Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 1
Tímarit og Atvinna í dag
Tímaritið | Frá Heklu til Fuji Sæt án sykurs Ávöxtur með
þúsund andlit Krossgáta Flugan Pistill Steinunnar Ólínu
Atvinna | Hófleg streita getur verið góð Nýtist vinnutíminn?
STOFNAÐ 1913 315. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Geirmundur
Valtýsson
Hefur alltaf haft góða stráka með sér
og passað að þeir væru yngri | 16
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
SENN nálgast myrkasta skammdegi hins íslenska vetrar með til-
heyrandi kulda og næðingi. En einmitt þegar sólin virðist ætla að
kveðja bak við fjöllin fyrir fullt og allt og hætta að varpa löngum
skuggum á húsin í bænum gengur hátíð ljóss og friðar í garð. Þá
verða margir glaðari í geði og bægja burtu skammdegi og depurð
með litríkum jólaljósunum eða gleyma sér í önnum. Gera má því
skóna að stúlkurnar tvær sem gengu hröðum skrefum fram hjá einu
af mörgum bárujárnshúsum borgarinnar, er ljósmyndari Morg-
unblaðsins átti þar leið um, hafi einmitt haft komandi hátíð í huga,
enda leikur bros um varir þeirra.
Morgunblaðið/RAX
Brosandi í vetrarsól
DÆMI eru um að sumarhúsaeigendur sem
hafa leigt eignarlóðir undir sumarbústaði sína,
t.d. til 25–50 ára, hafi lent í því að nýir aðilar
kaupi landið og vilji snarhækka leiguna þegar
samningurinn rennur út. Eins og lögin eru
núna hafa þeir engan annan kost en annað-
hvort að borga hið nýja leiguverð, sem getur
verið margfalt hærra en það gamla, kaupa lóð-
ina á því verði sem eigandinn setur upp eða
einfaldlega flytja bústaðinn burt af landinu, að
sögn Ásgeirs Guðmundssonar, formanns
Landssambands sumarhúsaeigenda. Hann
segir að slíkum málum fari fjölgandi og að þau
komi upp víða um land. Sambandið reynir nú
að vinna í því við yfirvöld að reglunum verði
breytt þannig að sumarhúsaeigendur séu ekki
réttlausir ef þessi staða kemur upp.
„Það er slæmt fyrir fólk að lenda í þessu, yf-
irleitt er þetta fólk sem hefur fjárfest í bústað á
sínum tíma, byggt sér afdrep og kannski rækt-
að umhverfið í kring. Það eru alls ekki allir sem
hafa efni á því að borga allt í einu stórar fúlgur
fjár fyrir framhaldsdvöl í bústaðnum sínum.
Þá er ekkert endilega hlaupið að því að flytja
húsið af lóðinni,“ segir hann og bætir við að
hann þekki dæmi þess að fólki hafi verið sagt
að það geti einfaldlega farið af lóðinni ef það
samþykki ekki nýja verðið.
Ásgeir segir ástæðuna fyrir því að þessi mál
komi upp nú vera að landslagið í lóðakaupum
hafi breyst og jarðir gangi kaupum og sölum.
„Hér áður fyrr voru bændur að leigja skika af
jörðum sínum og voru ekki beinlínis með stór-
ar hugmyndir um mikinn gróða.“
Hann segir að landssambandið vinni í því
með forsætisráðuneytinu að settar verði regl-
ur þannig að einhvers konar matsferli á lóðinni
fari í gang þegar samningar renna út. Vonast
hann til að málið nái fram að ganga.
Ótrygg kjör eigenda sumarhúsa á leigulóðum víðs vegar um landið
Leiga getur snarhækkað
þegar samningar renna út
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur
bryndis@mbl.is
KARL Bretaprins hefur nú í
fyrsta sinn lagt fram kæru
vegna umfjöllunar fjölmiðla en
hann hefur oft lent á milli
tannanna á þeim. Blaðið Mail
on Sunday birti um síðustu
helgi hluta úr átta ára gömlum
dagbókum prinsins þegar
hann var viðstaddur athöfn í
Hong Kong er Bretar afhentu
Kínastjórn yfirráð borg-
arinnar. Fer hann þar háðulegum orðum um kín-
verska ráðamenn en einnig Tony Blair forsætis-
ráðherra og liðsmenn hans.
