Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 47 MINNINGAR og með einhverjum töfrum viðhélt hún sinni æskufegurð. En það var ekki hið ytra útlit sem var það merki- legasta heldur hennar andlega reisn og andans ríkidæmi sem hún gaf okkur af sem urðum þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast henni. Hún var ávallt veitandi og gaf öðrum gjafir bæði veraldlegar og af andlegum auði sínum. Hún líktist höfðingskonu úr Íslendingasögum enda hélt hún sitt eigið erfi fyrir fjölskyldu sína þegar hún fann að dauðinn nálgaðist. Dauðinn sem hafði svo oft höggvið skörð í hennar fjölskyldu og hrifið burtu hennar nánustu ástvini, móð- ur, eiginmann, dóttur og tengdason í blóma lífsins. Það voru sorglegar vikur í nóvem- ber veturinn 1918 í litlu húsi við Njálsgötu. Ung móðirin lá á líkbör- um inni í stofunni en hin hræðilega pest spænska veikin hafði hrifið hana frá Lóló og sex systkinum hennar. Faðirinn var og fárveikur og aðfram- kominn af sorg. Grimmdarfrost var úti og kuldinn jók áhrif lungnabólg- unnar sem pestin olli og fólk á besta aldri stráféll í bænum. Það voru eng- ar messur í kirkjunum í mánuð, fáir sáust á götunum og heima í húsunum lá fólkið fárveikt, stundum börnin innan um látna foreldra. Lóló var sjö ára. Í vikur og mánuði í sorg og allar götur síðan umvafði hún litlu systkini sín og gekk þeim í móður stað. Í harmaljóði Bjarna Jónssonar frá Vogi um móður Lólóar segir m.a.: Hryggð er í húsum harmar þungir vaka, og vægðarlausar vonir manns. Hljóðlátir hugir horfa út í skuggann á eftir liðnu ljósi ranns. En öll él birtir upp um síðir. Og hamingjudagar æskunnar voru margir með systkinum í sumarbú- stað í Grafarvogi og á Kiðafelli í Kjós. Lóló var í sveit hjá frændfólki sínu í Kjósinni, á Bæ og á Sogni og gætti frændsystkina sinna, barna Ólafar á Hálsi. Skólanámið lék í höndum Lólóar, sem vildi menntast og öðlast æðri menntun. Á þeim tíma þótti það alls ekki sjálfsagt að stúlkur færu í menntaskóla og tækju stúdentspróf. Faðirinn unni öllum börnum sínum vel. Lóló þurfti þó að glíma við hann og þau gamaldags sjónarmið að syn- irnir ættu að ganga menntaveginn, en dæturnar ættu að læra eitthvað hagkvæmt. Þó faðirinn væri vilja- sterkur og stjórnsamur þá lét Lóló ekki beygja sig. Hún hafði sitt fram og tók stúdentspróf með sóma. Þetta var kannski ekki mikill atburður en sýnir hugrekki og réttlætiskennd ungrar stúlku, sem stóð ein, sýndi fordæmi og vann sigur í jafnréttis- baráttu. Hún lagði allt tíð áherslu á að fólk menntaði sig og gladdist manna mest þegar hennar eigin börn og frændur og frænkur luku námi í einhverri grein. Þá gaf hún ríkulegar gjafir, verk íslenskra skálda eða latneska speki. Það var jafnræði með þeim hjón- um Lóló og Birni Sigurðssyni lækni. Þau áttu hamingjurík ár á Hvamms- tanga og í Keflavík og börnin uxu úr grasi. Þau voru höfðingjar heim að sækja og meðal bestu æskuminninga eru heimsóknir til þeirra í Keflavík. Þar var lesið úr góðum bókum og slegið upp veislu og grillaðar ung- hænur með ríkulegu meðlæti bornar fram. Það er merkilegt fyrir þá sök að þá tíðkaðist ekki á Íslandi að borða hænur eða kjúklinga og sýnir þetta frumleika og víðsýni á því heimili. Þá þótti það dularfullt hve bragðgóða kjötsúpu Lóló bar fram