Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 52
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes ERTU TIL Í AÐ RÉTTA JÓNU ÞENNAN MIÐA? ÞETTA ER LEYNIMIÐI SEM ÞÚ MÁTT EKKI LESA ÞÚ ERT NÚ MEIRI HÁLFVITINN KALVIN! ÉG SAGÐI AÐ ÞÚ MÆTTIR EKKI LESA MIÐANN SOLLA Svínið mitt © DARGAUD FRÁBÆRT GROIN! GROIN! OG SVO... ÞENNAN KANN ÉG EKKI GROIN ÉG VERÐ AÐ FARA GROIN HÚN ER HEIT !?! NÚ ER NÓG KOMIÐ ADDA! HANN ER ÁGÆTUR ÞESSI GUNNI EN EF ÞÚ SEGIR SVONA GRÓF ORÐ AFTUR ÞÁ.... ÞETTA GENGUR EKKI LENGUR AAAAHHHHHH!! HVAÐ ERTU AÐ GERA? HRINGJA Í PABBA HANS! GOTT KVÖLD HERRA. ÉG ER PABBI HENNAR ÖDDU. ÞAÐ ER KOMIÐ UPP SVOLÍTIÐ VANDAMÁL EFTIR AÐ GUNNI KOM Í HEIMSÓKN TIL OKKAR ÞETTA ER ALVEG ÓTRÚLEGT! ÉG ÆTLAÐI EINMITT AÐ HRINGJA Í ÞIG OG SEGJA ÞAÐ SAMA BORÐAÐU MATINN ÞINN NEI, ÉG ER HÆTTUR AÐ BORÐA SVÍNAKJÖT Dagbók Í dag er sunnudagur 20. nóvember, 324. dagur ársins 2005 Víkverji er í vonduskapi. Nú er nefnilega sá tími árs- ins sem Víkverji hefur jafnan allt á hornum sér. Tíðarfarið eitt og sér getur náttúrulega gert út af við allt venjulegt fólk. Vík- verji tekur út fyrir að skafa ísbrynju af bíl sínum á hverjum ein- asta morgni, að- framkominn af kulda. Kalt er vont, svo ein- falt er það nú bara. Víkverji játar það hér og nú að hann hatar snjó og væri nákvæmlega sama þó hann sæi aldrei snjó. Snjór er samt hátíð í samanburði við fólk sem þykist hafa gaman af snjó. Vík- verji leggur fæð á fólk sem talar um snjó af léttúð og allra ömurlegastur er frasinn um „að snjórinn lýsi upp skammdegið“. Þvílík argasta þvæla! Og þegar kuldinn, ótíðin og um- hleypingarnir eru því sem næst að gera út af við geðsmuni Víkverja, byrjar jólaáróðurinn að dynja á augum hans og hlustum. Víkverji upplýsir það hér með að íslenskir kaupmenn hafa undanfarinn áratug eða svo eyðilagt fyrir honum jólahátíðina með gegndarlausu auglýsingaskrumi í tíma og ótíma. Reynd- ar eyddi Víkverji ein- um jólum suður í höf- um fyrir fáum árum og naut þeirra mjög, enda jólaáróðurinn ekki nærri eins yf- irgengilegur og hér. Víkverji man að hér í eina tíð hófst und- irbúningur jólanna í fyrsta lagi á aðventu en þá var kveikt á kerti. Þá fyrst fóru börnin að hlakka til, enda var boð- skapur jólanna þá í heiðri hafður, laus við hræsnina og skrumið sem nú er. Núna vantar hátíðleikann, það eru engin börn kafrjóð af æs- ingi yfir jólagjöfinni líkt og áður og þá gilti líka einu verðmæti inni- haldsins. Víkverji verður samt að bíta á jaxlinn og gera gott úr hlutunum. Á hans heimili verður a.m.k. ekki hreyft við jólaskrautinu fyrr en langt er liðið á aðventuna og þá fyrst verður farið að huga að jóla- gjöfunum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Múlinn | Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona heldur tónleika í djass- klúbbnum Múlanum í Leikhússkjallaranum í kvöld kl. 21.30. Með Kristjönu leikur samstarfsmaður hennar til margra ára, Agnar Már Magnússon píanó- leikari. Gestir Kristjönu og Agnars verða Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassaleikari og Scott McLemore, trommuleikari. Kristjana og Agnar gáfu nýverið út geisladisk með sígildum smellum úr poppinu í djassútsetningum. Þar getur að heyra lög sem urðu vinsæl með Sting, Abba, Duran Duran og fleirum. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Djassaðir Duran Duran MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.