Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 11
gat dæmt mann og spilað svo með honum körfubolta um kvöldið!“ Hann er því vanur nálægð og fannst hálf- partinn fyndið þegar því var haldið fram í fjöl- miðlum að hann gæti ekki verið í Baugsmálinu vegna frændsemi við Davíð Oddsson, „sem þó er ekki aðili að málinu. Vegna þessarar reynslu minnar hefði slík umræða ekki truflað mig neitt. Það er vandasamt starf að vera dómari og maður verður að sinna því af trúmennsku; verður að vera sannur og ákveðinn, ekki sækj- ast eftir vinsældum og aldrei halda með nein- um. Það skiptir engu máli um niðurstöðu máls hvort einhver sé viðfelldinn eða ógeðfelldur, ljótur og leiðinlegur. Skiptir engu máli. Hvort sem er í héraðsdómi eða Hæstarétti er það eina sem skiptir máli að reyna að komast að réttri niðurstöðu. Og ekki má gleyma því að ekkert mál er lítið mál í augum þess fólks sem lendir í því að þurfa að deila fyrir dómstólum. Það get- ur verið fólki mikil raun. Mér finnst ég nánast í sama starfinu nú í Hæstarétti og þegar ég var að dæma í héraði. Helsti munurinn er sá að ég er ekki í þinghaldi, þar sem lögmenn og aðilar koma saman. Í héraðsdómi er mikill möguleiki á að sætta mál og ég reyndi það mikið. Var raunar svo vanur því að í fyrstu vettvangsgöngu minni í máli fyrir Hæstarétti fór ég strax að reifa möguleika á sáttum, en slíkt mun lítt tíðkað þar. Mér finnst það skipta verulega miklu máli.“ Ólafur Börkur er þeirrar skoðunar að dóm- arar eigi ekki að setja lög. „Menn þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur af meintum stjórnmálaskoðunum mínum, enda er það ekki hlutverk dómarans að setja lög heldur á hann að dæma samkvæmt lögunum eins og þau eru en ekki eins og hann kannski vildi að þau væru. Um þetta hefur reyndar risið mikil fræðideila í Evrópu og Bandaríkjunum, og nú síðast á Íslandi, um heimild dómara og dóm- stóla til þess að setja lögin. Þá hef ég stundum heyrt að það að ekki hafi reynt mikið á lagareglu fyrir dómi sé til marks um að hún sé úrelt, óþörf eða gagnslaus, en það þarf nú ekki alltaf að vera rétt. Það, að reglan rati sjaldan fyrir dómstólana, getur einmitt þýtt að hún sé skýr og ljúki þrætum. Þá geta gömul lagaákvæði verið alveg hreint ágæt, til dæmis er margt skynsamlegt í fyrningarlög- unum þótt þau eigi hundrað ára afmæli á þessu ári. Dómarar koma oft ekki til skjalanna nema reglur laganna teljist óljósar og eitthvað er sem þarfnast skýringar.“ Hann segir öllu máli skipta að fólk finni að dómari sé hlutlaus. „Ef einhver vildi vera hlut- drægur væri honum varla líft í starfi, sér- staklega ekki úti á landi. Svo er líka annað, sem er mikilvægt og ákveðin kúnst, að fólki má ekki finnast dómari líta niður á það. Og það má dóm- ari ekki heldur gera, frekar en aðrir menn. Ég hef reynt að vera hlutlaus enda verða menn að vera trúir í þessu starfi. Og maður verður að geta farið að sofa sáttur á kvöldin þótt dagarnir séu auðvitað mismunandi og við allir breyskir menn.“ Það kemur oft fyrir að dómarar eru ekki sammála „og það er bara eins og í handbolt- anum; það er oft vafamál hvort réttara er að dæma ruðning eða varnarbrot, en niðurstaðan verður gjörólík. Því er sjaldnast svo að allir að- ilar máls verði ánægðir með dóm,“ segir hann. V Ólafi, konu hans og börnum leist vel á að flytja á Selfoss. „Það var gott að komast nær stórfjölskyldunni án þess þó að flytja til Reykjavíkur, því okkur langaði ekki sér- staklega til þess þá. Okkur leið alla tíð mjög vel úti á landi og þar er til dæmis frábært að búa með börn. Og úti á landi hef ég kynnst mörgu góðu fólki og kynlegum kvistum. Ég er mikill landsbyggðarmaður í hugsun, þótt ég sé borinn og barnfæddur Reykjavíkur- og Kópavogsbúi.