Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
S
ýslumaður og bæjarfógeti,
málaflutningsmaður, lands-
höfðingjaritari, bankastjóri og
umfram allt skáldið og fyrsti
ráðherra Íslands, skipaður í
janúarlok 1904 í kjölfar þess að
Íslendingar öðluðust heima-
stjórn: Hannes Hafstein. Hið
nýja embætti færði honum meiri völd en
nokkrum Íslendingi hafði hlotnast öldum sam-
an, enda tók ráðherrann við valdi dönsku
stjórnarinnar í sérmálum Íslands, en um leið
axlaði hann gríðarlega ábyrgð og skyldur.
Hannes leiddi Íslendinga inn í nýja öld og hef-
ur verið mærður í ræðu og riti um langt skeið,
án þess þó að einkalífi hans og persónu hafi
verið gefinn nákvæmur gaumur. Afrek hans í
stjórnmálum, skáldskapur og hetjudáðir á
borð við glímuna við erlenda landhelgisbrjóta
í Dýrafirði á sýslumannsárum hans á Ísafirði,
hafa yfirleitt verið í forgrunni. Það lyftist því
brúnin á mörgum þegar fréttir bárust af því í
ársbyrjun 2004 að Guðjón Friðriksson, sagn-
fræðingur og höfundur ævisagna Jónasar frá
Hriflu, Einars Benediktssonar og Jóns forseta
Sigurðssonar, hefði ákveðið að skrifa bók um
Hannes Hafstein.
„Kveikjan var sú að einn afkomenda Hann-
esar, Valdimar Tryggvi Hafstein, mannfræð-
ingur, kom til mín og stakk upp á ritun slíkrar
ævisögu, enda væru margir af hans ættingjum
þess fýsandi að ný ævisaga yrði skrifuð,“ segir
Guðjón. „Mér fannst þetta liggja nokkuð vel
við, þar eð ég hafði verið að fjalla um þetta
tímabil í fyrri verkum, svo sem í bókinni um
Einar Benediktsson. Þeir voru nánast jafn-
aldrar, leiðir þeirra lágu oft saman og um
margt var ferill þeirra ekki ýkja ólíkur, þeir
urðu fyrir svipuðum áhrifum o.s.frv. Frá
Valdimar fékk ég mörg gögn sem nýttust mér
vel við verkið.“
Ekki að andæfa þverrandi ættjarðarást
Þegar fréttist af áformum Guðjóns gagn-
rýndu nokkrir sagnfræðingar að verið væri að
beina sjónum að Hannesi og öðrum fyrirferð-
armiklum einstaklingum í Íslandssögunni,
svokölluð höfðingjasagnfræði væri varhuga-
verð og beina ætti sjónum að mönnum sem
hefðu haft sig minna í frammi. Meðal annars
var spurt hvort Einar Ben, Jón forseti og
Hannes væru ekki orðnir „þreyttir og útjask-
aðir“ á sífelldri bakvakt gagnvart þverrandi
ættjarðarást? Guðjón svarar því svo til að
hann sé alls ekki að andæfa þverrandi ætt-
jarðarást með bókum sínum, hann sé þvert á
móti að leitast við að opna nýja sýn á menn
sem hafi verið hafnir upp til skýjanna þegar
þjóðernishyggjan var sem mest. Hann sé því
raunar að endurskoða söguna. „Öll sagnfræði
og margs konar aðferðafræði á rétt á sér og
ekki er hægt að ætlast til að allir eltist við
hvaða tískubólu sem er. Hin svonefnda ein-
saga, sem töluvert hefur borið á undanfarin
ár, einkum fyrir atbeina vinar míns Sigurðar
Gylfa Magnússonar, hefur raunar alltaf verið
iðkuð en nefndist lengstum þjóðleg fræði en
hefur nú fengið þetta einkennilega nafn. En
það er ekki hægt að ætlast til að aðeins saga
óþekktra einstaklinga sé sögð og afburða-
menn séu látnir afskiptalausir. Í bókum mín-
um um fyrrnefnda menn er dregin upp breið
þjóðfélagslýsing, þar sem bæði þjóðfélagið og
einstaklingurinn er í forgrunni. Ég er heldur
ekki að skrifa bækur fyrir aðra sagnfræðinga
heldur fyrir almenna lesendur og tel að við-
brögð við bókum mínum, sem hafa selst ákaf-
lega vel, sýni að þær hafi átt erindi og aukið
áhuga á sögu Íslands.“
Aðrir sagnfræðingar töldu að Hannesi hefði
verið hampað á kostnað t.d. Jóns Magnússon-
ar, fyrsta forsætisráðherrans, og enn aðrir að
merkasti frumkvöðull íslenskra stjórnmála
um aldamótin 1900, og hinn eiginlegi höfundur
heimastjórnarinnar, hafi verið dr. Valtýr Guð-
mundsson. Það var með þessar gagnrýnis-
raddir í eyrunum sem Guðjón tók til starfa.
Þar að auki kom ævisaga Hannesar Hafstein
eftir Kristján Albertsson út í þremur bindum
á árunum 1961 til 1964, sem mikill styr stóð
reyndar um.
