Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 31
Hann hafði fengið tækifæri til að gerast bóndi því að náðuninni fylgdu fjörutíu hektarar lands í grennd við Oatlands, sem stjórnvöld gáfu hon- um, og þeim fylgdi loforð um aðra spildu jafnstóra ef hann notaði landið skynsamlega. En hann átti enga pen- inga til að kaupa sauðfé og hafði ekki hugmynd um hvernig hann ætti að stunda fjárbúskap eða nýta landið á nokkurn annan hátt. Landið lá ónot- að um skeið en var loks selt Anstey. Jorgenson var einn af veiðimönnum og söfnurum þessa lífs; hugmyndir akuryrkjumannsins virtust eins fjar- lægar honum og frumbyggjunum sjálfum. Hann festi reyndar ráð sitt á einn hátt, þótt tæpast væri það besta leið- in til rólegs lífs: Hann kvæntist Nóru 25. janúar 1831 í Matthíasarkirkj- unni í New Norfolk. Sá bær varð fyr- ir valinu af því að enginn þekkti þau þar, en þau óttuðust gömlu óvinina enn. Anstey (er var húsbóndi Jorgen- sons) þurfti að gefa Arthur opinbert álit sitt á ráðahagnum og hann skrif- aði þetta: Ég hef oft sagt Jorgenson að hann hljóti óhjákvæmilega að fara flatt ef hann kvænist þessari konu. Hann hefur verið ofur hrifinn af henni langalengi og þar sem skynsamlegar fortölur eða íhugun koma hér að engu haldi leyfi ég mér með fyllstu virðingu að biðja hans ágæti að heim- ila hjúskap karlsins og konunnar. Nóra Corbett hefur örugglega unnið lögreglunni mikið þarfaverk fyrir nokkru þegar hún tvístraði glæpa- hyski. Ég hef ekkert illt um þessa konu að segja annað en það að hún hneigist mjög til drykkju og er líkleg til að lemja og klóra Jorgenson þegar hún er full. Jorgenson mátti búast við klóri og marblettum þegar hann var í nánd við Nóru en hið hættulegasta við at- ferli hennar var drykkjusýkin sem leiddi hann aftur út í hina mögnuðu drykkju sem hafði næstum orðið honum að falli í London – þótt honum tækist að halda sig frá fjárhættuspili eftir það. Hann og Nóra sáust oft staulast völtum fótum um götur Hob- art og í ýmsum bæjum í Miðlöndum þar sem þau bjuggu næstu árin, og oft réðst hún að honum með orðum eða átökum. Jorgenson sjálfur var ekkert lamb að leika sér við – það höfðu verið hörkuáflog í Waterloo- kránni 1829 – en árásir hennar á hann virtust tíðari og harkalegri; hún var helmingi yngri en hann og tvöfalt grimmari. Óstaðfestar heimildir segja að það hafi verið eftirlætis- skemmtun á laugardagskvöldum hvar sem þau bjuggu að sjá hana elta hann út eftir götunni þegar kránni hafði verið lokað, með kökukefli eða kústskaft í hendi. En Anstey áttaði sig á því að Jorg- enson var ástfanginn og það þýddi ekkert að reyna að tala um fyrir hon- um. Nóra hafði tiltekna persónutöfra þegar best lét hjá henni og Jorgen- son fannst hann þurfa að vernda hana. Hann taldi sig líka bera ábyrgð á því að samfangar hennar ofsóttu hana og það átti drjúgan þátt í and- legu jafnvægisleysi hennar. Hrifning og sektarkennd réðu afar miklu um viðbrögð Jorgensons gagnvart henni. Nú var Jorgenson kvæntur maður og fann til meiri fjárhagslegrar ábyrgðar en áður – en hvorugu þeirra reyndist auðvelt að afla fjár. Nóra vann sér inn smáræði með þvottum; Jorgenson fór aftur að skrifa fyrir dagblöðin þótt lítið væri upp úr því að hafa. Það verkefni sem hann hafði mestan hug á var fremur viðfangsefni til lengri tíma: bók um frumbyggja Tasmaníu og nýafstaðin átök. Hann langaði til að verða fyrsti sagnfræðingur Svarta stríðsins. Raunar skrifaði hann einhverja fyrstu umfjöllun um þetta viðfangs- efni, en það verk tók hann mörg ár og því var aldrei lokið til fulls. Það var ekki gefið út í heild fyrr en 1991 og hafði þá legið nafnlaust í 150 ár í skjalasafni annars manns. Vatnslitamynd eftir Jorgenson er sýnir þegar Porpoise og Cato fórust 1803. Hann var hæfileikaríkur listamaður; margar af fyrri teikningum hans hafa ekki varðveist en 1810 gaf hann William Jackson Hooker vini sínum nokkrar fallegar vatnslitamyndir, þar á meðal þessa. Jörundur eftir Söruh Bakewell í þýð- ingu Björns Jónssonar kemur út hjá Skruddu. Bókin er 280 bls. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 31                                    !  " #  # $%$ &     '              (   )#  *++,   '       ##   -    . ///   ///  0 #                                      !               Frum – flutningur Landsbanki Føroya Nordea and Landsbanki Føroya arrange a DKK 750 million bond loan for the Faroese government The Faroese government, Føroya Landsstýri, will issue bonds totalling a nominal amount of DKK 750 million to refinancing outstanding loans. The issue will be arranged by Nordea in co-operation with Landsbanki Føroya and with Føroya Banki, Føroya Sparikassi and Kaupthing Føroyar as co-managers (hereafter called the "Consortium"). The bonds will have the following terms: DKK 750 million 3.75% annuity notes with maturity date 10 June 2018 The notes will be issued and registered with the Iceland Stock Exchange on 24 November 2005 and an application has been filed with the Iceland Stock Exchange for admission to its official list as from that date. Settlement of the bonds will take place through the Danish VP-system. Issue price will be publicised on 21 November 2005 in the Iceland Stock Exchange´s news system. Copy of the prospectus is available at the website of Landsbanki Føroya: www.landsbank.fo. Documents mentioned in the prospectus are available for inspection at the registered office of Landsbanki Føroya. The above mentioned Consortium will purchase the notes and subsequently sell them to investors. The notes will not be open for further issuance. For further information please call Mr. Christian Hyldahl, Managing Director, Nordea Markets, on +45 33 33 58 02. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.