þegar gesti bar að garði. Sálma- skáldið og æskulýðsleiðtoginn sér Friðrik Friðriksson var góður vinur þeirra Björns og Lólóar. Hann hafði einna mest dálæti á kjötsúpu og undraðist oft hve súpa Lólóar væri góð. Hún sagði að galdurinn væri gamalt húsráð frá Gunnu Teits, það að strá lúku af haframjöli yfir súpuna andartaki áður en hún er borin fram. Gunna Teits fylgdi fjölskyldunni. Hún var frá Bergsstöðum á Vatns- nesi, hún og bræður hennar höfðu varðveitt marga forna þekkingu og höfðu góð samskipti við álfa og huldufólk. Einn bróðirinn, Sigur- björn Teitsson, var giftur huldukonu og var með hring upp á það. Lóló var menntuð kona en safnaði ekki auði sem mölur og ryð fá grand- að. Heimili hennar var menningar- heimili þar sem bókmenntir og tón- list voru í hávegum hafðar og óvíða á Íslandi var til merkilegra safn fær- eyskrar málaralistar. Sorg og gleði varða stutta vegferð okkar hér á jörðu. Lóló var mikilhæf kona sem varðveitti heiðríkju sálar- innar og þrátt fyrir hyldýpi sorgar- innar miðlaði okkur hinum af lífs- gleði, æðruleysi og gjafmildum kærleika. Þorvaldur Friðriksson. „Í þessu húsi lifðu listirnar allar í þrætubókarformi. Við gestaborð Er- lendar sátu líklegir sem ólíklegir menn í einn mannsaldur, stundum ótrúlegir menn og konur, og voru að leita að réttum niðurstöðum um listina, lífið og öldina.“ Þessi klausa úr pistli eftir Nóbelsskáldið um Nínu Tryggvadóttur kom mér í hug, er nafni minn Björnsson hafði sam- band, þegar mamma hans hafði skilið við. Ég settist niður og velti fyrir mér hvaða þýðingu þessi ástkæra móður- systir mín hafði haft fyrir mig. Ég leitaði að réttri niðurstöðu um Sól- veigu frænku mína. Og komst að raun um, að Mánagata 7 hafði verið mitt Unuhús. Sólveig (Lóló) var sér- stæð í sínum systkinahópi. Hún var glaðvær, skaprík og sáttfús eins og þau öll. Þó fylgdu henni alvara og myndugleiki, sem fóru reyndar vel við þann lífsförunaut, sem hún valdi sér. Hún var vel menntuð að kvarða sinnar kynslóðar en setti móðurhlut- verkið í forsæti. Það var mikið happ frændfólki mínu að eiga svo vel mennta móður og þau Björn settu þann brag á heimili sitt, sem er ógleymanlegur. Á bernskuárum mínum var ég oft undir verndarvæng Lólóar um lengri eða skemmri tíma. Þá hafði ég gjarnan frumkvæði að því sjálfur að koma mér suður í Keflavík og þótti engum óeðlilegt, að barn færi eitt á milli með áætlunarbíl á þeim árum. Við mér tók jafnan út- breiddur faðmur. Man ég ekki til þess, að ég fyndi mig nokkurn tím- ann óvelkominn á Mánagötunni, þótt eflaust mætti kalla mig húskross. Á heimili þeirra Björns var andinn ræktaður á hversdagslegan og áreynslulausan hátt. Það, sem nú eru kallaðar æðri listir, sígild tónlist, bókmenntir og sérstaklega ljóðalest- ur, voru venjubundin afþreying og hvíld á þessu heimili og stundum sátu „ótrúlegir menn og konur“ við gestaborð Lólóar og Björns. Ljóslif- andi er sr. Friðrik Friðriksson, ní- ræður og staurblindur að lesa fyrir bréfskeyti til Páls V.G. Kolka á gull- aldarlatínu, eða hún Ólöf Gestsdóttir, ættmóðir frá Hálsi í Kjós og frænka okkar allra. Þetta var auðvitað há- skóli að sínu leyti fyrir barnið. Kynntist ég þarna veröld, sem hvarf að mestu og alltof snöggt með Birni heitnum Sigurðssyni. Það fráfall var öllum