Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 65 BANDARÍSKI leikstjórinn Came- ron Crowe hefur gert ágætar myndir í gegnum tíðina, en rómantíska gam- anmyndin Elizabethtown er fyrsta myndin sem hann sendir frá sér síðan hann gerði Vanilla Sky, athyglisverða endurgerð á hinni spænsku Abre los ojos eftir Alejandro Amenábar. Crowe skrifar jafnan handritin að myndum sínum og ber Elizabethtown með sér að höfundurinn hafi legið lengi yfir handritinu, jafnvel jórtrað á því um of, og ofmetið hversu mikið efni hann hefði þar í höndunum. Myndin er nefnilega ágæt í grunninn, er hýleg fjölskyldu- og ástarsaga sem er uppfull af kómískum og bráð- hnyttnum augnablikum. Úrvinnslan er hins vegar dregin á langinn og skotin löngum samtalsatriðum milli aðalpersóna sögunnar sem tvímæla- laust hefði mátt skera niður. Umfjöll- unarefnið virkar vel sem slíkt, en þar segir af ungum manni, Drew Baylor (Orlando Bloom), sem er um það bil að ljúka stuttum ferli hjá stórfyr- irtæki sem veðjaði öllu á hugvit hans í hönnun á byltingarkenndum íþrótta- skóm. Markaðurinn hafnar vörunni hins vegar afdráttarlaust og Drew er rekinn úr fyrirtækinu með skottið milli lappanna og bíður þess að út- breitt viðskiptatímarit birti umfjöllun sem gerir hann að athlægi. Hann tel- ur ráðlegast að stytta sér aldur en þá berast honum fregnir af sviplegu frá- falli föður síns. Drew þarf þá að fara á vit ættingja sinna í suðurríkjabænum Elizabethtown til þess að annast út- fararmál og horfast í augu við þá staðreynd að hann hefur misst tengslin við fjölskyldu sína í vel- gengniskapphlaupinu. Mitt í þessu öllu saman er ástarsaga, þar sem Drew kynnist flugfreyjunni Claire (Kirsten Dunst). Þó svo að ást- arsagan sé meginþráður sögunnar liggur styrkur hennar þvert á móti í kringumstæðunum sem dregnar eru upp í lífi Drews í tengslum við vinnu- klúðrið mikla og samfundina við ætt- ingjana. Þar er teflt fram lifandi per- sónusafni og bráðfyndnum aðstæðum, sem halda lífi í ástarsög- unni sem verður allt of langdregin miðað við hversu vel turtildúfurnar eiga greinilega saman. Orlando Bloom er bráðsjarmerandi í sínu hlutverki, en samleikurinn við Kirst- en Dunst tekst hins vegar ekki sem skyldi þar sem Dunst er ekki nægi- lega sannfærandi í túlkun sinni á per- sónu sem á að vera full efasemda um hvaða stefnu hún vilji taka í lífinu (sem ásamt vandamálum Drews veld- ur m.a. því að turtildúfurnar ná ekki saman fyrr en seint og um síðir). En myndin er eins og fyrr segir gædd einlægum vangaveltum um sorg, fjöl- skyldusamskipti og viðbrögð við mót- vindum í lífinu – vandamálið er bara langdregna ástarsagan sem notuð er til að halda sögunni saman. Orlando Bloom er bráðsjarmerandi í sínu hlutverki, en samleikurinn við Kirsten Dunst tekst hins vegar ekki sem skyldi,“ segir meðal annars í um- sögn um Elizabethtown. Upp og niður KVIKMYNDIR Háskólabíó og Sambíóin, Álfa- bakka Leikstjórn: Cameron Crowe. Aðal- hlutverk: Orlando Bloom og Kirsten Dunst. Bandaríkin, 123 mín. Elizabethtown  Heiða Jóhannsdóttir SÖNG- og tónlistarkonan Katie Melua verður með tónleika í Laugardalshöll hinn 31. mars næstkomandi. Katie Melua hefur náð undraverðum vinsældum á Bretlandi og á meginlandi Evrópu frá því að fyrsta plata hennar, Call off the Search, kom út síðla árs 2003 en platan er enn á listum yfir söluhæstu plötur á Bretlandi. Á þessu ári sendi stúlkan, sem er einungis 21 árs gömul, frá sér sína aðra