Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OPIÐ HÚS - GRETTISGATA 57A Falleg 3ja herb. 89 fm íbúð í gömlu steinhúsi. Íbúðin, sem er björt og snyrtileg, skiptist í tvær stofur (önnur stofan er notuð sem svefnherbergi), svefnherb., eldhús og baðherbergi. Svalir eru útaf stigapalli. Stór sér- geymsla ( 16,4 fm) fylgir í kjallara ásamt sameignarþvottahúsi. Búið er að skipta um skólplagnir undir húsinu og út á götu. Eignin verður til sýnis og sölu í dag (sunnudag), á milli kl. 15-17. Guðbjörg á bjöllu. V. 17,9 m. 5402 FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali OPIN HÚS VESTURBERG 149 - EINBÝLI Fallegt og velviðhaldið 187 fm einbýlishús ásamt 29 fm bílskúr (samtals 216 fm) á fallegum útsýnisstað í Breiðholtinu. Fimm rúmgóð svefnherbergi og tvær stórar og bjartar stofur. Góðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Falleg eign með miklum möguleikum. Verð 37,8 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. FLYÐRUGRANDI 8 Vorum að fá í sölu góða 2ja herbergja íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í góðu og nýl. við- gerðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, vinnuherbergi, rúmgott svefnherbergi, góða stofu og baðherbergi. Gólfefni eru flísar, parket og teppi. Útg. úr stofu á hellulagða afgirta verönd. Íbúðin getur verið laus fljótlega. Verð 14,9 millj. Opið hús verður í dag milli kl. 16-18, Þór á bjöllu, sími 894 5068. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Vel innréttað og glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð til leigu í þessu nýlega og glæsilega skrifstofuhúsi við Sigtún. Húsnæðið er 617,5 fm að heildargólffleti. Skrifstofuhæðin, sem er tæplega 500 fm, skiptist m.a. í afgreiðslu, 19 skrifstofu- rými og rúmgott fundarherbergi. Í kjallara eru rúmgóðar geymslur. Mikil sameign og sameiginlegt mötuneyti. Frábær staðsetning. Góð aðkoma og næg bílastæði. Toppeign í toppástandi. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Sigtún Glæsilegt skrifstofuhúsnæði til leigu Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Vesturbær - Skeljagrandi 2 Laus fyrir jól Opið hús í dag frá kl. 15-17 Falleg og björt 100,2 fm íbúð á 3.hæð (efstu) með miklu útsýni út á sjóinn og til fjalla, ásamt 22 fm geymslu og stæði í bílgeymslu. Frábær staðsetning, gengið á göngustíg í skóla, leikskóla, út í KR og í verslanir. Sérinng. af svölum, góð forstofa, opið eldhús, borðst., stofa, 3 herb m/skáp og baðherb. Nýl. plastparket á allri íbúðinni. Sameign og bílag. nýl. tekin í gegn. Verð 23,5 millj. Anna Elín og Sigursteinn bjóða gesti velkomna í dag milli kl. 15 og 17. Teikningar á staðnum. Bjalla merkt 301 Bugðulækur 10 - Kósý íbúð Opið hús í dag frá kl. 15-17 Falleg, kósý 49 fm 2ja herb. íbúð á rólegum og vinsælum stað. Íbúðin er með sameiginl. þvottahúsi, forstofu, eldhúsi m/ fallegri innr., baði, stofu og herb. m/stórum skáp. Eikarparket er á gólfum. Getur verið laus í desember. Verð 11,9 millj. Árný býður gesti velkomna í dag að skoða frá kl. 15 - 17 í dag. Teikningar á staðnum. Bjalla merkt Árný og Fannar. Í TILEFNI af 130 ára afmæli Thor- valdsensfélagsins hafa félagskonur bryddað upp á þeim nýmælum að gefa út heillaóskakort sem eru hugs- uð sem gjöf til þeirra sem eiga allt sem hugurinn girnist, en gætu hugs- að sér að láta andvirði gjafar renna til góðgerðarmála. Lágmarksupphæð er eitt þúsund krónur. Að öðru leyti er þetta hugs- að sem frjálst framlag. Þessar pen- ingagjafir renna óskertar í Thor- valdsenssjóðinn. Kortið heitir umhyggja og er eftir Jónínu Magnúsdóttur – Ninný. Vegna mistaka birtist heilla- óskakortið í röngum litum og er því birt aftur. Nýmæli hjá Thorvald- sensfélaginu HÚSFÉLAGIÐ Gimli, Miðleiti 5–7, ákvað að gefa fórnarlömbum jarð- skjálftans í Pakistan 50 þúsund krónur í stað þess að setja jólaseríu á sameign hússins eins og gert hefur verið undanfarin ár. „Við fengum upplýsingar um hvað þetta kostaði okkur og ákváðum að gefa frekar peningana til fólksins í Pakistan,“ segir Birgir Þorgilsson, formaður húsfélagsins. „Við vonum að fleiri geri slíkt hið sama,“ segir Birgir jafnframt. Það hafa safnast 47,5 milljónir í söfnun Rauða kross Íslands fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Pak- istan. Enn er tekið við framlögum í söfnunarsíma Rauða krossins, 907- 2020, og á reikning Hjálparsjóðs Rauða kross Íslands í SPRON, 1151- 26-00012, kennitala 530269-2649. Einnig er hægt að fara inn á www.redcross.is og greiða með kreditkorti. Á vefsíðunni eru ítarleg- ar upplýsingar um hjálparstarf Rauða krossins í Pakistan. Það verður minna um skreytingar hjá íbúum í Miðleiti 5–7 þetta árið en í staðinn hjálpa þeir fórn- arlömbum í Pakistan. Framlag til Pakistans í stað jóla- skreytinga FYRIRTÆKIÐ Spor færði Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur mikið magn af skófatnaði á dögunum. Undanfarið hafa nefndinni borist fjöldinn allur af gjöfum frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Mæðrastyrksnefnd vill nota tækifærið og koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra sem hafa lagt þeim lið. Jafnframt er bent á fyrir þá sem vilja styrkja nefndina á einn eða annan hátt að tekið er á móti framlögum á skrifstofutíma s: 5514349 kt. 470269-1119 og bankanúmer er: 0101-26-35021, segir í frétt frá nefndinni. Ljósmynd/Lára Axelsdóttir Spor styrkir Mæðra- styrksnefnd HÖRÐUR Jónasson er einn af traustum blóðgjöfum Blóðbankans, á dögunum gaf hann blóð í 51. skipti og tók frænku sína með sér. Þá var í gangi lukkuleikur fyrir blóðgjafa og gátu þeir blóðgjafar tekið þátt sem hvöttu vini og ættingja til að koma og gefa í fyrsta skiptið. Hörður var dreginn úr hópi góðra blóðgjafa og gaf Og Vodafone honum Nokia 6101 GSM-síma. Hörður segir að sér líði alltaf vel eftir blóðgjöf og það sé gott að geta hjálpað öðrum með jafn ein- faldri leið. Hörður sagðist hvetja sér yngri vini og ættingja til að gefa blóð því þetta er mikilvægt málefni sem nauðsynlegt er að styrkja því sumt er ekki hægt að kaupa. Baldvina Snælaugsdóttir, starfs- maður Og Vodafone, Hörður Jón- asson blóðgjafi og Auður Helga- dóttir, starfsmaður Blóðbankans. Vinningshafi í lukkupotti Blóðbankans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.