Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 41
UMRÆÐAN
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg midborg.is
BOLLAGARÐAR
224,4 fm glæsilegt einbýli á einni hæð, með inn-
byggðum tvöföldum bílskúr, á Seltjarnarnesi. Húsið
skiptist í forstofu, hol, stórar stofur, sjónvarpshol, eld-
hús með borðkrók, fimm góð svefnherbergi, snyrt-
ingu, baðherbergi og þvottahús. Merbau stafaparket
á gólfi. Verðlaunagarður. Bílaplan er flísalagt með
hitalögn. Stór og falleg verönd til suðurs með skjól-
vegg. Eign sem vert er að skoða. 5937. V. 70,0 millj. Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
OPIÐ HÚS - GRETTISGATA 57A
Falleg 3ja herb. 89 fm íbúð í gömlu stein-
húsi. Íbúðin sem er björt og snyrtileg skipt-
ist í tvær stofur (önnur stofan er notuð sem
svefnherbergi), svefnherb., eldhús og bað-
herbergi. Svalir eru útaf stigapalli. Stór sér
geymsla (16,4 fm) fylgir í kjallara ásamt
sameignar-þvottahúsi. Búið er að skipta
um skólplagnir undir húsinu og út á götu.
Eignin verður til sýnis og sölu í dag (sunnu-
dag) á milli kl. 15-17. Guðbjörg á bjöllu.
V. 17,9 m. 5402
ARNARHRAUN - LAUST FLJÓTLEGA
Mjög fallegt ca 200 fm einbýlishús á tveimur
hæðum við Arnarhraun í Hafnarfirði, ásamt
innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist þannig.
1. hæð: forstofa, hol, snyrting, stofa, borð-
stofa, eldhús og þvottahús. Innangengt er í
bílskúr sem er notaður að hluta sem sjón-
varpsherbergi. Efri hæð: fjögur herbergi,
baðherbergi, hol og gangur. Stór og fallegur
suðurgarður með nýlegri ca 50 fm timbur-
verönd út af borðstofu. V. 43 m. 5401
LYNGHAGI - FALLEG
Falleg og björt 103 fm neðri sérhæð, með
sérinngangi, sem skiptist í forstofu, gang
eldhús, tvær samliggjandi stofur, þrjú her-
bergi, eldhús og bað. Frábær staðsetning.
V. 29,5 m. 5441
FJARÐARÁS - LAUST FLJÓTLEGA
Fallegt og vel staðsett ca 260 fm einbýlis-
hús á tveimur hæðum með 37 fm inn-
byggðum bílskúr. Húsið skiptist þannig.
Aðalhæð: stofa, borðstofa, þrjú herbergi,
eldhús, baðherbergi og hol. Jarðhæð: for-
stofa, tvö herbergi, baðherbergi, snyrting
og geymsla. V. 45,9 m. 5442
LAUGATEIGUR - NEÐRI SÉRHÆÐ
Falleg u.þ.b. 130 fm neðri sérhæð í botn-
langa við Laugateig í Reykjavík auk 38,0
fm stórs bílskúrs. Eignin skiptist í forstofu,
hol, tvennar stofur, eldhús, baðherbergi og
tvö herbergi. Sérinngangur. Rúmgóður og
góður bílskúr með gryfju.
V. 29,9 m. 5293
LANGAGERÐI - VANDAÐ
Vandað og mjög vel staðsett tvílyft 213 fm
einbýlishús með 42,5 fm bílskúr og falleg-
um garði. Á 1. hæð er forstofa, hol, stofa
og borðstofa, sólstofa, eldhús, tvö her-
bergi og baðherbergi. Í risi er stórt herbergi
og tvö minni auk baðherbergis og
geymslu. Arinn er í stofunni og einnig í sól-
stofunni. Áhv. 23 millj. á 4,15 % vöxtum.
