Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristjana Guð-mundsdóttir fæddist í Mýrarkoti í Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu 1. september 1909. Hún lést í Seljahlíð, dvalarheimili fyrir aldraða, föstudag- inn 4. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Steins- son, f. 1872, d. 1956, og Jóhanna Gísladóttir, f. 1883, d. 1961, búsett í Bolungarvík. Systkini Kristjönu voru María, f. 1905, d. 1992, Gísli Aðalsteinn, f. 1907, d. 1972, Lára, f. 1912, d. 1933, Halldór Jóhann, f. 1915, d. 1945, Jórunn, f. 1922, d. 1999, og Óskar Guðmundur, samfeðra, f. 1898, d. 1917. Kristjana var tek- in í fóstur við fæðingu af föð- ursystur sinni Konkordíu Steins- dóttur og manni hennar Kristjáni Sigurðssyni sem 14. sept 1930. 3) Kristján Albert, f. 22. maí 1932, maki Helga Guð- ríður Friðsteinsdóttir, f. 1937. Börn þeirra: a) Ásdís, f. 1957, b) Albert, f. 1958. 4) Haukur, f. 10. júlí 1938, d. 11. júní 1942. 5) Sverrir Haukur, f. 19. mars 1943, maki Dýrunn Ragnheiður Stein- dórsdóttir, f. 1945. Börn þeirra: a) Anna Rut, f. 1966, b) Eydís Dóra, f. 1971. 6) Dóra, f. 14. febr- úar 1947, sambýlismaður Filip Woolford, f. 1944, synir Dóru: a) Halldór Alberts Þorvaldsson, f. 1968, b) Ástráður Freyr, f. 1976. 7) Haukur, f. 22. janúar 1949, maki Margrét Gísladóttir, f. 1953. Börn þeirra a) Gísli, f. 1976, b) Arnar, f. 1979, d) Daði, f. 1990. Barnabarnabörnin eru 25 og barnabarnabarnabörnin sjö. Kristjana fluttist til Reykjavík- ur 1966 og bjó þar síðan utan þrjú ár á Selfossi. Hún var ráðs- kona hjá Vegagerðinni í yfir 30 ár, fyrst í Austur-Húnavatnssýslu og síðar víða um land í brúar- og malarflokkum. Síðustu tíu árin bjó hún í Seljahlíð, dvalarheimili fyrir aldraða í Reykjavík. Kristjana var jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 11. nóvember og fór útförin fram í kyrrþey að hennar ósk. bjuggu í Mýrarkoti. Fóstursystur henn- ar voru Kristín Gísladóttir, f. 1898, d. 1933, María Gísladóttir, f. 1899, d. 1990, og Elín- borg Kristjánsdótt- ir, f. 1899, d. 1956. Kristjana flutti með fósturforeldr- um sínum til Blönduóss fjögurra ára gömul og ólst þar upp. Hinn 10. nóvem- ber 1929 giftist Kristjana Hall- dóri Albertssyni frá Stóruvöllum í Bárðardal, f. 15. júlí 1887, d. 18. maí 1961. Þau eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Guðrún, f. 21. okt. 1928, maki Steinþór Carl Ólafsson, f. 1923, d. 1985. Börn þeirra: a) Steinunn, f. 1952, b) Kristjana, f. 1956, d) Halldór Carl, f. 1959, d. 1985, Ólöf Björg, f. 1962, og Theódór Carl, f. 1970. 2) Jón Albert, f. 2. sept. 1930, d. Þegar Kiddý systir hringdi í mig í vinnuna og sagði mér að amma væri dáin kom það ekki á óvart, amma var búin að vera mikið veik í dálítinn tíma, en engu að síður var fréttin sár. Amma mín Kristjana Guðmundsóttir var fædd 1909 og hafði lifað tímana tvenna og ekki sigldi hún alltaf lygnan sjó. Tvítug giftist hún afa, Halldóri Alberts- syni kaupmanni, og bjuggu þau á Blönduósi. Þau eignuðust sjö börn en misstu tvö. Það var lífsreynsla sem amma sagði mér einu sinni frá, en annars bar hún þann harm sinn ekki á torg, það var ekki til siðs á þeim tíma að tala um sorg sína. Hin börnin fimm eru öll á lífi, frum- burðurinn Guðrún er móðir mín, næstur er Baddi, þá Sverrir, Dóra og Haukur sem er yngstur. Ég var oft í heimsókn á Blöndu- ósi hjá ömmu og afa. Þar sem ég var elsta barnabarnið og það eina í nokkur ár sat ég ein að dekrinu hjá ömmu, afa og móðursystkinum mínum sem ég hef alltaf litið frekar á sem systkini en frændsystkini. Amma var ráðskona hjá Vega- gerð ríkisins á sumrin og að vera hjá ömmu í „skúrunum“ víðs vegar um landið voru forréttindi og æv- intýri. Á þeim tímum sváfu menn í tjöldum sumarlangt en ráðskonan fékk skúr til umráða. Þegar amma var 78 ára gömul kom hún norður á Skagaströnd til að hugsa um börnin mín fjögur á meðan ég fór í nám til Reykjavíkur. Fólk spurði mig hvort ég væri eitt- hvað