Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ N ý mynd eftir Þor- stein Jónsson, „Ómur af söng“, verður frumsýnd nk. fimmtudag. Um er að ræða heimildamynd sem tekin er á Hrafnistuheimilunum. „Upphaflega hugmyndin kemur frá Lovísu Einarsdóttur sem er sam- skiptafulltrúi hér á Hrafnistu,“ segir Þorsteinn Jónsson þegar ég hitti hann í herberginu hjá Guðnýju Þórð- ardóttur á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði. „Lovísu finnst samfélagið hér svo merkilegt, við hittumst og ég sagðist vera til í að gera mynd um það hvern- ig það væri að vera aldraður og lok- aður inni á hjúkrurunarheimili og lifa frjóu og skemmtilegu lífi. Myndin er gerð „frá bæjardyrum heimilisfólks- ins“. Svo var farið í að leita að fólki sem yrði persónur í myndinni. Þegar ég kynntist Guðnýju var augljóst að hún yrði kjölfestan í myndinni. Guðný er leikkona og átti sinn feril í Neskaup- stað, hún ber með sér inn í myndina andblæ frá þeim stað, – frá sínum heimi,“ segir Þorsteinn. Lék fyrst í pakkhúsi átta ára „Ég er bara amatör. Ég var átta ára þegar ég lék fyrst í pakkhúsi á Norðfirði og fékk þá leiklistarbakt- eríuna,“ segir Guðný. „Mér finnst fínt að fá að leika í kvikmynd úr því ég gat ekki varið ævinni á leiksviðinu,“ bætir hún við. „Við stofnuðum leikfélag eftir að ég varð fullorðin og ég lék í ýmsum leikritum, tvisvar lék ég t.d. í leikrit- inu Tengdamömmu eftir Kristínu Sigfúsdóttur, fyrst 17 ára og í seinna skiptið var ég tengdamamman,“ seg- ir Guðný. Hún er greinilega mjög glaðsinna og því ekki að undra að hún skuli skemmta sér vel í umhverfi leiklistarinnar. „Ég hugsa að ég hafi aldrei viljað vera ég sjálf og þess vegna leikið,“ segir hún og hlær. „Þetta er misskilningur hjá Guð- nýju, hún er ekki að leika, hún er í myndinni hún sjálf, myndavélin sér hana eins og hún er, svo heila per- sónu,“ segir Þorsteinn. „Ég hefði viljað gera þetta betur,“ segir Guðný. „Að leika er að vera,“ segir Þor- steinn. Það er skemmtilegt að virða þau fyrir sér þar sem þau sitja saman á rúminu hennar Guðnýjar – það ligg- ur greinilega ófúin taug á milli þeirra eftir samstarfið. Vildi ekki leika fína franska frú „Við fengum oft leikstjóra úr Reykjavík, einn á ári í nokkur ár, til- sögn þeirra er það eina sem ég hef lært í framsögn og persónusköpun. Mig langaði t.d. ekki til að leika franska frú, fannst ég ekki passa í það og fékk aðra konu til að leika hana sem var eins og fín, frönsk frú. Ég lék alls konar öðruvísi kerl- ingar. Karlarnir voru tregir að leika, kon- urnar urðu að standa undir þessu öllu. En þeir vildu taka peningana. Við konurnar unnum fyrir tal- stöðvum í alla bátana fyrir austan. Okkur datt ýmislegt í hug til fjáröfl- unar, einu sinni báðum við karlana að fara með bjóð fyrir okkur út á sjó og svo sóttum við fiskinn og lögðum hann inn í bræðslu og fengum pen- inga fyrir þetta.“ Hann var bæði fallegur og góður Inni á milli alls leiklistarstússins gaf Guðný sér tíma til að gifta sig Óskari Sigfinnssyni sjómanni. „Hann var bæði góður og fallegur maður, ég var mjög ánægð með hann. Ég lét hann auðvitað sitja fyrir en hann var bara aldrei heima og þá varð ég að fá annan karl til að hjálpa mér við ýmislegt smálegt. Þótt það sé leiðinlegt þetta karlaveldi hérna þá þarf maður oft að leita til þeirra,“ segir Guðný kímin. „Hann hefur kannski hjálpað þér með rotturnar,“ skýtur Þorsteinn inn í. „Hvaða rottur?