þungbært. En þá veröld sem var, má þó alltaf greina í mósku fortíðarinnar. Og hún hefur þýðingu áratugum seinna fyrir þann, sem lifa vill nútímann af. Sól- veig Sigurbjörnsdóttir var fágæti eins og allur þessi stóri systkinahóp- ur, sem hún kom úr, börn, sem á við- kvæmasta aldri misstu móður sína úr spænsku veikinni, en fengu í staðinn uppeldi nítjándualdar fólks og ást- ríks föður. Sá stóri ættbogi, sem frá þeim er kominn, nýtur þess í dag. Guð blessi minningu Sólveigar. Sigurbjörn Sveinsson. Hún var svo krúttleg hún Lóló föð- ursystir mín. Örugg í hreyfingum, létt á fæti, með óbrigðult minni. Með notalega nærveru, hógvær, af hjarta lítillát, vildi ekki láta hafa fyrir sér en fólkið hennar dáði hana og þráði að fá að hafa hana í kringum sig. Hún var svo uppörvandi hún Lóló, sagði alltaf eitthvað sérstakt við mann, eitthvað jákvætt og hlýlegt, setningar sem maður gleymir ekki. Svo voru það loftkökurnar, flatbrauðin með hangi- kjötinu, pönnukökurnar og heita súkkulaðið, gamli Saabinn, Skóla- brautin á Seltjarnarnesinu sem var eins og ævintýrahöll með mörgum spennandi áður ókönnuðum her- bergjum og skotum um allt og síðar húsið hennar á Freyjugötunni. Allt magnast þetta upp í ljúfum minning- um barnsins sem fylgir söknuður og tregi en þó fyrst og fremst þakklæti og gleði. Gleði yfir því að fengið að eiga hana að sem svo nána frænku. Lóló var bara svona frænka sem manni finnst erfitt að kveðja því manni þótti svo vænt um hana. Það var ekki hægt annað en láta sér þykja vænt um hana því hún var bara þannig. Það verður erfitt að hugsa sér tilveruna án hennar. Hún var svona manneskja sem manni finnst að ætti bara alltaf að vera. Hún og faðir minn sem er árinu yngri en hún voru tengd sérstökum kærleiksböndum. Töluðu þau oft saman í síma en þau voru bæði með afburða minni og frjó í hugsun. Tíu dögum fyrir andlát Lólóar fórum við hjónin með pabba til hennar. Sú stund verður ógleymanleg vegna þeirrar virðingar, umhyggju og kær- leiksbanda sem á milli þessara systk- ina voru. Þau rifjuðu upp gamla tíma og voru bæði eins og alfræði orðabók þegar um nöfn, staðsetningar og tengsl fólks var að ræða. Þau voru svo falleg, svo einstök. Hvílík Guðs gjöf og blessun að hafa fengið að kynnast svona fólki. Tveimur dögum fyrir andlát henn- ar komum við feðgar aftur til hennar en hún hafði gert boð eftir pabba, vildi hitta kæran bróður í nærri heila öld, í síðasta sinn hér á jörð. Ég er þakklátur fyrir þá ógleymanlegu stund sem við áttum með henni þá. Við lásum fyrir hana uppörvandi orð úr Biblíunni og báðum saman. Þá færðist yfir hana ólýsanlegur friður. Friður sem er æðri okkar mannlega skilningi. Friður sem hún mun nú hvíla í um alla eilífð. Þar sem fyr- irgefning og þakklæti ríkir. Þar sem er falleg og notaleg birta og hlýja, líf og gleði á meðal sálna sem tengdust og unnust, vegna upprisu frelsarans Jesú Krists frá dauðum. Blessuð sé minning ómetanlegrar og ógleymanlegrar frænku. Sigurbjörn Þorkelsson. Hún var ekkert að tvínóna við hlutina hún Sólveig móðursystir, Lóló frænka eins og við kölluðum hana. Háöldruð og veikburða vissi hún að hverju dró. Leiddist að geta ekki verið með í eigin erfidrykkju, svo hún hóaði saman sínum nánustu í haust og hélt með þeim kveðjuveislu. Og