Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ 16. nóvember 1975: „Seðla- bankinn tilkynnti í fyrradag að hann hefði gert mesta láns- samning, sem íslenzkur aðili hefur gert, með töku 7500 milljóna kr. erlends láns, sem gripið verður til, ef nauðsyn krefur, til þess að tryggt sé, að Íslendingar geti staðið við greiðsluskuldbindingar sínar út á við. Í greinargerð, sem Seðlabankinn hefur sent frá sér vegna þessarar lántöku, segir bankastjórn Seðlabank- ans m.a.: „Bankastjórn Seðlabank- ans vill þess vegna, að það komi skýrt og ótvírætt fram, að þetta lánsfé er ekki tekið til þess að fjármagna fram- kvæmdir eða koma í stað inn- lendra ráðstafana, er dragi úr innflutningi og greiðsluhalla við aðrar þjóðir. Á hinn bóg- inn hlýtur Seðlabankinn að setja það mark öllu ofar, að Íslendingar geti ætíð staðið við skuldbindingar sínar út á við, en bregðist það er hætt við, að þeir glati lánstrausti sínu með alvarlegum afleið- ingum fyrir afkomu almenn- ings og efnahagslegar fram- farir. Það er einnig mikilvægt, að greiðslustaða þjóðarbúsins verði aldrei svo þröng, að stjórnvöldum gefist ekki færi á að takast á við efnahags- vandann með skipulegum hætti en neyðist í þess stað til að grípa til skyndiráðstafana.“ . . . . . . . . . . 17. nóvember 1985: „Á föstu- daginn urðu söguleg þáttaskil í deilunum á Írlandi, þegar forsætisráðherrar Breta og Íra rituðu undir samkomulag, sem leysir deilur milli rík- isstjórna landanna um stjórn mála á Norður-Írlandi. Með samkomulaginu fellur írska stjórnin frá kröfum um yf- irráð yfir Norður-Írlandi en hlýtur í staðinn takmarkaðan rétt til að hlutast til um stjórn mála þar og gæta hagsmuna kaþólska minnihlutans. Því miður er ekki líklegt, að samkomulagið bindi enda á átökin á Norður-Írlandi.“ . . . . . . . . . . 19. nóvember 1995: „Líflegar umræður á Alþingi í fyrradag um veiðileyfagjald í tilefni af tillögu, sem þingmenn Þjóð- vaka hafa flutt, sýna að málið er komið á dagskrá Alþingis. Það eitt út af fyrir sig er mik- ill áfangi, þar sem þingmenn hafa vikist undan því að taka þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar til alvarlegrar umræðu á helsta umræðu- vettvangi hennar, sem Alþingi er. Þá vekur það einnig athygli, að þrír þingflokkar hafa nú lýst stuðningi við veiðileyfa- gjaldið, þ.e. þingflokkar Þjóð- vaka, Alþýðuflokks og Kvennalista. Að auki lýsti talsmaður Alþýðubandalags- ins í umræðunum, Ólafur Ragnar Grímsson, sig reiðubúinn til að styðja tillögu Þjóðvakaþingmanna með ein- hverjum breytingum. Síðast en ekki síst lýsti einn af hinum nýju þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins, Pétur Blöndal, yf- ir fylgi við greiðslu fyrir veiði- leyfi og Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði fyrri afstöðu sína til málsins. Það fór ekki fram hjá nokkr- um frambjóðanda í kosninga- baráttunni vegna þingkosn- inganna sl. vor, að fylgi við veiðileyfagjald hefur stórauk- ist meðal þjóðarinnar. Fram- bjóðendur gerðu sér glögga grein fyrir því, að þeir gætu tæpast komið til fundar við kjósendur að fjórum árum liðnum án þess að geta vísað til þess að einhver árangur hefði náðst í þessum efnum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs insr Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U m þessar mundir eru Ak- ureyringar að fjalla um hugmyndir sem fyrir liggja um endurnýjun og uppbyggingu miðbæjar Akureyrar. Það sem er at- hyglisvert við þær tillögur fyrir utan efni þeirra er hvernig þær hafa orðið til. Í frásögn Morgun- blaðsins sl. föstudag af samtali við Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, segir m.a.: „Kristján Þór sagði verkefnið Akureyri í önd- vegi tímamótaviðburð í skipulagsmálum hér á landi enda