V. 45 m. 5413
RAUÐHAMRAR - M/BÍLSKÚR
Falleg 4ra herbergja 126 fm endaíbúð á 2.
hæð ásamt 20,5 fm bílskúr. Íbúðin skiptist
m.a. í hol, þvottaherb., þrjú góð svefn-
herb., stóra stofu, eldhús og baðherb. Í
sameign er m.a. geymsla, hjólag. o.fl. Sér
geymsla. V. 28,9 m. 5416
HLÍÐARHJALLI - GLÆSILEGT ÚTSÝNI
Falleg og vel skipulögð 98 fm 4ra her-
bergja íbúð á 3. hæð í húsi sem búið er að
taka allt í gegn m.a. þakjárn, sprungu og
steypuviðgert, málað að utan auk þess
sem garður hefur verið lagfærður og skipt
um tæki. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, bað-
herbergi, stofu og 3 svefnherbergi. Í kjall-
ara er sér geymsla, hjólageymsla og sam.
þvottahús. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni.
V. 19,5 m. 5419
REYNIMELUR - FRÁBÆR STAÐSETNING
Mjög falleg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð
(efstu) í þríbýli við Reynimel. Eignin skiptist
m.a. í hol, herbergi, baðherbergi, eldhús
og tvennar stofur. Svalir út af stofu.
Geymsluloft er yfir íbúðinni sem möguleiki
væri að breyta í herbergi.
V. 16,9 m. 5471
ÞVERHOLT
Erum með í leigu mjög gott 380 fm skrif-
stofuhúsnæði í þessu nýlega og vandaða
skrifstofuhúsi rétt við Miðbæinn. Sjö stæði
í bílageymslu fylgja. Plássið er vel innrétt-
að og með öllum tölvulögnum. Lyfta er í
húsinu. Vönduð skrifstofuhæð. 5469
Fallegt og vel við haldið 113 fm einlyft
einbýlishús, auk 20 fm sérstæðs bílskúrs
á þessum eftirsótta stað. Eignin skiptist í
forstofu, hol/gang, eldhús með uppruna-
legri innréttingu og borðaðstöðu, þrjú her-
bergi, bjarta stofu, borðstofu, þvottaher-
bergi og flísalagt baðherbergi. Góð stað-
setning, efst í lokaðri götu. 632,0 fm falleg
ræktuð lóð. Verð 34,9 millj.
Eignin verður til sýnis í dag,
sunnudag, frá kl. 14-16
Verið velkomin.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Steinagerði 19
Einlyft einbýlishús - góð staðsetning
Opið hús frá kl. 14 - 16
ÞAÐ ER dapurlegt hvað hundar fá
oft neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum,
þessar skepnur hafa fátt sér til saka
unnið sem réttlætir þessa neikvæðni.
Aftur á móti eru eigendur hunda ekki
alltaf með á nótunum
hvað þarf til, til þess að
hundahald verði eðli-
legur og sjálfsagður
þáttur í mannlífinu.
Fjölmiðlar eiga mikinn
þátt í því að fjalla á nei-
kvæðan hátt um hunda
og er það ekki í neinu
samræmi við fjölda til-
efna.
Ég hef haft hund í 11
ár, og hefur hann verið
frábær förunautur fjöl-
skyldunnar allan þann
tíma. Ég hef reynslu af
hundahaldi hér í Hafnarfirði og í
Hamborg í Þýskalandi þar sem
hundurinn okkar flutti með okkur
þangað ungur að árum og aftur til
Hafnarfjarðar þremur árum síðar.
Það er mikill munur á því að vera
með hund í Hamborg og Hafnarfirði.
Vissulega fá hundar neikvæða um-
fjöllun í fjölmiðlum erlendis því
hundaeigendur þar eru líka sóðar og
trassar eins og hér, það þarf svo sem
heldur ekki hundaeigendur til. En
hundahald í Þýskalandi er svo sjálf-
sagður hluti tilverunnar að það
hvarflar ekki að nokkrum manni að
vera að amast við þessum skepnum.
Þar eru reglur eins og hér og Þjóð-
verjar hjálpast að til að halda þær.