“ Ólafur Börkur varð einn þriggja dómara á Selfossi, var fljótlega af þeim kosinn dómstjóri og gegndi því embætti þar til hann fór í Hæsta- rétt. „Hver maður hefur sinn stíl. Til dæmis má nefna að í forsjármálum sitja eðli málsins sam- kvæmt iðulega sérfróðir meðdómsmenn, og skipa þannig þrír dóm. Venjan er sú að kalla tvo sálfræðinga til verksins, en ég kallaði oft til einn sálfræðing og einn prest og það gafst vel, þótt ég viti ekki til þess að aðrir hafi notað slíkt fyrirkomulag,“ segir Ólafur Börkur og bætir við: „Þá hef ég alltaf spurt lögmenn mikið í þinghöldum og látið vita ef ég skil ekki hlutina, því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir höf- uðmáli að dómarinn skilji út á hvað málið geng- ur og vont er ef lögmenn þurfa að tala í tómið. Ég minnist þess að einu sinni skildi ég ekki málið sem um var fjallað og spurði. Kom þá í ljós að það gerði hvorugur lögmannanna held- ur. Þá leið mér eins og drengnum í sögunni um nýju fötin keisarans.“ Á meðan Ólafur Börkur var dómstjóri á Sel- fossi tók hann sér eins árs frí, settist á skóla- bekk í Lundi í Svíþjóð og tók þar meistarapróf í Evrópurétti. „Mér fannst að Evrópurétturinn væri heim- ur sem ég þekkti ekki vel og óttaðist eiginlega hálfpartinn, en vissi að hann færi að skipta meira máli en áður. Evrópurétturinn var farinn að koma við sögu í málum hjá mér.“ Hann segir námið í Lundi hafa verið skemmtilegt og allt öðruvísi en í lagadeild HÍ á sínum tíma. „Þarna voru færri nemendur og kennslan gagnvirk; það dugði ekki að vera illa lesinn í tímum eins og gat gengið í lagadeildinni forðum, þar sem einn maður, kennarinn, talaði í tímum og próf voru tekin um vorið. Námið í Lundi var hörkunám, ég þurfti að hafa talsvert fyrir því en mér gekk ágætlega. Þá var dálítið gaman að lifa sem námsmaður enn á ný, í lítilli íbúð en nú með fleiri börn.“ V I Ólafur Börkur var einungis 42 ára þegar hann var skipaður dómari við Hæstarétt, en segist ekki hafa hugleitt aldur sinn sérstaklega, enda ýmsir verið skipaðir yngri í réttinn. „Starfslega fannst mér ég geta sótt um eftir að hafa gegnt starfi héraðsdómara í um 15 ár, en mér hefði þótt fullkomlega eðlilegt ef ég hefði ekki fengið starfið. Sagt hefur verið að skipan manna í Hæstarétt sé lík vali á fótboltaliði, liðs- heildin skipti máli. Þjálfari þurfi að velja bæði varnar- og sóknarmenn, en t.d. ekki eingöngu ellefu bestu kantmennina.“ Hann telur talsvert til í þessu. „Allir umsækjendur um dómarastarf hafa eitthvað við sig, einhverja sérstaka kosti, hvort sem það er dómarareynsla, fræðistarf, mennt- un eða hvað það nú er. Þegar valinn er nýr dómari hlýtur sá sem velur meðal annars að þurfa að horfa til slíkra atriða og gera upp á milli þeirra.“ Ólafur kveðst hafa sem dómari úti á landi þurft að kljást við allar tegundir mála. „Þótt segja megi kannski að ég hafi forðum hlotið lögfræðilegt uppeldi í sakadómi Reykjavíkur. Forveri minn í starfi í Hæstarétti var raunar gamall sakadómari þannig að breytingin á Hæstarétti við komu mína varð ekki eins mikil að því leyti“, segir Ólafur Börkur og bætir við: „Þegar ég kom í Hæstarétt hafði ég úr þremur skrifstofuherbergjum að velja. En valdi mér gömlu skrifstofu þess ágæta manns, enda viss um að þar væri góður andi, þar sem hann hafði verið.“ Því hefur verið haldið fram að Ólafur Börkur sé lítt hæfur til þess að gegna embætti hæsta- réttardómara, og hann dregur ekki dul á að honum sárnar það. Pólitísk gagnrýni sé eðlileg. „Það er auðvitað allt í lagi að menn velti því upp að ég sé frændi Davíðs, en ég minni á það og það vita allir sem búa hér á landi að tengsl liggja víða og eru margvísleg og misáberandi; vinatengsl, fóstbræðratengsl, vensl og mægðir og skyldleiki. Nú kemst ég til dæmis að því að ég og ljósmyndarinn sem tekur myndirnar af mér vegna þessa viðtals erum þremenningar. Ég hef verið alla mína starfsævi úti á landi, fjarri þessum tengslum og elítum hér á Reykjavíkursvæðinu og fæstir vina minna eru lögfræðingar.