hefði framtakið vakið verulega athygli meðal fagfólks innanlands og utan og til þess hefði verið kostað miklu, bæði hvað varðar tíma og peninga. Tillögurnar byggðust á traustari grunni en flestar hliðstæðar skipulagsáætlanir, sem hér hefðu verið gerðar. Um 10% íbúa Ak- ureyrar sóttu íbúaþing í Íþróttahöllinni í sept- ember á liðnu ári, þar sem hugur þeirra til mið- bæjarins var kannaður og þeir skiluðu tillögum sínum. Niðurstöður þessa íbúaþings lágu til grundvallar alþjóðlegri hugmyndasamkeppni en í þá keppni bárust fjölmargar tillögur, 151 alls frá 40 þjóðlöndum. Tillögurnar sem hlutu verðlaun í keppninni voru allar í góðum samhljómi við áherzlur íbúanna, sem fram komu á þinginu … Íbúar Akureyrar vilja stórmarkað á miðbæjar- svæðinu og í tillögu stýrihópsins er gert ráð fyrir að verzlun af því tagi rísi á svonefndum Sjallareit, sunnan við veitingahúsið Sjallann … Skýrt kom fram á íbúaþinginu, að bæjarbúar vilja ekki há- hýsi á þessum slóðum. „Við hlustum á bæjarbúa, þeir gáfu þessa forsögn, þeir vilja ekki háhýsi í miðbænum, “ sagði bæjarstjóri.“ Vinnubrögðin við mótun hugmynda um upp- byggingu miðbæjarins á Akureyri eru í samræmi við þær hugmyndir, sem smám saman hafa verið að ryðja sér til rúms meðal sveitarstjórnarmanna hér á landi, að það sé sjálfsagt og eðlilegt að hafa sem mest samráð við íbúa viðkomandi sveitarfé- lags um grundvallarákvarðanir um þróun og uppbyggingu viðkomandi sveitarfélags. Það er áreiðanlega rétt hjá Kristjáni Þór að hugmyndin um náið samráð við íbúana hefur í þessu tilviki verið útfærð með þeim hætti að telja megi að um tímamót sé að ræða í slíkri vinnu. Fleiri sveitarfélög hafa efnt til íbúaþinga á undanförnum árum í því skyni að hafa samráð við íbúana og eitt slíkt verður haldið í Kópavogi í dag, laugardag, þegar þetta Reykjavíkurbréf er ritað. Íbúaþing og úrvinnsla úr hugmyndum, sem fram koma á slíkum þingum, eru ein aðferð til þess að hafa slíkt samráð. Önnur er bein at- kvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélags um til- tekin mál og þá ekki sízt skipulagsmál. Slík at- kvæðagreiðsla fór fram meðal íbúa á Seltjarnarnesi fyrir nokkru. Þar höfðu staðið miklar deilur um skipulagsmál. Ákveðnir kostir voru lagðir fyrir íbúana í almennri atkvæða- greiðslu. Niðurstaða fékkst. Hver getur deilt við þann dómara? Enginn. Niðurstaða fékkst með lýðræðislegum hætti og deilur fallnar niður. Slík atkvæðagreiðsla fór fram meðal íbúa Reykjavíkur fyrir nokkrum árum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Fram hjá niðurstöðu þeirrar atkvæðagreiðslu er ekki hægt að ganga, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Er íbúalýðræði orðin tóm? Í þessu samhengi er athyglisvert að sjá hve mikil reiði virðist hafa brotizt fram á opnum fundi, sem efnt var til með íbúum Grafarvogs um Sundabraut sl. fimmtudagskvöld. Þar sagði El- ísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Graf- arvogs, m.a.: „Íbúalýðræði er orðin tóm, því miður. Við er- um kölluð til skrafs og ráðagerða, eftir að búið er að ákveða alla hluti, og svo er okkur talin trú um að það hafi verið haft samráð við okkur.“ Í frásögn Morgunblaðsins af þessum fundi daginn eftir, föstudag, sagði jafnframt: „Elísabet sagði hugmyndina um samráð við íbúa einfaldlega tízkuhugtak, sem lítið væri að marka, enda ekki skilgreint hvað í því fælist … Guðmundur Arason, formaður nýstofnaðra Íbúa- samtaka Laugardals, sagði það grundvöll þess að hægt væri að tala um samráð við íbúa að bornir væru undir þá fleiri en einn kostur og helzt fleiri en þeir þrír, sem hefðu lengi verið uppi á borðinu; jarðgöng, hábrú og hin svokallaða innri leið. Hann benti á að aldrei hefði verið gerð tilraun til þess að meta tap íbúa vegna lækkandi húsnæð- isverðs, sem tengdist Sundabrautinni, einblínt hefði verið á kostnaðinn.