Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristín Helga Gunnarsdóttir edda.is Bókamerki fylgir! Nýjar sögur um Fíusól sem heillaði lesendur á öllum aldri í fyrra!2. sæti Börn og unglingar Félagsvísindastofnun 31. okt. – 14. nóv. Þær upplýsingar semNeytendasamtök-in greindu frá í vik- unni, um að það sé dýrara að taka húsnæðislán hér á landi og að einnig sé dýr- ara að greiða af því en í helstu nágrannalöndunum í Evrópu, koma líklega fáum á óvart. Þannig hefur málum á þessum markaði verið háttað í langan tíma. Þá eru þær ekki heldur nýjar af nálinni skýring- arnar á hærri vöxtum hér á landi en í nágrannalönd- unum, sem talsmenn Neytenda- samtakanna hafa gefið, þ.e. að hærri vextir liggi fyrst og fremst í óhagræði lítils myntkerfis, þó fleira komi einnig til. Skýrsla Neyttendasamtakanna um húsnæðislánamarkaðinn á Ís- landi og í níu öðrum Evrópulönd- um er án efa gott innlegg í þá um- ræðu sem verið hefur um þörf fyrir hækkun vaxta hér á landi. Samkvæmt skýrslunni sker Ísland sig úr á nánast öllum sviðum er kostnað neytenda vegna húsnæð- islána varðar. Forsvarsmenn Neytendasam- takanna bentu á það á frétta- mannafundi, þar sem skýrsla sam- takanna var kynnt, að munurinn á húsnæðislánamarkaðinum hér á landi, annars vegar, og í nágranna- löndunum, hins vegar, sé eins og raun ber vitni, þrátt fyrir tölu- verða lækkun vaxta hér á umliðn- um misserum. Hækkun vaxta mun augljóslega auka enn á sérstöðu ís- lenska húsnæðislánamarkaðarins. Könnun Neytendasamtakanna á húsnæðislánamarkaðinum á Ís- landi og í níu öðrum Evrópulönd- um var unnin í samstarfi við neyt- endasamtök þeirra landa, en þau eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Bretland, Írland, Hol- land, Þýskaland og Austurríki. Tveir stjórnarmenn í Neytenda- samtökunum, hagfræðingarnir Jónas Guðmundsson og Ólafur Klemensson, unnu skýrslu upp úr könnuninni. Mun lakari kjör Við Íslendingar berum okkur oft saman við Norðurlöndin og það er einnig gert í skýrslu Neytenda- samtakanna. Segir þar að heildar- kjör og skilmálar á húsnæðislán- um í löndunum fimm séu tiltölulega svipuð að mörgu leyti. Nokkuð beri þó á milli, því láns- kjör og skilmálar séu til muna lak- ari á Íslandi en í hinum löndunum. „Skiptir þar mestu að vextir eru mun hærri, lántökugjöld eru margfalt hærri og greiðslugjald hverrar afborgunar virðist einnig vera í mörgum tilfellum allnokkru hærra á Íslandi en í hinum lönd- unum. Þá er form uppgreiðslu- gjaldsins mun stífara og óhent- ugra lántökum á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum,“ segir í skýrslunni. Og auk þessa er Ísland eina landið sem er með verðtrygg- ingu. Baráttumál og breytingar Á fréttamannafundi Neytenda- samtakanna kom fram að samtök- in vilja breytingar á þremur þátt- um er snúa að húsnæðislánum hér á landi, þ.e. lántöku-, uppgreiðslu- og stimpilgjaldi. Samtökin telja óeðlilegt að lána- stofnanir taki lántökugjald sem sé ákveðið prósentuhlutfall af hverju láni, eða 1–2% af lánsfjárhæð. Kostnaður lánastofnana við að af- greiða lán fari ekki eftir lánsfjár- hæðinni. Gjaldið ætti því að vera fjöst fjárhæð. Uppgreiðslugjald viðskipta- bankanna þriggja er algengast 2%. Telja Neytendasamtökin að það gjald eigi eingöngu rétt á sér þegar í ljós komi að lánastofnun verði fyrir skaða af uppgreiðsl- unni, og þá eigi gjaldið einungis að