plötu sem kallast Peace By Peace en sú fór einnig á toppinn á Bretlandi og hefur nú þegar selst gríðarlega vel. Katie Melua er af georgísku bergi brotin en fluttist ung að ár- um til Norður-Írlands þar sem hún tók sín fyrstu skref á tónlist- arbrautinni. Eftir að hafa vakið nokkra athygli fyrir sönghæfileika sína á Írlandi var Melua uppgötv- uð af lagahöfundinum og upp- tökustjóranum Mike Batt þar sem hún var við nám í listaháskólanum B.R.I.T. School for the Perform- ing Arts & Technology. Áhugasöm um Ísland Lagið „Nine Million Bicycles“ af fyrstu plötu Melua naut mikilla vinsælda hér á landi, sem og plöturnar hennar tvær sem báðar hafa náð hátt á Tónlistanum. Síð- ari platan var samfleytt í sex vik- ur á topp tíu þar til í síðustu viku þegar hún fór í ellefta sæti. Þess má einnig geta að gerð var íslensk útgáfa af lagi Melua „Closest Thing To Crazy“ sem Páll Rós- inkranz söng inn á plötu sem hann gaf út fyrir síðustu jól. Í viðtali við Morgunblaðið sem birtist 17. október síðastliðinn sagðist Melua vonast til að koma til Íslands í náinni framtíð. „Mig langar mjög mikið til að koma og ég er nokkuð viss um að það gerist. Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á Íslandi bæði hvað varðar jarðfræði og loftslag en ég er líka mikill aðdáandi Bjarkar svo að það yrði gaman ef ég fengi að halda tónleika á Íslandi fljót- lega.“ Eingöngu verður selt í sæti á tónleikana í Laugardalshöll og miðasala hefst 6. desember í versl- unum Skífunnar en í verslunum BT utan höfuðborgarsvæðis og á Concert.is. Tónlist | Katie Melua með tónleika í Laugardalshöll 31. mars Draumurinn rættist Katie Melua hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár. www.katiemelua.com www.concert.is KRINGLANÁLFABAKKI M.M.J. / Kvikmyndir.comRoger Ebert Kvikmyndir.is  S.V. / MBL  DV topp5.is  S.V. / MBL Val Kilmer KynLíf. MoRð. DulúÐ. Velkomin í partýið. Ó.Ö.H / DV   L.I.B. / topp5.is  H.J. / Mbl. Robert Downey Jr. Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Er frábær staður til að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt. NÝ KVIKMYND FRÁ LEIKSTJÓRA “JERRY MAGUIRE” OG “ALMOST FAMOUS” MEÐ ÞEIM HEITU STJÖRNUM ORLANDO BLOOM (“LORD OF THE RINGS”) OG KIRSTEN DUNST (“SPIDER-MAN”). Þegar maður er þetta lítill verður maður að hugsa stórt. Þar sem er vilji, eru vopn. Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið frá Disney . Vinsælasta myndin á Íslandi í dag Með Óskarsverðlaunahafanum og hinum skothelda Nico- las Cage. Heimur vopnasala hefur aldrei verið eins flókinn. LORD OF WAR kl. 5.45 - 8 - 10.30 B.i. 16 ára. LORD OF WAR VIP kl. 3 - 8 - 10.30 LITLI KJÚLLIN M/- ÍSL TAL. kl. 2 - 4 - 6 LITLI KJÚLLIN M/- ÍSL TAL. VIP kl. 6 CHICKEN LITTLE M/ensku.tali. kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 TIM BURTON´S CORPSE BRIDE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 ELIZABETH TOWN kl. 5.45 - 8.15 - 10.45 TWO FOR THE MONEY kl. 10.30 B.i. 12 ára. FLIGHT PLAN kl. 8.15 B.i. 12 ára. WALLACE AND GROMIT M/- Ísl tal. kl. 1.45 - 3.45 SERENITY kl. 5.45 - 8.10 - 10.30 B.i. 16 ára. LITLI KJÚLLINN M/- Ísl tal. kl. 12 - 1 - 2 - 4 - 6 CHICKEN LITTLE M/ensku.tali. kl. 6 TWO FOR THE MONEY kl. 8 - 10.30 B.i. 12 ára. KISS KISS BANG BANG kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára. WALLACE AND GROMIT M/- Ísl tal. kl. 4 VALIANT M/- Ísl tal. kl. 4 SKY HIGH kl.12 - 2 MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.