“ Þessi viðbrögð benda til þess, að ekki hafi verið vandað nægilega vel til samráðs við íbúa Graf- arvogs um Sundabraut og afar slæmt ef hug- myndin um samráð við íbúa og beint lýðræði fær á sig óorð af þeim sökum meðal fólks. Bersýnilegt er að einhverjir íbúar Grafarvogs a.m.k. líta svo á, að samráð við þá varðandi Sundabraut hafi verið tóm sýndarmennska. Vaxandi fylgi Þótt einhverjir hnökr- ar komi fram við fram- kvæmd hugmyndar- innar um samráð við almenning og beint lýðræði er þó ljóst, að hún nýtur vaxandi fylgis jafnt með- al stjórnmálamanna, sem almennings. Íbúaþing eru yfirleitt vel sótt og þátttaka í þeim atkvæða- greiðslum, sem fram hafa farið, viðunandi. Aug- ljóst er að umræður á íbúaþingum leiða út í þjóð- félagið með ýmsum hætti og beinar atkvæðagreiðslur örva umræður á opinberum vettvangi um þau málefni, sem kjósa á um. Fyrir einu ári tók Samfylkingin af skarið um stuðning við beint lýðræði og Reykjavíkurlistinn efndi til atkvæðagreiðslunnar meðal almennings um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Fyrr á þessu ári lýstu bæði Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra og Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem nú er orðin einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn Reykjavíkur, stuðningi við þessar hugmyndir, sem er mikilsvert því að fram að þeim tíma hafði þeim verið sýndur takmark- aður áhugi innan Sjálfstæðisflokksins. Grunnhugmyndin að baki beinu og milliliða- lausu lýðræði eins og henni var lýst í blaðauka, sem Morgunblaðið gaf út í maímánuði 1997 og var þýðing í heild á sérútgáfu brezka tímaritsins Economist, er einföld og skýr. Hana má orða á þennan veg: Allur almenningur er nú orðinn vel menntaður og vel upplýstur. Í raun má segja, að hinn al- menni borgari hafi nú aðgang að öllum sömu upp- lýsingum og kjörnir fulltrúar fólksins, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi. Þar af leiðandi er hinn almenni borgari jafn fær um að mynda sér skoðun á tilteknum álitamálum og hinir kjörnu fulltrúar. Þess vegna liggur beint við að í stað þess að allar ákvarðanir séu teknar á vett- vangi fulltrúalýðræðisins séu stærstu ákvarðanir teknar í beinni kosningu. Kostirnir við þá aðferð eru margvíslegir. Með aðferðum hins beina lýðræðis, þ.e. í almennri at- kvæðagreiðslu, er hægt að höggva á hnútinn og afgreiða deilumál, sem stundum hafa staðið árum saman á þann hátt að ekki verður lengur um deilt. Með því að leggja ákveðin stór skipulags- mál í sveitarfélögum undir dóm kjósenda í beinni atkvæðagreiðslu er komið í veg fyrir að alls kyns sérhagsmunir hafi áhrif á ákvarðanir sveitar- stjórnarmanna. Þessi aðferð getur líka unnið gegn þeirri aug- ljósu hættu, sem að lýðræðinu á Íslandi steðjar nú vegna prófkjöra flokkanna og áhrifa pening- anna á þau prófkjör. Þegar frambjóðendur í próf- kjörum taka við fjárstuðningi frá fyrirtækjum, í tilviki sveitarstjórnarkosninga, t.d. frá bygging- arfyrirtækjum og öðrum verktökum, er augljós hætta á því, að sérhagsmunir viðkomandi aðila geti haft áhrif á afstöðu viðkomandi borgarfull- trúa eða bæjarfulltrúa til skipulagsmála, þar sem mikið getur verið í húfi fyrir slíka aðila. Ef slíkar ákvarðanir eru teknar í beinum kosningum er sveitarstjórnarmaðurinn ekki í þeirri erfiðu stöðu, sem hann ella getur lent í. Einu alvöru rökin, sem fram hafa komið gegn beinu lýðræði, eru einfaldlega að hinn almenni borgari verði eftir því sem frá líður áhugalítill eða áhugalaus um að taka þátt í slíkri atkvæða- greiðslu og m.a. bent á reynslu Svisslendinga í þeim efnum. Vissulega getur verið að reynslan yrði sú. En