Hann kærir blaðið m.a. fyrir brot á höfund-
arrétti, að sögn vefsíðu dagblaðsins Guardian.
Karl lýsir í dagbókunum leiðtogum kommúnista í
Kína sem „hroðalegum, gömlum vaxbrúðum“.
Sagt er frá gæsagangi hermanna Alþýðulýðveld-
isins og annarri viðhöfn sem hafi verið í „ömurleg-
um sovét-stíl“.
Karl gagnrýnir Blair og menn hans og segir þá
ávallt taka ákvarðanir eftir að hafa „ráðfært sig
við markaðsráðgjafa“. Ritari Karls, Sir Michael
Peat, segir að Mail on Sunday hafi fengið afrit af
dagbókunum án leyfis frá prinsinum.
Karl höfðar mál
vegna dagbóka
Karl Bretaprins
LEIÐTOGAR APEC, Samtaka ríkja í Austur-Asíu
og við Kyrrahaf, reyndu í gær að hleypa nýjum
krafti í viðræður um aukna heimsverslun á fundi
sínum í Busan í Suður-Kóreu. Næsta lota viðræðna
Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, hefst í næsta
mánuði í Hong Kong. Var í lokayfirlýsingu APEC
hvatt til þess að öll WTO-ríki sýndu sveigjanleika,
„einkum þær þjóðir sem mest eiga undir viðgangi
hnattrænna viðskipta og hagnast mest á þeim“.
Ástralar og Kanadamenn vildu að sagt yrði bein-
um orðum að Evrópusambandið væri nú mesti
þröskuldurinn á vegi frjálsra viðskipta, ekki síst
vegna verndarstefnu í landbúnaði, en ákveðið var að
gera það ekki beinum orðum. Ráðamenn APEC-
ríkjanna sögðu hins vegar ljóst hverjum spjótunum
væri beint að. „Það er óþarfi að nefna nöfn, það er
augljóst hvaða þjóðir er átt við,“ sagði utanríkisráð-
herra Filippseyja, Alberto Romulo.
Meðal ríkja APEC eru Bandaríkin, Japan, Kína
og Rússland. Er samanlögð þjóðarframleiðsla í að-
ildarríkjunum, sem eru 21, nú um 57% af allri
heimsframleiðslunni.
George W. Bush Bandaríkjaforseti hélt frá Busan
í heimsókn til Kína. Bandarískur embættismaður
sagði að um helgina yrði skýrt frá samningi í Peking
um kaup Kínverja á 70 Boeing 737-farþegaþotum.
Bush fer frá Peking í heimsókn til Mongólíu.
ESB sýni
sveigjanleika
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
HANNES Hafstein sagði íslensku
þjóðinni ekki rétt frá um setu sína
á fundum dönsku ríkisstjórn-
arinnar eftir að hann varð ráð-
herra Íslands árið 1904, í því skyni
að bjarga eigin pólitíska ferli.
Þetta kemur fram í nýútkominni
bók Guðjóns Friðrikssonar sagn-
fræðings um ævi Hannesar.
„Ráðherrar Íslands áttu ekki að
taka þátt í dönskum ríkisstjórn-
arfundum, en það gerði Hannes
mjög gjarnan alla sína tíð sem ráð-
herra, þvert raunar gegn því sem
hann sjálfur
hafði haldið fram
og boðað og al-
gerlega á svig
við skilning allra
íslenskra stjórn-
málamanna um
hvað mætti og
hvað mætti
ekki,“ segir Guð-
jón í viðtali í
Morgunblaðinu í dag.
Dönsk blöð birtu fréttir um að
Hannes hefði setið slíka fundi, en
Hannes afneitaði því með öllu og
sagði að um tóma vitleysu væri að
ræða. Guðjón gróf upp fund-
argerðarbækur dönsku rík-
isstjórnarinnar frá þessum tíma og
segir þær leiða í ljós að Hannes
hafi ekki farið með rétt mál, hann
hafi margsinnis setið þessa fundi
og rætt þar mál er tengdust Ís-
landi. „Það hefði trúlegast verið
dauðadómur fyrir hann í pólitík-
inni að viðurkenna að hann hefði
setið danska ríkisstjórnarfundi,“
segir Guðjón. | 20–22
Sat fundi dönsku ríkisstjórnarinnar
Hannes Hafstein
♦♦♦