nú er hún öll. Þótt Lóló hafi átt góða ævi var líf hennar svo sem ekki allt dans á rós- um. Hún missti móður sína barn að aldri, Björn mann sinn á besta aldri og síðast dótturina Elludís, langt um aldur fram. Þá sást henni fyrst hraka, þrátt fyrir háan aldur. Lóló var félagslynd, kvik í fasi og létt á fæti allt fram á síðustu ár, smávaxin hið ytra en með stórt hjarta. Það fengum við bræður að reyna, fyrst eftir föðurmissi og æ síðan. Hún bauð okkur mömmu að vera sumarlangt með fjölskyldu sinni í læknisbústaðnum á Hvammstanga, og það var ekki lítið ævintýri ungum drengjum. Eftir að þau fluttu til Keflavíkur upplifðum við ótal skemmtilegar ferðir þangað, fyrst með mömmu, en síðar á eigin spýtur með rútunni í helgarheimsóknir með tilheyrandi leikjum og uppákomum með þessu skemmtilega frændfólki. Endurminningar þeirra stunda ylja lengi. En Lóló lét ekki þar við sitja. Æv- inlega varð hún til að hvetja mann í námi, gefa áritaðar bækur í verðlaun fyrir góðan námsárangur og stund- um líka þótt ekki tækist alveg jafnvel upp! Þannig hefur hugur hennar til okkar og fjölskyldna okkar verið alla tíð síðan. Það er því margt sem við eigum þessari yndislegu frænku okk- ar að þakka við leiðarlok. Við sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur með þakklæti fyrir allt. Björn og Hrafnkell. Margs er að minnast og af mörgu að taka, þegar ég minnist Lólóar, einstakrar konu. Hún var eiginkona Björns móðurbróðir míns, sem lést um aldur fram aðeins fimmtugur. Það var mikill missir fyrir fjöl- skylduna og þá sérstaklega Lóló og börnin. Heimilið stóð ávallt opið fyrir alla fjölskylduna og mikill kærleikur og samheldni ríkti á milli. Ég minnist þess að hafa dvalið heilu sumrin sem lítil telpa með mömmu á heimili þeirra á Hvamms- tanga þar sem Björn frændi var læknir og síðar í Keflavík. Eftir makamissinn hélt Lóló ótrauð áfram og miðlaði kærleika sínum og góðmennsku til fjölskyld- unnar. Hún var mjög vel gefin, mikil tungumálamanneskja, músíkölsk, ákaflega vel lesin og fylgdist með öllu fram á það síðasta. Móðir mín Jóhanna og Lóló voru sérstaklega góðar vinkonur og ferð- uðust meðal annars saman. Þegar ég átti um sárt að binda, buðu Lóló og Góaló mér og Svenna drengnum mínum eins og hálfs árs að dvelja hjá sér um tíma og gættu Svenna míns þegar á þurfti að halda. Ég gleymi því aldrei og er ævinlega þakklát þessu góða fólki. Sigurbjörn þá 12 ára var eins og besti bróðir fyrir barnið mitt og lék við hann þegar tími leyfði. Vináttan hefur haldist og mun haldast allt lífið og Lóló hefur átt sinn stóra þátt í því. Elsku Góa, Siggi, Sigurbjörn og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Þið áttuð yndis- lega, góða og kærleiksríka móður og hún uppskar ríkulega. Betri börn og barnabörn hefði hún ekki getað átt. Ég þakka Lóló minni fyrir allt og allt. Guðríður Sveinsdóttir (Dútta). Elsku amma mín. Ég veit gjör- samlega ekki hvar ég á að byrja þeg- ar ég hugsa um þig. Minningarnar streyma og tárin einnig. Ég veit að ég á að hugsa um hversu gott það er að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá mér en það er svo sárt að vita til þess að ég geti aldrei aftur komið í Dalaland í hádegiste, hringt í þig og beðið þig að koma yfir í Efstaland til mömmu þegar