Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
NÆTURVAKTIN KIRINO NATSUO
SELDIST Í MILLJÓNAUPPLAGI Í JAPAN
JAPÖNSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNIN
JAPÖNSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN
TILNEFND TIL BANDARÍSKU
EDGAR-VERÐLAUNANNA
Páll Baldvin Baldvinsson, DV
RIMA Apótek í Grafarvogi hefur vakið tölu-
verða athygli fyrir að vera ítrekað með lægsta
lyfjaverðið í könnunum að undanförnu, nú síð-
ast í verðkönnun hér í Morgunblaðinu fyrir
skemmstu. Rima Apótek er eitt af örfáum sjálf-
stætt starfandi apótekum á landinu og þar
stendur vaktina Kristín G. Guðmundsdóttir,
lyfjafræðingur og lyfsöluleyfishafi. Kristín út-
skrifaðist sem lyfjafræðingur 1979 og vann
lengst af á Apóteki Landspítalans áður en hún
eignaðist Rima Apótek.
„Ég opnaði hér í desember 1996 fljótlega eft-
ir að lyfsala var gefin frjáls,“ segir Kristín og
tekur fram að sér hafi þótt spennandi að hefja
rekstur sinn í nýju hverfi sem þá var í hraðri
uppbyggingu.
Aðspurð segir Kristín viðskiptavini apóteks-
ins fólk á öllum aldri og hvaðanæva af landinu.
„Þar sem við erum með þessa sérstöðu sem
felst í því að vera með lægsta lyfjaverðið fáum
við fólk úr öllum hverfum borgarinnar auk þess
sem fjöldi fólks utan af landi leggur leið sína
hingað eða sendir ættingja fyrir sig,“ segir
Kristín og segist finna fyrir því að margir fylg-
ist vel með lyfjaverði.
Aðspurð hversu mikinn afslátt hún veiti af
lyfjum segir Kristín það misjafnt. Það fari eftir
verði lyfsins, hvort Tryggingastofnun ríkisins
taki þátt í lyfjakostnaðinum og hversu stór
hluti stofnunarinnar sé. „Almenna reglan er að
afslátturinn á lyfjum hjá okkur er frá 20% og
allt upp í 100% af sjúklingahlutnum. Því í þeim
tilfellum þegar TR borgar stóran hluta af heild-
arverði lyfsins, er aukið svigrúm hjá okkur til
að veita meiri afslátt af hluta sjúklings,“ segir
Kristín.
En hvernig fer hún að því að reka apótekið á
svona hagkvæman hátt og hafa verðið svona
lágt? „Ég vinn náttúrlega mjög mikið sjálf og
auk þess er hér engin yfirbygging. Sökum
þessa get ég haft lyfjaverðið svona lágt. Það
myndi hins vegar ekki ganga eftir ég væri með
forstjóra, framkvæmdastjóra og markaðs-
stjóra á háum launum,“ segir Kristín og tekur
fram að henni finnist skemmtilegra að reka
apótekið með þeim hætti að hún geti veitt góð-
an afslátt.
„En þetta er allt spurning um hugarfar og
vilja. Mér finnst gaman að fá fleiri viðskiptavini
og fleiri ánægða kúnna. Ég gæti kannski alveg
haft jafnmikið upp úr því að hafa hærra verð og
færri kúnna, en hitt er bara skemmtilegra og
gefur mér meira.“ Eins og fyrr sagði er Rima
Apótek eitt af fáum sjálfstætt starfandi apótek-
um á landinu, en á höfuðborgarsvæðinu eru
fimm önnur sjálfstætt starfandi apótek og á
landsbyggðinni eru þau ekki nema þrjú. Spurð
hvort landslagið í lyfjarekstrinum hafi breyst
mikið síðan 1996 þegar hún opnaði apótekið sitt
svarar Kristín því játandi. „Þá voru mun fleiri
sjálfstætt starfandi apótek, en nú eru stóru
keðjurnar miklu meira áberandi,“ segir Kristín
og bendir á að sumir hafi verið búnir að sjá þá
þróun fyrir að til yrðu tveir risar á markaðnum.
Spurð hvort hún finni mikinn mun á rekstr-
arumhverfinu á þeim níu árum sem hún hefur
rekið Rima Apótek svarar Kristín því játandi.