“ Persónulegt níð segist hann ekki skilja. „Fólki, sem þekkir mig ekkert, getur ekki verið svona illa við mig. Þess vegna átta ég mig ekki á því hvaða hvatir liggja að baki. Sumir þeir sem tala um hæfni mína vita held ég lítið um hana. Ummæli þeirra eru að minnsta kosti ekki reist á athugun á dómaraverkum mínum. Gagnrýnin helgast kannski af óvild þeirra í garð frænda míns Davíðs Oddssonar enda er hann iðulega nefndur er mig ber á góma í þessu sambandi. Það hafa greinilega aðeins lækkað í mér hlutabréfin frá því að Jónas Kristjánsson skrifaði í leiðara að einn af dómum mínum á Selfossi hefði verið meðal ánægjulegustu tíð- inda þess árs og sýnt óvænta og jákvæða hlið á réttarkerfi okkar, eins og hann orðaði það.“ Benda má á að á meðan Ólafur Börkur var dómari á Selfossi var hann af Hæstarétti kall- aður til starfa þar sem varadómari. „Ég var ekki óhæfari en það að ég var beðinn um að koma aftur.“ Ólafur Börkur segist hafa heyrt ráðherra rökstyðja sína ráðningu með skírskotun til auk- ins vægis Evrópuréttar, að hann hefði verið dómari lengi þrátt fyrir að vera ungur að árum og því fengist meiri aldursdreifing í réttinn. „Honum fannst þetta skipta máli, vera lög- mæt sjónarmið. Hann hefur viljað hafa ákveð- inn fjölbreytileika í réttinum. Ég hafði verið metinn hæfur samkvæmt umsögn Hæsta- réttar. Björn skipaði mig en sitt sýndist hverjum. Og það er fullkomlega eðlilegt að hafa aðra skoðun á skipuninni en Björn. En eitt er alveg á hreinu; ég hefði aldrei hringt í Davíð Oddsson frænda minn og sagt honum að ég væri að sækja um eða beðið hann um aðstoð. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég hefði átt að orða slíkt erindi og tel fullvíst að Davíð hefði ekki brugðist vel við.“ V I I Ólafur Börkur segist vera viss um að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi tekið ákvörðun um skipan hans algjörlega upp á eig- in spýtur. „Ég þekki Björn ekki neitt og heils- aði honum í fyrsta skipti eftir að ég var skip- aður í embætti. Ég er sannfærður um að hann hefði ekki skipað mig í Hæstarétt hefði hann ekki viljað það sjálfur. Ég sótti einfaldlega um, var metinn hæfur af Hæstarétti og fékk starfið.“ Ólafur Börkur nefnir dæmi þessu til stuðnings: „Bróðir Dav- íðs Oddssonar, Ólafur Oddsson, sótti á sínum tíma um rektorsstöðu við Menntaskólann í Reykjavík. Enginn vafi var á því að hann var fyllilega hæfur í starfið og raunar með mestu kennslureynsluna, en Björn Bjarnason, þáver- andi menntamálaráðherra, skipaði hann ekki. Björn valdi annan umsækjanda, ágæta konu, og hefur hann örugglega beitt lögmætum sjón- armiðum við það val. Þetta segir sína sögu.“ Þegar næst var skipað í Hæstarétt vildi þá settur ráðherra greinilega leggja áherslu á að lögmaður kæmi inn í réttinn. Jón Steinar Gunnlaugsson varð þá fyrir val- inu, Ólafur Börkur skilaði einn séráliti í um- sögn Hæstaréttar um umsækjendur. Að- spurður segir hann álit sitt þó ekki hafa snúist um Jón Steinar einan eins og sumir hafi haldið fram. „Ég vildi ekki raða umsækjendum með þeim hætti sem hinir gerðu, og það gilti ekki bara um Jón Steinar heldur líka hina umsækjend- urna.