“ spyr blaðamaður. „Þú verður bara að sjá myndina,“ segir Guðný að bragði. „Það er svona ýmislegt sem ein kona má stríða við ef hún er með börn og bú. Í þessu gamla húsi (Guðný bendir á málaða mynd af litlu húsi) grófu rottur sig inn snjóavet- urinn mikla, sem ég kalla. Þær grófu sig alla leið upp á aðra hæð þar sem fóstra mannsins míns bjó. Við hjónin áttum það sameiginlegt að vera bæði föðurlaus og fósturbörn.“ – En hvernig losnaðir þú við rott- urnar? „Ég beitti ýmsum ráðum, fékk mér t.d. átta svarta ketti í hlöðuna og þeir höfðu ekki roð við rottunum. Óskar maðurinn minn fór snemma að vinna fyrir fóstru sinni, fóstursystir hans vann líka, hún var krypplingur en dugleg að vinna. Óskar kom í land til að byggja hús fyrir okkur. Gamla húsið hét Skriða en var kallað Strönd. Nýja húsið fékk nafn yngstu dóttur okkar, Berg- þóru.“ (Guðný bendir á aðra málaða mynd af fallegu ljóslituðu húsi.) „Hún málaði þessar myndir hér í föndri að áeggjan minni,“ skýtur Þorsteinn inn í. Börnin eru besta fjárfestingin „Ég á fimm börn, það er besta fjárfesting sem ég hef nokkurn tíma lagt í, börnin eru svo góð við mig og öll barnabörnin. Ég á 48 barna- barnabörn, ég gef þeim afmæl- isgjafir og svo bý ég til fyrir þau jóla- kúlur, þær eru þarna,“ segir Guðný og sýnir mér óvenjulega fallegar jólakúlur úr efni með gylltum hnöpp- um. „Ég flengdi svo sem börnin mín aldrei, ég kunni það ekki. Ég fékk gott uppeldi, fóstra mín lét mig aldrei skúra né vinna önnur verk innan- húss, ég fór í sendiferðir og þess háttar. Það var frænka mín sem tók mig, mamma hafði verið með hana þegar hún var lítil, mamma fór meira að segja með hana til Hafnarfjarðar og var með hana þar á hóteli. Ég naut þess hjá henni. Fósturforeldrar mínir hétu Hinrik Sigurðsson og Sig- urrós Jóhannsdóttir.“ Guðný fylgdi fyrst móður sinni eft- ir að hún missti föður sinn. „Pabbi minn, Þórður Þórðarson, dó fyrir þrítugt, hann fór í sjóinn. Það var erfitt fyrir mömmu, þá var hún ein með okkur börnin, hún missti líka mikið, þau voru mjög ham- ingjusöm þann skamma tíma sem þau fengu að vera saman. Mamma var með mig í vinnu- mennsku í nokkur ár og var alltaf að skipta um verustað, það fannst mér mjög leiðinlegt,“ segir Guðný. Hún fæddist í Vöðlavík í Helgu- staðahreppi, heima hjá afa sínum sem var kaupmaður. Guðný kemur með sinn heim inn í myndina „Í myndinni kemur Guðný inn með sinn heim og hann er hér enn, lif- andi,“ segir Þorsteinn og bandar hendinni í átt til fjölskyldumynda á veggnum. „Myndin fjallar mest um það að vera hér á Hrafnistu, lokaður inni,“ bætir hann við. „Það er erfitt að missa heimilið. Það er ríkið manns, þar sem ég réð. Áður var ég að þjónusta fólk en nú fæ ég þjónustu, – það er ágætt en ég ræð ekki lengur,“ segir Guðný. Hún og maður hennar fluttu suður eftir að börn þeirra voru öll flutt frá Norðfirði. „Axel minn er loftskeytamaður, var á mörgum skipum, Friðrik