„Samkeppnin var miklu harðari þá. Þegar
Lyfja opnaði á sínum tíma veitti hún sams kon-
ar afslátt og ég veiti í dag í þeim tilgangi að laða
til sín viðskiptavini frá gömlu apótekunum. Síð-
an þegar stóru keðjurnar gátu ekki stækkað
meir, þ.e. voru búnir að kaupa upp öll þau apó-
tek sem þau gátu, fannst þeim óþarfi að vera að
gefa þennan afslátt og hækkuðu í kjölfarið
verðið hjá sér. Það er því engin raunveruleg
samkeppni lengur,“ segir Kristín.
Spurð hvort reynt hafi verið að kaupa apó-
tekið af henni svarar hún því játandi. „Það er
margbúið að reyna það allan þann tíma sem ég
hef rekið apótekið. Þessir risar vilja gleypa allt
og alla. Þeir vilja bara vera tveir á markaði. Því
þá þyrftu þeir ekki að veita neinn afslátt, þar
sem engin samkeppni væri fyrir hendi,“ segir
Kristín og tekur fram að svo virðist sem ris-
arnir tveir séu nú þegar búnir að skipta bæði
hverfum í borginni á milli sín sem og lands-
hlutum.
„Þannig er Lyfja með tvö apótek í Graf-
arvogi en Lyf og heilsa ekki neitt. Lyfja er í
Smáranum og Lyf og heilsa í Kringlunni. Í
Vesturbænum er bara Lyf og heilsa. Þegar litið
er á landið sér maður að Lyf og heilsa er á Suð-
urlandi, Lyfja er á Norðurlandi vestra. Það er
eins og þeir séu búnir að skipta markaðnum og
þá vilja þeir auðvitað losna við okkur hin svo við
séum ekki fyrir,“ segir Kristín.
Rima Apótek hefur vakið athygli fyrir að vera ítrekað með lægsta verð í verðkönnunum
Segir risana vilja gleypa allt og alla
Morgunblaðið/Kristinn
Að mati Kristínar G. Guðmundsdóttur, apótekara í Rima Apóteki, var samkeppnin mun harð-
ari fyrir tæpum áratug þegar lyfsala fyrst var gefin frjáls. Kristín segist leggja mikið upp úr
því að bjóða neytendum lægsta verðið og hefur ítrekað verið lægst í verðlagskönnunum.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
GUÐJÓN Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka banka og verðbréfa-
fyrirtækja (SBV), segir að í könnun
Neytendasamtakanna á húsnæðislán-
um sé ekki tekið tillit til sambærilegra
þátta, aðallega til grunnvaxta í hverju
landi fyrir sig, þ.e. markaðsvaxta. Ís-
lenskir bankar séu margir að lána
undir markaðsraunávöxtun á meðan
bankar í Evrópu séu með allt að 2,5%
álag. Miðað við þær forsendur megi
segja að kjörin séu best á Íslandi.
Guðjón segir að markaðsvaxta-
munur milli Íslands og annarra landa
sé 2,4% og því ættu raunvextir á ís-
lenskum húsnæðislánum að vera 2,4%
hærri að meðaltali. Þannig jafngiltu
4,15% raunvextir á Íslandi um 1,7%
raunvöxtum í öðrum löndum ef ís-
lenskir bankar byggju við sambæri-
leg efnahagsskilyrði.
Guðjón segir banka ekki ráða raun-
vaxtastiginu í landinu, það ráðist af ís-
lenska hagkerfinu og Seðlabankan-
um. Bankarnir geti haft áhrif á
vaxtamuninn, sem hafi minnkað veru-
lega undanfarin ár. Nú virðist sem
sumir bankar séu jafnvel að greiða
með sér í veitingu húsnæðislána.
Guðjón telur grundvallaratriði að
fá alvöru fjármagnsmarkað með því
að bankarnir komi inn á fasteigna-
lánamarkaðinn. Það sé einnig hag-
kvæmt fyrir heimilin í landinu að hafa
sín fjármál öll á einum stað.
Guðjón tekur undir með skýrslu-
höfundum Neytendasamtakanna að
stimpilgjöld af húsnæðislánum séu of
há hér á landi. SBV hafi í mörg ár lagt
áherslu á afnám stimpilgjalda.
Krónan sérstök
Ennfremur bendir Guðjón á að hér
á landi sé fastvaxtaformið algengt en
erlendis séu breytilegir vextir algeng-
astir, sem séu almennt lægri. Þá tek-
ur Guðjón undir með Neytendasam-
tökunum um að íslenska krónan sé
sérstök og hún geri umhverfið tals-
vert frábrugðið öðru. Væru Íslend-
ingar með evru byggju þeir við önnur
lánakjör. Nú séu vextir að hækka í
Evrópu og sú þróun bitni af krafti á
afborgunum húsnæðislána í evrum.
