Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
H
vert er leynd-
armálið? – spyrja
menn. Af hverju
eru Finnar bestir?
Af hverju skara
finnsk börn og
unglingar fram úr
öllum þjóðum OECD í lestri, nátt-
úruvísindum og stærðfræði? Hvað
kunna Finnar, sem við kunnum ekki?
Þetta eru spurningar sem brenna á
vörum kennara, skólastjóra og for-
eldra um allan heim. Fólk hópast til
Finnlands í þeirri von að finna lyk-
ilinn að leyndardómnum til þess að
geta beitt honum á skráargat þekk-
ingarinnar í eigin ranni.
Þetta er ekki svona einfalt. Ekkert
eitt svar gefur tæmandi upplýsingar
um velgengni Finna. Og þeir hafa
engar töfralausnir á takteinum. Samt
má ýmislegt af þeim læra. En það
verður að fara vel að þeim.
Anneli Rautiainen er skólastjóri í
barnaskóla í vinalegu millistétt-
arhverfi rétt norðan við miðborg
Helsinki. Nemendur skólans eru á
fimmta hundrað frá aldrinum sjö til
tólf ára.
Rautiainen hefur verið skólastjóri
Käpylä-barnaskólans í þrjú ár. Þar
áður kenndi hún við annan barna-
skóla í nítján ár. Hún var á sama tíma
aðstoðarmaður skólastjóra. Auk alls
þessa tók hún að sér stundakennslu
við Kennaraháskólann í Helsinki. En
ekki bara það: Hún er fimm barna
móðir með öllu þessu. Móðir í hjá-
verkum?
Rautiainen er með meistaragráðu í
uppeldisfræðum, auk almenns kenn-
araprófs með aðaláherslu á tónlist.
Þess vegna er tónlist í hávegum höfð í
hennar skóla. Það vakti athygli mína,
að það var píanó í hverri skólastofu.
„Það eru engin einföld svör til við
þeim spurningum, sem nú dynja á
okkur,“ segir Rautiainen. „Frammi-
staða finnskra barna og unglinga
byggist á langri hefð. Við verðum að
líta til fortíðar til þess að skilja nútíð-
ina. Virðing fyrir menntun, sam-
viskusemi, ástundun, agi – allt er
þetta mikilvægur hluti menningar
finnsku þjóðarinnar. Rótgróin og
óbilandi trú á því að menntun geri
mann frjálsan. Þetta er kannski meg-
inforsenda þess, hversu góðum ár-
angri við skilum í samanburði við
aðra.
Lítill munur á hinum
hæfustu og veikustu
En ef við lítum til nútíðar, þá er það
tvennt sem styrkir stöðu okkar:
1) menntun kennara og 2) jöfn
tækifæri til náms, án tillits til efna-
hags eða búsetu foreldra.
Það sem var kannski eftirtektar-
verðast við niðurstöður Pisa-könnun-
arinnar var hinn litli munur á hinum
hæfustu og hinum veikustu. Það er
vegna þess, að öll okkar kennsla
byggist á því að sinna hverjum ein-
staklingi. Allir eiga sama rétt; allir fá
tækifæri til að sníða sér stakk eftir
vexti, án tillits til mismunandi hæfi-
leika. Við teljum okkur hafa sérstök-
um skyldum að gegna ganvart hinum
veikari. Við tökum allan þann tíma,
sem við þurfum til að koma þeim til
nokkurs þroska.“
Rautiainen bendir á að kennsla sé
eftirsótt starf í Finnlandi. Á hverju
ári sæki um eitt þúsund manns um
inngöngu í kennaraháskóla, en aðeins
eitt hundrað séu teknir inn, tíundi
hver. Haldin séu haldin ströng inn-
tökupróf, og síðan reynt að velja með
persónulegum viðtölum hina hæf-
ustu, þá sem taldir séu hafa köllun
(vocation) til þess að vinna með börn-
um og leiðbeina þeim. Þetta sé vanda-
samt verk og áhættusamt.
Kennaranámið tekur fjögur ár. Þar
við bætast önnur tvö í meistaranámið.
„Allir kennarar verða að hafa
meistaragráðu í uppeldisfræðum,“
segir hún. „Það var ekki skylda áður
fyrr, en nú færist það í vöxt, að kenn-
arar, bæði fagkennarar og almennir
barnakennarar, taki tvöfalt meistara-
próf til að styrkja stöðu sína.
Kennarastarfið er ekki vel launað í
Finnlandi frekar en annars staðar
(fyrir utan Japan). Samt er það talið
mjög eftirsóknarvert. Í augum fólks
er kennsla skapandi starf, þar sem
listrænir hæfileikar fá að njóta sín.
Það er líka talið öruggt starf, þ.e.a.s.
ef þú uppfyllir hin ströngu skilyrði og
verður þannig einn hinna útvöldu, þá
þykir starfið öruggt. Áður fyrr þótti
langt sumarfrí vera einn af kostunum.
Sumarfríið styttist stöðugt. Fríin eru
í vaxandi mæli tekin í endurhæfingu
og framhaldsnám. En jafnvel það má
líta á sem kost.“
Hún segir að hins vegar gerist það
með kennarastarfið eins og önnur
störf, að viðhorfin breytist, þegar
komið sé á vinnustað. Starfið stendur
ekki undir væntingum. Vinnuálagið
sé mikið. Kröfurnar endalausar. Fólk
gefist upp.