eftir sem áður á hinn almenni borgari með þessum hætti kost á því að taka þátt í þeirri ákvörðun, sem um er að ræða. Geri hann það ekki er það hans mál. Auðvitað verður enginn neydd- ur til að koma á kjörstað. Beint lýðræði og endurskoðun stjórnarskrár Umræður um beint lýðræði hafa að sjálf- sögðu blandast inn í umræður um endur- skoðun stjórnarskrár. Það liggur beint við að sú aðferð komi í staðinn fyrir þann rétt, sem for- seti Íslands hefur nú skv. 26. grein stjórnarskrár- innar og mestar umræður urðu um á síðasta ári. Ef marka má þær umræður, sem fram hafa farið, verður að telja, að almenn pólitísk sam- staða sé um að taka ákvæði um beint og milliliða- laust lýðræði inn í stjórnarskrá á þann veg, að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um tiltek- in mál á tilteknum forsendum. Það liggur t.d. beint við að efnt hefði verið til slíkrar atkvæða- greiðslu um Kárahnjúkavirkjun. Hefði það verið gert og slík virkjun samþykkt í almennri at- kvæðagreiðslu er ljóst að andstæðingar virkjun- Á GÖTUNNI Árni Magnússon félagsmálaráð-herra upplýsti í svari vegnafyrirspurnar Jóhönnu Sig- urðardóttur á Alþingi í fyrradag, að 49 einstaklingar væru heimilislausir og væru þeir langflestir í Reykjavík. Ráðherrann sagði jafnframt, að flestir í hópnum væru einhleypir karlar á aldrinum milli þrítugs og fimmtugs og að í hópnum væru fimm konur. Um 74% af hópnum væru ör- yrkjar og langflestir glímdu bæði við fíkn og geðraskanir. Þetta fólk heldur til á götum Reykjavíkur og gistir eina nótt í einu á hverjum stað, stundum í gistiskýli, stundum í yfirgefnu húsnæði og hjá lögreglu. Jafnframt skýrði félagsmálaráð- herra frá því að opnuð yrðu tvö heimili í Reykjavík fyrir samtals sextán húsnæðislausa einstaklinga og mundi rekstur annars þeirra hefjast á næsta ári og hins ári síðar. Það er gott að vita, að ekki er yfir 100 einstaklinga að ræða eins og kom fram í umræðum um þessi mál árið 2004. Og ástæða til að þakka Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að halda þessu máli vakandi með fyr- irspurnum á Alþingi. En 49 einstaklingar á götunni eru of margir. Þar á enginn að vera. Árni Magnússon hefur hins vegar sýnt bæði fyrr og nú, að hann tekur þetta vandamál alvarlega. Það er já- kvætt að heimili fyrir þetta fólk verða opnuð á næsta og þarnæsta ári. En er ekki hægt að finna ein- hverja bráðabirgðalausn þangað til? ER „ÓDÝRASTI“ KOSTURINN ÓDÝRASTUR? Töluverðar umræður eru á meðalfólks um nýju Hringbrautina. Ótrúlega margir eru þeirrar skoðun- ar, að framkvæmdin sé misheppnuð og betra hefði verið að setja götuna í stokk eins og ýmsir bentu á áður en framkvæmdir hófust. Sá kostur var hins vegar mun dýrari. Nú eru að hefjast miklar umræður um hina svonefndu Sundabraut. Þar er tilhneiging til að velja ódýrasta kostinn. En er hann alltaf ódýrastur? Við upplifum nú þýðingu þess að sjá langt fram í tímann í skipulagsákvörð- unum. Við upplifum það á hverjum degi á götum Reykjavíkur og ná- grannabyggða, að sú framsýni hefur ekki alltaf verið til staðar. Og afleið- ingar þess geta orðið hrikalegar fyrir þau hverfi, sem helztu umferðaræðar liggja um, og bílamergðin að verða óþolandi, bæði fyrir ökumenn og íbúa. Það er líka ljóst, að vanhugsaðar ákvarðanir á þessu sviði geta kallað á margfaldan kostnað að lokum miðað við það, sem upphaflega var talið. Af þeim sökum er mikilvægt að hlusta vel á það, sem íbúar Grafarvogs segja nú um Sundabraut. Og ríkis- stjórnin, sem virðist hafa bundið framlag sitt við eina ákveðna leið, þarf líka að íhuga vel, hvort það sé skyn- samlegt. Lega Sundabrautar er ein- hver mikilvægasta ákvörðun, sem skipulagsyfirvöld standa nú frammi fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.