Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tel Aviv. AFP. | Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, og Amir Per- etz, nýkjörinn leiðtogi Verka- mannaflokksins, samþykktu í gær að boða til kosninga í landinu á út- mánuðum en kjördagur verður ákveðinn á mánudag. „Við ákváðum, að kosningar yrðu á tímabilinu frá því seint í febrúar til jafnlengdar í mars,“ sagði Peretz eftir fund með Sharon. Eftir að Peretz sigraði í leiðtogakjöri innan Verkamannaflokksins, ákvað hann að slíta stjórnarsamstarfinu við Likudflokk Sharons. Búist er við, að helstu málin í kosningabaráttunni verði átökin við Palestínumenn og efnahagsmálin en Peretz hefur stutt ísraelsku frið- arhreyfinguna, sem er andvíg byggðum gyðinga á hernumdu svæðunum. Nýjar skoðanakannanir sýna, að Likudflokkurinn hefur um- talsvert forskot á Verkamanna- flokkinn. Amir Peretz Ariel Sharon Boðað til kosninga í Ísrael Chicago. AFP. | Bandarískir sak- sóknarar ákærðu í gær Conrad Black, fyrrverandi forstjóra fjölmiðlafyr- irtækisins Hollinger Int- ernational, fyrir fjárdrátt. Black og fleiri fyrrver- andi stjórn- endur Holl- inger Inter- national eru sakaðir um að hafa dregið sér nær 84 milljónir dollara, sem samsvarar rúmum fimm millj- örðum króna, úr sjóðum fyr- irtækisins. Hollinger International var eitt sinn þriðja stærsta fjöl- miðlaveldi heims. Það hefur verið leyst upp og flest dagblöð þess hafa verið seld, þeirra á meðal Daily Telegraph í Bret- landi og Jerusalem Post. Conrad Black ákærður Conrad Black SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Bagdad. AFP. | Bayan Baqer Solagh, innanríkisráðherra Íraks, sagði í gær að fullyrðingar um að fangar stjórnvalda hefðu sætt barsmíðum og verið sveltir í höfuðborginni, Bag- dad, væru „ýkjur“. Solagh sætir vaxandi þrýstingi vegna meintra pyntinga, sem vakið hafa hörð við- brögð í Írak og víða um heim. Á sunnudag fundu bandarískir hermenn 170 fanga, sem geymdir voru í neðanjarðarbyrgi byggingar er innanríkisráðuneyti Íraks ræður yfir. Fullyrt er að mennirnir hafi sætt pyntingum, margir þeirra hafi verið barðir og þeir hafi verið svelt- ir. Hermt er að mennirnir hafi verið illa á sig komnir er þeir fundust. Upplýsingar þessar hafa vakið mikla reiði í Írak. Fangarnir eru flestir súnnítar en það þjóðarbrot fór með völdin í landinu í tíð Sadd- ams Husseins forseta. Sjítar, sem eru mun fjölmennari, eru nú ráðandi í stjórn landsins. Segja talsmenn súnníta fjölmörg dæmi þess að þeir hafi sætt pyntingum og harðræði af hálfu sjíta. Súnnítar hafa krafist þess að óháð, alþjóðleg nefnd verði skipuð til að rannsaka málið. Stjórn- völdum sé ekki treystandi til þess. Stjórnvöld hafa heitið því að ásak- anir þessar verði rannsakaðar. Innanríkisráðherrann sagði hins vegar í gær að ýmislegt hefði verið úr lagi fært í fregnum af máli þessu. Hið rétta væri að sjö fanganna hefðu verið pyntaðir. Þeim sem ábyrgð bæru yrði refsað. „Ég hafna pynt- ingum og mun refsa öllum þeim sem iðka pyntingar,“ sagði ráðherrann. Fangarnir væru hins vegar „glæpa- menn og hryðjuverkamenn“ en súnnítar halda því fram að menn- irnir hafi engin lögbrot framið og að þeir tengist ekki andstöðu við er- lenda hernámsliðið í landinu. Ráðherrann hélt vegabréfum á lofti því til sannindamerkis að í hópi fanganna væru erlendir hryðju- verkamenn, sem væru sérlega hættulegir. Þá bar hann og til baka fullyrðingar um að fangarnir væru allir súnnítar. Nefndi hann að í hópi fanganna væri að finna sjíta sem ábyrgur væri fyrir fjórum sprengju- tilræðum, sem kostað hefðu alls 66 mannslíf. Allir mennirnir hefðu ver- ið handteknir af lögmætum ástæð- um. Reuters Abdul Salam al-Kubaisi, liðsmaður Samtaka íslamskra fræðimanna í Írak, heldur á blaðamannafundi á lofti ljósmynd af líki manns sem sagður er hafa verið pyntaður í leynilegu fangelsi innanríkisráðuneytisins í Bagdad. Segir fregnir af pyntingum „ýktar“ ÓTTAST er, að fuglaflensan verði að faraldri í mönnum, berist hún í HIV-smitað eða alnæmissjúkt fólk. Kemur það fram hjá bandaríska vísindamanninum dr. Robert Webster en hann er sérfræðingur í inflúensuveirum. Webster segir, að ónæmiskerfið í alnæmissjúku fólki sé mjög veiklað og því sé meiri hætta á, að það smitist af fuglaflensuveirunni. Þá fengi veiran líka aukið svigrúm til að aðlagast og verða síðan að far- aldri að því er fram kom á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Sem stendur getur fuglaflensu- veiran, H5N1, ekki smitast auðveld- lega á milli manna en hún hefur borist í 125 manns í Suðaustur-Asíu úr sýktum fugli. Almennt er óttast, að hugsanlegur faraldur muni eiga upptök sín á þeim slóðum og þá vegna mikils nábýlis manna og fugla. Bæklað ónæmiskerfi gæti orðið stökkpallurinn Webster telur hins vegar ástæðu til að óttast, að umbreyting veir- unnar geti átt sér stað þegar fugla- flensan kemur upp í Austur-Afríku en þar er mikið af alnæmissmituðu eða alnæmissjúku fólki. Webster bendir á í þessu sam- bandi, að krabbameinssjúkt fólk með bæklað ónæmiskerfi eigi mjög erfitt með að vinna bug á venjulegri flensu og stundum taki það margar vikur. Það sama gæti gerst með al- næmissjúklinga, sem smitast af H5N1. Nái veiran að fjölga sér lengi í líkama þeirra, aukist um leið líkurnar á, að hún fari að smitast milli manna. Fuglaflensan hefur ekki komið upp í Austur-Afríku enn svo vitað sé en nú eru á leið þangað margar fuglategundir frá sýktum svæðum. Gæti kvistað niður fólk með aðra sjúkdóma Laurie Garrett, sérfræðingur í heilbrigðismálum, segir að í Afríku sé ástandið þannig, að þar sé ekki aðeins mikið um alnæmi, heldur líka ýmsa aðra sjúkdóma, til dæmis berkla og malaríu. Fari fuglaflens- an að berast á milli manna þar, sé þó ekki víst, að eftir því verði tekið alveg strax. Ástæðan er sú, að ein- kennin myndu líkjast svo einkenn- um margra annarra sjúkdóma. Við þær aðstæður væri hætta á, að fuglaflensan legði að velli alla þá, sem smitaðir væru af alnæmi og jafnvel öðrum sjúkdómum. Alnæmi gæti ýtt undir fugla- flensufaraldur Reuters Alnæmissjúklingi í Papúa Nýju Gíneu sinnt á sjúkrahúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.