ég kem þangað. Alltaf varstu tilbúin til að koma þótt þú yrð- ir að klæða þig upp í öllu veðri. Amma, mig langar bara að segja hvað mér þykir vænt um þig og hvað þú ert stór hluti af hjarta mínu. Ég hugsaði oft um, þar sem þú náðir nú þessum aldri, hversu hræðilegt það yrði þegar þú værir ekki lengur hluti af lífi mínu og þegar þetta nú er orðið veit ég hvernig það er. Mér finnst enn óraunverulegt að þú sért ekki lengur til því þú hefur alltaf verið til staðar, ekki bara fyrir mig heldur alla sem höfðu áhuga á að deila með þér lífi sínu. Þú hefur alltaf verið mér svo góð, og nú þegar Elín Gróa kom til sögunnar, gert allt fyrir hana enda var hún svo hrifin af langömmu sinni. Verst að Elín Gróa fær ekki að kynn- ast sömu manneskju og ég. Þú komst til Færeyja nánast á hverju einasta ári í afmæli okkar Jó- hönnu þegar við vorum litlar og alltaf var jafn spennandi og gaman að fá þig. Þú slóst alltaf í gegn í barna- afmælum okkar. Annaðhvort kennd- irðu krökkunum spilagaldra eða þú tókst fullan þátt í leikjunum. Krökk- unum fannst ekki einungis gaman að amman skyldi vera svona ung í anda heldur væri hún einnig íslensk. Hvað þá þegar páskar gengu í garð og þú sendir til okkar íslensk páskaegg sem oftast voru mölbrotin eftir ferðalagið. Alltaf var það jafn ynd- islegt að fá pakka með páskaeggi frá þér. Þar sem við Jóhanna misstum pabba allt of snemma, þá hefur mér alltaf fundist eins og þú hafir tekið við föðurhlutverkinu og þess vegna orðið mér enn kærari en ella. Þegar ég hugsa til baka til barnæskunnar og þín á þeim árum er mér ofarlega í huga hversu gaman það var að hitta þig í hvert skipti sem þú komst til Færeyja eða við Jóhanna til Íslands í heimsókn. Við vorum hálffeimnar við þig fyrst þar sem þú stóðst vinkandi í brúnu kápunni þinni á Reykjavíkur- flugvelli, með bros út að eyrum og frændi eða frænka með þér. Ég faðmaði þig að mér og þessi góði ömmuilmur gagntók mann. Elsku amma, ég vona svo innilega að þú hafir hitt afa og Elludís í himnaríki. Ég ætla alla vega að trúa því, því þá líður mér strax betur. Ég veit að þú ert fallegasta amman í himnaríki, takk fyrir að hafa veitt mér allar þessar ljúfu minningar, ég mun alltaf geyma þær í hjartanu. Þín Sólveig E. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Dalalandi 1, Reykjavík, sem lést laugardaginn 12. nóvember, verður jarð- sungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 18. nóv- ember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög. Gróa Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Ásdís Magnúsdóttir, Sigurbjörn Björnsson, Svava Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST GUÐBRANDSSON frá Stígshúsi, Stokkseyri, sem lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 13. nóvember, verður jarðsunginn frá Stokkseyrar- kirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Guðbrandur Stígur Ágústsson, Brynhildur Arthúrsdóttir, Guðríður Bjarney Ágústsdóttir, Sigríður Inga Ágústsdóttir, Dagrún Mjöll Ágústsdóttir, Aron Hauksson, Hólmfríður Hlíf Steinþórsdóttir, Einar Páll Bjarnason, Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir, Logi Hjartarson, Kristín Steinþórsdóttir, Jason Steinþórsson, Hrönn Sturlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.