Tilefni þess að ég set þetta á blað
eru tillögur sem hafa verið til umfjöll-
unar um að banna hunda í mið-
bænum eða á ákveðnum stöðum í
landi Hafnarfjarðar. Þessar tillögur
eru hreint út sagt út í hött og engin
röksemd sem stenst, hefur litið dags-
ins ljós sem gefur tilefni til slíkra að-
gerða. Ef lausir hundar í uppsveitum
Hafnarfjarðar eyðileggja fuglalífið,
hvað gera þá refirnir, minkarnir,
villikettirnir, hrafnarnir og mávarnir
sem þar eru á sveimi, ég er nokkuð
viss um að þessar skepnur sem eru
hluti íslenskrar náttúru hafi margfalt
meiri áhrif á fuglalíf í landi skóg-
ræktarinnar eða við Hvaleyrarvatn
en allir heimilishundar höfuðborg-
arsvæðisins.
Við förum reglulega með hundinn
okkar í göngu á svæði fyrir ofan
Hafnarfjörð og förum oft að Hvaleyr-
arvatni, leyfum honum að trítla um
lausum eða leyfum honum að svamla
í vatninu þegar svo ber undir. En við
höfum það líka sem reglu að setja
hann alltaf í ól þegar aðrir eru á
svæðinu eða hreinlega finnum okkur
annan stað til að rölta um á.
Hundaskítur fer mjög fyrir brjóst-
ið á mörgum og iðulega birtast
hundaskítsfréttir í fjölmiðlum og
vissulega er það hvimleitt að hunda-
eigendur geti ekki séð sóma sinn í því
að hirða upp eftir
hundana. Ég geng mik-
ið um götur bæjarins og
um uppland Hafn-
arfjarðar og verð að
viðurkenna að hunda-
skítur sést hér og þar,
en allt ruslið sem fólk
hendir frá sér er mun
meira áberandi, rusl
sem hverfur ekki,
hundaskíturinn er þó
horfinn sjónum manna
á tiltölulega stuttum
tíma.
Ég hef nokkrum
sinnum pirrast yfir þeim gífurlegu
forréttindum sem hestamenn hafa
fengið í upplandi bæjarins, þar sem
lagðar hafa verið hestagötur út um
allar trissur meira að segja á svæði
sem hundaeigendum var bannað að
ganga um hér áður fyrr. Þetta skyldi
þó ekki vera vegna þess að hesta-
menn eigi sér fulltrúa í bæjarstjórn,
fleiri en einn og fleiri en tvo, sem
gæta sérhagsmuna sinna. En ágætu
bæjarfulltrúar, þið skuluð bara hafa
það í huga að hundaeigendur eru
kjósendur og þeir sem taka upp
hanskann fyrir hundana eiga stuðn-
ing æði margra vísan og þá skiptir
kannski ekki máli hvað flokkurinn
heitir.
Að lokum vil ég hvetja hundaeig-
endur að vera til fyrirmyndar, það er
gott að eiga hund, það er gott fyrir
alla að kynnast dýrum og við skulum
reyna að forðast tilefni til boða og
banna því það eru litlar lausnir fólgn-
ar í slíku. Það væri líka jákvætt að sjá
hvetjandi tilkynningar frá hundaeft-
irlitinu um til hvers er ætlast af
hundaeigendum, en það er kannski
lítill afgangur af hundagjaldinu þeg-
ar búið er að setja upp öll þessi
hundabannskilti út um allan bæ og
því lítill peningur til jákvæðra ábend-
inga til hundaeigenda.
Hundaskítur ojbara
Pétur Pálsson fjallar um hunda
og umgengni eigenda þeirra ’Hundaskítur fer mjögfyrir brjóstið á mörgum
og iðulega birtast
hundaskítsfréttir í fjöl-
miðlum og vissulega er
það hvimleitt að hunda-
eigendur geti ekki séð
sóma sinn í því að hirða
upp eftir hundana. ‘
Pétur Pálsson
Höfundur er námsmaður.