Morgunblaðið - 20.11.2005, Page 68

Morgunblaðið - 20.11.2005, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. SKIPAN Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara fyrir tveimur árum var harkalega gagnrýnd af mörgum, ekki síst vegna skyld- leika hans við Davíð Oddsson, þáverandi for- sætisráðherra, en þeir eru systkinabörn. Ólafur Börkur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fullkomlega eðlilegt sé að fólk hafi þá skoðun að ráðherra hefði átt að skipa einhvern annan en persónulegt níð segist hann ekki skilja. „Fólki, sem þekkir mig ekkert, getur ekki verið svona illa við mig,“ segir Ólafur Börkur í viðtalinu. „Er ég var skipaður í embætti hæstarétt- ardómara höfðu staðið yfir markvissar linnulausar árásir á Davíð og var þá svo komið að sá ágæti maður átti að mati sumra varla að vera með öllum mjalla og gerðir hans stjórnast af annarlegum hvötum. Er ég fékk starfið kom kjörið færi á að benda á það sem sönnun fyrir valdníðslu hans,“ seg- ir hann. Ólafur Börkur segir ennfremur í viðtal- inu að það sé alveg á hreinu að hann hefði aldrei hringt í Davíð Oddsson frænda sinn „og sagt honum að ég væri að sækja um eða beðið hann um aðstoð. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég hefði átt að orða slíkt erindi og tel fullvíst að Davíð hefði ekki brugðist vel við“. Ólafur segir að hin stöðuga gagnrýni hafi auðvitað truflað fjölskyldu sína þótt hún trufli hann ekki í starfi. | 10 Hefði aldrei beðið Davíð um aðstoð Ólafur Börkur Þorvaldsson ÞÝSKIR sjónvarpsmenn í efnis- öflun heimsóttu Kárahnjúka á dögunum og hittu þar fyrir rit- höfundinn Yrsu Sigurðardóttur og tóku hana tali með stífluna í baksýn. Sjónvarpsmennirnir voru hér í þeim tilgangi að kynnast því hvernig íslenska þjóðin lifir í harðbýlu landi. Fóru þeir víða, meðal annars til Grímseyjar, Ísa- fjarðar, Egilsstaða og á Mýrdals- jökul. Katrin Eigendorf, stjórnandi þáttarins um Ísland, segir ein- hvers konar víkingaanda ein- kenna Íslendinga að hennar áliti og að þeir þrái að takast á við náttúruöflin. Segir hún það sína upplifun að dvölinni hér lokinni að íslenskar konur séu mjög sterkar, hafi mörg járn í eldinum og kvarti aldrei. Þessi lýsing á eflaust full- komlega við verkfræðinginn og rithöfundinn Yrsu Sigurð- ardóttur sem starfar í óblíðri náttúru hálendisins. Hún var í það minnsta eitt viðfangsefna þeirra Mychiko Yokoe hljóðmanns, Andreas Buhrow og Katrinar Eigendorf á leið þeirra um landið. Morgunblaðið/RAX Rætt við rithöfund undir risastíflu YRSA Sigurðardóttir, tæknistjóri við Kárahnjúkavirkjun, hefur selt útgáfuréttinn að fyrstu sakamála- sögu sinni, Þriðja tákninu, út um víða veröld. Hún hefur líka selt út- gáfuréttinn að annarri óskrifaðri sögu, sem hún er búin að lofa út- gefandanum, Veröld, að byrja á í næsta mánuði. Yrsa segir í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins í dag að hún byrji á því að láta sér detta í hug „eitthvað ógeðslegt“ þegar hún hefst handa við glæpasögu og nálgast viðfangsefnið eins og sann- ur verkfræðingur. „Til þess að hafa góða yfirsýn set ég atburðarásina upp í Excel-töflu og skrái inn hver kemur við sögu, hvenær og hvaða dag og hvað hef- ur gerst. Ég mæli með Excel,“ seg- ir hún. Yrsa hefur skrifað fimm barnabækur og hlotið tvenn verð- laun fyrir þær. Hún segist hafa gaman af því að lesa sakamálasög- ur og vilja „skrifa um hrylling“. „Þegar ég var búin að skrifa tvær barnabækur byrjaði ég á glæpa- sögu, en mér var sagt að gleyma því, og að Íslendingar hefðu ekki áhuga á slíkum sögum.