Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 39 UMRÆÐAN SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali TJARNARMÝRI - PARHÚS Bjart og vel skipulagt glæsilegt parhús á tveimur hæðum ásamt kjallara og inn- byggðum bílskúr. Húsið er alls 251 fm og er fallegur garður, mjög viðhaldsléttur með sólpalli til suðurs og skjólgirðingum. Hiti í bílaplani. 4 stór herbergi, stórt og glæsi- legt eldhús og bjartar stofur. MJÖG NÝ- TÍSKULEGT OG FJÖLSKYLDUVÆNT HÚS. V. 59 m. GARÐABÆR - ÚTSÝNI Vorum að fá í sölu sérlega vandað og ein- staklega vel staðsett 341 fm einbýlishús í "holtinu" í Garðabæ. Um er að ræða mjög vandaðan frágang utan sem innan. Gólf- efni eru parket og steinskífa. Allar innrétt- ingar eru vandaðar úr ljósum við. Óvenju stór stofa með óviðjafnanlegu útsýni. 5 rúmgóð svefnherbergi. Tvöfaldur 47 fm bílskúr með nær 3ja m. lofthæð. 3498 LÆKJARHJALLI - PARHÚS Vorum að fá í einkasölu þetta glæsilega 183 fm parhús ásamt 32 fm bílskúr eða alls 215 fm. Lóðin við húsið er hönnuð af arkitekt og er allt hið glæsilegasta, miklir sólpallar og hellulögn með hita undir, heit- ur pottur skjólgirðingar, gosbrunnur og fl. Húsið skiptist þannig að gengið er inn á neðri hæðina, þar eru 4 mjög stór her- bergi, baðherbergi og sturtuaðstaða fyrir heita pottinn. Efri hæðin skiptist í góðar stofur með mikilli lofthæð, innbyggð lýsing, suðursvalir, vandað eldhús, hjónaher- bergi og mjög stórt baðherbergi með hornkari og sturtu. Vandað massívt heillímt parket er á nánast öllu húsinu, vandaðir miklir skápar og allur frágangur til fyrirmynd- ar. SJÓN SÖGU RÍKARI. Verð 47,0 millj. 3492 LAUGALÆKUR - ENDARAÐHÚS 215 fm endaraðhús sem skiptist í kjallara og 2 hæðir ásamt 38 fm bílskúr eða sam- tals 253 fm. Á 1. hæð er forstofa, gest- asn., eldhús með borðkrók, borðstofa og stofa með útg. út á suður svalir. Á efri hæð eru 2 barnaherbergi með skápum, hjónaherbergi með skápum, þvottahús og baðherbergi flísal. í hólf og gólf. Í kjallara er stórt sjónvarpsherbergi með geymslu innaf. Einnig er í kjallara sér 2ja her- bergjaíbúð með sér inngang. Búið er að skipta um stórann hluta af gólfefnum og setja gegnheilt eikarparket. Eign sem býður uppá mikla möguleika. 3483 NÆFURÁS - ENDARAÐHÚS 252 fm endaraðhús sem er tvær hæðir og ris ásamt innbyggðum bílskúr. Á 1. hæð er anddyri, eldhús með fallegri viðarinnr. og granít í borðpl., stór stofa og borðstofa með útg. út á hellul. vestur verönd. Á 2. hæð eru 4 rúmgóð herbergi, þvottahús með innr. og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með hvítri innréttingu. Úr holi á 2. hæð er gengið út á vestur svalir með frá- bæru útsýni yfir alla borgina. Í risi er óinn- réttað 37 fm rými. Einstaklega snyrtileg og vel viðhaldin eign á vinsælum stað V. 45,8 m. 3486 SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Mjög góð 4ra herbergja 104,3 fm íbúð á 2. hæð í 6 íbúða stigahúsi við Engjasel. Mjög gott útsýni. Stórt og gott stæði í bílageymslu. Hús og sameign lítur vel út. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, þvottahús, búr, stofu, baðher- bergi og þrjú svefnherbergi. Nýlegar kirsuberjainnréttingar í eldhúsi og baðherbergi. Þvottahús innan íbúðar. Verð 18,3 millj. