kaffitímanum. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, leirmótun kl. 9–13, morg- unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, leir- mótun kl. 13, bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Kaffi og létt spjall. Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja | Starf eldri borgara. Bridsaðstoð frá kl. 13 og kaffi. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins, samkoma kl. 20. Bæna- stund fyrir samkomu kl. 19.30. Guðs orð talað. Lofgjörðarhópur kirkju unga fólksins leiðir lofgjörð. Láttu sjá þig. „Workshop“ fyrir samkomu kl. 17 – listasmiðja. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið sam- veru kirkjuskólans í Víkurskóla laug- ardag kl. 11.15–12. Söngur, sögur, gleði og gaman. Brúðuleikhús o.fl. Hittumst hress og kát. Kirkjuskólinn í Skaftárhreppi | Fyr- irhuguð samvera kirkjuskólans í Skaft- árhreppi sem vera átti í kapellunni á Kirkjubæjarklaustri nk. laugardag fell- ur niður af óviðráðanlegum ástæðum. Selfosskirkja | Morguntíð sungin í Sel- fosskirkju í dag kl. 10. Fyrirbænir – og einnig tekið við bænarefnum. Kaffi- sopi í safnaðarheimilinu á eftir. Sr. Gunnar Björnsson. HANDVERK og hönnun og menn- ingarráð Austurlands með stuðningi Þróunarfélags Austurlands og Mark- aðsstofu Austurlands munu í dag kl. 16.00 opna sýninguna „Auður Aust- urlands“ á Hótel Héraði á Egils- stöðum. Sýningin er haldin í tengslum við Daga myrkurs á Aust- urlandi. Á sýningunni verða fjöl- breyttir munir unnir úr hráefni sem tengist Austurlandi, þ.e. hrein- dýraskinni, hreindýrshorni og beini, lerki og líparíti. Sýndir verða munir frá tuttugu og fjórum aðilum. Sýnendur eru: Álfa- steinn, Ásta Sigfúsdóttir, Dröfn Guð- mundsdóttir, Dýrfinna Torfadóttir, George Hollanders, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Sigurðsson, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Hólmfríður Ófeigs- dóttir, Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Ólavía Sigmarsdóttir, Páll Kristjánsson, Philippe Ricart, Reynir Sveinsson, Rita Freyja Bach, Signý Ormarsdóttir, Sigurður Már Helgason, Úlfar Sveinbjörnsson, Þórey S. Jónsdóttir, Þórhallur Árna- son og Þórólfur Antonsson. Opið verður í dag frá kl. 16.00 til 20.00. Á morgun og sunnudag frá kl. 13.00 til 17.00. Gert er ráð fyrir að sýningin verði sett upp á fleiri stöðum á landinu í ársbyrjun 2006. Aðgangur er ókeypis. Í tengslum við sýninguna verður haldinn opin samráðsfundur á Hótel Héraði á sunnudag kl. 17 um stöðu handverks- og listiðnaðar eystra. Auður Austurlands BJARNI Björgvinsson opnar sýn- inguna Nú í Grafíksafni Íslands, sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, á laugardaginn kl. 16. Þetta er sjötta einkasýning Bjarna en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölmörgum samsýningum innanlands og utan. Að þessu sinni beinir listamaðurinn sjónum að manninum, starfinu og tímanum. Flest verkin eru unnin í steinþrykk með blandaðri tækni. Sýningin stendur til 4. desember en safnið er opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14 til 18. Nú í Grafíksafni Íslands Morgunblaðið/Þorkell OPNUÐ verður á morgun kl. 15 sýning í Gerðubergi á myndskreyt- ingum úr íslenskum barnabókum sem komið hafa út á árinu. Á sýning- unni eru myndir úr þrjátíu og tveimur bókum eftir tuttugu og fimm myndskreyta. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru einnig tilnefndir til íslensku myndskreytiverðlaunanna Dimmalimm en þau verða afhent á morgun. Er þetta í fjórða skiptið sem verðlaunin eru veitt og hafa þau Halla Sól- veig Þorgeirsdóttir, Brian Pilkington og Áslaug Jónsdóttir unnið á liðn- um árum. Harpa Arnardóttir mun bregða sér í hlutverk Dimmalimmar og auk þess mun Dúó stemma, Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari segja og leika söguna um Jón bónda í tali og tónum. Að verðlaununum standa Penninn, Myndstef, Félag íslenskra bókaút- gefenda og Gerðuberg. Sýningin stendur til 8. janúar 2006 og er opin virka daga frá 11–17, miðvikudaga 11–21 og um helgar frá 13–16. Skreytimyndir Morgunblaðið/Eggert Harpa Arnardóttir, Dimmalimm, og Hólmfríður Ólafsdóttir, for- stöðumaður Gerðubergs. 564 6464 Síðumúla 24 • 108 Reykjavík hof@hofid.is • www.hofid.is Guðm. Björn Steinþórsson, lögg. fasteignasali, Jón Guðmundsson, sölustjóri.fasteignasala Til sölu er einkahlutafélag í sjávarútvegi Helsta eign félagsins er Sómi 860, árg. 1998, krókaaflahlutdeild og krókaaflamark. M.v. núverandi úthlutun gefur aflahlutdeildin 39.132 kg. í þorski, 39.059 kg. í ýsu og 396 kg. í karfa, löngu, keilu og steinbít. Aflamarkið er óveitt. Báturinn er með 360 hestafla Volvo Penta vél, 5 DNG rúllum og útbúnaði til línuveiða. Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 899 9600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.