„Það má alltaf deila um hverjum sé hampað
á kostnað hvers og í fyrra kom út ágæt ævi-
saga Valtýs eftir Jón Þ. Þór. Bók Kristjáns,
þótt hún hafi verið ágætt brautryðjendaverk á
sínum tíma, vakti heilmiklar deilur sökum
þess hversu hlutdræg hún var í vil Hannesi.
Hannes er auðvitað hafinn upp til skýjanna í
bókinni en mesti galli hennar var þó sá hversu
niðrandi var fjallað um andstæðinga Hann-
esar og yfirleitt alla þá sem andmæltu honum.
Þeim voru gjarnan gerðar upp afar illar hvat-
ir. Börn margra þeirra manna sem áberandi
voru í stjórnmálum aldamótanna voru á besta
aldri, þegar ævisagan kom út, og ekki sátt við
útreiðina sem feður þeirra fengu. Það var t.d.
haldinn borgarafundur í sjálfstæðishúsinu við
Austurvöll, þar sem hart var tekist á. Bræð-
urnir Sveinn og Pétur, synir Benedikts
Sveinssonar, sem var einn höfuðandstæðingur
Hannesar, gengu þar hart gegn söguskoðun
Kristjáns og tóku upp hanskann fyrir föður
sinn og samherja hans. Menn hnakkrifust.
Það er hins vegar merkilegt í þessu samhengi
að ein dótturdóttir Hannesar sagði mér frá
því að Bjarni Benediktsson, bróðir þeirra
Sveins og Péturs, vildi skrifa ævisögu Hann-
esar, áður en Kristján tók verkefnið að sér,
trúlegast þegar Bjarni var utan ríkisstjórnar
á árunum 1956 til 1959. Sumir úr fjölskyldu
Hannesar voru þessu ekki mótfallnir en ein
dóttir hans sagði að það skyldi aldrei verða, að
sonur eins helsta andstæðings Hannesar
skrifaði ævisögu hans. Bjarni féll því frá þess-
ari hugmynd, en það er til ágætis ritgerð eftir
hann um Hannes og velviljinn í hans garð er
þar augljós.“
Faðirinn vanheill á geði
Guðjón kveðst hafa langað að skrifa ævi-
sögu þar sem æviferill Hannesar væri rakinn
meira á persónulegum nótum en gert er í ævi-
sögu Kristjáns og segja um leið hugmynda- og
stjórnmálasögu tímabilsins á yfirvegaðri hátt.
„Ég lít svo á að Hannes hafi verið mjög snjall
og nútímalegur stjórnmálamaður og mörg
verk hans og skoðanir eru kannski í meira
samræmi við nútímann en samtíma hans.
Hannes er hins vegar margbrotnari en svo að
geislabaugur fari honum vel. Ég held raunar
að geislabaugur sé mönnum aldrei til fram-
dráttar og fólk missi áhuga á þeim sem slíkan
baug bera. Kristján reynir líka að fella Hann-
es inn í þann ramma sem viðtekin söguskoðun
um sjálfstæðisbaráttuna krafðist en í raun og
veru var Hannes andvígur allri „þjóðernistil-
beiðslu“ eins og hann kallaði hana sjálfur.“
Þótt Hannes hefði alist upp á einu helsta
höfðingjaheimili landsins átti hann mjög erf-
iða æsku um margt, sökum mikilla veikinda
föður hans. Faðir hans, Pétur Havstein, amt-
maður á Möðruvöllum í Hörgárdal, var veill á
geði og veikindi hans settu sterkan svip á
heimilislífið. „Ég hafði undir höndum dagbæk-
ur amtskrifarans á Möðruvöllum, Sveins Þór-
arinssonar, föður Nonna og Manna, og þar er
lýst daglegu lífi á heimilinu og lýsingarnar þar
á Pétri eru oft og tíðum mjög átakanlegar,“
segir Guðjón.
„Öll uppvaxtarár Hannesar lá faðir hans
meira eða minna veikur mánuðum saman á
hverju ári. Það var greinilegt að veikindin
lögðust yfir hann af auknum þunga í skamm-
deginu og þá þurfti gjarnan að vaka yfir hon-
um á nóttinni. Ýmsir prestar þarna í nágrenn-
inu og vinir hans skiptust á að sitja yfir
honum, því hann varð stundum hreinlega
Sár harmur og
sterkar konur
Hannes Hafstein ólst upp við geðsýki föður síns, þurfti barn að aldri að
fara frá móður sinni, afneitaði guði á námsárum sínum og barðist fyrir
réttindum kvenna. Hann varð margsinnnis fyrir sárum missi. Hann leiddi
Ísland inn í nýja öld, en sagði Íslendingum ekki alltaf sannleikann eins og
fram kemur í samtali Sindra Freyssonar við Guðjón Friðriksson, höfund
nýútkominnar bókar um Hannes.
Hannes Hafstein í ráðherrabúningnum sem ætlast var til að ráðherrar undir Danakonungi skrýddust
við hátíðleg tækifæri. Sá siður var ekki aflagður fyrr en 1913.
Guðjón Friðriksson: „Ég lít svo á að Hannes hafi verið mjög snjall og nútímalegur stjórnmálamaður
og mörg verk hans og skoðanir eru kannski í meira samræmi við nútímann en samtíma hans.“