“ Setur krimma upp í Excel-töflu  Auðveldara | Tímaritið ESKJA hf. á Eskifirði festi nýverið kaup á upp- sjávarfrystiskipinu M. Ytterstad sem smíðað var í Noregi árið 2001. Skipið er útbúið fyrir flakavinnslu á síld og heil- frystingu á loðnu, síld, kol- munna og makríl og hefur frystigetu upp á um 120 tonn á sólarhring. Að sögn Óskars Garðarssonar, fram- kvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs Eskju, mun skipið verða sótt til Álaborg- ar í Noregi 2. janúar nk. og reiknað er með að fyrsti veiðitúrinn verði farinn fimm til sex dögum eftir það. Skipið mun hljóta nafn- ið Aðalsteinn Jónsson eftir aðaleiganda og for- stjóra Eskju til margra ára, en hann lét af störf- um sem forstjóri fyrirtækisins í lok ársins 2000 eftir 40 ára setu. Á vefsíðu Eskju segir eftirfar- andi um Aðalstein: „Það er ekki ofsögum sagt að forstjóratíð Að- alsteins hafi verið tími mikillar uppbyggingar hjá fyrirtækinu þar sem kjarkur og áræði eld- hugans breyttu nánast gjaldþrota félagi sem aðeins átti frystihús í fjörukambinum á Eski- firði, í eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins með fjölbreytta og sterka starfsemi.“ Óskar segir nokkrar breytingar verða gerðar á starfsemi Eskju en fyrirtækið hefur ekkert fryst af uppsjávarafurðum á undanförnum ár- um. Hann segir að vöngum hafi verið velt yfir hvort fyrirtækið ætti að fara í landvinnslu eða frysta úti á sjó og hafi síðari kosturinn verið tekinn í ljósi þess að fyrirtækið er nokkuð sterkt í norsk-íslensku síldinni og kolmunna. „Við erum að horfa á framleiðslu upp á annan tug þúsunda tonna af frystum afurðum sem við höfum ekki gert í mörg ár. Þannig að það kem- ur nýr vinkill á reksturinn.“ Óskar segir skipið koma að góðum notum til að jafna rekstur Eskju en afkoma fyrirtækisins hefur verið mjög góð á fyrstu sex mánuðum ársins en dottið nokkuð niður eftir það. „Þá kemur þetta skip nokkuð sterkt inn, sér- staklega í norsk-íslensku síldinni í júlí, ágúst og alveg fram í október.“ Jón Kjartansson til sölu Skipið mun jafnframt hafa áhrif á rekstur bræðslunnar en Óskar segir útlit fyrir að minna verði farið með fisk í bræðslu næstu árin. Því verði horft til þess að fara í samstarf við aðra til að ná inn hráefni svo hægt verði að halda uppi eins mikilli starfsemi í bræðslunni og mögulegt er. Í framhaldi af kaupum á uppsjávarskipinu, sem bera mun nafn Aðalsteins, hefur Jón Kjart- ansson verið settur á söluskrá. Jón var faðir Að- alsteins og verður nafnið ekki látið fylgja með í kaupunum en heimfært yfir á nóta- og tog- veiðiskip fyrirtækisins sem nú nefnist Hólma- borg. Spennandi tímar framundan hjá Eskju hf. í kjölfar kaupa á nýju skipi Nýja skipið ber nafn Aðalsteins Jónssonar Eftir Andra Karl andri@mbl.is Nýja skipið ber nafn Aðalsteins Jónssonar. Aðalsteinn Jónsson SÖNGKONAN Katie Melua mun halda tónleika í Laugardalshöllinni 31. mars nk. en hún kemur hingað til lands á vegum Con- cert. Katie ætti að vera íslensku tónlist- aráhugafólki góð- kunn en plötur henn- ar tvær hafa selst vel hér á landi og lagið „Nine Million Bicycl- es“ naut mikilla vin- sælda. Katie, sem er af georgísku bergi brotin, er aðeins 21 árs en hefur nú þegar getið sér gott orð í Bretlandi fyrir tónlist sína. Hún gaf út plötuna Peace By Peace á þessu ári sem fékk góða dóma og fór m.a. á toppinn yfir söluhæstu plötur í Bretlandi. Þá er plata hennar, Call off the search, sem kom út árið 2003, enn á listum yfir söluhæstu plötur þarlendis. | 65 Söngkonan Katie Melua til Íslands Katie Melua MAÐUR var stunginn í hálsinn með brotnu glasi með þeim afleiðingum að slagæð fór í sundur á skemmtistað í Reykjavík í fyrri- nótt. Maðurinn var fluttur á slysadeild, og þurfti að sauma 20 spor í háls hans, auk þess sem hann var með fleiri áverka eftir að hafa varist árásarmanninum. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn, en að sögn lögreglunnar í Reykjavík er vitað hver hann er, og verður hann yfirheyrður. Skorinn á háls á skemmtistað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.