Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 37
MENNING
Hvort sem þú þarft að selja eða leigja
atvinnuhúsnæði þá ertu í góðum
höndum hjá Inga B. Albertssyni.
Nú er góður sölutími sölutími fram-
undan ekki missa af honum.
Vandaðu valið og veldu fasteignasölu
sem er landsþekkt fyrir traust og
ábyrg vinnubrögð.
Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali
ATVINNUHÚSNÆÐI
HAFÐU
SAMBAND
„NÝ REFSIAÐFERÐ, sem miklar
vonir eru bundnar við,“ stóð undir
mynd eftir Sigmund í Morg-
unblaðinu og var hún af Lög-
reglukórnum. Þar var kórinn að
syngja fyrir fanga í röndóttum
fangabúningi og var greinilegt að sá
kvaldist hroðalega. Myndin prýðir
bakið á nýjum geisladiski með Lög-
reglukórnum sem ber nafnið Hæfi-
leg refsing og er auðséð að kórinn
hefur húmor fyrir sjálfum sér. Hið
merkilega er að söngur kórsins, sem
stjórnað er af Guðlaugi Viktorssyni,
er síður en svo einhver refsing;
þvert á móti! Á diskinum eru lög
sem flest eru orðin sígild; Vegir
liggja til allra átta, Riddari göt-
unnar, Þú ert aldrei einn á ferð, Blue
Moon og hið bráðskemmtilega Lög
og regla eftir Bubba Morthens.
Segja má að textinn þar sé viðeig-
andi: „… Það var ekki fyrr en um
morguninn að við sáum að hann væri
dáinn. / Ekki benda á mig, segir
varðstjórinn. / Þetta kvöld var ég að
æfa lögreglukórinn …“
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
syngur einsöng í nokkrum laganna
og gerir það einkar líflega; sömu
sögu er að segja um aðra söngvara í
aðalhlutverki, sem eru Regína Ósk
Óskarsdóttir, Jón Jósep Snæbjörns-
son og Páll Rósinkranz. Útsetning-
arnar eru eftir Óskar Einarsson eft-
ir því sem næst verður komist; ef
það er rétt hefði það mátt koma bet-
ur fram á geisladiskinum. Reyndar
eru upplýsingar um eitt og annað
dálítið loðnar, t.d. er Regína Ósk
ekki nefnd sérstaklega í laginu Gull-
vagninn þótt hún sé þar aðalmann-
eskjan og er það vissulega furðulegt,
því frammistaða hennar er prýðileg,
söngur hennar er kraftmikill og til-
finningaþrunginn og kemur veru-
lega vel út.
Almennt er þetta ágætlega
heppnaður geisladiskur, hann er
mun poppaðri en aðrir diskar með
karlakórum, en poppið er fagmann-
legt og útsetningarnar nægilega
fjölbreyttar til að áheyrandanum
leiðist ekki. Söngur kórsins er auk
þess oftast þéttur og hreinn og eng-
inn kórfélaga ætti að þurfa að
skammast sín, þótt ætla mætti ann-
að af kápu disksins. Eins og áður
sagði er hann EKKI refsing og ég
get vel ímyndað mér að hann eigi
eftir að stytta mörgum fanganum
stundir í betrunarvistinni.
Hæfileg refsing?
TÓNLIST
Íslenskur geisladiskur
Lögreglukór Reykjavíkur ásamt ein-
söngvurum. Útgefandi: Lögreglukór
Reykjavíkur 2005.
Hæfileg refsing
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
„Upp með hendur.“ Lögreglukórinn ljóðar á Jónsa á góðri stund.
Jónas Sen
Í TILEFNI íslensks tónlistardags
og dags tónlistargyðjunnar Sesselju
nú um helgina mun Söngskólinn í
Reykjavík vekja athygli borgarbúa
og nágranna á því fjölbreytta söng-
lífi sem á sér rætur í tónlistarskólum
landsins.
Nemendur Söngskólans munu
gleðja kirkjugesti í Reykjavík og ná-
grenni með því að syngja einsöng við
guðþjónustur í kirkjum á höfuðborg-
arsvæðinu og nágrenni í dag.
Dagskráin er sem hér segir:
Áskirkja: Guðbjörg Björnsdóttir.
Bústaðakirkja: Kristín Þóra Har-
aldsdóttir. Dómkirkjan:Thelma
Hrönn Sigurdórsdóttir. Fella- og
Hólakirkja: Hulda Björg Víðisdóttir
og Magnús Hallur Jónsson. Graf-
arvogskirkja: Rannveig Björg Þór-
arinsdóttir. Grensáskirkja: Rósa Jó-
hannesdóttir. Hallgrímskirkja:
Bjarni Atlason. Háteigskirkja:
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir.
Langholtskirkja: Sigurður Þeng-
ilsson. Laugarneskirkja: Þórey Sif
Brink. Neskirkja: Unnur Sigmars-
dóttir. Seljakirkja: Helga Björk
Arnardóttir. Digraneskirkja: Erla
Alexandersdóttir. Hjallakirkja: Guð-
rún Árný Guðmundsdóttir. Kópa-
vogskirkja: Hulda Jónsdóttir. Vídal-
ínskirkja: Ásgeir Páll Ágústsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði: Guðný
Birna Ármannsdóttir og Linda
María Nielsen. Hafnarfjarðarkirkja:
Magnús Guðmundsson. Víðistaða-
kirkja: Eva Dögg Sigurðardóttir.
Seltjarnarneskirkja: Hrafnhildur
Ólafsdóttir.
Söngnemendur í kirkjum