fékk sér stýrimannsréttindi og var for- maður á bátum. Auður giftist og býr á Akranesi, við sendum hana til Dan- merkur til að læra að verða sjúkra- liði. Við höfðum ekki efni á að mennta börnin eins og við vildum. Elstu dótt- ur mína, Jóhönnu, sendi ég á Hall- ormsstaðarskóla, hún er gift í Sví- þjóð og loks er það Bergþóra, sem svaraði þegar ég spurði hvernig henni hefði líkað myndin: „Hann Þorsteinn er snillingur,“ - og þegar ég spurði: „En hvað með mömmu gömlu?“ „Þú ert ágæt.““ Eru notaðar ljósmyndir í heim- ildamyndinni? spyr blaðamaður. „Já, og líka myndir sem Guðný hefur málaði sjálf,“ segir Þorsteinn. Dúkurinn heitir „Á rauðu ljósi“ „Ég fer í allt mögulegt, ég sit eins lítið og ég get inni á herbergi. Ég var að sauma dúk og breytti þá litum eins og ég vildi. Þá varð ég að vera inni á herbergi til þess að geta raðað garninu við hliðina á mér og valið í litina.“ Guðný teygir sig inn í skáp og sækir þangað dúk með litskrúðugu blómamynstri. „Hann heitir „Á rauðu ljósi“, segir hún glettin. „Það er voðaleg vinna í þessum dúk.“ Á Norðfirði var Guðný með í að stofna kór. „Ég var enginn einsöngvari og söng ekkert fyrr en ég kom hingað á Hrafnistu, röddin var ryðguð þegar ég byrjaði og er það enn,“ segir hún. „Mér fannst svo gaman að sauma að ég saumaði stundum á nóttunni ef ég vaknaði, þá spilaði ég líka tónlist, það gerði ekkert til, sá sem býr næst mér heyrir ekki vel,“ segir hún kím- in. „Það er gott að spila tónlist ef maður er dapur,“ bætir hún svo við og skiptir snöggt úr brosi í alvöru. „Það er enginn sem sleppur við að vera dapur öðru hvoru, maðurinn minn lést fyrir tveimur árum. Ég hafði líka ýmsa erfiðleika að stríða við áður, ég fékk berkla þegar ég var unglingur og einu sinni aðstoðaði ég lækni þegar hann þurfti að hjálpa syni mínum sem hafði meitt sig, ég annaðist svæfinguna, mér fannst það erfitt,“ segir Guðný. „Gamla konan, fóstra hans Óskars, var mitt haldreipi þegar hann var á sjónum. Mamma mín, Kristín Jó- hannesdóttir, bjó nálægt mér en hún hafði sitt, bróðir minn dó ungur í Þýskalandi og mamma ól upp syni hans sem urðu myndarmenn. Mamma hefði glaðst yfir því, hún varð 96 ára.“ Lét skreðarasauma kápu með skinni í Vestmannaeyjum Meðan Guðný talar horfi ég á gamla mynd af henni. „Þessi mynd var tekin á Norðfirði. Ég er í kápu sem ég keypti í Vest- mannaeyjum, hún kostaði nærri tvenn mánaðarlaun enda skreð- Söngur lífsins Heimildamynd um Hrafnistu verður frumsýnd nk. fimmtudag í Laugarás- bíói. Þorsteinn Jónsson gerði myndina en stór persóna í henni er Guðný Þórðardóttir 93 ára. Guðrún Guðlaugsdóttir hitti þau Guðnýju og Þorstein og ræddi við þau um myndina, lífið á Hrafnistu og utan hennar og margt, margt fleira. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Guðný Þórðardóttir og Þorsteinn Jónsson, hún leikur stórt hlutverk í mynd hans um Hrafnistu. Guðný er glaðsinna kona og tekur þátt í mörgu skemmtilegu á Hrafnistu. ’Það er erfitt aðmissa heimilið. Það er ríkið manns, þar sem ég réð. Áður var ég að þjónusta fólk en nú fæ ég þjón- ustu, – það er ágætt en ég ræð ekki lengur.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.