Framkvæmdastjóri SBV um húsnæðislánakönnun
Ekki tekið tillit til mark-
aðsvaxta í hverju landi
MIKILL meirihluti þjóðarinnar tel-
ur stjórnvöld gera frekar eða mjög
lítið til að draga úr útstreymi efna
sem valda gróðurhúsaáhrifum, ef
marka má könnun sem Gallup fram-
kvæmdi fyrir Náttúruverndarsam-
tök Íslands nú nýverið. Rétt tæp-
lega 80% aðspurðra töldu stjórnvöld
gera lítið í útstreymismálum en úr-
tak könnunarinnar var 1.302 manns,
svarendur voru 800 og svarhlutfall
því um 61%.
Í könnunni voru þátttakendur
jafnframt spurðir hvort þeir hefðu
miklar, nokkrar, litlar eða engar
áhyggjur af loftslagsbreytingum í
heiminum vegna gróðurhúsaáhrifa.
Af þeim sem kusu að svara voru um
67% sem höfðu miklar eða nokkrar
áhyggjur af loftslagsbreytingum í
heiminum, um 9% aðspurðra hafði
hins vegar engar áhyggur af lofts-
lagsbreytingum.
Náttúruverndarsamtök Íslands
telja niðurstöðu könnunar Gallup
alvarlega áminningu til stjórnvalda
og þá einkum umhverfisráðherra
sem samtökin gagnrýna fyrir að
hafa ekki kynnt neina framtíðar-
stefnu í loftslagsmálum, þrátt fyrir
að hafa tekið við embætti fyrir
rúmu ári. Krefjast samtökin af
þessu tilefni að ráðherra kynni m.a.
hvernig draga megi úr útstreymi
gróðurhúsalofttegunda á Íslandi
næstu ár og áratugi og vilja jafn-
framt að hrint verði í framkvæmd
fræðsluátaki fyrir almenning, fyr-
irtæki og stofnanir umm þann
vanda sem við er að etja.
Alvarleg áminn-
ing til stjórnvalda
Meirihluti telur stjórnvöld gera lítið til
að draga úr útstreymi lofttegunda
FYRIRTÆKIÐ Íslind stefnir að því að flytja íslenskt
vatn sem fæst úr lindum undan Snæfellsjökli til Banda-
ríkjanna. Búið er að ganga frá kaupsamningum við aðila
ytra og því sala á vatninu þegar tryggð. Fjármögnun
fyrirtækisins stendur nú yfir og segist framkvæmda-
stjóri þess bjartsýnn á að hún náist að fullu. Það mun
ráðast á næstu 4–6 mánuðum og gætu framkvæmdir
vegna verksmiðjunnar, sem verður við Rif á Snæfells-
nesi, hafist í vor og framleiðslan hafist fyrir lok næsta
árs.
Ímynd Snæfellsjökuls sterk
Samningar um vatnsréttindi hafa verið gerðir við
Snæfellsbæ en lindirnar sem um ræðir eru við vatnsból
bæjarins, norðvestan í Snæfellsjökli. Leggja þarf um 4
km langar leiðslur frá lindunum og að verksmiðjunni þar
sem vatninu verður tappað á flöskur en þar munu fyrst í
stað starfa 11–15 manns, gangi allt eftir.
Þegar starfa tíu manns fyrir fyrirtækið í Toronto í
Kanada við undirbúning verkefnisins en Íslind kallast
Islandia á erlendri grund. Birgir Viðar Halldórsson,
framkvæmdastjóri Íslindar og einn fjögurra eigenda fyr-
irtækisins, segir aðgengileika vatnsins og ímynd Snæ-
fellsjökuls og svæðisins þar í kring, hafa ráðið úrslitum
um staðarvalið. Vatnið rennur beint út úr berginu,
hvorki þarf að bora fyrir því né dæla því í verksmiðjuna.
Fyrirtækið Íslind var stofnað sl. sumar en Birgir á það
í félagi við Bandaríkjamann, Breta og Kanadamann og
verður það að fullu fjármagnað erlendis frá.
Birgir segir mikla undirbúningsvinnu að baki en að nú
sé unnið að því að fjármagna fyrirtækið. Fyrsta skrefið
hefur þegar verið stigið og búið er að tryggja 100 millj-
ónir til rekstursins.
Flytja vatn undan Snæfells-
jökli til Bandaríkjanna
Morgunblaðið/RAX
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is