mæta því tjóni sem viðkomandi lánastofnun verður fyrir. Samtök- in segja að núverandi uppgreiðslu- gjald hamli því að neytendur geti flutt sig frá einni lánastofnun til annarrar. Það hefur lengi verið baráttu- mál Neytendasamtakanna að stimpilgjöld verði afnumin, eins og gert hefur verið í Finnlandi. Stimpilgjöld á ný veðlán eru 1,5% en 0,75% af lánum til uppgreiðslu eða endurfjármögnunar frá sömu lánastofnun. Samtökin telja stimp- ilgjöld rangláta skattlagningu sem hamli samkeppni líkt og upp- greiðslugjaldið. Til viðbótar við þær breytingar sem Neytendasamtökin vilja sjá á húsnæðislánamarkaðinum leggja þau áherslu á að stjórnvöld haldi verðbólgunni eins lágri og mögu- legt er. Þrátt fyrir að þau gjöld sem lögð eru á lántakendur hér á landi séu hærri en gengur og gerist í ná- grannalöndunum, og sem Neyt- endasamtökin vilja að verði lækk- uð, munar mest um vaxtamuninn milli Íslands og nágrannaland- anna. Í skýrslu Neytendasamtak- anna kemur fram að raunvextir séu að jafnaði frá tveimur og upp í tæplega fimm prósentustigum hærri hér. Tvö prósent vextir af tíu milljóna króna láni eru tvö hundruð þúsund krónur á fyrsta árinu. Þetta er það sem mest mun- ar um í samanburði milli Íslands og nágrannalandanna. Fréttaskýring | Dýrast að taka húsnæð- islán á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Mest munar um vextina Neytendasamtökin vilja breytingar á lánamarkaði  Upplýsingar Neytendasam- takanna um að það halli á ís- lenska neytendur þegar kemur að húsnæðislánum, í samanburði við helstu nágrannalöndin í Evr- ópu, koma fæstum eflaust á óvart. Hins vegar vekur athygli hvað munurinn er mikill á sum- um sviðum. Neytendsamtökin telja þennan mun vera óvið- unandi og vilja breytingar bæði hjá lánastofnununum og einnig hjá hinu opinbera. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Raunvextir eru 2 til 5 prósentustigum hærri hér en í nágrannalöndunum SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra af- henti fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur viðurkenning- arskjal um vottun umhverfisstjórnunarkerfisins ISO 14001 hjá fyrirtækinu á föstudag. OR er fyrsta orku- fyrirtækið hérlendis sem starfar samkvæmt þessu um- hverfisstjórnunarkerfi. Segir í tilkynningu að starfsemi fyrirtækisins sé ná- tengd náttúrunni, raforka sé framleidd með notkun á gufu á háhitasvæðunum á Nesjavöllum, í vatnsafls- virkjunum við Elliðaár og Andakílsá og í metangasvél í Álfsnesi. Kalda vatnið sé sótt í grunnvatnsgeymi í Heið- mörk og uppistöðulón við Akrafjall og við Hafnarfjall. Markmið OR sé að nýting þessara auðlinda sé eins nærri því að vera sjálfbær og nokkur kostur er. OR hefur undanfarin fimm ár gefið út umhverf- isskýrslu þar sem safnað er saman lykiltölum um atriði er tengjast umhverfismálum. Þá greinir OR frá losun úrgangs frá fyrirtækinu til urðunar, endurvinnslu og í eyðingu. OR starfar þegar samkvæmt ISO 9001 gæðastaðli, HACCP kerfi fyrir kalt vatn, OHSAS 18001 öryggis- stjórnunarkerfi og innra öryggisstjórnunarkerfi raf- magns, og sl. sumar hlaut OR Kuðunginn, umhverf- isverðlaun umhverfisráðuneytisins. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra afhenti Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni OR, viðurkenninguna. OR fær vottun fyrir umhverfismál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.