„Kennarastarfið hefur breyst á
undanförnum árum,“ segir hún.
„Þegar ég hóf kennslu fyrir tuttugu
árum var starfið eingöngu fólgið í því
að kenna. Nú má segja, að kennarinn
sé allt í senn, félagsráðgjafi, sálfræð-
ingur og stundum vinur eða hlust-
andi. Æ fleiri nemendur þurfa ein-
hvers konar aðstoð, einhvern til að
tala við og taka sér til fyrirmyndar.
Sjöundi hver nemandi með sérþarfir
Um sjöundi hver nemandi er með
sérþarfir. Gert er ráð fyrir, að sú tala
hækki um tvö prósentustig á næstu
árum. Fjórðungur nemenda þarf ein-
hvers konar stuðning, oftast vegna
erfiðleika heima fyrir (foreldravanda-
málið) eða í hópi félaga. Við teljum
æskilegast að hafa tuttugu til tuttugu
og fimm nemendur í bekk. Það er við-
ráðanlegur hópur, þar sem kennari
nær að mynda samband við hvern og
einn.
Það er raðað í bekki eftir stafrófs-
röð. Strákar og stelpur sitja saman.
Geta nemenda innan bekkjarins er
oft mjög misjöfn. Þetta er gert með
vilja. Við trúum því, að það sé börn-
unum hollt. Þau hafa gott af því að
læra strax í æsku, að mennirnir eru
eins misjafnir og þeir eru margir.
Bekkurinn endurspeglar samfélagið.
Sumir eru hæfari en aðrir. Börnin
læra hvert af öðru, þau læra jafnvel
Hvert er
leyndarmálið?
Hvers vegna skara finnskir nemendur fram úr öðrum, þrátt
fyrir að Finnar eyði minni peningum í menntamál, borgi
kennurum meðallaun og kenni miklu færri kennslustundir
en Ítalir, sem falla þó á Pisa-prófinu? Bryndís Schram ræð-
ir þessa áleitnu spurningu við Anneli Rautiainen, skóla-
stjóra Käpylä-skólans í Helsinki.
Anneli Rautiainen, skólastjóri Käpylä-skólans í Helsinki.
Talið er æskilegast að hafa tuttugu til tuttugu og fimm nemendur í bekk því þá
nær kennarinn að mynda samband við nemendur.
Ljósmyndir/Bryndís Schram
Ekki verður annað sagt en aðsjónlistir, og þá einkumarkitektúr og myndlist, séuí sviðsljósinu um þessarmundir. Hver stórsýningin
á húsagerðarlist aldanna hefur tekið
við af annarri í heimslistasöfnunum
og áhugasamir hópast á þær. Þá fara
engar sögur af jafn löngum biðröðum
á listasöfn og á síðustu árum, fólk
löngu farið að taka með sér nesti í
þær og þó ekki um neitt dægurgaman
né múgsefjun að ræða, en að sjálf-
sögðu á þetta helst við um hina stærri
viðburði innan þeirra.
Vígsla Frúarkirkjunnar í Dresden
hefur vakið heimsathygli, einkum
vegna þess að sjaldan hefur sannast
jafn áþreifanlega að meistaraverk
geti risið upp úr öskustó í sinni fyrri
mynd. Guðshúsið rústir einar eftir að
sprengjur féllu á það að morgni 15.
apríl 1945, rétt fyrir stríðslok, án
nokkurs annars sýnilegs tilefnis en
eyðileggingarinnar í sjálfri sér. Upp-
byggingin tók 12 ár og leit skrifari
hana þegar hún var hálfnuð eða svo
og var það mikilfengleg sjón, sýnu
aðdáunarverðari samt hugurinn að
baki, metnaður staðarbúa við að reisa
borg sína úr rústum hinna grimmi-
legu loftárása sem voru næg ástæða
til að skipa ábyrgum til sætis við hlið
stríðsglæpamannanna í Nürnberg
nokkrum mánuðum síðar. Sigurveg-
ararnir hins vegar án ábyrgðar,
stikkfríir sem alltaf áður, en ódæðið
verður um ókomna tíma eitt af því
sem upp úr stendur í þeirri grein á
tuttugustu öld. Guðshúsið byggt hvar
eldri Frúarkirkja hafði staðið frá ell-
eftu öld, hin nýja reis upp úr niðurrifi
hennar sem eitt af höfuðdjásnum bar-
rokksins, hið mikla og fagra hvolfþak
þótti meðan á byggingunni stóð flókin
og dirfskufull smíð, og olli miklum
deilum. Höfundurinn George Bähr
(1666–1738) nefndi sig rétt og slétt
ráðstimburmeistara, Ratszimmer-
meister, sem hefur þó óefað verið
mikil virðingarstaða á þeim tímum.
Kirkjan ekki fullgerð fyrr en sex ár-
um eftir andlát hans og mun eitt skýr-
asta dæmi umháþróað handverk tím-
anna, hélst í hendur við
hugmyndafræði endurreisnar og
Sjónlistir í brennidepli
Frúarkirkjan í Dresden.
Herzog & de Meuron: Fyrirhuguð Fljótafílharmónía/ hótel og verslunarmiðstöð í
Hamborgarhöfn.
Herzog & de Meuron; Háskólabókasafnið í Cottbus, draumahöll fróðleiksfúsra.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson