Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 57 MENNING EIVÖR Pálsdóttir semur nýtt jólalag fyrir Jólasöngva, árlega jóla- tónleika Kórs Langholtskirkju dagana fyrir jól. Jólasöngvarnir hafa notið mikilla vinsælda í tæp þrjátíu ár, en þetta er í fyrsta skipti sem Eivör Pálsdóttir syngur á Jólasöngvum. Hana er óþarfi að kynna, svo rækilega sem hún hefur sungið sig inn í hug og hjörtu, ekki aðeins Íslendinga, heldur vítt um heim. Hún var ein- söngvari með Stórsveit danska útvarpsins nýlega á tónleikum í nýja óperuhúsinu í Kaupmannahöfn og fékk frábæra dóma. Séra Kristján Valur Ingólfsson hefur staðfært texta jólalagsins á ís- lensku en Árni Harðarson útsetti það. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir í Langholts- kirkju föstudaginn 16. desember kl. 23, laugardaginn 17. desember kl. 20 og 23 og sunnudaginn 18. desember kl. 20. Auk Kórs Lang- holtskirkju syngur Gradualekór Langholtskirkju á tónleikunum og fjöldi hljóðfæraleikara leikur með. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Einsöngvarar í ár verða auk Eivarar, Garðar Thór Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Garðar Thór Cortes hefur oft komið fram sem einsöngvari með kórum Langholtskirkju. Hann var um tíma félagi í Kammerkór Langholtskirkju en starfar nú sjálfstætt sem einsöngvari. Hann söng nýlega hlutverk hertogans í Rigoletto í Nordfjord óperunni í Noregi og fékk frábæra dóma og nýverið kom út fyrsti geisla- diskur hans. Ólöf Kolbrún hefur tengst Kór Langholtskirkju frá unglings- aldri og verið einsöngvari á Jólasöngvum. Sæti í Langholtskirkju eru nú númeruð þannig að tónleikagestir þurfa ekki lengur að mæta klukkutíma fyrir tónleika til að tryggja sér sín uppáhaldssæti. Miðasala fer fram á midi.is. Eivör semur jólalag fyrir Jólasöngva Langholtskirkju Morgunblaðið/Þorkell Eivör Pálsdóttir semur jólalag fyrir Jólasöngva Kórs Langholtskirkju og syngur jafnframt í fyrsta sinn á þessum árlegu jólatónleikum, sem nú verða í 27. sinn. ÞAÐ ER alltaf mikið að gerast í Leikfélagi Mosfellssveitar. Nú setur félagið upp einþáttunga- dagskrá í fyrsta sinn, fjóra þætti sem eru skrifaðir og þeim leikstýrt af félagsfólki. Þætt- irnir eru áhugaverðir að efni og hver öðrum ólíkur en tengdir skemmtilega saman með því sem virðist vera spuni tveggja sviðsmanna. Þáttur Péturs R. Péturs- sonar, Húð og hitt, var áður sýndur á hátíðinni Margt smátt í Borgarleikhúsinu. Þá var hon- um leikstýrt af Herdísi Þor- geirsdóttur en nú af Ólöfu A. Þórðardóttur. Það er erfitt að skilja af hverju Ólöf er skrifuð fyrir þættinum nú þar sem upp- færslan virðist í engu frábrugð- in hinni fyrri. Fjórum mann- eskjum er teflt saman á biðstofu „Húð og kyn“ og hugs- anir þeirra leiknar af bandi. Ég skil ekki nú fremur en fyrr hvers vegna hið dauða form upptökunnar er notað þegar svo auðvelt er að lífga þáttinn við með því láta persónurnar tala hugsanir sínar. Það er allt hægt í leikhúsi. Lárus H. Jónsson átti næstu tvo þætti. Það verður að stoppa þennan mann er fundur á Al- þingi með þekktum og óþekkt- um þingmönnum. Margt er fyndið og beitt í þættinum og lætur leikstjórinn Ólafur hann gerast í sandkassa þar sem per- sónurnar eru í hvítum skyrtum og stuttbuxum í flokkslitunum. Sviðsetningin býður upp á miklu meiri leik en raun var á. Persónurnar voru helst til kyrr- ar á sama stað og horfðu of mikið niður á leiki sína til þess að húmorinn skilaði sér. Jóel Sæmundsson var lifandi og barnslegur í leik sínum og Stef- án Bjarnarson var kómískur í eftirhermuleik sínum en því miður kvað ekki að öðrum leik- urum. Seinni þáttur Lárusar, Einn dagur í einu, var harmrænn og fallegur í senn, leikinn prýði- lega af Stefáni Bjarnarsyni, Maríu Guðmundsdóttur og Hjálmari Bjarnasyni. Þátturinn fjallar um mann sem er bund- inn við hjólastól, hann býr einn en fær vin sinn og móður sína í heimsókn til að þrífa margra daga skít og drífa hann í bað. Þau reyna einnig að fá hann til að líta björtum augum á lífið en hann þjáist af depurð. Sviðsetn- ing Hörpu Svavarsdóttur var of bundin af stórum borðum og stólum en í henni voru athygl- isverðar tilraunir til að nýta rýmið til fulls svo hver og ein persónanna þriggja fengi notið sín. Síðasti þátturinn var eftir Pétur R. Pétursson; einleik- urinn Það er frítt að tala í GSM hjá Guði. Margt var fallegt í þættinum, eintalið skýrt og hnitmiðað, fyndið og harmrænt á víxl. Jóel Sæmundsson lék ákaflega vel; mann sem er dá- inn, hann hefur lent í slysi og veltir fyrir sér atburðunum, því sem var og því sem verður. Ólafur leikstjóri á hrós skilið fyrir sviðsetninguna sem öll var stílhrein, öguð og færð eins ná- lægt áhorfendum og mögulegt var. Einnig var tónlistin falleg og viðeigandi sem og lýsingin. Harpa Svavarsdóttir og Pét- ur Rúnar Pétursson léku sviðs- mennina tvo sem spjalla saman og gera fínt milli þátta en sam- leikur þeirra var góður og ein- feldnin sannfærandi. Sýning Mosfellinga var forvitnileg og ánægjuleg og áreiðanlega hvatning til meiri frumsmíða. Mosfellingar sækja á ný mið LEIKLIST Leikfélag Mosfellssveitar Höfundar: Lárus H. Jónsson og Pétur R. Pétursson. Leikstjórar: Harpa Svavarsdóttir, Ólafur Haraldsson og Ólöf A. Þórðardóttir. Tónlist: Ólafur Haraldsson. Lýsing: Jökull Jóhanns- son. Bæjarleikhúsið 13. nóvember 2005 4 einþáttungar Hrund Ólafsdóttir CARITAS á Íslandi efnir til Styrkt- artónleika í þágu fatlaðra barna, í Kristskirkju við Landakot í dag kl. 16. Þetta verða 12. styrktar- tónleikarnir sem Caritas efnir til, til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni mun allur ágóði renna til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins. Dagskráin verður í flutningi valinkunnra tónlistarmanna og gefa allir gefa vinnu sína. Forsala að- göngumiða fer fram í Pennanum Ey- mundsson í Austurstræti og Smára- lind og einnig á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins að Digranes- vegi 5 í Kópavogi. Miðaverð 2.500 kr. Flytjendur eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Bergþór Páls- son, baritón, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, Einar Jóhannesson, klarinett, Elísabet Waage, harpa, Hrafnhildur Val- garðsdóttir, orgel, Úlrik Ólason, org- el, Karlakórinn Fóstbræður, stjórn- andi Árni Harðarson, Vox Feminae, stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir. Á efniskrá eru verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Árna Thor- steinsson, Bach, Bizet, Bruckner, Händel, Kuran, Mozart, Palestrina, Saint-Säens, Schubert, Sigvalda Kaldalóns og Verdi. Styrktartónleikar Caritas Morgunblaðið/Ásdís ÞESSA dagana standa yfir mála- ferli á Ítalíu, þar sem forsvarsmenn og listfræðingar J. Paul Getty lista- safnsins í Los Angeles, hafa verið leiddir fyrir rétt ákærðir um að hafa tekið við stolnum listmunum. Réttarhöldin þykja endurspegla vanda sem listheimurinn allur stendur frammi fyrir, hver beri ábyrgð á verslun með illa fengna muni og þjóðargersemar. Getty- safnið, sem er eitt það ríkasta í heiminum, þurfti í síðustu viku að skila þremur listaverkum aftur til Ítalíu, en ítalski menntamálaráð- herrann sagði við það tækifæri, að hann myndi ekki linna látum fyrr en Gettysafnið skilaði öðrum 39 verkum sem safnið hefur eignast í viðskiptum við vafasama lista- verkabraskara. Meðal verkanna sem um ræðir er verðmæt, forn- grísk stytta af Afródítu, aðrar forminjar og listmunir. Getty fyrir rétti á Ítalíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.