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 17 – ENGJASEL 11 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali HB FASTEIGNIR HAGALAND, MOSFELLSBÆR - GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS MEÐ TVEIMUR ÍBÚÐUM. SJÓN ER SÖGU RÍKARI! VERÐ 64,9 MILLJ. Húsið er á tveimur hæðum og er samtals 361,2 fm á stærð, en þar af er 52,5 fm bílskúr. Í dag eru í húsinu tvær rúmgóðar íbúðir en auðvelt er að breyta því aftur í eina íbúð. Húsið er mjög vel byggt og hefur mikið verið endurnýjað á síðustu árum. Það stendur á eignarlóð og er staðsett á útsýnisstað en ekkert hús er fyrir framan það. Garðurinn er í góðri rækt. Hús fyrir vandláta. Opið hús í samráði við Hrafnhildi Bridde, löggiltan fasteignasala í s: 821-4400. Íbúðin er um 80,8 fm á stærð og er mjög rúmgóð. Hún skiptist í tvö svefnherb, stofu, baðherb. og mjög rúmgott eldhús. Sér- inngangur er á hlið hússins. Nýlegar neyslu- og hitalagnir. Nýl. gluggar og gler í eldhúsi og stofu. Íbúðin er laus og til afhendingar við kaupsamning. Opið hús í samráði við Hrafnhildi Bridde, löggiltan fasteignasala í s: 821-4400. LAUS! TÓMASARHAGI, 107 REYKJAVÍK. RÚMGÓÐ 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Í KJALLARA M/SÉRINNGANGI. BÍLSKÚRSRÉTTUR. VERÐ 17,9 MILLJ. Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali, sími 821-4400 Sími 534-4400 • Hús verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali ÉG VARÐ hálfhissa við bréf sem ég fékk frá Umhverfisstofnun sem sagði að landbúnaðarráðherra væri hinn ábyrgi fulltrúi fyrir dýravernd á lögbýlum en ekki umhverfisráðherra, og þá um leið æðsti ábyrgi fulltrúi fyrir vinnueftirlit og heilbrigðiseft- irlit innandyra á lögbýlum á Íslandi en umhverfisráðherra væri hinn ábyrgi fulltrúi í sama máli fyrir hunda, ketti, hesta og páfagauka í þéttbýli og lögbýli utan- dyra. Þessi stjórnsýsla er vægast sagt dul- arfull. Ástæða fyrirspurnar minnar til Umhverf- isstofnunar var heim- sókn mín til Steingríms bónda í Grímstungu, Vatnsdal, og raunasaga hans við kerfiskarla sem þann 14. maí sl. tóku allar kindur og bæði kæfðu og drápu á frekar vafa- saman hátt og á frekar vafasömum forsendum. Þann 15. janúar sl. tilkynnti Gríms- tungubóndinn héraðsdýralækni um undarlegt tilfelli veikinda í kindum sem hann mat sem einhvers konar eitrunartilfelli en Steingrímur bóndi er einnig útlærður vélstjóri. Þegar héraðsdýralæknir kom á vettvang og skoðaði dýrin urðu þeir sammála um að hér væri á ferðinni eitrunartilfelli. Engin rannsókn fór þarna fram á vettvangi samanber lög um dýra- vernd og reglugerð um aðbúnað sauðfjár, samanber vatnsgæði og gæði andrúmslofts. Reyndar tók hér- aðsdýralæknir nokkrar myndir á digital-myndavél af einni kindinni, það var öll rannsóknin. Um miðjan febrúar óskar embætti yfirdýralækn- is eftir því að veiku dýri sé lógað og það sent suður til Reykjavíkur og var það gert af bóndanum. Nú gerist ekkert fyrr en 12. maí er hringt er úr landbúnaðarráðuneytinu og tilkynnt að kindin hefði greinst með riðuveiki og að fulltrúar land- búnaðarráðuneytis kæmu þann 14. maí til að útrýma dýrunum sem þeir í ráðuneytinu kalla lækningu með dauða. Bóndinn maldaði í móinn vegna einkenna eitrunar og óskaði eftir frekari rannsókn en fékk þá á sig að ef hann ekki afhenti dýrin fengi hann verra af í dómsalnum. Þegar fulltrúar ráðuneytisins höfðu fjarlægt og drepið öll dýrin hafði bóndinn ekk- ert í höndunum í þessu þá ólögmæta fjárnámi. Meðferð opinberra fulltrúa á dýr- unum þarna í fjárhúsinu og á bílnum þarna í miðjum sauðburði og á meðan þingmenn Alþingis voru í sauðburð- arleyfi varð tilefni kæru til lögreglu á Blönduósi þar sem grunur var á um ætlað brot á lögum um dýravernd. Ég kom í Grímstungu, í boði bóndans þann 