Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ BOSSA nova-diskur Óskars Guðna- sonar freistaði ómótstæðilega til drýldinnar sjálfstilvitnunar úr ný- legri konsertumfjöllun þar sem þeir Óskar og Ómar Guðjónssynir voru einnig meðal flytjenda: „Einföld en snjöll melódía er trúlega meðal blaut- ustu sápustykkja sem skapandi hug- ur fær höndlað.“ Að vísu ekki af því að mér fannst notalega ljúfsár lögin hans endilega stórsnjöll. En sum hefðu getað ratað langleiðina þangað – einkum með ofurlítið meiri úr- vinnslu. Það gerðist nefnilega hvað eftir annað við nánari hlustun að maður beið aðeins herzlumunarins í lagagerðinnni – örlítillar snilldar- hrukku í lag-, hljóma- eða hrynferli hér, „hárrétts“ miðkafla þar, eða seið- andi samröddunar – sem aldrei kom. Sum lögin virtust beinlínis æpa á söng, og hefðu örugglega gert sig enn betur í t.a.m. sætferskri meðferð Ragnheiðar Gröndal við hæfilega hugfengan söngtexta. Hefði það ugg- laust aukið á æskilega fjölbreytni, því þrátt fyrir afbragðsleik þeirra bræðra á dúnmjúkan tenórsax og dillandi djassgítar eru tvö sóló- hljóðfæri með fæsta móti í ellefu með- alhægum lögum. Eiginlega má undr- um sæta að hvergi skyldi skipt yfir á aðrar saxófónstærðir, jafnvel á flautu – eða frá raf- yfir á kassagítar – í þó ekki væri nema 2–3 tilvikum. Og þótt sumir kunni að malda í móinn að djass sé fyrst og fremst spuni, þá hef- ur það jafnan gilt um beztu lögin, að fyrst þurfa þau að gera sig á eigin spýtur áður en djassöldungar taka þau upp á sína arma og bragðbæta fyrir sígræna ævi á ódáinsökrum elli- smella. Upplagðir kandídatar þess arna voru vaggandi bossan On a plane to Brasil [sic], útvíkkaði upp-tempó- blúsinn Blazing midnight sun (þótt vantaði miðkafla) og hin ögn enda- sleppa White river bossa. Fleiri kom- ust svo sem nærri sama marki, þó að síðustu lögin verkuðu einna þynnst í samanburði – einkum We look star together [sic] sem var nánast bara nakin hljómaröð. Og vitanlega sakaði ekki heldur hlýleg handfjötlun efst- greindra valinmenna auk fyrrtalinna bræðra, þar sem Jóhann Ásmunds- son dúðaði lögin syngjandi rafbassa- voðum og Flísartrymbillinn Helgi Helgason stikaði út laufléttan latn- eskan hryngrunn í fyrirmyndargóðu samvægi við heildina. Sem sagt hinn áheyrilegasti diskur – og Óskari Guðnasyni hvatning til frekari (og vonandi aðeins útfærðari) dáða. Bossaköstin blíðu Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hljómdiskur Bossa Nova – Hot Spring. 11 lög eftir Óskar Guðnason. Hljómsveitin Bakland (Óskar Guðjónsson sax, Ómar Guð- jónsson gítar, Jóhann Ásmundsson bassi, Helgi Sv. Helgason trommur/slagverk). Rhodes-píanó: Þórir Úlfarsson. Hljóðritað í Stúdíói Magnúsar Kjartanssonar. Lengd: 41:39. Útgáfa og dreifing: Óskar Guðnason. ÓG 007, 2005. Óskar Guðnason – Bossa Nova – Hot Spring  DAGANA 17. til 20. nóvember hafa staðið yfir hönnunardagar í Reykjavík. Að því tilefni blása þrír hönnuðir til sýningar á Hótel Borg í dag klukkan 15. Fatahönnuðirnir Ásta Guð- mundsóttir og Ragna Fróða og skartgripahönnuðurinn Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir sýna þar fatnað og skart úr eigin smiðju. Þær hafa fengið til liðs við sig úrval af fag- fólki á öllum sviðum til að gera sýninguna sem glæsilegasta. Stílisti sýningarinnar er Margrét Ein- arsdóttir, hárgreiðsla er í höndum starfsfólks Rauðhettu og úlfsins, um förðun sér Fríða María Harð- ardóttir og framkvæmdastjórn sýn- ingarinnar er í höndum Dísu And- ermann. Auk tískusýningarinnar verður boðið upp á lifandi klassíska tónlist af íslenskum kven-blásarakvintett og sérhannaðri blandaðri tónlist frá listamanninum Barða. Kynnir verð- ur leikkonan Brynhildur Guðjóns- dóttir. Tíska | Hönnunardagar í Reykjavík Þrír hönnuðir sýna á Borginni Morgunblaðið/Golli Ragna Fróða er ein þriggja hönnuða sem sýna á Hótel Borg í dag en fatnaðurinn hér að ofan er úr smiðju hennar. Morgunblaðið/Sverrir Ásta Guðmundsdóttir tekur þátt í hönnunardögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.