Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SJÁLFBÆR þróun í hnatt- rænu sam- hengi, náttúra og umhverfi – vá og við- brögð, sjálf- bært samfélag og efnahagslíf í sátt við um- hverfið verða í brennidepli á fjórða Umhverf- isþinginu sem fram fer í dag og á morgun á Nordica hótel í Reykjavík. Á Umhverfisþinginu koma saman fræðimenn, áhugamenn um umhverfismál, stjórn- málamenn og fulltrúar frjálsra félagasamtaka, atvinnu- og menntalífs og ræða fjölbreytt viðfangsefni sem snerta um- hverfi, náttúruvernd og lífsgæði. Á dagskrá Umhverfisþingsins í dag verða m.a. erindi umhverf- isráðherra, formanns Land- verndar og fulltrúa Samtaka at- vinnulífsins og sveitarfélaganna. Þá munu nemendur frá Lýsu- hólsskóla kynna verkefnið um Stubbalækjarvirkjun. Ennfremur mun Margrét Júlía Rafnsdóttir, umhverfisfræðingur og kennari, kynna umhverfisfræðsluvef barna. Einnig eru á dagskrá Um- hverfisþings málstofur þa verða stuttar framsögur o mennar umræður. Alls ve fjórar málstofur, en þær v haldnar samhliða, tvær og Þar verður tæpt á málefn sem snerta sjálfbærni, nát úruvá, efnahagslíf og hið ræna samhengi frá ýmsum arhornum. Þá verður fari stöðu umhverfismála hér eins og hún birtist í tölule vísbendingum. Sérstakur gestur Umhv isþings í ár er Jacqueline McGlade, forstjóri Umhve isstofnunar Evrópu, en hú flytja erindi þar sem hún Mikill fjöldi fólks tekur þátt í Umhverfisþingi í dag og Staðan í umhverfismálu Hugi Ólafsson Þ rátt fyrir að bílaeign lands- manna hafi aukist mjög undan- farin ár og umferð einkabíla samfara því, hefur mengun frá bílaumferð að miklu leyti stað- ið í stað eða minnkað. Hins vegar hefur magn svonefndra PAH-efna, sem eru krabbameinsvaldandi, stóraukist undan- farin ár, en þau myndast að langstærstum hluta við stóriðju hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, Tölulegar vísbend- ingar 2005, sem umhverfisráðuneytið gefur út samhlið fjórða Umhverfisþinginu. Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld gert sér grein fyrir mikilvægi þess að geta metið stöðuna í umhverfismálum út frá tölulegum vísbendingum. Þessar vísbend- ingar eru af ýmsum toga og úr mismunandi áttum, en þær gefa ágætis innsýn inn í ástand mála hvað varðar mengun, þróun landgæða, gróðurfars, skóglendis og fleira. Í skýrslu umhverfisráðuneytisins er mikið af áhugaverðum upplýsingum sem varða ástand andrúmslofts, ferskvatns og matvæla, magn hættulegra efna í umhverf- inu, útivist í sátt við náttúruna, lífríki og víðerni, nýtingu auðlinda hafsins, gróður- nýtingu, orkunotkun landsmanna og heil- brigði hafsins kringum landið. PAH-efni aukast jafnt og þétt Í skýrslunni kemur m.a. fram að styrkur ósons í andrúmslofti við Grensásveg í Reykjavík hefur aukist síðasta áratuginn, þótt það sé enn undir viðmiðunarmörkum, en þrátt fyrir að óson verji jörðina fyrir út- fjólublárri geislun er það afar óheilnæmt þar sem það liggur við yfirborð jarðar. Mælingar á svifryki á sama stað sýna fram á einhverja minnkun á því og er það undir núgildandi heilsuverndarmörkum, þótt það sé yfir mörkum sem ætlunin er að setja ár- ið 2010. Köfnunarefnistvíoxíð (NO2), sem getur valdið ertingu í lungum og jafnvel skemmdum, hefur einnig farið minnkandi frá árinu 1995. Þá hefur magn brennistein- stvíoxíðs (SO2), sem getur valdið öndunar- truflunum og skemmt plöntur, minnkað á sama tímabili og er langt undir gróð- urverndarmörkum. Kolmónoxíð hefur að sama skapi minnkað umtalsvert og skrifast það m.a. á það að sett var í lög að hvarfa- kútar yrðu að vera í bifreiðum fram- leiddum eftir 1995. Fjöldi ökutækja á hverja 1.000 íbúa í Reykjavík hefur nærri tvöfaldast frá árinu 1980 til dagsins í dag, eða úr tæplega 400 í tæplega 700. Þá kemur í skýrslunni fram að val Reyk- víkinga á ferðamáta liggur einhvers staðar á milli evrópskra og bandarískra borga og er mun meiri áhersla lögð á einkabílinn hér en í borgum á meginlandi Evrópu. Þó hef- ur hann ekki enn náð eins gríðarlegri hylli og í helstu bílaborgum Bandaríkjanna. Einungis fimm prósent ferða eru farin með almenningssamgöngum. Að sögn sérfræð- inga hjá umhverfisráðuneytinu skrifast þessi minnkandi mengun þrátt fyrir fjölg- un bíla að miklu leyti á miklar framfarir í nýjum bílum og öflugar mengunarvarnir. Útstreymi díoxíns, sem er meðal eitr- uðustu efna sem er að finna í umhverfi okk- ar, hefur minnkað mjög frá árinu 1990 og má að langmestu leyti rekja það til stór- minnkandi brennslu úrgangs. Opinni brennslu úrgangs hefur nú nánast verið út- rýmt. Eini umhverfisvísirinn á sviði heilnæms andrúmslofts sem vísar skýrt í neikvæðari átt er þróun útblásturs á svonefndum PAH efnum, sem eru fjölhringa kolefnis- sambönd sem myndast m.a. í tengslum við ýmiss konar iðnaðarferli. Þessi efni geta borist inn í fæðukeðjuna og geta valdið krabbameini auk margháttaðra annarra neikvæðra áhrifa. Á Íslandi hefur út- streymi PAH4 aukist úr tæpum 90 kg árið 1990 í tæp 200 kg árið 2003. Þessi aukning skrifast aðallega á aukna framleiðslu áls og járnblendis en málmiðnaðurinn var upp- spretta um 89% af PAH4 efnum hér á landi árið 2003. Gæta álags á náttúruperlur Í skýrslunni kemur ennfremur fram að ferskvatn hér á landi er almennt mjög heil- næmt og laust við mengunarefni eins og fosfór og nítrat. Þá hefur notkun tilbúins áburðar, sem eykur magn þessara efna í vatni, minnkað mikið frá 1980. Ástand matvæla er almennt mjög gott og lítið um það að magn varnarefna fari yf- ir leyfileg hámarksgildi, sérstaklega í inn- lendum matvælum. Ennfremur hefur skráðum sjúkdómstilfellum af völdum mat- arsjúkdóma fækkað nokkuð eftir topp sem myndaðist 1999–2000. Ferðamönnum heldur áfram að fjölga eftir dálitla 11. septemb 350.000 árið neytisins er um aðdrátta áminning um haginn að h skaðist ekk ferðafólks. Þ eru töflur y landsvæðum manna gisti urlandi eyst ing ferðama einstaka fer einnig vísbe í ferðaþjónu starfsvikum vegum Umh arlega á síð bygging ver eflingu land Þorskur v Ef marka m urheimtra v síðustu árum ara árið 199 Núverandi 54% af því v landnám. Á flýtt fyrir en fylla upp í fr fram að rjú 2003, en hef hans aukist stofnsins nú isins, í samr Umhverfisvís nú almennt g Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is JAFNRÉTTI – HÉR UM BIL Frumvarp ríkisstjórnarinnar,sem Halldór Ásgrímssonforsætisráðherra kynnti í fyrradag, um réttindi samkyn- hneigðra er fagnaðarefni fyrir alla homma og lesbíur. Allir, sem bera mannréttindi fyrir brjósti, og hafna því að hið opinbera mismuni fólki, hafa líka ástæðu til að fagna. Það er ósköp einfaldlega mann- réttindamál að samkynhneigðir njóti sama réttar og gagnkyn- hneigðir í hvívetna og ánægjulegt að Ísland skipi sér í hóp þeirra ríkja, sem tryggja bezt réttindi þessa fjölmenna minnihlutahóps. Nú verða felld úr lögum skilyrði um búsetu, vilji fólk stofna til stað- festrar samvistar, hommar og lesbíur geta fengið óvígða sambúð skráða í þjóðskrá og réttur sam- kynhneigðra í slíkri sambúð verður sá sami og gagnkynhneigðra para. Ríkisstjórnin stígur ennfremur það skref, sem alltof víða hefur vafizt fyrir stjórnvöldum, að heim- ila ættleiðingar samkynhneigðra bæði innan- og utanlands. Að sönnu leyfa fá þeirra ríkja, þangað sem Íslendingar sækja kjörbörn, ættleiðingar samkynhneigðra og það hafa sumir notað sem rök gegn því að lögfesta slíkan rétt hér á landi. Í