18. maí, til að mæla gasmyndun í haughúsi. Við mældum saman gasið ég og bóndinn og fundum gastegund- ina ammónia NH3 í magninu 40 ppm við alla útveggi en 77 ppm fyrir miðju húsi og til suðurs þar sem kindurnar voru sem veikastar urðu og rann blóð úr nösum dýranna. Í spjalli við bónd- ann kom í ljós að hann hafði keypt örflóruefni sem átti að auðvelda dæl- ingu með haugsugunni ári síðar og var þetta þriðji veturinn sem efnið var notað. Ég hafði samband við seljanda efnisins og fékk að vita að það var frá Hollandi og var samsetning loftháðra og loftfælinna baktería og hafði landbún- aðarráðuneytið sam- þykkt innflutning þess og dreifingu í landbún- aði á Íslandi. Í lögum um dýrahald á lögbýlum og reglu- gerð um aðbúnað sauð- fjár stendur að hámark gastegundarinnar ammónía NH3 skuli vera 10 ppm. Það er landbúnaðarráðherra sem ber ábyrgð á eftirlitinu eins og segir í lög- unum. Nú veit ég ekki um vinnueft- irlitsstaðla Guðna landbún- aðarráðherra en ég veit að kollegi hans í USA metur ástand vinnustaða þannig að þegar gastegundin NH3 fer í og yfir 50 ppm þá er gasmagnið hættulegt heilsu manna og loka ber vinnustaðnum. Það eru margir bænd- ur sem hafa keypt þetta eiturefni frá Hollandi í ár og undanfarin ár og svo er þessu bakteríueitri sprautað á gæsir og aðra viðkvæma fugla vor og haust. Ef þeir frá Umhverfisstofnun tækju haugsýni til rannsóknar er ég ansi hræddur um að margir verði mjög hissa á innihaldinu. Við erum að tala um margra ára gamla saurgerla sem sprautað er á tún til að fæla frá hungraðar gæsir vor og haust. Svo eru menn að tala um fuglaflensu hér og í Evrópu. Þeir í Englandi dæla út 80 milljónum tonna af beljudrullu, uppgerjaðri til margra ára og eru síð- an hissa á því að kýr og kindur veikist á dularfullan hátt og farfuglar verði veikir. Ekki er ég hissa. Sagan er ekki öll, því hinn 19. maí hringdi ég í lögreglustjórann og sýslumanninn á Blönduósi og til- kynnti honum um eiturefni í landbún- aði sem hefði þá náttúru að gera kindur alvarlega veikar og óskaði eft- ir lögreglurannsókn á vandamálinu og hver bæri ábyrgð á þessu ástandi og þannig fékk Guðni búfræðingur og ráðherra á sig tvær kærur og var hin frá dýraverndunarsamtökum. Það ótrúlega gerist, Guðni búfræðingur, þingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi, varaformaður Fram- sóknarflokksins á Íslandi og hátt- virtur landbúnaðarráðherra, gerir sér lítið fyrir og tekur upp símann og stöðvar þessa lögreglurannsókn á þeirri forsendu að mér komi starf- semi landbúnaðarráðuneytisins ekk- ert við og ég sé ekki aðili að málinu. Hvað segir háttvirtur dóms- og kirkjumálaráðherrann við þessu ástandi, að ég ekki tali um hinn trú- verðugi ríkissaksóknari Bogi Nilsson. Hver stjórnar sýslumanninum og lögreglustjóranum á Blönduósi! Um bænda- og dýravernd Guðbrandur Jónsson fjallar um heilbrigðiseftirlit og dýravernd ’Ástæða fyrirspurnarminnar til Umhverfis- stofnunar var heimsókn mín til Steingríms bónda í Grímstungu, Vatnsdal, og raunasaga hans við kerfiskarla…‘ Guðbrandur Jónsson Höfundur er rannsóknarstjóri gastegunda, Saurbær-Biogas. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að ál- ið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella fram- leitt með raforku úr eldsneyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og aug- lýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vegagerð- in hafnar hagstæðasta tilboði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.