“ Þegar spurt er hvort hann hafi haft Hæsta- rétt í huga þegar nám í Evrópurétti varð fyrir valinu, segir Ólafur Börkur svo alls ekki vera. „Nei, nei. Þá hefði ég skrifað meira. Ég var gagnrýndur fyrir það að hafa ekki birt nóg af fræðigreinum, en ég var í raun bara að læra fyrir sjálfan mig – var alls ekki að hugsa um að bæta við ferilskrána. Átti reyndar kost á því að fá birt eftir mig úr ritgerð í erlendu tímariti. Sumir þeirra sem sóttu um starfið um leið og ég höfðu skrifað margar greinar, sumar ágæt- isgreinar, enda fylgir það til dæmis starfi pró- fessora. Hins vegar kemur fræðileg þekking dómara og lögmanna helst fram í ritun dóma og úrskurða, stefna og greinargerða. Að baki þeirra liggur oft ekki minni lögfræðileg vinna. Í hópnum voru mjög hæfir einstaklingar, hver með sína kosti. Ég er síðasti maðurinn til þess að bera á móti því. Annars er vinna við lögfræði sjaldnast sýni- leg. Til dæmis spurði mig eitt sinn kunningi minn lögfræðilegrar spurningar sem ég býst við að honum hafi þótt einföld í máli sem varð- aði hann þó töluverðu. Ég lá yfir málinu nóttina á eftir og hafði svo samband við manninn dag- inn eftir og gaf honum svarið sem var einfald- lega „nei“. Auðvitað hafði hann enga hugmynd um vinnuna sem lá að baki þessu litla svari.“ V I I I Ráðning Ólafs Barkar var, og er stundum enn, gagnrýnd í nokkrum fjölmiðlum. „Ég og fjölskylda mín tökum reyndar eftir litlu klaus- unum sem birtast öðru hverju, en aðrir gleyma þeim eflaust strax.“ Ólafur Börkur nefnir dæmi um vinnubrögð sumra fjölmiðlamanna. Mörgum mánuðum eftir að hann var skip- aður í Hæstarétt hafi blaðamaður hringt í eig- inkonu hans og falast eftir viðtali. Hún svaraði neitandi og kvaðst ekkert vilja láta hafa eftir sér. Þá var spurt hvort hún væri ekki leið vegna stöðugrar umfjöllunar í blöðum. Aftur svaraði hún þannig að hún vildi ekkert láta hafa eftir sér. Þá var spurt hvort hún læsi ekki blöð- in og hún svaraði því neitandi; sagðist forðast það að lesa blöðin, en ítrekaði að hún vildi ekki láta neitt eftir sér hafa. „Næstu helgi stóð á forsíðu viðkomandi blaðs að kona hæstaréttardómarans þyrði ekki lengur að lesa blöðin! Við hliðina var svo fullyrt að „uppáhaldsfrændi Davíðs“ hefði „við- urkennt fáfræði“ sína í Evrópurétti. Inni í blaðinu kom síðan í grein réttlæting á þessari fullyrðingu sem reyndist vera einföld mistúlk- un á setningu í formála í einni af ritgerðum mínum. Annað dæmi og skondnara var þegar sama dagblað skrifaði leiðara þar sem nýfallinn dóm- ur Hæstaréttar í tilteknu máli var gagnrýndur harkalega. Ég hafði ekki dæmt í því máli og kom því ekkert við. Með leiðaranum var sett flennistór mynd af einum dómara. Hverjum? Auðvitað mér! En ég get svo sem lítið kvartað miðað við suma aðra sem að ósekju hafa lent í fjölmiðla- kvörninni.“ I X DV birti á dögunum lista yfir 100 verstu póli- tísku stöðuveitingar á Íslandi að mati sérvaldra álitsgjafa þess og þar trónaði Ólafur Börkur á toppnum, langefstur, og Jón Steinar Gunn- laugsson var í þriðja sæti, en Davíð Oddsson í því fimmta. „Þegar þetta birtist fann ég að ég nýt ekki sannmælis og að menn ætluðu að halda áfram. Samkvæmt mati blaðsins var skipun Jóns Steinars líka algjör skandall en munurinn á okkur var sá að hann kunni þó lögfræði. Ég kunni enga lögfræði að mati blaðsins. Ég var algerlega afgreiddur. Vísað var í tilgreindan lögfræðing sem sagðist, skömmu eftir að ég var skipaður, engan hafa hitt í lögfræðingastétt sem hafi talið mig hæfasta umsækjandann. Ég veit auðvitað ekkert hverja sá maður hitti og ég dreg orð hans því ekki í efa, en ég veit sjálfur að margir lögfræðingar voru ánægðir með skipunina. Margir tjáðu sig opinberlega og fögnuðu skipuninni, fyrir nú utan alla þá sem höfðu samband við mig með sama erindi. En auðvitað eru skiptar skoðanir um svona mál og það var t.d. mjög ánægjulegt að Sigurður G. Guðjónsson, þrautreyndur lögmaður, sem þá var forstjóri Norðurljósa, sagðist