stað þess að taka mið af fordómum í öðrum ríkjum, gefa stjórnvöld nú hins vegar gott for- dæmi. Eftir því sem fleiri ríki setja í lög að samkynhneigðir megi ættleiða börn frá öðru landi en sínu eigin, aukast líkurnar á að slíkar ættleiðingar verði með tím- anum sjálfsagður raunveruleiki. Af sama toga er sú ákvörðun að heimila lesbíum í staðfestri sam- vist að gangast undir tæknifrjóvg- un. Það er að sjálfsögðu fullkom- lega fráleitt að íslenzkar konur þurfi að sækja þá þjónustu til út- landa. Þá verður báðum foreldrum í staðfestri samvist gert kleift að nýta sér fæðingar- og foreldraor- lof. Það er ekki ofmælt hjá Hrafn- hildi Gunnarsdóttur, formanni Samtakanna ’78, að verði þetta frumvarp samþykkt, hafi Ísland gengið lengst ríkja heims í að tryggja réttindi samkynhneigðra. Undir einu athugasemd hennar og Heimis Más Péturssonar, fram- kvæmdastjóra Hinsegin daga, við frumvarpið getur Morgunblaðið hins vegar tekið. Það, sem vantar í frumvarpið, er heimild til handa prestum og forstöðumönnum trú- félaga að gefa samkynhneigð pör saman. Morgunblaðið hefur bent á að slíkt væri langeðlilegast; síðan væri það hverju trúfélagi í sjálfs- vald sett hvort það nýtti þá heim- ild eður ei. Ætla má að með slíku laga- ákvæði opnaðist strax eða fljótlega möguleiki fyrir samkynhneigð pör að gifta sig í kirkju, því að t.d. í Fríkirkjunni í Reykjavík er fullur vilji til að leyfa samkynhneigðum að njóta sömu blessunar kirkjunn- ar og gagnkynhneigðum. Með lagasetningu af þessu tagi væri sömuleiðis búið að greiða fyrir nið- urstöðu um málið innan þjóðkirkj- unnar; landslög stæðu þá ekki lengur í vegi fyrir því að kirkjan tæki af skarið og gæfi saman sam- kynhneigð hjón. KRAFAN TIL BANDARÍKJANNA Geir H. Haarde, utanríkisráð-herra, skýrði frá því á Alþingi í fyrradag, að hann teldi sig ekki hafa fengið fullnægjandi svör frá Bandaríkjastjórn við fyrirspurn um hvort flugvélar á vegum banda- rísku leyniþjónustunnar hefðu nýtt sér Keflavíkurflugvöll til flutninga á föngum til landa, þar sem pynt- ingar eru leyfðar. Samkvæmt frásögn ráðherrans er ljóst að fulltrúar Bandaríkja- stjórnar hafa ekki svarað fyrir- spurn hans. Þeir upplýstu ekki í svari sínu, hvort slíkir flutningar hefðu verið stundaðir með milli- lendingu á Keflavíkurflugvelli. Við Íslendingar eigum kröfu til þess að Bandaríkjamenn svari spurningum okkar um þetta efni en við eigum líka fleiri kröfur á hend- ur þeim og það á við um fleiri þjóð- ir. Við stóðum með Bandaríkja- mönnum í margra áratuga baráttu við kúgunaröfl og einræðisöfl. Við stóðum með þeim í baráttu fyrir því, að sovézku andófsmönn- unum yrði hleypt úr landi. Við stóðum með þeim í að for- dæma þrælkunarbúðir nazista og gasklefana. Við stóðum með þeim í að fordæma morð Hitlers, Stalíns og Maós á nokkuð á annað hundrað milljónum einstaklinga. Við stóðum ekki með þeim í þess- ari baráttu til þess að þeir gætu sjálfir komið upp pyntingarfang- elsum í fyrrum leppríkjum Sovét- ríkjanna. Það væri ömurlegt ef frjálsar þjóðir heims yrðu að taka höndum saman um að hreinsa út pynting- arbúðir í eigu Bandaríkjamanna. Þess vegna eiga bandarísk stjórnvöld að gefa skýrar yfirlýs- ingar um að auðvitað hafi þau aldr- ei komið upp slíkum pyntingarbúð- um og að auðvitað séu frásagnir fjölmiðla af draugalegum flugvél- um á þeirra vegum sem flytji fanga á milli pyntingarbúða rangar. En meðan slíkar skýrar yfirlýs- ingar koma ekki verða margir sem spyrja sig þeirrar spurningar, hvort það geti verið að þeir, sem höfðu forystu um að koma kúgun- aröflunum á kné hafi sjálfir tileink- að sér það versta í vinnubrögðum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.