verri að leggja þetta á gömlu konuna, en þetta fólk þekkti ekki dugnaðinn í henni ömmu minni. Al- veg fram á síðasta dag fylgdist hún með hvað allir voru að gera í fjöl- skyldunni, ekki bara hjá börnunum sínum heldur líka hjá ömmu-, lang- ömmu- og langalangömmubörnun- um, og tók hún þátt í gleði okkar og sorg. Já, það er margs að minnast þeg- ar litið er til baka. Ævi ömmu minnar getur verið saga í heila bók. Sú saga yrði full af kímni en það yrði líka viðburðarík sorgar- og gleðisaga um einstaka konu, konu sem er fyrirmynd mín í svo ótal mörgu. „Ef Guð lofar koma bjartir dag- ar,“ sagði amma oft og ég trúi því að núna sé hún á björtum stað með engum skuggum. Takk fyrir að vera þú, amma mín, takk fyrir að gefa okkur trúna á bjarta daga þeg- ar skuggarnir læddust að okkur. Steinunn Steinþórsdóttir. Elsku amma. þökkum þér allt það sem þú varst okkur og fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir okkur í gegnum tíðina. Megi guð leiða þig í nýju heim- kynnum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Kveðja. Anna Rut og Eydís. KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ODDNÝJAR ÓLAFSDÓTTUR frá Látrum í Aðalvík. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks deildar 3-S á hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, fyrir auðsýnda hlýju og góða umönnun. Guðbjörg Björnsdóttir, Arndís H. Björnsdóttir, Jóhanna G. Björnsdóttir, Tryggvi Eyvindsson, Hildur Björnsdóttir, Ólöf S. Björnsdóttir, Magnús Kristmannsson, Arinbjörn Björnsson, barnabörn, langömmubörn og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU MARGRÉTAR TÓMASDÓTTUR, Vesturgötu 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vistheimilis- ins Víðiness fyrir góða umönnun. Tómas Guðmundsson, Sigurbjörg Ásta Magnúsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirrra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR GUÐJÓNSSONAR útgerðarmanns, Akranesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki A-deildar Sjúkrahúss Akraness og heimahjúkrunar Heilsugæslunnar fyrir góða umönnun. Marselía Guðjónsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Geir H. Haarde, Herdís Þórðardóttir, Jóhannes Ólafsson, Guðjón Þórðarson, Hrönn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HANNESAR BJÖRGVINSSONAR frá Skriðustekk, Ásvegi 23, Breiðdalsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúsanna á Egilsstöðum og í Nes- kaupstað fyrir frábæra umönnun. Kristín Skúladóttir, Stefanía B. Hannesdóttir, Haukur Elísson, Skúli Hannesson, Þórhildur Pálsdóttir, Hrefna Hannesdóttir, Ármann Guðmundsson, Málfríður Hannesdóttir, Daníel Þorsteinsson, Fanney H. Hannesdóttir, Þórhallur Hauksson, Hrafnkell Hannesson, María Duff, Kristín S. Hannesdóttir, Jón Brynjar Eiríksson, afabörn og langafabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlý- hug og vináttu við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HERMANNS BÚASONAR, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Georg Hermannsson, Helga Helgadóttir, Björn Hermannsson, Þóra Þorkelsdóttir, Brandur Hermannsson, Sigríður Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulega frænka, mágkona og svilkona, RAGNHILDUR (AGGA) ÞÓRODDSDÓTTIR, Þorragötu 7, Reykjavík, er látin. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 22. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Þórunn Böðvarsdóttir, Björk Engilbertsdóttir, Högni Böðvarsson, Magnús Eyþórsson, Örn Engilbertsson, Sveinbjörg Jónsdóttir, Una Eyþórsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigríður Sveinsdóttir, Margrét Sveinsdóttir, Sveinn Sveinsson, Erna Jónsdóttir, Sighvatur Sveinsson, Arna Borg Snorradóttir, Ingvar Sveinsson, Kristín Lárusdóttir, börn og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins: mbl.is (smellt á reit- inn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@m- bl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.