í útvarps- viðtali telja Björn Bjarnason hafa gert hárrétt með því að velja mig. Ég man að þáttastjórn- andinn hváði og sagði eitthvað á þá leið, að ég væri nú frændi Davíðs, en ítrekaði þá Sigurður svar sitt. Sigurður er dæmi um að ekki líta allir málið sömu augum. Og ég tek fram að ég þekki manninn ekki neitt nema í gegnum störf mín. Annar þekktur hæstaréttarlögmaður, Ragn- ar Aðalsteinsson, neitaði því í blaðaviðtali að mikil óánægja væri meðal lögmanna og sagði skipun mína „gott mál“. Hann þekki ég heldur ekki neitt persónulega. Hins vegar bannaði ég ýmsum löglærðum vinum mínum og kunn- ingjum að rita um mig lofgreinar í blöð, meðan fárið var sem mest. Þó að deilur hafi verið í upphafi við skipun mína og sumir hafi haldið þeim við enn í dag, dvel ég auðvitað ekki við það og ber ekki kala til neins. Ég reyni einfald- lega að sinna sem best því starfi sem ég gegni. Það er bæði krefjandi og skemmtilegt, eins og mér hafa raunar jafnan fundist störf mín vera. Og heppinn hef ég ætíð verið með samstarfs- fólk.“ Ólafur Börkur segir að Evrópuréttur komi ekki alltaf fyrir í málum í Hæstarétti „og það er reyndar ennþá frekar sjaldgæft, en þegar það gerist getur það skipt miklu máli að kunna á honum skil. Evrópurétturinn fær sífellt meiri þýðingu í íslenskum rétti. Með EES-samn- ingnum hefur Ísland undirgengist að taka upp stóran hluta Evrópuréttarins; fjórfrelsið svo- kallaða, samkeppnisréttinn og stóran hluta af félagsmálaréttinum. Evrópurétturinn getur haft um að segja hvernig dæmt er í venjulegu máli Jóns Jónssonar. Starf lögmanna snýst ekki um það að túlka bara lögin eins og í gamla daga; nú þarf stund- um frekar að finna lögin og komast að því hvaða þýðingu þessar reglur Evrópusam- bandsins skuli hafa í íslenskum lögum“. Hann hefur orð á dæmi sem nefnt hefur ver- ið um þær breytingar sem orðið hafa á lagaum- hverfinu. „Ef þú spyrðir stjórnmálafræðinema um það hvort meiri samruni væri í Bandaríkj- um Norður-Ameríku eða í Evrópusambandinu, myndi hann væntanlega nefna Bandaríkin; þau eru sambandsríki, með sameiginlegan fána og forseta. Ef þú spyrðir hins vegar lögfræðing sem ynni á Evrópusambandssvæðinu er ekki ólíklegt að hann myndi svara öðruvísi og telja samrunann meiri í Evrópu en Ameríku ef litið væri til laganna og ég held að það sé að mörgu leyti rétt.“ X Ólafur segir að hin stöðuga gagnrýni hafi auðvitað truflað fjölskylduna þótt hún trufli hann ekki í starfi. Hann telur eðlilegt að dómar séu gagnrýndir og kveðst vel skilja pólitíska gagnrýni á skipun í trúnaðarstörf, hún sé eðli- leg, og jafnskiljanlegt sé að einhverjir umsækj- endur sem ekki hljóti störf verði óánægðir og bætir við: „Ég er í vandasömu starfi; ég vinn við það að reyna að láta fólk njóta sannmælis en nýt ekki endilega sannmælis sjálfur. Dóm- arar eru á vissan hátt eins og boxpúðar, menn mega slá þá eins og þeir vilja, en boxpúðar svara lítið fyrir sig. Ég hef kannski fengið fleiri högg en ella í þeirri von einhverra að þau myndu þá kannski í leiðinni lenda á öðrum en mér. Ég féllst hins vegar á að veita Morg- unblaðinu viðtal, þótt ég geri mér grein fyrir að svo kunni að fara að reynt verði að snúa út úr orðum mínum, auk þess sem erfitt er að veita svona viðtöl án þess að vera laundrýldinn, en það verður þá bara að hafa það,“ segir hann í léttum dúr. ’Ég vinn við það að reyna að láta fólk njóta sannmælis en nýt ekki endilega sannmælis sjálfur.‘ ’Samkvæmt mati blaðsinsvar skipun Jóns Steinars líka algjör skandall en munurinn á okkur var sá að hann kunni þó lögfræði.‘ ’En eitt er alveg á hreinu;ég hefði aldrei hringt í Davíð og beðið hann um aðstoð.‘ skapti@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.